Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Side 29
14.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Í þessari súpu sameinast svo margt sem fjölskyldunni hennar Drafnar Vilhjálmsdóttur, sem segir sögur úr eldhúsinu á eldhussogur.com, þykir gott. Svona súpa yljar og er við hæfi um vetur en á sama tíma gefur hún bragð af sumri með inni- haldsefnum sem eru fáanleg allan ársins hring. SÚPAN 1 meðalstór laukur, saxaður smátt 2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt 180 g grilluð paprika í olíu, söxuð smátt 2 msk ólífuolía til steikingar 1 msk balsamedik 2 dósir niðursoðnir tómatar, bragð- bættir með basilíku, hvítlauk og óreg- anói (ca 400 g dósin) 1 l kjúklingasoð (1 l sjóðandi vatn + 2 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar) 2 dl rjómi eða matreiðslurjómi 1 tsk óreganó 1 tsk basilíka chilikrydd eða -flögur salt og pipar 250 g tortellini 120 g ferskur mozzarella, skorinn í litla bita Ólífuolía hituð í stórum potti. Laukur, hvítlaukur og grilluð papr- ika steikt við meðalhita í 3-4 mín- útur þar til mjúkt. Þá er balsam- ediki, niðursoðnum tómötum, kjúklingasoði og rjóma bætt út í ásamt kryddi. Þegar súpan nær suðu er tortellini bætt út í og látið malla þar til það er passlega soðið. Undir lokin er nokkrum smátt söx- uðum basilíkulaufum bætt út í og súpan smökkuð til með kryddi eft- ir þörfum. Súpan er borin fram með ferskum mozzarella og basil- olíu. BASILOLÍA 30 g fersk basilíka ½ dl ólífuolía salt og pipar Afgangurinn af fersku basilíkunni er maukaður saman við ólífuolíu í matvinnsluvél eða með töfra- sprota, smakkað til með salti og pipar. Tómatsúpa með tortellini og mozzarella Mynd/Eldhússögur Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Eldhússystirin Kristín Snorradótt- ir gefur þessa uppskrift að ódýr- um, góðum og barnvænum græn- metisrétti en hún er með matarbloggið eldhussystur.com ásamt systur sinni eins og nafnið gefur til kynna. TAKÓPÆ BÖKUBOTN 3 dl hveiti 125 g kalt smjör, í bitum 2-3 msk kalt vatn FYLLING 1,5 dl rauðar linsur (puylinsur eða belugalinsur ganga einnig) 1,5 poki takókrydd (eða 1 poki og grænmetisteningur) 1 gulur laukur 1 lítil dós maís 1 dl tómatar í dós 1 dl sýrður rjómi 1 dl mjólk 3 egg svartur pipar 3 dl rifinn ostur, t.d. cheddar. Setjið hveiti og smjör í mat- vinnsluvél. Vinnið þar til orðið að mylsnu. Bætið vatni út í þar til mulningurinn er orðinn að deigi. Setjið í bökuform og þrýstið deig- inu út í formið. Kælið í ca 30 mín. Setjið ofninn á 200°C. Sjóðið baunirnar í vatni í 20 mínútur (eða skv. leiðbeiningum á pakkningum). Skerið laukinn smátt. Hitið olíu á pönnu. Brúnið laukinn. Stráið takókryddinu yfir og jafnvel örlít- illi olíu í viðbót til að leyfa krydd- inu að malla aðeins á pönnunni. Bætið baunum, maís og tómötum út í og hrærið. Þeytið sama sýrðum rjóma, mjólk, eggjum og svörtum pipar í skál. Setjið linsuhræruna út í og hrærið vel. Bakið bökudeigið í 10 mínútur. Setjið fyllinguna út í skelina að því loknu og stráið rifnum osti yfir. Bakið í ca 30 mín eða þar til fyll- ingin er orðin föst. Hún bar bökuna fram með sal- ati, sósu (gerð úr takósósu og sýrðum rjóma) og flögum. Barnvænn grænmetisréttur Mynd/Eldhússystur natið á að þiðna alveg í pottinum og losna í sundur. Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Setjið í eldfast form með la- sagne-plötum og sætu kartöflun- um á milli. Dreifið kókosmjöli og rifnum osti yfir og bakið í um 40 mín. á 150°C Lasagna sem er auðvelt að gera vegan Albert Eiríksson sem rekur alber- teldar.com segir að fyrsti mat- urinn sem hafi verið eldaður á heimilinu eftir að stórhátíðarofát- inu lauk hafi verið þetta spínat- lasagna. Hann segir að auðvelt sé að breyta réttinum í vegan-rétt með því að sleppa ostinum ofan á og hafa einungis kókosmjöl. Hann er uppfullur af góðum ráðum og segir að með þessu spí- nat-lasagna sé upplagt að bera fram gott salat. Einnig sé gott að setja hvítlauks- eða chili-olíu yfir áður en formið er sett á borðið. SPÍNATLASAGNA 1 bolli góð matarolía 1 stór laukur 4-5 hvítlauksgeirar 500 g kartöflur 3-400 g sætar kartöflur 600 g frosið spínat 1½ msk. cummin 1 tsk. múskat 1 tsk. kóríander salt og pipar smá chili lasagna-plötur kókosmjöl rifinn ostur Sjóðið kartöflurnar en kælið þær ekki. Saxið laukinn og steikið í ol- íunni ásamt hvítlauk. Setjið frosið spínat saman við. Grófmerjið kartöflurnar og látið út í. Kryddið með múskati, cummin, salti, pip- ar, chili og blandið vel saman. Spí- Mynd/Albert eldar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.