Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. lagsins, sem undirstrikar mikilvægi björgunarsveitanna í dag, svo sem með til- liti til fjölgunar ferðamanna. Sveitirnar séu misjafnar að styrk og þær mikilvæg- ustu oft fáliðaðar enda í afskekktum byggðum vetrarríkis. Afmælisins verður minnst með ýmsu móti allt þetta ár en í gærkvöldi var opið hús hjá deildum félagsins, m.a. hjá Björg- unarsveitinni Ársæli á Grandagarði þar sem þessar myndir voru teknar. sbs@mbl.is Hvítum svifblysum var skotið á loft frá öllum bækistöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hringinn um landið í gær- kvöld til að fagna því að í gær voru liðin 90 ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands, sem er fyrirrennari núverandi samtaka. Markaði það upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi. „Félagið var stofnað vegna mikillar þarf- ar í kjölfar tíðra sjóslysa,“ segir Jón Svan- berg Hjartarson, framkvæmdastjóri fé- Hátíðahöld víða og svifblysum skotið á loft á tímamótum í sögu slysavarnastarfs á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Héldu upp á að 90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Þetta er mjög óvanalegt að það sé utanaðkomandi pólitískt afl sem kallar eftir því beinlínis að það sé boðið fram í stéttarfélagi,“ segir Sig- urður Bessason, formaður Eflingar, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir mótframboð til höfuðs lista uppstillingarnefndar Eflingar ekki hafa komið sér á óvart, en hins- vegar sé margt óvenjulegt við að- draganda framboðsins. Sigurður hefur verið formaður félagsins síð- astliðin 18 ár. Ingvar Vigur Halldórsson og Sól- veig Anna Jónsdóttir eru formanns- efni þeirra tveggja lista sem bjóða fram til hluta stjórnar félagsins, en framboðsfrestur rann út klukkan 16:00 í gær. Aðalfundur félagsins fer fram í lok apríl og kjósa verður að minnsta kosti mánuði áður en hann fer fram. Ekki liggur fyrir nákvæm- lega hvenær verður kosið, en aldrei hefur verið kosið um formann Efl- ingar áður, í tuttugu ára sögu þessa næst stærsta stéttarfélags landsins. Undrast framgöngu Ragnars Sigurður segir óvanalegt að for- maður annars félags taki afstöðu í formannskjöri Eflingar. „Við höfum aldrei séð þetta áður að formaður í stéttarfélagi blandi sér með beinum hætti inn í stéttabaráttu í öðrum stéttarfélögum. Ég held að það sé eitthvað sem félagsmenn ættu að hugsa, hvort þeir kæri sig um að vera leiddir áfram af formanni úr öðru stéttarfélagi,“ segir Sigurður og vísar þar til Ragnars Þórs Ing- ólfssonar, formanns VR, sem lýst hefur yfir stuðningi við framboðslist- ann sem Sólveig leiðir. Sólveig Anna er virk í starfi Sósíalistaflokks Íslands, sem er und- ir forystu Gunnars Smára Egilsson- ar. Sigurður segir ljóst að með fram- boði hennar sé Sósíalistaflokkurinn kominn fram með sinn frambjóðanda til forystu stéttarfélagsins og hefur efasemdir um blöndu verkalýðsbar- áttu og flokkspólitíkur. Allir rúmist innan stéttarfélaga „Það er mjög óvanalegt að það gerist, og hefur ekki gerst í að verða áratug, að framboð sé nánast bein- línis boðið fram í gegnum pólitískt umhverfi eins og í gegnum Sósíal- istaflokkinn,“ segir Sigurður. Hann telur alla eiga að geta rúm- ast innan stéttarfélaga, sama hvar þeir standi í stjórnmálum. „Það eru ekki bara þeir sem eru róttækir, eða á miðjunni eða þeir sem eru lengst til hægri, það eru allir innan stéttarfélaga vegna starfa sinna,“ segir Sigurður. Flokkspólitísk barátta í Eflingu  Formaður Eflingar segir Sósíalistaflokk Gunnars Smára vera kominn með sinn frambjóðanda  Efins um blöndu flokkspólitíkur og stéttabaráttu  Óvanalegt að formaður VR blandi sér í málin Morgunblaðið/Hari Framboð Listinn sem Sólveig Anna (t.h.) leiðir skilaði inn yfir 600 undir- skriftum meðmælenda til kjörstjórnar Eflingar eftir hádegið í gærdag. „Línur varðandi framboð okkar til sveitarstjórna ættu að vera orðnar ljósar innan skamms tíma,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, alþing- ismaður og formaður Miðflokksins. Um helgina var stofnaður tíu manna hópur sem undirbýr þátttöku flokks- ins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Í hópnum verður stjórn flokksins auk efstu manna á framboðslistum til síðustu alþingiskosninga, það er þeirra sem ekki náðu inn á þing þá. Auk þess verða í hópnum sérstakir ráðgjafar sem kallaðir verða til. Formaður undirbúningshópsins er Gunnar Þór Sigbjörnsson á Egils- stöðum, reyndur maður á vettvangi sveitarstjórnarmála meðal annars sem bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins á Fljótsdalshéraði fyrr á ár- um. „Þetta er skammt á veg komið. Miðflokkurinn er ný stjórnmála- hreyfing og núna er verið að stofna flokksfélög hans víða út um land, en framboð til sveitarstjórna helst svo- lítið í hendur við það,“ sagði Gunnar Þór. „Við gefum okkur nokkrar vikur í þetta undirbúningsstarf,“ segir Sig- mundur Davíð. Ætlunin sé að bjóða fram sjálfstæða lista Miðflokksins sem víðast, þó svo samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar komi líka til greina. Þá hafi nokkrir áhugasamir um framboð gefið sig fram. sbs@mbl.is Stefnan tekin á sveitarstjórnir  Miðflokkurinn undirbýr kosningarnar í vor með starfshópi  Efstu menn á listum, ráðgjafar og fleiri eru innanborðs  Útiloka ekki samstarf við aðra um framboð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Miðflokkurinn stefnir á framboð til sveitarstjórna um allt land. Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist eftir fall í Malaga á Spáni í síðustu viku, hefur ekki enn fengið að ferðast heim til Íslands. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, sagði við mbl.is í gær að það væri vegna þess að vegabréf hennar væri enn í vörslu lögreglunnar í Malaga og því ekki enn komin heimild til að flytja hana. „Það skilur þetta enginn,“ sagði Jón Kristinn. „Það verður þó að koma fram að íslensk yfirvöld eru að standa sig mjög vel.“ Að sögn Jóns ríður á að Sunna komist sem fyrst heim, svo hægt sé að meta meiðsli hennar betur. Ut- anríkisráðuneytið vinnur að mál- inu, en að sögn Jóns virðist lítil þekking á meiðslum sem þessum vera til staðar á sjúkrahúsinu ytra. Nauðsynlegt að Sunna komist heim sem fyrst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.