Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Ísold Uggadóttir var valin besti leikstjórinn af þeim sem eiga kvik- mynd í alþjóðlegum flokki, þ.e. flokki kvikmynda frá öðrum lönd- um en Bandaríkjunum, á kvik- myndahátíðinni Sundance í Park City í Utah laugardaginn síðastlið- inn. Verðlaunin voru veitt á lokahá- tíð Sundance og þykja með þeim merkustu á hátíðinni. Þau hlaut Ís- old fyrir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Andið eðlilega, og er þessi árangur ekki síður merki- legur í því ljósi. Kvikmyndin hefur hlotið afar góðar viðtökur á hátíð- inni þar sem hún var frumsýnd og þá bæði meðal áhorfenda og gagn- rýnenda, m.a. rýnis hins þekkta kvikmyndatímarits Variety. Með aðalhlutverk í Andið eðli- lega fara Kristín Þóra Haralds- dóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson og í myndinni eru sögur tveggja ólíkra kvenna fléttaðar saman, annars vegar hæl- isleitanda frá Gíneu-Bissá og hins vegar ungrar, íslenskrar konu sem starfar við vegabréfaeftirlit í Leifs- stöð. Andið eðlilega var í öðrum af tveimur flokkum aðalkeppni Sund- ance, sk. World Cinema Dramatic Competition, eða flokki alþjóðlegra, dramatískra kvikmynda en 12 myndir voru valdar í þann flokk úr gríðarlegum fjölda umsókna. Kvikmynd Ísoldar verður frum- sýnd hér á landi í febrúar. Ísold hlaut verðlaun á Sundance Morgunblaðið/Hari Verðlaunuð Ísold með leikkonunni Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Eiga Íslendingar mögulegaenn eitt heimsmetið ífjölda tónskálda á haus?Sú var tíðin að arkitekt- ar fengu orð í heyra fyrir óraunsæi og draumóra, svo maður eiginlega hváir nú, en merkilega stór hluti ís- lenskra tónskálda á hálf-ævintýra- lega spretti, samanber merkisför Páls og Hauks til Hamborgar og Los Angeles í fyrra. Ný tónverk þeirra, sérpöntuð af sinfóníuhljóm- sveitum borganna, fengu loks að hljóma hér heima á fimmtudags- kvöldið var á sinfónískum Myrkum músíkdögum. Kvöldið bauð einnig upp á tvo fremstu íslensku tónlist- armennina af yngri kynslóðinni; Sæunn Þorsteinsdóttir einleikari á selló er annar þeirra. Nútíma hljómsveitarverk eru oftar en sjaldnar þéttriðin í einum kafla. Tónsmíð Páls Ragnars var af þeim meiði; samþjappað en um leið dökkleitt og dulúðugt. Quake þýðir að titra eða nötra; þykkur niður, jafnvel drunur (drone) bárust frá bassafagotti, kontrabásúnu og kontrabassa sem pældu við upphaf jarðveginn fyrir innkomu Sæunnar sem svaraði með hárfínum línum á hinum enda tíðnisviðsins. Einleikur hennar ásamt innlifun var frómt sagt einstakur, við að framkalla þessi mögnuðu en óræðu hljóð og áferð með glansandi yfirtónum. Quake fyrir selló og kammersveit er í senn frumleg, einlæg og þrosk- uð tónsmíð sem sneiðir hjá allri til- gerð og vitsmunahroka; án efa eitt það besta sem heyrst hefur frá Páli Ragnari til þessa. Páll átti loks annað áhrifamikið tónverk á loka- tónleikum Myrkra kvöldið eftir svo nú spyr maður sig hvort tónskáldið sé komið inn fyrir í framvarðar- sveit kollega sinna íslenskra. Það efast enginn um hæfileika og innsæi Hauks Tómassonar. Handverkið er svo gott sem óaðfinnanlegt, bæði haganlegt, hárnákvæmt og skarpt. Annar pí- anókonsert Hauks náði ítrekað að laða fram gæsahúðartilfinningu undir hraðri virtuósískri túlkun Víkings Heiðars, undir fírugum krossritmum og snörpum tóna- skiptum milli einleikara og hljóm- sveitar. Upphafshendingar píanó- konsertsins með píanói, flautu og óbói hófst þó innan öryggisgirðing- arinnar, ef svo má að orði komast, á efra tónsviðinu þar sem Hauki líður jafnan best. Auðvitað hætti tónskáldið sér neðar, en það er líkt og einhver óútskýrð angist eða ótti haldi aftur af Hauki; öll alúðin, heimsmyndin í senn stór og sönn, og örlát líkt og hans hárfínustu náttúrustemmur bera vitni um (Flétta), en fararskjótinn til þess arna minnir á tveggja hestafla saumavél sem fer í svo marga smáa hringi með svo þéttriðnu