Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018 H ver er ástæðan fyrir hnignun stjórnmálanna? Með þessari spurningu er átt við hinn lýð- ræðislega heim, sem er mun minni en hinn hlutinn, þegar grannt er skoðað. Því þótt sumar þjóðir vilji gjarnan láta flokka sitt skipulag sem lýðræðislegt og það beri ýmis merki þess, þá styður hin raunverulega framkvæmd ekki endilega slíka niðurstöu. Lýðræðið minnst vont en verklaust Við, sem segjumst heppin að búa við lýðræði, vitnum sjálf í þekkt snjallyrði um að lýðræðið sé stórgallað, en ekkert skárra fyrirkomulag sé innan seilingar. Dæmi eru úr fornri tíð um vilja til að hafa lýðinn með í ráðum. (Þá var lýður ekki skammaryrði.) Þau eru kunn frá smærri stöðum og sveipuð helgi í sög- unni. Stærsti hluti „hinnar þekktu jarðarkringlu“ bjó lengstum við ráðamenn með óskeikult vald, iðulega sagt fengið frá ósýnilegum guðlegum öflum. Fæstir lifðu það af að draga slíkar heimildir í efa. Einræð- isherrar af einhverju tagi áttu lokaorðið víðast hvar. Vestan frá Evrópu og allt austur til Japans, og að endimörkum fastalandsins í Asíu. Slíkt alræðisvald gat sitthvað sem lýðræðið er ófært um. Kínamúrinn yrði aldrei byggður í landi þar sem kosið er á fjög- urra ára fresti og þverhausar og kverúlantar ganga lausir allan sólarhringinn. Trump, með sinn veggjar- stubb finnur fyrir því. Péturskirkjan í Róm og Páls- kirkjan í London væru enn á teikniborðinu. Al-Sísí, forseti Egypta, gæti fengið samþykkt á sínu þingi að byggja píramída yfir sig dauðan. En það yrði aldrei gert. Það voru alráðir menn með þráðbeint samband við fleiri guði en einn sem létu byggja píramída og fluttu í þá grjót langt að sem væri nær óvinnandi vegur að gera með þeirri miklu tækni sem mann- kynið ræður yfir nú. Þessir píramídar sem enginn gæti byggt nú eru undirstaða egypsks túrisma. Á hinum ófundnu landsvæðum (sem þáverandi íbú- ar vissu ekki að væru týnd), hvort sem það var í Ástralíu, Afríku, eða Norður- og Suður-Ameríku, voru ýmis tilbrigði um það hvar vald lá hjá ein- stökum hópum. Sums staðar stóð þjóðskipulag á gömlum merg. Og hinar miklu fjarlægðir gerðu það að verkum að veröldin var ekki ein á þessum stöðum. Sögurnar voru ekki eina stórvirkið Þúsundum ára eftir margvíslegar tilraunir með stjórnkerfi, miðstýrð ofurveldi og eða dreifð og til- tölulega fámenn og um hríð sjálfstæð og sjálfbær þjóðfélög, gerðu Íslendingar athyglisverða tilraun um valddreifingu. En í öllum þessum kerfum var niðurstaðan að einhverju leyti sú að sumir urðu valdameiri en aðrir. Það gerðist líka þótt maðurinn kæmi ekki við sögu. Það gerðist hjá órangútönum, fílum, flóðhestum og úlfum. Þéttbýlisfólk telur sumt að rollurnar séu allar klónaðar undan einni. En þær eru eins ólíkar og ein- staklingarnir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem andstæðingarnir afgreiða samt alla sem einsleitan hóp í pakka. Forystusauðirnir í fjárhópnum urðu til langt á undan öllum flokksforingjum og njóta mun meira álits í sínum hópi en þeir síðarnefndu í sínum. Enn er það svo að í stærstum hluta hinnar gjöfulu álfu Afríku er eignarhald óljóst hugtak. Því það er ekki fært til bókar nema að sáralitlu leyti, Ætt- arhöfðingi getur verið ríkur að landgæðum og ýms- um efnum. En það er ekki skráð. Hann hefur