Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 42
Í fyrstu gerð Vögguvísu haustið 1849 hét stúlkubarnið Guðrún, sem Jón svo breytti í Sigrúnu eins og sést í þessu handriti
hans. Þessi mynd hefur aldrei birst áður og textinn birtist fyrst í útgáfu Más á Pilti og stúlku sem hér er fjallað um.
Gjarnan er talað um Pilt ogstúlku eftir Jón Thoroddsensem fyrstu íslensku nútíma-
skáldsöguna. Hún kom fyrst út 1850,
aftur sautján árum síðar endur-
skoðuð og aukin af hendi Jóns, og
margoft hefur bókin verið gefið út
síðan. Hefur þá jafnan verið stuðst
við endurskoðuðu og auknu útgáfuna
frá 1867 en í tilefni þess að 200 ár eru
frá fæðingu og 150 ár frá andláti höf-
undarins hefur upprunaleg útgáfa
sögunnar nú verið endurprentuð.
„Sagan er skrifað eins og nútíma-
skáldsögur voru á þessum tíma í út-
löndum; til dæmis í Danmörku,
Þýskalandi og Frakklandi. Jón
endurskoðar söguna 17 árum seinna
og bætir við, að því er virðist að
beiðni einhverra vina og lesenda.
Kaflarnir tveir sem hann bætir þá við
eru ærslalegri, meira „skrípó“ þó
vissulega örli á slíku í fyrri útgáfunni,
til dæmis í lýsingunni á Bárði, en við-
bótin er miklu meira í þá átt,“ segir
Már Jónsson, afkomandi Jóns, sem
hefur veg og vanda af útgáfunni en
Sæmundur gefur út. Svo því sé hald-
ið nákvæmlega til haga er Már son-
ardótturdóttursonur Jóns.
Sú fræga persóna, Gróa á Leiti, er
öll á sínum stað í upprunalegu útgáf-
unni sem nú birtist, segir Már. „Hér
er sagt lauslega frá brúðkaupi Indr-
iða og Sigríðar, en í útgáfunni frá
1867 er heilmikil viðbót um Bárð á
Búrfelli og Guðmund; í þeirri fyrstu
er um það bil helmingur af því sem er
um Bárð í seinni útgáfum en stór-
fenglegu lýsingarnar á skemmunni
og matnum eru allar í fyrstu útgáf-
unni,“ segir Már.
Viðeigandi að breyta til
Útgáfan með viðbótunum hefur verið
notuð alla tíð þar til nú sem fyrr seg-
ir; Skúli sonur Jóns gaf hana til
dæmis út á Ísafirði 30 árum eftir að
hún kom fyrst út. „Það var ríkjandi
stefna í útgáfu að fylgja ætti þeim
texta sem höfundur gekk frá síðast.
Sagan var gefin út reglulega og þess-
ar bækur voru til á hverju heimili.
Mér fannst hins vegar viðeigandi, í
tilefni af því að Jón hefði orðið 200
ára í ár, og 150 eru síðan hann dó, að
gera eitthvað nýtt og ferskara. Ekki
halda áfram í sama farvegi enda
greinilegt að margir af samtíð-
armönnum Jóns, til dæmis Benedikt
Gröndal, voru ekki hrifnir af viðbót-
unum. Þýðingar sem komu út á
dönsku, ensku og þýsku um 1880 eða
’90 fylgdu til dæmis allar fyrri útgáf-
unni; mönnum fannst hitt of ýkju-
kennt og Jón fara yfir strikið.“
Til er reikningur frá prentaranum
og því vitað með vissu hvenær bókin
kom fyrst út, en handrit Jóns er ekki
til. „Hann hefur sjálfsagt hent því,“
segir Már. „Það er heppilegt að hann
borgaði ekki allan kostnað; þess
vegna sendi prentarinn reikning í
dánarbúið þar sem sést að bókin kom
út í 500 eintökum og var prentuð í
apríl 1850. Eftir það dreif Jón sig
heim til Íslands með einhvern hluta
af upplaginu, sem hann hefur fengið
frá prentaranum án þess að borga en
sendi síðan peninga út fyrir því og
fékk restina af bókunum, en borgaði
aldrei meira.“
Már skrifar langan og ítarlegan
inngang að bókinni. „Mig langaði að
útskýra líf hans og bókmenntalega
samhengið; hvaða rithöfundar voru í
fremstu röð á þessum tíma og hvað
var í gangi í Danmörku en þá kom út
Piltur og stúlka,
þau upprunalegu
Piltur og stúlka Jóns Thoroddsen er jafnan talin fyrsta íslenska nútímaskáld-
sagan. Upphafleg útgáfa hefur nú verið prentuð á ný, í fyrsta sinn síðan 1850.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Már Jónsson, sem hafði umsjón með
útgáfunni, er sonardótturdóttursonur
rithöfundarins, Jóns Thoroddsen.
