Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 35
14.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Almött veggjamálning Dýpri litir - dásamleg áferð Pressed Petal Heart Wood ColourFutures2018 módernískan arkitektúr ætti að kunna vel við sig þarna, svo ekki sé talað um áhugafólk um leturgerðir. Margt fyrir augað í Miami. Eftir tvo góða daga var haldið í rúmlega fjögurra tíma akstur upp til St. Petersburg. Skilin þar á milli eru ansi skörp. Á meðan Scarface var staðsett í Miami var St. Petersburg sögusvið Marley and Me! Treasure Island Beach Resort var áfangastað- urinn og ber víst nafnið vegna fjár- sjóðs sem fannst á eyjunni skömmu eftir að landið var numið af Evrópu- búum. St. Petersburg er rólegur og fjölskylduvænn staður með einstakri strönd þar sem pelíkanar dýfðu sér í sjóinn í seilingarfjarlægð og höfr- ungatorfur léku sér skammt frá. Dali-safnið stóð fyrir sínu og það var mikil upplifun að vera í námunda við listaverk sem maður hefur oft virt fyrir sér í bókum. Bæði er það áferð- in og smáatriðin sem skila sér ekki á myndum en safnið stendur sig líka vel í að miðla upplýsingum og sög- unum í kringum verkin. Frábær staður sem óhætt er að mæla með. Miðstöð afþreyingarinnar Orlando var næst á dagskrá. Borgin byggðist upp í kringum afþreyingar- iðnaðinn á svæðinu og er í raun lítið fyrir augað en maður er svosem lítið að velta því fyrir sér á sundlaug- arbakkanum eða í skemmtigörð- unum. Úr varð að fara í Legoland, Universal og Disney World. Yngri börnin nutu sín best í Legolandi þar sem voru engar biðraðir og öll tækin á þeirra færi að fara í. Universal- garðurinn og City Walk-kjarninn höfðaði mest til unglingsins og hefur meira að bjóða fyrir þá eldri. Disney hefur tekið við Star Wars-vörumerk- inu sem setti svip sinn á Hollywood Studios-garðinn og höfðar að sjálf- sögðu til nánast allra sem eru fæddir eftir 1970. Fyrirtækið er svo að þróa sérstakan Star Wars-garð sem verð- ur opnaður 2019 og er beðið með mik- illi eftirvæntingu. Fólk ætti ekki að vanmeta stærðina á þessum görðum, Disney World sérstaklega, en þar er hægt að skipuleggja sig fram í tímann með því að panta forgang í biðrað- irnar alræmdu sem enginn vill eyða of miklum tíma í. Þá er hægt að vera á hótelum við svæðið, sem er nokkuð þægilegt. Við vorum á Lake Buena Vista þaðan sem er örstutt í garðinn en hótelherbergin í Bandaríkjunum eru gjarnan rúmgóðar og vel búnar íbúðir. Afþreyingarfyrirtækin eru flest með eigin hótel sem eru misdýr en sum eru mjög vel heppnuð og á viðráðanlegu verði. Universal-hótelið Cabana Bay er gert í anda mótela sjöttu og sjöundu áratuganna þar sem hugsað er fyrir öllum smá- atriðum, mjög skemmtilegt. Með skömmum fyrirvara þurftum við að breyta áætlunum okkar og pöntuðum fjögurra stjörnu hótel nafn- laust og samdægurs í gegnum vefinn hotwire.com þar sem er hægt að gera glettilega góð kaup. Gamall draumur rættist svo þegar við fórum á leik Or- lando Magic og Miami Heat í Amway Center. Ég er af þeirri kynslóð sem lifði sig inn í NBA-æðið sem sem gekk yfir þegar Michael Jordan var upp á sitt besta. Seinna missti maður þráð- inn og nennti ekki að vaka yfir útsend- ingum með alltof mörgum auglýsinga- hléum. Þess vegna kom það á óvart hversu hratt tíminn á leið á leiknum og maður tók lítið eftir leikhléunum enda eru Bandaríkjamenn fremstir allra þegar kemur að því að drepa tíma. Leikirnir eru mikil fjölskylduskemmt- un en þar er einnig hægt að kaupa bjór og úrval af mat. Manni varð hugs- að til þess hversu erfitt hefur reynst að breyta regluverkinu og menningunni í kringum íþróttaleiki á Íslandi. Hringnum lokað Eftir þétta dagskrá í Orlando var haldið að nýju niður til Miami, þaðan sem flogið var heim. Á leiðinni stoppuðum við í Palm Beach, í dýragarði borgarinnar sem hýsir dýr sem hefur verið bjargað úr haldi eða geta ekki bjargað sér í náttúrunni, sem var upplifun fyrir krakkana en ennþá var verið að tjasla garðinum eftir útreiðina sem hann fékk hjá fellibylnum Irmu. Matarmenningin í Bandaríkjunum er náttúrlega kafli út af fyrir sig en með því að versla í búðum á borð við Whole Foods og panta sjáv- arrétti á veitingastöðum er hægt að sneiða hjá því að borða yfir sig af skyndibitafæði. Í Miami fórum við á langbesta veitingastað ferðarinnar sem var Jaya á Setai-lúxushótelinu. Túnfiskurinn þar gleymist seint. Þá stóðumst við ekki mátið og fórum á annan NBA-leik en það var mun ódýrara að fara á leik þar en í Or- lando. Eftir afar viðburðaríkar vikur var svo haldið aftur til Íslands með nóg af D-vítamíni í kroppnum til að takast á við skammdegið sem beið heima. Þessi spaka önd var daglegur gestur í sundlaugagarðinum á Cabana-bay- hótelinu þar sem útlit og hönnun eru í anda sjötta og sjöunda áratugarins. NBA-leikirnir eru góð fjölskylduskemmtun og þar kynnist maður skemmtilegri hlið á bandarískum kúltúr, engar bullur þar. Frost-safnið í Miami er að mörgu leyti vel heppnað og þar blandast saman fræðsla um vísindi og náttúru. ’Matarmenningin íBandaríkjunum ernáttúrlega kafli út af fyrirsig en með því að versla í búðum á borð við Whole Foods og panta sjávar- rétti á veitingastöðum er hægt að sneiða hjá því að borða yfir sig af skyndi- bitafæði. Séð yfir ströndina í St. Petersburg sem snýr að lygnum Mexíkó-flóanum en hún þykir ein besta baðströndin í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.