Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 20
STJÓRNMÁL 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018 Winfrey í góðum gír ásamt leikkonunni Juliu Roberts í spjallþætti sínum árið 2004. É g vil að allar stúlkur sem eru að horfa hér og nú viti að það er nýr dagur við sjóndeildarhringinn. Og þegar sá dagur loksins rís verður það vegna þess að margar stór- fenglegar konur, sem sumar hverjar eru hér í salnum í kvöld, og einhverjir magnaðir menn, eru að berjast af elju fyrir því að verða leiðtog- arnir sem færa okkur inn í tíma þar sem eng- inn þarf að segja „Ég líka“ aftur.“ Óhætt er að segja að ræða sjónvarps- og leikkonunnar Opruh Winfrey, þegar hún tók við Cecil B. DeMille-viðurkenningunni á Gold- en Globe-verðlaunahátíðinni í Bandaríkjunum um liðna helgi, hafi vakið heimsathygli. Við- staddir héldu vart vatni og um fátt hefur verið meira rætt undanfarna daga. En var Winfrey þarna að staðfesta að hún hafi augastað á for- setaembættinu vestra og er kosningabaráttan jafnvel hér með hafin? Margir eru augljóslega á því. Myllumerkin #Oprahforpresident og #Oprah2020 fóru þeg- ar á flug. „Í níu mínútna langri ræðu var @Oprah forsetalegri en núverandi húsbóndi í Hvíta húsinu hefur verið í heilt ár,“ sagði Khary Penebaker, sem á sæti í landsnefnd Demókrataflokksins. „Hún skaut upp eldflaug í kvöld,“ sagði leikkonan Meryl Streep, sem var á staðnum. „Ég vil að hún bjóði sig fram til forseta. Ég held að hún hafi ekki ætlað að lýsa yfir [framboði] en núna verður ekki aftur snú- ið.“ Að fara eða ekki fara fram Fjölmargt fólk tengt Hollywood og skemmt- anaiðnaðinum hefur tekið í sama streng en hafa ber í huga að þar er ekki dyggustu aðdá- endur núverandi forseta, Donalds Trumps, að finna. Ugglaust yrði Winfrey með obbann af þessu fólki á bak við sig en hvernig myndi hún höfða til annars fólks, svo sem venjulegs launafólks í mið- og suðurríkjum landsins? Myndi fólk sem kaus Trump síðast til dæmis heillast af sýn hennar og málflutningi? Sjálf hefur Winfrey ekki lýst yfir áhuga sín- um á embættinu í svo mörgum orðum og sagði þvert á móti við fréttamenn eftir ræðuna að hún hefði engin áform um að bjóða sig fram. Það eru raunar ekki ný tíðindi. Daginn eftir kvaðst sjónvarpsstöðin CNN á hinn bóginn hafa traustar heimildir fyrir því að Winfrey væri í fullri alvöru að velta málinu fyrir sér og The Los Angeles Times vitnaði í sambýlis- mann hennar, Stedman Graham, máli sínu til stuðnings. „Það er undir almenningi komið,“ á hann að hafa sagt. Besta vinkona Winfrey til áratuga, Gayle King, sagði við sjónvarpsstöðina CBS í vikunni að hún héldi ekki að vinkona sín væri að íhuga framboð en öllum væri frjálst að skipta um skoðun, líkt og margoft hafi verið prédikað í sjónvarpsþættinum The Oprah Win- frey Show. Annar vinur hennar, Rich- ard Sher, sagði í vikunni, eftir að hafa talað við Winfrey, að öll þessi hlýja og stuðningur hefði hitt Winfrey í hjartastað en á þessum tímapunkti væru aðrir, en ekki hún, að tala um framboð. Hann bætti þó við: „Byði hún sig fram myndi hún vinna!“ Bent hefur verið á, að Winfrey hafi byggt ræðu sína á Golden Globe upp eins og stjórn- málamaður og slagorð kosningabaráttunnar sé þegar komið: Nýr dagur við sjóndeildar- hringinn. Trump er sigurviss Einsýnt þykir að hin frjálslynda Winfrey myndi bjóða sig fram fyrir Demókrataflokkinn en hún studdi bæði Barack Obama og Hillary Clinton opinberlega í kosningabaráttu þeirra. Hún yrði því að komast gegnum prófkjör demókrata áður en hún mætti sitjandi forseta, Donald Trump. Að því gefnu að hann bjóði sig fram að nýju 2020 en sem kunnugt er má forseti Bandaríkjanna mest sitja í tvö kjörtímabil. Sjálfur lýsti Trump því yfir í vikunni að hann kynni vel við Winfrey en taldi um leið ólíklegt að hún ætl- aði að bjóða sig fram til forseta. En gerði hún það myndi hann örugglega fara með sigur af hólmi. Gaman er í þessu samhengi að rifja upp að þegar Trump var að byrja að máta sig við forsetaemb- ættið, seint á síðustu öld, þá var hann einu sinni spurður hvort hann gæti hugsað sér konu sem varaforsetaefni. Það gat hann svo sannarlega: Opruh! Ekki þarf að taka fram að Winfrey yrði fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Reynsluleysið hefur eðli málsins sam- kvæmt verið mikið til umræðu í vikunni en Winfrey hefur aldrei haft beina aðkomu að stjórnmálum. Í því sambandi hefur verið bent á, að hún sé afar nákomin Obama-hjónunum og fyrir vikið gæti hún hæglega haft eitthvað af starfsliði Baracks Obama með sér í Hvíta húsið sem myndi umlykja hana meiri reynslu en Trump hefur kosið. Og hvað með að bjóða upp á Michelle Obama sem varaforsetaefni? Yrði tekin alvarlega En hvað segja pólitískir ráðgjafar og stjórnmálaskýrendur um málið? „Ég hef haft efasemdir um fólk sem ekki býr að pólitískri reynslu, þar sem nýlegt dæmi sýnir okkur að við þurf- um reynda manneskju, en ég held að hún komist upp með það. Fólki líkar vel við hana, treystir henni Snjallt eða Oprahktískt? Eftir eldræðuna sem hún hélt á Golden Globe-hátíðinni um liðna helgi velta menn nú fyrir sér hvort sjónvarps- konan, leikkonan og viðskiptamógúllinn Oprah Winfrey ætli að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2020. Ætti hún raunhæfa möguleika á sigri og hefði hún burði til að gegna embættinu? Og hvað segir þessi pæling um stöðu stjórnmálanna í Bandaríkjunum? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Spjallþáttadrottningin Ophrah Winfrey bregður á leik með spjallþáttakónginum David Letterman. Reuters Reuters ’Fólk mun taka hana alvar-lega, ekki vegna þess að húner fræg, heldur vegna þess hverhún er – vegna þess að henni hefur raunverulega gengið vel í lífinu og hefur lagt sig í líma til að hjálpa öðru fólki. AFP Oprah Winfrey með viðurkenningu sína á Golden Globe-hátíðinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.