nægi- legt lið í kringum sig til að tryggja að ekki sé gerður ágreiningur um það sem hann hefur sankað að sér. Þeir sem skipa sér í flokka eingöngu eftir því sem öf- undargenið í skrokki þeirra segir til og eru ófáir, kynnu að halda það frábært fyrirkomulag að eign- arrétturinn liggi hvergi skráður fyrir. Það myndi leysa kvótakerfið ógurlega upp á einum degi, kynni einhver að hrópa upp, yfirsæll af gleði. Það eru gjöful fiskimið víða fyrir ströndum Afríku. En lengi vel vissi enginn hver mætti nýta þau. Þetta vissu þeir sem búa fjær og norðar og mættu með sín fley, gengu í sjóðinn og sóttu sér hnefa, eins og þar segir, og gera enn. Heimamenn sáu ekki sporð. Bláeygir stjórnmálamenn geta snýtt sínum eigin íbúum um mikið fé til að senda í þróunaraðstoð og sofið betur en ella í þeirri sælu trú að þeir séu í hópi góðmennanna. En þetta fé kemur ekki að öðru gagni en því að láta þessum grunnfærnu stjórnmálamönn- um líða vel. Ríku mennirnir í fátæku löndunum hirða lungann af því sem fátæka fólkið í ríku löndunum er rukkað um. Á meðan þinglýsingarskrifstofan virkar ekki í þessum löndum þá virkar ekkert. Hitt stórframlagið Á meðan keisaravald var enn í Kína, Japan eða Róm eða konungsvald þar og annars staðar var gerð stór- merkileg lýðræðisleg tilraun á Íslandi. Þjóðsöng- urinn þá gat verið sá sem Þuríður Sigurðardóttir söng: Ég á mig sjálf. Þessi snjalla skipan var furðu langlíf og gekk vel furðu lengi. Og fyrst byrjað er að tönglast á orðinu furðu þá var það að minnsta kosti furðuleg tilviljun hversu mikið blómaskeið átti samleið með þessari furðulegu þjóðfélagstilraun. Nú ættu þeir sem halda að þeim sé skylt að efast um allt auðvitað að efast um að þetta mikla blóma- skeið í menningarlegum og fjármálalegum efnum hafi haft eitthvað með lýðræðið og frelsið að gera. Og auðvitað er ekki hægt að neita því að þessar þrjár aldir sem helst eru undir ríkti „global warm- ing“ á Íslandi. Einhvers staðar hafa menn verið að keyra bíla og ekki endurunnið það plast sem féll til eða allur sá mikli flugvélafloti sem ekki sást frá Ís- landi hefur spúið hrikalega aftur úr sér. Ekkert kol- efnisgjald var þá greitt hér á landi. Því fór þetta svona illa: Gróður náði sér á strik upp um allar hlíð- ar. Búsmali gekk sjálfala. Menn sáðu og uppskáru í ökrum. Ekki er því að neita að jöklar minnkuðu mjög mikið með þeim afleiðingum að …þeir urðu miklu minni en áður. Ekki gat það haft jákvæð áhrif á ferðamannastrauminn enda benda engar tölur til þess að hann hafi verið neinn á dögum Sturlunga þótt Snorralaug sé ekki síðri en Bláa lónið. En var ekki ójöfnuður? Ýmsir hafa fullyrt að um þessar mundir hafi ekki verið hægt að benda á mörg lönd önnur þar sem meiri jöfnuður ríkti. Ekkert skal fullyrt um það, Samþykkja í megin- atriðum að gera mála- miðlun en á móti því að gera málamiðlun um meginatriði ’ Er það rétt að Íslendingar, og reyndar fleiri þjóðir, séu að verða leiðir á lýð- ræðinu? Ef svo er, sem bréfritari hallast að, þá hvers vegna? Lýðræðið snýst að meginhluta um að- komu fólksins að valdinu. Orðið segir það sjálft. Og nú er svo komið að fólk hefur áttað sig á að valdið lýtur ekki lýðræð- islegum lögmálum lengur í sama mæli og áður var. Reykjavíkurbréf12.01.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.