Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018 Theresu May forsætisráð- herra og hennar fólki var ekki skemmt eftir yfirlýsingar Khan, borgarstjóra í London, um Trump forseta. Boris Johnson utanríkisráðherra tísti að Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og Khan væri greinilega mikið í mun að takast að skemma samband þjóðanna. „Við mun- um ekki láta ein- hvern útblásinn, sjálfumglaðan montrass í ráð- húsinu stofna sambandi Bret- lands og Banda- ríkjanna í hættu,“ tísti Johnson. Donald Trump Bandaríkja-forseti tilkynnti í gær aðhann væri hættur við að vera viðstaddur formlega opnun nýs sendiráðs landsins í London í næsta mánuði. Sendiráð Bandaríkjanna hefur verið við Grosvenor Square í West- minster í 58 ár, allar götur síðan 1960, en flutningar úr gamla mið- bænum hafa staðið yfir síðustu mán- uði og nýja sendiráðið var opnað al- menningi fyrir skömmu. Það er um það bil fjóra kílómetra frá því gamla, hinum megin við ána Thames, á suð- urbakka árinnar, í hverfinu Nine Elms þar sem nú á sér stað mikil uppbygging á gömlu iðnaðarsvæði. Úr alfaraleið Bandaríski fáninn var dreginn niður í síðasta skipti við gamla sendiráðið síðastliðinn þriðjudag „Ástæða þess að ég hætti við ferð til London er að ég er ekki mikill aðdáandi ríkisstjórnar Obama sem seldi best staðsetta og fínasta sendi- ráðið í London fyrir smáaura til að byggja nýtt úr alfaraleið fyrir 1,2 billjónir dala,“ tísti forseti Banda- ríkjanna um miðnætti á fimmtudag og bætti við: „Slæmur samningur. Vildu að ég klippti á borða. NEI!“ Þegar betur er að gáð er ekki víst að skýringin sé alveg svo einföld. Annars vegar skal nefnt að það var alls ekki demókratinn Obama forseti sem tók þá ákvörðun að selja gamla sendiráðið og byggja nýtt heldur flokksbróðir Trumps, repú- blikaninn George W. Bush árið 2008. Ástæðan er sögð sú að vegna sprengjuárása á sendiráð Banda- ríkjanna í Tansaníu og Kenýa 1998, og árásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001, hafi ofuráhersla verið lögð á að auka öryggi í öllum sendiráðum landsins til mikilla muna og það hafi einfaldlega verið ómögulegt á gamla staðnum. Nefna má að upphæðin sem Trump sagði að byggingin kostaði, 1,2 billjónir dala, jafngildir 124,5 milljörðum íslenskra króna. Til að setja það í samhengi sem fólk skilur hugsanlega má geta þess að fyrir þá upphæð væri mögulegt að reka Landspítala – Háskólasjúkrahús í liðlega tvö ár, miðað við nýsamþykkt fjárlög. Hins vegar má benda á að nokk- urar andúðar hefur gætt í garð Trumps í London síðustu misseri, og borgarstjórinn þar, Sadiq Khan, hélt því blákalt fram í gær að ákvörðun forseta Bandaríkjanna mætti rekja til þess að hann vissi að hann væri ekki velkominn til borgarinnar. „Forsetinn skildi skilaboðin frá fjölda Lundúnabúa, sem dást að og þykir vænt um Bandaríkin og Bandaríkjamenn en finnst stefna forsetans og athafnir algjörlega á skjön við gildi Lundúna,“ tísti Khan borgarstjóri. Khan sagði að Lundúnabúar hefðu án efa tekið á móti Trump með mjög fjölmennum, en friðsælum, mótmælum, enda væri hann afar óvinsæll í borginni og mörgum byði við skoðunum hans. Khan lýsti þeirri skoðun í gær, og ekki í fyrsta skipti, að það hafi verið mistök þegar The- resa May, forsætisráðherra, bauð Trump í opinbera heimsókn til Bret- lands þegar hún sótti hann heim í Hvíta húsið í fyrra. Jeremy Corbin, leiðtogi Verkmannaflokksins í Bret- land, hefur lagst