Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 43
gífurlega mikið af þýðingum; Danir fengu viðstöðulaust og jafnóðum þýð- ingar á verkum allra stóru höfund- anna. Ég veit ekki hvað Jón las en ákveðin nöfn koma fyrir í bréfum hans þannig að hægt er að velta því fyrir sér en vonlaust að fullyrða hvort hann hafi orðið fyrir áhrifum frá ein- hverjum sérstökum höfundum.“ Kvæðin næst? Már segist lengi hafa unnið að verk- efnum tengdum Jóni forföður sínum og gaf til dæmis út bréf hans fyrir tveimur árum. „Það var heilmikil vinna að gefa út bréfin; að ná saman öllum tiltækum bréfum frá honum og til hans. Þau komu út haustið 2016, ég vildi ekki láta þau bíða til 2018 og yrði að gera eitthvað annað á afmæl- isárinu.“ Hann velti því fyrir sér á sínum tíma að skrifa sögu þessa forföður síns en ekki virtist áhugi á að gefa hana út, eins og Már orðar það, svo hann lagði ekki í það verk. „Mér fannst þetta því það snjallasta sem væri hægt að gera án of mikillar vinnu. Næst væri gaman að gefa út öll kvæðin hans; þau hafa ekki komið út í 100 ár. Í bókinni eru þrjú af þekktustu kvæðum Jóns en ekki væri vanþörf á að gefa þau öll út.“ Inngangurinn ítarlegi byggist að miklu leyti á vinnu Jóns í tengslum við bréfasafnið, og grein sem hann birti í Sögu, tímariti Sögufélagsins. Piltur og stúlka, dálítil frásaga (eins og Jón nefndi söguna) er uppi- staðan í bókinni en í viðauka birtir Már smásögu Jóns frá 1848 sem nefnist Dálítil ferðasaga, upphaf skáldsögu sem Jón byrjaði á 1854 en lauk ekki við og loks eldri gerð tveggja kvæða Jóns; Vísur: Búðar í loptið hún Gunna upp gjekk ... og Vögguljóð: Ljóshærð og litfríð ... Már nefnir að Steingrímur J. Þor- steinsson gaf út heildarverk Jóns Thoroddsen 1942, útgáfuna með við- bótunum, „og síðan stórfenglega doktorsritgerð 1943; hann fann þetta óprentaða sögubrot sem ég birti í bókinni, en ég sný Steingrími á haus, ef svo má segja. Hef þann texta eins og Jón skrifaði hann upphaflega og birti breytingar sem hann gerði; þannig er að hægt að sjá hvernig hann vann verkið, sem mér finnst spennandi.“ Jón Thoroddsen, sýslu- maður og rithöfundur ’ Kaflarnir tveir sem hann bætir þá við eru ærslalegri, meira „skrípó“ þó vissulega örli á slíku í fyrri útgáfunni, til dæmis í lýsing- unni á Bárði, en viðbótin er miklu meira í þá átt. 14.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Ég er alltaf með tvær bækur í gangi í einu því aðra les ég í rúminu á kvöldin en hina er ég með í ipod og hlusta á þegar tími gefst. Nú er ég nýbúin með tvær; annars vegar bók Johns Furlongs um Ól- ympíuleikana í Vancou- ver 2010, Patriot Heart, en John var fram- kvæmdastjóri leikanna og þar með yfirmaður minn því ég vann þar í tvö ár. Þetta var gífurlega áhuga- verð lesning og ótrúlega margt sem ég vissi ekkert um en það var líka dásamlegt að rifja upp þennan frá- bæra tíma. Ég var líka að klára nýju Dan Brown-bókina, Origin. Týpísk Dan Brown, ekkert stórvirki en mjög skemmtileg. Fékk mig til að hugsa um trú og vísindi og hvað það er sem bíður mannkynsins. Ég er svo tiltölulega nýbyrjuð að lesa bók Jakobs Þórs Kristjánssonar Mamma, ég er á lífi en hún fjallar um Vestur- Íslendinga í fyrri heimsstyrjöldinni. Virkilega góð bók og nauðsynleg öllum þeim sem hafa áhuga á vesturferðunum svo og þeim sem hafa áhuga á stríði. Ég fell í fyrri hópinn, hef áhuga á öllu vesturíslensku, og þarna kynn- ist ég hlið sem ég þekkti ekki. Kristín M. Jóhannsdóttir Höfundur er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. 1 Kiddi klaufi Þín eigin dagbók Jeff Kinney 2 Dagbók Kidda klaufa 9Jeff Kinney 3 Leyndarmál Lindu 4Rachel Renee Russell 4 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 5 Handbók fyrir ofurhetjur Fyrsta bók Elias & Agnes Vahlund 6 Skrifum og þurrkum út – Skrifum stafina Jessica Greenwell 7 Mig langar svo í krakkakjöt Sylviane Donnio og Dorot- hée de Monfreid 8 Undir heillastjörnu Stefanía Ólafsdóttir / Íris Auður Jónsdóttir myndskreytti 9 Tvíburar - Sturlun í stórborgGeoff Rodkey 10 Allir eru með rassAnna Fiske Barnabækur 1 Ný tölfræði fyrir framhaldsskóla Björn Einar Árnason 2 Sigraðu sjálfan þigIngvar Jónsson 3 Almanak Háskóla íslands 2018 Þorsteinn Sæmundss/Gunn- laugur Björnss/Jón Árni 4 Skáld skrifa þérÝmsir höfundar 5 Þættir úr sögu vestrænnar menningar frá 1848 Guðmundur J. Guðmunds- son/ Ragnar Sigurðsson 6 Tungutak - MálsagaÁsdís Arnalds 7 Danskur málfræðilykillHrefna Arnalds 8 Félagsfræði 2Garðar Gíslason 9 Glimt-danskar smásögurÝmsir höfundar 10 Bætt melting betra lífMichael Mosley Allar bækur BÓKSALA 3.-9. JANÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson ÉG ER AÐ LESA Danskur lakkrís með súkkulaði og lakkrískurli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.