Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ráðist verður í bætur á tækjabún- aði eða álíka á vinnustað þínum sem gerir kleift að vinna hlutina á betri máta. Skipu- leggðu þig vel og undirbúðu allt gaumgæfi- lega. 20. apríl - 20. maí  Naut Nagandi hugsun um að einhver sé óánægður með þig mun plaga þig í dag. Ef þú sníður þér stakk eftir vexti mun þér ganga allt í haginn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt og þú munt sjá að það smitar líka út frá sér. Talaðu við fólk sem er á sömu bylgjulengd og þú og þú munt uppskera ríkulega. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur búið svo um hnútana að fátt á að geta komið þér í opna skjöldu. Gömul tækifæri munu reynast þér best þessa dagana. Stígðu samt varlega til jarð- ar þegar kemur að fjárútlátum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er góður dagur þegar hlutirnir eru þér í hag vegna dugnaðar. Varastu að senda öðrum misvísandi skilaboð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hvorki lærir né þroskast af mark- miðum sem er of létt að ná. Hættu því að hafa áhyggjur. Efastu ekki um hæfileika þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu það ekki blekkja þig þótt þú eigir auðvelt með að koma skoðunum þínum á framfæri. Ekki dæma strax. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er rétti tíminn til að finna sér afdrep til þess að hvíla lúin bein og endurnýja krafta sína. Slakaðu á og leyfðu sjálfum þér að blómstra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sköpunarkraftur þinn er mikill um þessar mundir jafnvel svo að þú átt erf- itt með að velja og hafna. Haltu áfram á sömu braut. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert eitthvað orkulaus og illa fyrirkallaður og þarft að gæta þín á að aðrir notfæri sér það ekki. Aðeins þannig verður þér eitthvað ágengt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki hlutina fara í taug- arnar á þér og líttu fram hjá uppátækjum vinnufélaga þinna. Með yfirvegun vinnur þú best. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt að miklu sé að stefna á vinnu- staðnum máttu ekki fórna framanum öllu sem þú átt. Heimsæktu gamlan vin, sem þú hefur ekki talað við lengi. Ólafur Stefánsson segir á Leirað það sé ekki eins og maður geti stillt sig um að yrkja um veðrið og árstíðirnar. – „Þetta er ósjálfráður ávani“: Nú fylgjumst við fjálglega með þeim feiknum sem enn geta skeð. Að svell nái’að hlána og sundin að blána, og við taki voranna streð. Helgi R. Einarsson yrkir um „Ferlið“: Að jafnaði æskan er ör og ekki á stóryrðin spör. En þegar er tamin, þroskuð og hamin, hún þráttar um kaup sín og kjör. Og síðan „rofaði til“: Konan mín gengur og gengur af göflunum ekki lengur, því nú er hún sátt og í sunnanátt getur sólað sig örlítið lengur. Ármann Þorgrímsson skil- greinir „háværa kröfu á þorra“ frá eldri borgurum til ráðamanna og fékk góðar undirtektir á Leirn- um: Okkur þjóna er ykkar starf, á því skilning sýnið að ellilaunin auka þarf eða lækka vínið. „Ármann alltaf góður!“ kvað Skírnir: Illa treinist okkur féð enn á miðjum vetri. Ekki hefi ég áður séð aðrar kröfur betri. Fía á Sandi hefur þessa sögu að segja: Í mér spriklar órótt geð, ólmur sálar kraftur. Tóma flösku klökk ég kveð og kaupi fulla aftur. Þessi vísa kallar fram í hugann stöku eftir Kristján Fjallaskáld sem hann orti þegar Kristín Sim- sen giftist Sveini kaupmanni á Búðum: Sveinn á Búðum fái fjúk, fékk hann hana Stínu. Ástin spriklar öfundsjúk innst í brjósti mínu. Gústi Mar yrkir og geta fleiri sagt: Vatn ég drekk á degi hverjum, dafnar af því heilsa mín. En lemjist ég á lífsins skerjum löngun vex í brennivín. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Árstíðirnar og krafa eldri borgara „ÉG ÞARF AÐ FÁ NÝ GLERAUGU! ÉG HÉLT AÐ ÞETTA VÆRI STÓR ÖND.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að þú ert það eina sem skiptir máli. GAAAA! HEITT SLÖNGUVATN ERTU MEÐ EINHVER HINSTU ORÐ TIL AÐ DEILA MEÐ MÉR? ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ ÉG HEFÐI KOMIÐ MEÐ REGNHLÍF! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BUSKI NÆSTA AFREIN Víkverja finnst að við ættum ekki aðgleyma smáfuglunum. Allra síst í janúar þegar þeir hafa úr litlu að moða. x x x Víkverji hefur tekið eftir því að smá-fuglarnir eru mjög taugaveiklaðar verur. Mættu alveg við góðum skammti af valíum. x x x Þegar Víkverji nálgast smáfuglanaþá bregðast þeir þannig við að geðshræringin er alger. Er rokið af stað án þess að líta til hægri eða vinstri og flogið upp á næsta eða þarnæsta húsþak. x x x Ofsafengin viðbrögð að mati Vík-verja. Önnur dýr bregðast ekki svona við þótt Víkverji nálgist. Hrafnar, ernir, hundar og krókódílar fara ekki á taugum þótt Víkverji rölti í áttina til þeirra. x x x Mikil hjarðhegðun virðist einnigeiga sér stað hjá smáfuglunum. Þegar Víkverji gerir tilraun til að fæða þá gerist það undantekningarlaust að þeir koma í hópum. Þegar þeir verða taugaveiklaðir þá yfirgefa þeir einnig svæðið í hópum. Lítil svigrúm virðist vera fyrir sjálfstæða persónuleika hjá þessari tegund. x x x Þótt smáfuglarnir séu taugaveiklaðirþá mega þeir samt ekki gleymast. Þeir þurfa hjálp við fæðuöflun. x x x Fólk ætti ekki að setja það neitt fyrirsig þótt þeir þakki ekki fyrir. Það er bara þeirra háttur. x x x Auðveldara er að eiga við að komamat á borðið fyrir smáfuglana þegar fönn er yfir. Þá sjá þeir kornið almennilega. Snúnara er að gefa smá- fuglunum þegar ekki er snjór. En ekki ómögulegt. x x x Við skulum því ekki gleyma smá-fuglunum. Jafnvel þótt erfitt sé að bera á borð. vikverji@mbl.is Víkverji Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matt: 18:20)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.