gegn því að Trump heimsækti Bret- land, eins og samflokks- maður hans, borgarstjóri Lund- úna. Khan og Trump elduðu grátt silfur eftir að borg- arstjórinn – fyrsti músliminn sem gegnir embættinu – gagnrýndi harkalega ákvörðun forsetans um ferðabann frá ákveðnum löndum til Bandaríkjanna. Forsetinn deildi að sama skapi hart á borgarstjórann vegna viðbragða hans við hryðju- verkaárásum í borginni og vísaði m.a. til þeirra í tengslum við ferða- bannið. Khan borgarstjóri svaraði því þá til að hann þyrfti ekki á ráð- leggingum að halda frá forseta Bandaríkjanna. „Trump“ við sendiráðið Eftir yfirlýsingu Trumps forseta þess efnis að hann hefði hætt við Lundúnaferðina brugðu starfsmenn Tussauds-vaxmyndasafnsins kunna í höfuðborginni á leik og komu fyrir vaxmynd af forsetanum við nýja sendiráðið á syðri bakka Thames. Vakti þetta mikla athygli og flykktust bæði iðnaðarmenn á svæð- inu og aðrir starfsmenn í borg- arhlutanum, svo og ferðamenn, að vaxmyndinni til að láta taka af sér mynd. Skilur fyrr en skellur í tönnum Bandaríkjaforseti ætlar ekki að vera viðstaddur opnun nýs sendiráðs í London. Sadiq Khan borg- arstjóri hefur aðrar skýringar en forsetinn sjálfur. AFP Vaxmynd af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, fyrir utan hið nýja sendiráð landsins vakti mikla athygli ferðamanna í gær. Montrass í ráðhúsinu Khan borg- arstjóri. ’ Við munum ekki láta einhvern útblásinn, sjálfumglaðan montrass í ráðhúsinu stofna sambandi Bretlands og Bandaríkjanna í hættu Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, er ósáttur við borgarstjóra Lundúna ERLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is MEXÍKÓ MEXIKÓBORG Á þrettándanum er árlega boðið upp á svokallaða Konungsköku, Rosca de Reyes, á stóru torgi í miðborginni. Að þessu sinni er talið að um 250.000 manns hafi komið á Zocalo-torg og fengið sér bita. Rúmlega 2.000 bakarar komu að verkinu, kakan var 1,44 km löng og vó 9,3 tonn! Að því var gætt nú, í fyrsta skipti, að hluti kökunnar var sykurlaus svo allir treystu sér til að smakka. FRAKKLAND PARÍS Dómstóll hefur úrskurðað að Bollywood-leikkonan Mallika Sherawat og franskur eiginmaður hennar verði borin út úr íbúð sem þau hafa leigt í 16. hverfi . Er þeim og gert að greiða andvirði 10 milljóna króna í vangoldna leigu og kostnað. Þau fl uttu inn 1. janúar 2017 og áttu að greiða andvirði rúmlega 800 þúsund króna á mánuði. Eig- andinn fékk strax þriðjung af leigugjaldi fyrir fyrsta mánuðinn en síðan ekki söguna meir. MALASÍA KÚALA LÚMPÚR Þráðurinn verður tekinn upp að nýju við leit að malasísku fl ugvélinni sem hvarf 8. mars árið 2014 á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking með 239 manns innanborðs. Malasísk stjórnvöld hafa samið við bandarískt fyrirtæki, Ocean Infi nity, um að hefja leit. Fyrirtækið gæti fengið allt að 70 milljónir dala fyrir – andvirði liðlega 7 milljarða króna, en fær þó ekkert greitt nema vélin fi nnist. RÚSSLAND APATITY Drukkinn karlmaður tók í vikunni traustataki bryn- varðan bíl í ökuskóla hersins, nokkurs konar skriðdreka, í borginni Apatity, í Murmansk- fylki nyrst í Rússlandi. Ók mað- urinn af stað, skemmdi nokkra bíla sem urðu á vegi hans og endaði á því að aka í gegnum rúðu á framhlið stórmarkaðar – þaðan sem hann stal vínfl ösku. Eina skýr- ingin á uppátækinu er sú, skv. fréttum, að manninum leiddist.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.