Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Side 14
VETTVANGUR 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018 Nú veit ég ekki hvort þið vitið að það hefurverið frekar rólegt í vinnu hjá mér aðundanförnu. Útaf dottlu. En eitt verk- efni er þó á minni könnu sem er mér ljúft og skylt. Annan virkan dag hvers mánaðar er ég bankabílstjórinn. Þetta er ekki mikið starf en bæði skemmtilegt og nauðsynlegt. Það felst í því að skutla mömmu og móðurbróður mínum í bankann til að borga reikninga. Í raun er það þó miklu merkilegri at- höfn. Ég fer helst ekki í banka enda hef ég ekkert þangað að sækja. Bankaviðskipti mín fara fram í tölvu. Því fannst mér eðlilegt að nefna við þau í nokkrum af fyrstu túrunum að allt þetta væri hægt að afgreiða í svokölluðum heimabanka. Ég hefði alveg eins getað verið að tala rússnesku. Þeim finnst enn pínu óþægilegt að fá ekki stimpil í bankabókina. Smám saman sætti ég mig við að þessu yrði ekki breytt og ákvað að njóta þess frekar að fá að skutla þeim systkinum þennan spöl og spjalla svolítið við þau í leiðinni. Kerfið er alltaf eins. Ég sæki mömmu og sam- an förum við til Sæma bróður. Mamma sest alltaf aftur í því Sæmi er tveimur árum eldri. Á þessum aldri, og í samhengi hlutanna, er það samt nánast eins og hann hafi verið fyrri tvíburinn. Hann bíð- ur venjulega á tröppunum, með reikningana í litlum bláum poka frá Pennanum. Samræðurnar eru oft svipaðar frá mánuði til mánaðar. Sæmi þarf að fara yfir með mér hvern- ig stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru, hafi nú farið með allt til helvítis hér á árum áður. Gengisfellingar og óðaverðbólga var daglegt brauð hjá þessari kynslóð. Vöruskortur og höft voru eðlilegt ástand. Á leiðinni upp í Landsbank- ann í Grafarholti þurfum við líka alltaf að ræða breytingarnar á borginni, hvernig borgin breytt- ist, heilbrigðisþjónustuna, ellilífeyri og fleiri hluti sem ég myndi annars ekki leiða hugann svo oft að. Svo taka þau númer í bankanum. Ég brosi í laumi að starfsmanninum sem reynir alltaf annað slagið að leiða þau að hraðbanka til að borga reikningana. Nei kallinn minn, láttu þig dreyma. Þau vilja gjaldkera og taka númer. Mamma fær alltaf fyrra númerið, af því Sæmi kann sig, þau setjast og ég færi þeim kaffi. Á leiðinni út segir mamma mér alltaf sigri hrósandi frá því að hún hafi nú átt fyrir þessu öllu og Sæmi ýtir á græna takkann til að lýsa yfir ánægju með þjónustuna. Mér finnst þetta skemmtilegur bíltúr. Ég er til dæmis yfirleitt langyngsti maðurinn í bankanum og líður stundum eins og Baby Driver (sem er mynd um barnungan bílstjóra sem ekur flóttabíl bankaræningja). Þetta væri þó sennilega lang- dregnasta bankarán sögunnar og það fyrsta með ræningjum á mannbroddum. En fyrir mér er þetta fyrst og fremst gaman því systkinin eru skemmtilegt fólk. Það er gaman að vera með þeim og heyra þau tala um gamla tíma. Þau ólust upp á Tjarnargötunni og hafa séð miklu meiri breytingar en fólk á mínum aldri gerir sér líklega grein fyrir. Að hlusta á þau er þörf áminning um það hve mín kynslóð hefur það yfirleitt fáránlega gott. Svo er líka gaman að fá að hlusta á áttatíu ára uppsafnaða góðlega stríðni þeirra systkina. Ég geri mér grein fyrir því að allt fram streymir og allt það og eflaust verða ekki til nein bankaútibú þegar ég kemst á þeirra aldur. En mér þætti vænt um ef eitthvað af þessum ótelj- andi börnum mínum myndi þá kannski nenna að skutlast eitthvað með mér svona einu sinni í mán- uði. Ég skal reyna að vera skemmtilegur. Bankabílstjórinn Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’ Ég brosi í laumi að starfsmanninum sem reynir alltaf annað slagiðað leiða þau að hraðbanka til að borga reikningana. Nei kallinnminn, láttu þig dreyma. Þau vilja gjaldkera og taka númer. Með blóð á lærunum „Ég er reið við sjálfa mig fyrir það að það blæðir því ég reyndi eins og ég gat að slaka á og berjast ekkert á móti þegar hann var að þessu. Ég reyndi bara að bíða eftir því að þetta tæki enda. Ég æli í klósettið og skelf öll. Mér er rosalega kalt. Ég þarf að skipta yfir í keppnisbúninginn en allt liðið mitt er inni í klefa og ég er með blóð á lærunum og stuttbux- unum.“ Ein af metoo-frásögnum íþrótta- kvenna sem birtar voru í vikunni. Hann fór bara í döðlur! „Sem betur fer héldum við ekki í hann. Það er ekki spurn- ing að við hefðum farið niður með honum ef við hefðum haldið í hann eða verið eitt- hvað kræktir í hann. … Hann fór bara í döðlur!“ Magnús Hákonarson, Hjálpar- sveit skáta Kópavogi, um heitan pott sem fauk niður af 13. hæð í óveðri á þriðjudag. Ég skammast mín „Ég hefði átt að leggja myndavélarnar frá mér og hætta upptöku þegar ég sá hvað við vorum að upp- lifa.“ „Ég skammast mín fyrir sjálfan mig.“ YouTube-stjarnan Logan Paul tók myndir af látnum manni og birti á netinu og í kjölfarið var rás hans á YouTube lokað og fyrirtæki slitu við hann samningum. Ekki sambærilegt „Ég veit ekki hvort vaxtastig hér verði nokkurn tímann sambærilegt við nágrannalönd á meðan við rekum hér sjálfstæða peningastefnu.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Viðskiptamoggann. 4 milljónir lambarétta á ári „Ef ég fengi öllu að ráða myndi ég læsa Steinþór Skúlason frá SS, Ágúst Torfa Hauksson frá Norðlenska, Þórólf Gíslason frá KS og Eggert Kristófersson frá N1 saman inni í litlu herbergi og ekki hleypa þeim út fyrr en þeir væru komnir með raunhæf plön um að selja 4 milljónir skammta af lambaréttum hið minnsta á ári.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, á fundi með bændum á Hellu um markaðsmál lambakjöts. VIKAN SEM LEIÐ UMMÆLI VIKUNNAR ’Hvers vegna erum við aðhleypa hingað öllu þessufólki frá svona skítalöndum? Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu um fólk frá Haíti, El Salvador og Afríkuríkjum. Hefur skorað mest allra Guðjón Valur sló heimsmet í vikunni, hefur skorað fleiri mörk með landsliði en nokkur annar handboltamaður í veraldarsögunni. Leiddist ekki Þótt óveður vik- unnar hafi angrað marga fullorðna voru börnin hæstánægð með rokið. Morgunblaðið/RAX AFP Morgunblaðið/Eggert Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Heilbrigð melting Innihald: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil ogætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.