Teikning af Jóni Thoroddsen eftir
Helga Sigurðsson sem birt er í bók-
inni. Þeir voru samtíða í Kaupmanna-
höfn, þar sem Helgi lagði stund á
læknisfræði, dráttlist og ljósmyndun,
frá hausti 1841 til vors 1846. Eigandi
myndarinnar er Listasafn Íslands.
Ljósmynd/Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns.
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018
LESBÓK
Ævisaga Stalíns eftir rússneska sagnfræðinginn
og sjónvarpsmanninn Edvard Radzinskij þykir
hin merkasta af öllum þeim fjölda ævisagna sem
komið hafa út um hinn goðumlíka harðstjóra,
segir í tilkynningu frá bókaútgáfunni Sæmundi.
Þar kemur fram að bókin sé í senn afrakstur eig-
in reynslu höfundar og áratuga rannsókna sem
dregið hafi fram í dagsljósið ýmis áður óþekkt at-
riði sögunnar, til dæmis samspil Stalíns og keis-
arastjórnarinnar á árunum fyrir byltinguna.
Stalín – ævi og aldurtili
Heildstæðustu heimildir um norræna goða-
fræði koma úr Snorra-Eddu sem Snorri
Sturluson er talinn hafa ritað á fyrri hluta
13. aldar. Í bókinni Guðum og vættum úr
Snorra-Eddu, sem er ríkulega mynd-
skreytt, eru dregin fram mikilvægustu at-
riði um heimsmynd heiðinna norrænna
manna, að því er segir á bókarkápu. Ný-
höfn getur út. Hilmar Örn Hilmarsson alls-
herjargoði skrifar formála.
Guðir og vættir úr Snorra-Eddu
Njósnarinn er nýleg skáldsaga brasilíska rithöf-
undarins Paolo Coelho. Þar segir af Mata Hari,
sem kom til Parísar allslaus en var fljótlega lof-
sungin sem helsta glæsikvendi borgarinnar, eins
og segir í kynningu JPV. Hún var dansmær sem
hneykslaði og heillaði áhorfendur, gjálífiskona
sem átti trúnað valdamestu manna samtímans.
Hér er saga hennar sögð; „ógleymanleg saga af
konu sem þorði að brjóta siðalögmál samtíma
síns og þurfti að gjalda fyrir það.“
Coelho og Mata Hari
Í bókinni Etna og Enok fara í sveitina gefst
börnum tækifæri til að kynnast ævintýrum ís-
lensku sveitarinnar, segir á kápu. Systkinin
keyra ásamt foreldrum sínum sjö fjallvegi á
leið frá Reykjavík til Tálknafjarðar þar sem
þau heimskæja afa og ömmu. Börnin fara á
hestbak, tína aðalbláber, reka kindur og mjólka
kýrnar svo dæmi séu nefnd. Höfundur texta er
Sigríður Etna Marinósdóttir og Freydís Krist-
jánsdóttir málar myndirnar, sem eru margar.
Börn kynnast íslenskri sveit
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
* Til að DHA skili jákvæðum áhrifum
þarf að neyta 250 mg á dag.
OMEGA-3
FYRIR SJÓN
OG AUGU
Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi
sem er einkumætlað að viðhalda
eðlilegri sjón.
Omega-3 augu inniheldur lútein,
zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt
omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og
ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla
að viðhaldi eðlilegrar sjónar.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.