Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Síða 45
Park-tónleikastaðnum, sló hann metið frá 1990 þegar um 225.000 manns keyptu sér miða á tónleikana. Vasco er einn vinsælasti tónlist- armaður Ítala, syngur á ítölsku og lög hans hafa ekki náð mikilli út- breiðslu utan heimalandsins, þótt hann hafi samið yfir 250 stykki. ● Það er alls ekki algengt að lista- menn geti selt inn á tónleika sína og fengið áhorfendur sem telja á annað hundrað þúsund án samstarfs við aðra listamenn. Efst á lista yfir þá listamenn sem hafa selt yfir 100.000 miða á staka tónleika eru Luciano Ligabue, Bruce Springsteen, U2, Madonna, The Rolling Stones, Mich- ael Jackson, Oasis, Robbie Williams og Queen. ● En svo eru það tónleikaferðalögin þar sem U2 gnæfir yfir alla aðra en á árunum 2009-2011 sáu sjö milljónir manna þá spila á tónleikaferðalagi. Talsverðir eftirbátar eru þeir í öðru sæti, Rolling Stones, en á jafn- löngum tíma sáu um fjórar milljónir manna þá koma fram á tónleika- ferðalagi. Madonna er eini kven- kyns listamaðurinn sem kemst á topp-tíu-listann yfir best sóttu tón- leikaferðalögin. ● Svo eru það ókeypis tónleikarnir, sem ekki er sanngjarnt að bera sam- an við tónleika í sölu. Sama ár og Díana dó og kindin Dollý var klónuð mættu þrjár og hálf milljón manns á tónleika Frakkans Jean-Michels Jarres sem haldnir voru fyrir utan háskólann í Moskvu í tilefni af 850 ára afmæli borgarinnar. Rod Stew- art hefur einnig fengið sama fjölda til að dansa með sér á Copacabana- ströndinni í Rio de Janeiro á gaml- árskvöld. 14.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 SJÓNVARP Gillian Andersen hefur ákveðið að taka ekki áfram þátt í sjónvarpsþáttunum X-Files. Leik- konan hefur leikið í 11 seríum af þessum vinsælu þáttum sem hófu göngu sína árið 1993 og farið með hlutverk Dönu Scully. Á miðvikudaginn sagði hún frá því að hún væri hætt og hafði Hollywood Reporter eftir henni að það væri kominn tími til að leggja Scully á hilluna. „Það er mjög margt sem mig langar að gera í lífi mínu og ferli en þetta hefur samt verið einstakt tækifæri og magnaður karakter að leika og ég er mjög þakklát fyrir þennan tíma.“ Frægt varð þegar Gillian gagnrýndi skort á kvenkynsleikstjórum í þáttunum og tísti um að af 207 þáttum X-files hefðu konur aðeins leikstýrt tveimur. Hætt í X-files Gillian Anderson kveður Skully. AFP KVIKMYNDIR Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig ætlar aldrei aftur að vinna með Woody Allen en dóttir Allen, Dylan Far- row, hefur greint frá því að Allen hafi beitt hana kynferðisofbeldi. Gerwig lék undir leik- stjórn Allen í To Rome With Love. Nýjasta mynd Gerwig, Lady Bird, var valin besta myndin á Golden Globe en í viðtali við New York Times á hátíðinni sagði Gerwig: „Ef ég hefði vitað þá það sem ég veit nú hefði ég aldrei leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið með honum aftur og mun aldrei gera það.“ Dylan þakkaði Gerwig á Twitter fyrir þessi orð, þau væru mikils metin. Sér eftir að hafa unnið með Allen Greta Gerwig var ákveðin í orðum sínum. AFP SJÓNVARP Á tímum þegar Íslendingar höfðu minni efni og tækifæri til að ferðast var þó einn staður á meginlandinu sem þeir þekktu orðið vel á 9. áratugnum en það var Svartiskógur. Ástæðan voru geysivinsælir þættir sem sýndir voru í Ríkis- sjónvarpinu á þeim tíma, Sjúkrahúsið í Svarta- skógi, Die Schwarzwaldklinik, en þeir voru í gangi frá 1986-1988, á miðvikudags- kvöldum. Þættirnir voru framleiddir á árunum 1984-1988 og fjölluðu öðru fremur um Brinkmann-fjölskylduna sem starfaði öll sem læknar í fallegu umhverfi Svarta- skógar en með aðalhlutverk fóru Klaus- jürgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn og Barbara Wussow. Þætt- irnir náðu útbreiðslu um allan heim og eru enn þann dag í dag endursýndir í þýska sjónvarpinu og tvær kvikmyndir hafa verið gerðar eftir þátt- unum en þær voru frumsýndar árið 2005. Þættirnir, sem höfðu um 20 milljónir áhorfenda á 9. ára- tugnum, höfðu mikil áhrif á ferðalög aðdá- enda sinna, einnig Íslendinga, og fóru margir þeirra með flugi beina leið til Þýskalands í sumarfríinu og skoðuðu sig um í Svartaskógi. Enda allir yfir sig ástfangnir af umhverfinu og hjartaknúsara þáttanna, doktor Udo Brink- mann sem Sascha Hehn lék. Hehn fékk tæki- færi til að spreyta sig í bandaríska sjónvarps- heiminum í kjölfarið á vinsældum þáttanna en árið 1987 var hann ráðinn í hlutverk í sjónvarpsþáttum, The Barbara Hutton Story, sem fjölluðu um líf Barböru Hutton, erfingja Woolworth-eignanna, en Farrah Fawcett fór þar einnig með hlutverk. Sjúkrahúsið í Svartaskógi var tekið upp í Svartaskógi í Baden-Würtemberg og Glotterbad-spítalinn, sem raunverulega er til, var notaður fyrir útitökur. EINU SINNI VAR Sjúkrahúsið í Svartaskógi Sascha Hehn lék Udo Brinkmann. www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.