Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 26
MATUR Heilmikið rusl verður til af öllum ferðamálskaffibollunum sem seldir eru á kaffihúsum ogumbúðirnar rata ekki alltaf í endurvinnslu. Til að vinna á móti þessu er hægt að takameð eigið endurnýtanlegt kaffimál. Annar möguleiki sem gleymist stundum er að hrein- lega setjast niður og drekka kaffið í ró og næði. Núvitund í bland við kaffidrykkju. Drekktu kaffið á staðnum 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018 GettyImages/iStockphoto Hvað er í matinn í kvöld? Það getur verið erfitt að koma sér í rútínu eftir hátíðarnar, bæði þarf að aðlaga bragð- laukana að venjulegum mat og lífsstílinn upp á nýtt að vinnu og innkaupaferðum. Sunnudagsblað Morgunblaðsins leitaði til margra helstu matarbloggara landsins og fékk hjá þeim margreyndar uppskriftir að fljótlegum mat fyrir alla fjölskylduna sem bragðast líka vel og er kjörið að hafa í matinn á janúarkvöldi. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Einn uppáhaldshversdagsrétturinn heima hjá Svövu Gunnarsdóttur sem er með matarbloggið ljufmeti.com eru þessar ofnbökuðu kjötbollur. OFNBAKAÐAR KJÖTBOLLUR 450 g nautahakk 2 egg ½ bolli mjólk ½ bolli rifinn parmesanostur 1 bolli brauðmylsna 1 lítill laukur, hakkaður smátt eða mauk- aður með töfrasprota 2 pressuð hvítlauksrif ½ tsk. oreganó 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1⁄4 bolli hökkuð fersk basilika eða ½ msk. þurrkuð Hrærið eggjum og mjólk saman og setjið brauðmylsnuna út í. Setjið öll hráefnin saman í skál og bætið eggjablöndunni við. Blandið öllu vel saman með hönd- unum eða með hnoðaranum á hrærivél. Mótið bollur og raðið á smjörpapp- írsklædda bökunarplötu. Bakið við 180° í ca 30 mínútur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn og komnar með fallega húð. Kjötbollur bakaðar í ofni Mynd/Ljúfmeti og lekkerheit Þessi holli fiskréttur, sem er stútfullur af grænmeti, er oft á borðum hjá Helenu Gunnarsdóttur sem er með eldhusperlur.com. Það er líka fljótlegt að elda fisk og þægilegt að elda rétt sem er allur í sama fatinu eins og hér. Þennan er hægt að grilla úti eða setja í ofn. FISKRÉTTURINN 600 g ýsuflök, roðlaus og beinlaus 2 laukar, skornir í sneiðar 1 sítróna 3-4 vænar lúkur ferskt spínat 1 askja kirsuberjatómatar 1 lítil krukka fetaostur með kryddolíu 2-3 msk kapers sítrónupipar ólífuolía ½ dl vasn Spírur til skrauts Leggið ýsuflökin á olíu- borinn stálbakka, álbakka eða þykkan álpappír sem þolir grillun ef þið ætlið að grilla fiskinn, hitið annars ofn í 220 gráður. Ef þið not- ið álpappír, brjótið þá upp á kantana og búið til eins konar bakka. Kryddið flökin vel með sítrónupipar báð- um megin. Skerið sítrón- una í sneiðar og leggið yfir flökin. Dreifið lauknum svo yfir, því næst spínati ásamt tóm- ötum og kapers og hellið fetaostinum ásamt mest- allri olíunni úr krukkunni yf- ir. Bakið eða grillið við háan hita í 15 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Dreifið að lokum fersk- um spírum yfir réttinn og berið fram. Uppáhaldsfiskur fjölskyldunnar Mynd/Eldhúsperlur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.