saum- spori og einhæfu að maður missir sífellt fyrr áhugann eftir því sem árin líða og tónverkin hlaðast upp. Tónverk Finnans Sebastians Fagerlund, Drifts, er í senn kröft- ug tónsmíð, vandlega formuð og grípandi fyrir áheyrandann sem getur umbúðalaust hallað sér aftur og treyst framvindunni. Stórar lýr- ískar hendingar þutu áfram af miklum styrk, oftar en ekki af virtuósískum brag, þó með reglu- legu uppbroti, t.a.m. dekkri málm- blásara en við það breyttist stemm- ingin í settlegan stríðsblæ; vel útfærð samsuða slagverks og pí- anós hélt strengjum við efnið í oft risavöxnum hendingum. Hljóm- sveitarstjórinn Daníel Bjarnason leysti verkefnin enn og aftur snurðulaust. Endurfundir við ægifagurt Ada- gio Magnúsar Blöndal frá 1980 fyr- ir strengi, celestu og slagverk var ákaflega tilfinningarík stund, verk- ið sem rauf tæplega tíu ára þögn Magnúsar. Sefjunin var einskír, í ætt við Adagietto Mahlers, og hefði betur fengið að hljóma sem loka- verk á einkar ánægjulegum sinfón- íutónleikum Myrkra árið 2018. Morgunblaðið/Eggert Einleikararnir Leikur Sæunnar Þorsteinsdóttur „var frómt sagt einstakur,“ skrifar rýnir, og píanókonsert Hauks Tómassonar „náði ítrekað að laða fram gæsahúðartilfinningu undir hraðri virtuósískri túlkun Víkings Heiðars“. Af stórfírugum anda Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbbn Sebastian Fagerlund: Drifts (2017) 11’ – frumflutningur á Íslandi; Haukur Tóm- asson: Píanókonsert nr. 2 (2017) 16’ – frumflutningur á Íslandi; Páll Ragnar Pálsson: Quake fyrir selló og kamm- ersveit – (2017) 15’ – frumflutningur á Íslandi; Magnús Blöndal Jóhannsson: Adagio; Haukur Tómasson: Í sjöunda himni. Hljómsveitarstjóri Daníel Bjarnason. Einleikarar Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. INGVAR BATES TÓNLIST Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Sun 11/3 kl. 20:00 aukas. Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Fim 8/2 kl. 20:00 13. s Fös 16/2 kl. 20:00 16. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Sun 11/2 kl. 20:00 14. s Fim 22/2 kl. 20:00 17. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 9/2 kl. 20:00 51. s Lau 17/2 kl. 20:00 53. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Sun 11/2 kl. 20:00 52. s Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Draumur um eilífa ást Medea (Nýja sviðið) Mið 31/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 Lokas. Stuttur sýningatími. Allra síðustu sýningar! Lóaboratoríum (Litla sviðið) Mið 31/1 kl. 20:00 3. s Sun 4/2 kl. 20:00 5. s Lau 10/2 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 4. s Mið 7/2 kl. 20:00 6. s Fim 15/2 kl. 20:00 8. s Í samvinnu við Sokkabandið. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Allra síðustu sýningar. Skúmaskot (Litla sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Lau 10/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Hafið (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 12.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 20.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Faðirinn (Kassinn) Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Fim 22/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 4/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 11/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 4/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 11/2 kl. 15:00 10.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 1/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Fim 15/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Sun 4/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fös 2/3 kl. 22:30 Fim 8/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Lau 3/3 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 20:00 Fim 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 22:30 Fös 23/2 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.