Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 44
Stórar hljómsveitir hafa yfirleittátt auðveldara með að trekkjaáhorfendur að en einstaka listamenn. Þá eru margar tónlistar- hátíðir þar sem fjöldi listamanna treður upp vel sóttar eins og Wood- stock þar sem 400.000 manns létu sjá sig. En hvaða einstöku listamenn eru það sem fá flesta til að koma og sjá sig og bara sig gegn greiðslu? ● Þegar Tina Turner kom fram 16. janúar árið 1988 í Rio de Janeiro hafði enginn einstakur listamaður sungið fyrir svo stóran áheyrenda- hóp í einu en þá stóð Turner frammi fyrir 182.000 manns. Þetta met hef- ur rétt rúmlega verið slegið en ótrú- legt en satt þá er metið í dag alls ekki langt umfram þessa tölu og að- eins tveir listamenn hafa spilað fyrir fleiri áhorfendur en hún á heilum 30 árum. Tónleikarnir voru hluti af „Brjóttu allar reglur“-tónleikatúr Tinu sem var styrktur af Pepsi-Cola. Hún sló aðsóknarmet í 13 löndum þar sem fjórar milljónir manna allt í allt sáu hana. Turner sagði að þetta yrði sitt síðasta tónleikaferðalag og skrifa sumir aðsóknina á það, þar sem fólk hélt að það fengi kannski ekki fleiri tækifæri til að sjá hana á sviði. En annað átti eftir að koma á daginn. ● Paul McCartney sló met Turner tveimur árum síðar, naumlega, náði 184.000 áhorfendum á sama tón- leikastað í Rio de Janeiro og Tina Turner hafði spilað á. Eftirspurnin eftir honum var mikil en þetta var fyrsta tónleikaferðalagið sem var einungis undir hans nafni. McCart- ney hafði vissulega haldið marga tónleika en hann hafði ekki spilað Bítlalög á þeim um langan tíma en á tónleikaferðalaginu flutti hann þó nokkur Bítlalög fyrir aðdáendur sína. ● Núverandi heimsmethafann þekk- ir varla nokkur Íslendingur en það var ekki fyrr en í fyrra, í júlí 2017, sem ítalskur tónlistarmaður sló þessi fyrri met. Vasco Rossy kom fram á tónleikum í heimalandi sínu, borginni Modena, til að fagna 40 ára tónlistarferli. Þar, á Enzo Ferrari Spilað fyrir mergð manna 30 ár eru liðin frá því að Tina Turner komst í sögubækurnar með því að spila fyrir stærsta áheyrendahóp sem nokkur einstakur tónlistarmaður hafði þá spilað fyrir, 182.000 manns. Það er forvitnilegt að skoða hvaða tónlistarmenn það eru sem trekkja stærstu tónleikahópana að. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Á fjölsóttum tónleikum er fólksmergðin stundum á við hálfa íslensku þjóðina. 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018 LESBÓK KVIKMYNDIR „Allir sýndu mér mikinn stuðning og fremst af öllum 12 ára dóttir mín,“ segir leikkonan Michelle Williams í viðtali við Vulture. Williams var að klára tökur á myndinni All The Money In The World þar sem Kevin Spacey átti einnig að leika stórt hlutverk. Eftir að upp komst um kynferðisbrot Spaceys var ákveð- ið að kippa leikaranum út úr myndinni og taka þurfti 22 atriði upp á nýtt með Christopher Plummer í hans stað. Williams þurfi því að fórna þakkargjörðarhátíðinni og ýmsum plönum með fjölskyldu sinni til að allt gengi upp og hafði mikið samviskubit. Dóttir hennar Matilda dreif hana hins vegar áfram og sagði: „Þú hefur lagt svo hart að þér fyrir þetta verkefni. Ekki láta einn vondan mann eyðileggja það fyrir þér.“ Dóttirin styðjandi Williams hefur verið önnum kafin. TÓNLIST Ef smellurinn All About That Bass væri að koma út í dag myndi fjölskylda tón- listarkonunnar líklega syngja bakraddir en Meghan Trainor greindi frá því í vikunni að á nýrri plötu væri ekki aðeins unnusti hennar, Daryl Sabara, að vinna með henni heldur syngi fjölskylda hennar með henni í öllum lögunum og pabbi hennar spilaði á píanó. Í viðtali við Entertainment Tonight sagði Trainor að fyrst eftir að tónlist hennar fór að slá í gegn hefðu margir kallað hana „bassa- stelpuna“ og hún jafnvel kynnt sig þannig: „Hæ, ég syng All About That Bass,“ en fólk vissi oft ekki nafn hennar. Það hefur breyst. Öll fjölskyldan syngur með Meghan Trainor á góða að. Ed Sheeran neitar ásökununum. Saka um stuld TÓNLIST Eitt vinsælasta lag síð- asta árs, The Rest of our Life, í flutningi Tims McGraws og Faith Hill, er að sögn áströlsku tónlistar- mannanna Seans Careys og Beaus Goldens stolið. Þeir segja það aug- ljósan stuld á lagi þeirra When I Found You sem Jasmine Rae söng árið 2014, stundum alveg nótu fyrir nótu. Lögsókn er í bígerð vegna þessa en aðalhöfundur The Rest of Our Life er Ed Sheeran. Hollywood Reporter greindi frá. Sendu blóm George og Amal Clooney. LEIKHÚS Leikarar í Myllunni í Soning, Berkshire í Suður-Englandi voru í skýjunum eftir leiksýningu í vikunni á My Fair Lady. Ekki bara gekk sýningin vel heldur fengu þeir send blóm og bréf frá hjónunum George og Amal Clooney, sem horfðu á og vildu þakka fyrir kvöld- ið, þau hefðu verið svo óskaplega hrifin. Aðstandandi sýningarinnar deildi þessum tíðindum á Twitter. Hjónin eru þekkt fyrir gjafmildi en vinur George Clooney hefur sagt frá því opinberlega að leikarinn hafi gefið 14 vinum sínum eina milljón dollara, hverjum og einum. SJÓNVARP Svikahrappar herja nú á notendur Netflix en fyrirtækið hefur gefið út þá yfirlýsingu að Netflix sendi aldrei póst til að biðja um persónuupplýsingar eða korta- númer. Þúsundir notenda hafa fengið skilaboð undanfarna daga þar sem beðið er um kreditkorta- númer þar sem greiðsla mánaðar- ins hafi ekki gengið í gegn. Svika- pósturinn þykir mjög sannfærandi og auðvelt að láta blekkjst. Herja á Netflix

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.