Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Það er ekki nema hollt þegar al-mennar kosningar verða í stéttarfélögum, sem hafa svo mikil áhrif, sem raun ber vitni um. Hitt er lakara að kosningaþátttaka er oft lítil, t.d. í stóru fé- lagi eins og VR, að eitthvað virðist vanta upp á fé- lagslegan áhuga og ábyrgð.    Í gær voru tveiraðalframbjóð- endur í Eflingu, sem er öflugt félag, mættir í útvarpsfréttir.    Fulltrúi „byltingarframboðsins“,studdur af verklýðshetjum úr öðrum félögum, lét eins og aldrei hefðu náðst fram neinar kjarabæt- ur fyrir þá lægst launuðu.    Síðustu ár hefur kaupmáttar-aukning þess hóps orðið meiri á skömmum tíma en nokkru sinni áður. Það stóra stökk hefur ekki enn leitt til verðbólgusprengju. En síðustu verðmælingar vekja þó óróa.    Sigurður Bessason, sem nú er aðkveðja, og hans lið í Eflingu, getur því vel við unað, þótt sjálfsagt telji þeir baráttuna aldrei komna á endastöð.    Það er þýðingarmikið að fram-bjóðendur í verkalýðsfélögum viðurkenni staðreyndir. Það ætti að vera óumdeilt að kaupmáttur launa almennt, en einkum lægstu launa, hefur hækkað meir en áður síðustu misserin. Svo stór stökk hafa ekki verið tekin í nálægum löndum. Þar eru þau sögð ósjálfbær.    Önnur staðreynd er sú, að þaðverður þung þraut að verja þann aukna kaupmátt. Um það stendur stríðið nú. Sigurður Bessason Sæta staðreyndir einelti? STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.1., kl. 18.00 Reykjavík -1 alskýjað Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri -2 heiðskírt Nuuk -10 skýjað Þórshöfn 4 léttskýjað Ósló -1 snjókoma Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki -1 skýjað Lúxemborg 8 skýjað Brussel 10 súld Dublin 7 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 10 skúrir París 10 alskýjað Amsterdam 8 súld Hamborg 7 rigning Berlín 9 súld Vín 12 heiðskírt Moskva -5 snjókoma Algarve 18 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 14 heiðskírt Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -19 léttskýjað Montreal -10 skýjað New York 4 heiðskírt Chicago -3 snjókoma Orlando 21 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:14 17:09 ÍSAFJÖRÐUR 10:36 16:56 SIGLUFJÖRÐUR 10:20 16:39 DJÚPIVOGUR 9:48 16:34 Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær fyrr- verandi formann starfsmannafélags í sex mánaða skil- orðsbundið fang- elsi fyrir fjárdrátt. Auk þess er fyrr- verandi formann- inum gert að greiða starfsmannafélagi VHE á Austurlandi skaðabætur að fjárhæð 6.620.023 krónur, ásamt vöxtum. Kæra vegna fjárdráttar barst á borð lögreglunnar á Austurlandi í febrúar 2016. Lögreglustjórinn á Austurlandi ákærði fyrrverandi for- manninn, konu á fimmtugsaldri, en samtals voru meint auðgunarbrot talin vera að fjárhæð 7.974.479 kr. Í dómi kemur fram að konan hafi á tímabilinu 28. desember 2012 til 17. desember 2015, heimildarlaust og í auðgunar- skyni, fært samtals kr. 4.727.456 af bankareikningi starfsmannafélags VHE á Austurlandi yfir á bankareikn- ing sinn, með 83 millifærslum og með því dregið sér féð í eigin þágu. Ákærða játaði sakargiftir við aðal- meðferð fyrir dómi. Dæmd vegna fjárdráttar  Sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi Héraðsdómur Austurlands. Nemendur á sviðslistabraut við Listaháskóla Íslands krefjast þess að skólagjöld þeirra verði felld niður á vorönn vegna óviðunandi aðstæðna í núverandi húsnæði skólans við Sölv- hólsgötu 13. Allir nemendur deildarinnar skrif- uðu undir bréf þess efnis sem afhent var rektor Listaháskólans og deildar- stjóra sviðslistadeildar í gær, segir í frétt á mbl.is. Undir sviðslistabraut heyrir BA og meistaranám á dans-, leiklistar- og sviðshöfundabrautum. Telja nemendur sig hafa verið svikna um aðstöðu og þjónustu við skólann en í bréfinu er margt talið til, svo sem mygla í skólastofum, ekkert aðgengi fyrir fatlaða, engin les- og vinnuaðstaða nemenda, mötuneyti eða bókasafn. Þá segja nemendur manneklu vera við skólann og kennurum hafi fækkað á einhverjum sviðum, t.a.m. erlendum kennurum við dansbraut skólans. Skólastjórnendum er gefinn frestur til að svara bréfinu til mánudags. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, fulltrúi nemenda við sviðslistadeild í nemendaráði skólans, segir í samtali við mbl.is að stjórnendur skólans hafi veitt bréfinu móttöku og ætli að taka málið upp á fundi með stjórn skólans á fimmtudaginn. Hún segir að húsnæðið hafi alltaf átt að vera bráðabirgða- húsnæði en ekkert gerist síðan á með- an nemendur haldi áfram að greiða há skólagjöld önn eftir önn. Nemendur telja sig hafa verið svikna  Nemendur á sviðslistabraut við Listaháskóla Íslands vilja betri aðstöðu Morgunblaðið/Sverrir Sölvhólsgata Listaháskóli Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.