Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 41
14.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Síðasta sýningarhelgi sýningar Úlfs Karls- sonar, Við girðinguna, er í Listasafni Reykjanes- bæjar í dag og á morgun. Opið er milli kl. 12 og 17. Verk Úlfs eru lit- ríkar og átaka- miklar hugleið- ingar um mannlífið í abstrakt- expressjónískum anda. Upptaka af rómaðri sviðsetningu Breska þjóðleikhússins á Stephen Sondheim-söngleiknum Follies í leikstjórn Dominics Cookes verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld, laugar- dagskvöld, og annað kvöld kl. 20. Meðal 37 leikara er Imelda Staunton. Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen hittast í Mengi í kvöld, laugardagskvöld, kl. 21 og leika ýms- ar missmíðaðar og jafnvel ósmíð- aðar tónsmíðar. Húsið er opnað kl. 20:30 og miðaverð 2.000 krónur. Huginn Þór Arason spjallar við gesti um verk sín á sýningunni Raf- magn í Kling & Bang á morgun, sunnudag, kl. 15. Einnig geta gestir gengið um sýningu Minu Tomic og Kobi Suissa, 1SINQ2EXIST, á loka- degi sýninganna. Aðgangur ókeypis. Sýningin Myrkraverk verðuropnuð í Vestursal Kjarvalsa-staða í dag, laugardag, klukkan 16. Á henni gefur að líta verk sex íslenskra listamanna, lífs og liðinna, þeirra Alfreðs Flóka (1938-1987), Ástu Sigurðardóttur (1930-1971), Jóhönnu Bogadóttur (1944), Kristins Péturssonar (1896- 1981), Siggu Bjargar Sigurð- ardóttur (1977) og Sigurðar Ámundasonar (1986). Sýningunni Myrkraverk er í til- kynningu lýst sem samansafni verka eftir listamenn sem eigi sam- eiginlegt að hafa sótt sér innblástur úr þjóðsögum og skáldskap eða skapað sinn eigin huliðsheim tákna og mynda. Markús Þór Andrésson er sýn- ingarstjóri Myrkraverka og er spurður að því hvernig hugmyndin að sýningunni hafi kviknað. „Það má kannski segja að hún eigi rætur að rekja til áhuga míns á Kristni Péturssyni og verkunum hans. Ég vann sýningu með honum fyrir mörgum árum í Hveragerði og þar voru ákveðin verk, þessi grafíkverk hans frá fjórða áratugn- um sem ég hafði áhuga á að gera eitthvað með. Svo þegar ég sá þau öll í einum bunka var þarna komin hugmynd að sýningu þannig að við ákváðum að skeyta við hann og nokkrum fleiri pælingum sem höfðu verið að gerjast með okkur,“ svarar Markús. Meðal þeirra pæl- inga var að sýna verk eftir Ástu Sigurðardóttur sem var og er mun þekktari fyrir framlag sitt til bók- mennta en myndlistar. Markús nefnir líka Jóhönnu Bogadóttur. „Þetta eru listamenn sem maður hefur verið forvitinn um en ekki fundið neinn sérstakan farveg en svo bara einhvern veginn komu þarna nokkrar hugmyndir heim og saman í einni, verk sem sækja í ein- hverja huliðsheima en eru í og með að fjalla um lífið og tilveruna með súrreal hætti.“ Öll verkin unnin á pappír – Gekk vel að finna verk á sýn- inguna? „Já, já, það var lítið mál. Allar kynslóðir eru sýknt og heilagt að fjalla um tilveruna með þessum hætti, í gegnum frásagnarheim og jafnvel með einhvers konar heldur myrkum hætti. Við hérna í Lista- safni Reykjavíkur erum með rosa- lega mikið safn verka eftir Alfreð Flóka þannig að það lá við að vinna með það. Verk Jóhönnu Boga eru líka í safneigninni og hún er ein af þessum listamönnum sem eiga fullt af verkum sem hafa aldrei komist fyrir almenningssjónir,“ segir Markús. – Sýningartitillinn vísar bæði til efnis og innihalds, ekki satt? „Já, einmitt. Þau eru öll unnin á pappír þannig að þetta er að mörgu leyti svartlist eða grafíklist eða verk sem eru teiknuð. Það er orða- leikur með það og svo er það árs- tíminn, myrkrið og dulúðin sem er allt í kringum okkur,“ segir Mark- ús. Spurður að því hvort hann eigi von á því að eitthvað komi gestum á óvart á sýningunni nefnir Markús að eflaust muni verk Ástu koma á óvart þar sem margir þekki ekki hennar myndlist. „Og ég held að fólk muni líka reka upp stór augu þegar það sér verk Kristins Péturs- sonar, þau eru einsdæmi í íslenskri listasögu.“ Markús Þór Andrésson sýningarstjóri á sýningunni Myrkraverk. Morgunblaðið/Hanna Fólk mun reka upp stór augu Myrkur, dulúð og huliðsheimar einkenna samsýninguna Myrkraverk á Kjarvalsstöðum. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MÆLT MEÐ Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is fyrir heimilið Zijlstra gólflampi Hægt að stilla lengd og hæð Verð 67.400 kr. Fallegar vörur Síðasta sýningarhelgin á stór- merkri sýningu Guðmundar Ingólfssonar í Þjóðminjasafni Íslands er um helgina. Hún veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmynd- araferil Guðmundar, sem einn fremsti ljósmyndari landsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.