Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018 Í PRÓFÍL BESTUR Það var Arsene Wenger, nú þjálfari enska stórliðsins Arsenal, sem fékk George Weah til Evr- ópu á sínum tíma. Wenger þjálfaði þá Mónakó, tók drenginn undir sinn verndarvæng og hefur Weah sagst standa í ævarandi þakkarskuld við sinn gamla þjálfara. Hápunktinum náði þessi stóri, stæðilegi framherji 1995 þegar hann varð hlutskarpastur í ár- legu kjöri á vegum France Football og hlaut Gullbolt- ann, Ballon d’Or, og þar með titilinn Besti knatt- spyrnumaður heims það ár, auk þess sem FIFA, alþjóðaknattspyrnusamandið, valdi hann leikmann ársins. Fyrri hluta árs lék hann með Paris SG en var keyptur um sumarið af AC Milan á Ítalíu. „Ég man þegar Weah kom til Mónakó. Hann virk- aði umkomulaus enda þekkti hann engan og enginn mat hann sem leikmann,“ sagði Wenger á dögunum. „Nú verður hann forseti – það er ótrúleg saga og efni í góða kvikmynd, en ástæðan er sú sama og á árum áður: Hann er mjög sterkur andlega og hefur óbil- andi trú á því að hann eigi erindi.“ Með Gullboltann í janúar 1996; besti knattspyrnumaður heims í árlegu kjöri blaðamanna á vegum France Football. AFP Lífshlaupið er efni í góða kvikmynd GEORGE WEAH Nýkjörinn forseti Afríkuríkisins Líberíu, George Weah, ólst upp í Clara Town, fátækrahverfi í höfuðborginni Monrovíu, en nýtti hæfi- leikana til fulls og varð einn dáðasti knattspyrnumaður veraldar. George Taw- lon Manneh Oppong Ousman Weah, eins og hann heitir fullu nafni, er eini Afr- íkumaðurinn sem hefur hampað Gullboltanum; þegar hann var kjörinn besti knattspyrnumaður heims, og er að vonum dáður í heimalandinu og raunar álf- unni allri. Baráttumaðurinn Nelson Mandela, þá forseti Suður-Afríku, kallaði Weah „stolt Afríku“ þegar hann hlaut Gullboltann. Fljótlega eftir að glæsi- legum fótboltaferli lauk sneri Weah sér að stjórnmálum og bauð sig fram til forseta í heimalandinu strax 2005. Laut þá í lægra haldi fyrir hagfræðingnum Ellen Johnson-Sirleaf, fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Afríku. Því hefur verið haldið fram að skortur á menntun hafi fyrst og fremst verið Weah fjötur um fót í forsetakosningunum 2005, einkum og sér í lagi hafi stjórn- málaelíta landsins verið honum andsnúin. Þegar þarna var komið sögu dreif hann sig í nám; lauk því sem líkja má við stúdentspróf fertugur að aldri og nam síðan viðskiptafræði og stjórnun við DeVry-háskólann í Flórída. Weah er nú 51 árs. Sirleaf lætur af embætti síðar í mánuðinum, eftir tvö kjör- tímabil í embætti, þegar Weah tekur formlega við. Mótfram- bjóðandi hans að þessu sinni var Joseph Boakai, núverandi varaforseti, en Weah sigraði örugglega – fékk 61,5% atkvæða og meirihluta í 14 sýslum af 15. Sumir efast um hæfni Weahs á forsetastóli í þessu tæplega 5 milljóna manna ríki á vesturströnd álfunnar. Fjöldinn virðist þó búast við miklu, en einn flokksmanna hetjunnar minnti Weah á að fara ekki fram úr sér. „Herra forseti. Gleymdu ekki eigin rótum. Við styðjum þig ekki vegna þess að þú ert mynd- arlegur eða frægur … Sum okkar, að minnsta kosti, flykkja sér á bak við þig vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að þú ert sprottinn úr sama jarðvegi og við sjálf.“ Fyrir kosningarnar nú var Weah einkum gagnrýndur fyrir að velja Jewel Howard Taylor sem varaforsetaefni, en hún er fyrrverandi eiginkona stríðsherrans og forseta landsins Char- les Taylors. Hann afplánar nú 50 ára fangelsisdóm í Englandi, fyrir stríðsglæpi. skapti@mbl.is Forsetinn fótafimi AFP George Weah og Clar, eiginkona hans, umkringd öryggisvörðum í kosningabaráttunni rétt fyrir jól. AFP ’ Við styðjum þig ekki vegna þessað þú ert myndarlegur eða fræg-ur … Við flykkjum okkur á bak viðþig vegna þess að þú ert sprottinn úr sama jarðvegi og við sjálf George Weah með atkvæðaseðil sinn í forsetakosningunum í desember. HETJA Ungt fólk var sagt dyggustu stuðningsmenn Weahs í nýaf- stöðnum kosningum. „Það lítur á hann sem Messías okkar tíma,“ var haft eftir Christopher Wreh, frænda Weahs, í aðdraganda kosn- inganna. Aðrir efast þó um hæfni hans, ekki síst vegna reynsluleysis en verkefnin eru ærin þótt ástandið hafi breyst verulega til batnaðar. Fátækt er enn gríðarleg, í landinu geisuðu tvær borgarastyrjaldir nær samfellt frá 1989 til 2003 og er áætlað að 250.000 manns hafi fallið í valinn. Fólk þráir breytingar og vonast til að Weah verði jafn far- sæll forseti og fótboltamaður. Unga fólkið hrífst með Stytta af Weah í höfuðborginni Monróvíu. Hún var reist árið 1997 en rifin 2007 að skipan Johnson-Sirleaf, sem vann Weah í forsetakosningunum 2005! AFP TIL EVRÓPU George Weah kom til Evrópu sumarið 1988, þegar þjálfarinn Arsene Wenger fékk hann til liðs við Mónakó, sem varð franskur meistari um vorið. Vals- menn mættu liðinu í 1. umferð Evrópukeppni Meistaraliða um haustið, unnu fyrri leikinn í Laug- ardal 1:0 en töpuðu 2:0 í Mónakó, þar sem Weah skoraði. Hann tók ekki þátt í fyrri leiknum. Weah „fékk boltann á miðjum vellinum og tók strax á rás að Valsmarkinu. En í stað þess að brjótast alla leið í gegn lét hann skot ríða af, af 30 m færi og hafnaði boltinn í bláhorn- inu uppi. Ótrúlegt mark,“ skrifaði Bernharð Valsson, fréttaritari Morgunblaðsins, á leiknum. AFP Glæsimark gegn Val Weah í leik með Mónakó í apríl 1992. Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is KLAPPSTÓLL Koma í 3. litum 4.900 kr. BEKKUR 120x35, H: 46cm 39.500 kr. TILBOÐS DAGAR húsgögn og smávara 30-50% afsláttur af vörum sem eru að hætta í sölu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.