Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert ánægður með sjálfan þig, en á skemmtilegan og vinalegan hátt. Gerðu þér far um að umgangast fólk því aðrir taka eftir þér og vinir þínir vilja umgangast þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur verið dýrkeypt að blanda sér í annarra mál að ástæðulausu. Viljirðu ná mál- um fram af einhverju viti þarftu að vera mjög þolinmóður. Hentu dóti og einfaldaðu lífið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér er nauðsyn að ná tökum á fjár- málunum en að öllu óbreyttu stefnir þar í óefni. Mundu bara að þú verður að vera sjálf- um þér samkvæmur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er svo margt að gerast, að þér finnst þig skorta yfirsýn. Þolinmæði þrautir vinnur allar segir máltækið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Betri er krókur en kelda og þess vegna skaltu taka þér allan þann tíma sem þú þarft til þess að ganga frá hlutunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki láta þér bregða þótt þér finnist þú verða að leysa upp margt af því sem þú hefur byggt upp síðustu árin. Ef þú ert ekki í jafn- vægi getur þú lítið sem ekkert gert fyrir aðra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsigl- ingu milli þín og ástvinar þíns. Láttu allar áhyggjur lönd og leið og mundu það framvegis að lofa ekki upp í ermina á þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Rannsóknarhæfileikar þínir njóta sín svo sannarlega núna. Haltu þig fyrir utan allar skærur á vinnustaðnum og þá fellur eng- inn blettur á mannorð þitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það stefnir í átakalítinn dag hjá þér en það þýðir ekki að þú getir slegið slöku við. Mundu að hóf er best á hverjum hlut. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er óvenju margt á borðinu hjá þér svo þú þarft að skipuleggja daginn mjög vel. Að skrifa gæti ekki bara hjálpað til við að vinna úr þessum tilfinningum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er góður dagur fyrir verslun og viðskipti, undirritun samninga og stuttar ferðir. Mundu að deila ágóðanum með öðrum. Það er lítilmannlegt að geta ekki glaðst yfir velgengni annarra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert friðsæll og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Hver þarf á samræðum að halda ef hægt er að tjá sig með meira afgerandi hætti - gerðum sín- um? Áþessum degi 1874 fæddistBjörg C. Þorláksson, sú merka kona, orðabókarhöfundur og skáld: Látum öldur æða, örlagahrannir flæða - víkjum aldrei, aldrei fet. Látum syrta, syrta, um síðir mun þó birta - um eilífð varir ekkert hret. Í gær var á Leirnum skemmtileg limra um hr. og fr. Olsen eftir Sig- urlínu Hermannsdóttur: Hjón þessi vissu fátt verra en ef virðing og tign mundi þverra. Voru smekk sínum trú; hann var smurbrauðjómfrú en konan var kúnstmálaráðherra. Fía á Sandi lætur efni máls ráða lengd síðustu hendingarinnar og kemur ekki að sök ef limran er bor- in fram með „sínum hætti“: Ég ætla að yrkja um bjánann sem elskaði vopnin og fánann og til þess að hrella henti sú della að ákveða að skjóta atomsprengju á mánann. Páll Imsland heilsar leirliði „þó ekki hlýni að ráði“, – og fitjar upp á nýrri hrynjandi og nýjum brag- arhætti: Nú er sko lag á Læk. Lárus er dauður og grafinn, Magnús er kominn með kæk og karlægur gamli er afinn; kemst hvorki lönd né strönd. Já, nú er sko lag á Læk. Lóvísa’ af gigtveiki er þjáð, Ástríður ólétt en spræk og áreitt var Maja og smáð; á ekki glaðan dag. Auðvitað kallast þessar vísur á við gamlan slagara og limru Krist- jáns Karlssonar. Í slagaranum „Það var kátt hérna um laugardags- kvöldið á Gili“ er annað erindið svona í þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar: Þar var Dóra á Grund, hún er forkunnar fögur og fín, en af efnunum ganga ekki sögur, hún er glettin og spaugsöm og spræk. Þar var einþykka duttlungastelpan, hún Stína, og hún stórlynda Sigga og Ása og Lína og hún María litla frá Læk. Og það er þessi María sem Krist- ján yrkir um: Sagði María litla frá Læk, „ég er ljóðelsk og hefi þann kæk að svipta mig fötum og þar fram eftir götum. En á fáguðum prósa er ég tæk.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hjónin Olsen og María litla frá Læk „ÞAÐ ER EKKERT AÐ VÉLBÚNAÐINUM. KANNSKI ER ÞETTA VANDAMÁL Í HUGBÚNAÐINUM.“ „TIL HAMINGJU, FRÚ MARKAN.“ Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sýna honum hvað þú hefur lært í karate- skólanum. ÉG VAR AÐ KLÁRA MJÖG LANGAN MORGUNVERÐ HEY… ÉG MISSTI AF HÁDEGIS- MATNUM! NEI… ÞAÐ ER HELGA! VISSULEGA! ER ÞAÐ ENGLAND? ÍTALÍA? SPÁNN? FRAKKLAND? SEM LÖGFRÆÐINGUR TALDI ÉG AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ GETA RISSAÐ UPP VOPNAHLÉSSÁTTMÁLA FYR- IR ÁTÖK SEM ERU Í GANGI! GRETTIR GRETTIR GRETTIR Litlu sigrarnir í lífinu eru oft stórir.Þessu fékk Víkverji að kynnast um helgina þegar hann réðst til at- lögu við draslfjallið í bílskúrnum og fór nokkrar ferðir í Sorpu. Verk þetta hafði frestast aftur og aftur. Fótboltamót hér, jólahlaðborð þarna, þessi veikur, vont veður og svo mætti lengi telja. En nú varð ekki lengur við unað. Draslið var skorað á hólm. x x x Veðrið var sem betur fer skaplegtþennan sunnudaginn. Það gerir verk sem þessi allt önnur. Fyrst var mokað út á stétt og sorterað. Svo var raðað í bílinn eftir kúnstarinnar reglum. Alls urðu þetta nokkrar ferðir og eitthvað er sjálfsagt eftir. En nú er alla vega rými til að athafna sig í skúrnum. Öruggast er að hafa hraðar hendur áður en drasl fer aft- ur að safnast þar inn. Það gerist með undraverðum hraða. x x x Einn blettur á þessum fallega degivar sá að þurfa að horfa á eftir fallegu stólasetti fara beint í ruslið. Þeir hjá Góða hirðinum vildu ekkert með átta samstæða stóla hafa, töldu að það myndi ekki nokkur maður líta við þessu í búðinni. Væri þá ekki nær að það væri gámur þarna sem fólk mætti bara taka úr? x x x Sorpuferðir eru áhugaverðar fyrirþá sem hafa áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Víkverji virðist alltaf sjá áhugaverða karakt- era í þessum heimsóknum sínum, týpur sem hann rekst alla jafna ekki á. Og svo eru það gamlir vinir og kunningjar. Einn mann hittir Vík- verji í hvert einasta sinn sem í Sorpu er komið. Sá er alltaf í fram- kvæmdagír, svo miklum að það ligg- ur við að Víkverja fallist hendur. Því á meðan Víkverji var sáttur með sína tiltekt í skúrnum, löngu tímabæra og nokkuð vel framkvæmda, þá var þessi að hreinsa út af heilli hæð sem hann keypti ekki alls fyrir löngu. Sem hann ætlar eflaust að standsetja sjálfur með vorinu. Og þá má bóka að hann og Víkverji hittast reglulega á sínum stað á rampi númer þrjú. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vor- ar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort. (Sálm: 68.20)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.