Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2018 Instagram-síða íslensku lögreglunnar er líkleg til að laða að nýja fylgjendur næstu daga en bandaríska blaðakonan, aktívistinn og samfélagsmiðlastjarnan Cassandra Fairbanks birti myndir af íslensku lögregl- unni, sem eru orðnar býsna frægar fyrir krúttlegheit og skrifaði á Twitter: „Getum við bætt Íslandi við þau lönd sem við þurfum að fá fleiri innflytjendur frá? Ég er skotin í öllum þessum lögregluþjónum í Reykjavík, Instagrammið þeirra er búið að vera í eftirlæti hjá mér í mörg ár.“ Með þessu fylgdu margar myndir af lögreglunni. Fairbanks hefur ekki aðeins verið ötul í eigin blaða- skrifum, heldur hefur hún sjálf einnig verið umfjöll- unarefni allra helstu fjölmiðla heims, frá BBC upp í New York Times síðustu tvö árin vegna ýmissa uppá- tækja, á samfélagsmiðlum og í eigin skrifum. Sérstaka athygli vakti þegar hún varð ákafur stuðningsmaður Trump en fram að því hafði hún verið einn helsti stuðningsmaður Bernie Sanders. Fairbanks starfar nú fyrir Sputnik-fréttastofuna sem er að hluta fjármögnuð af rússnesku ríkisstjórninni og hefur verið gagnrýnd fyrir að dreifa áróðri frá Kreml. Þessi er meðal þeirra mynda sem Fairbanks birti máli sínu til stuðnings um að íslenska lögreglan væri frábær. Í eftirlæti í mörg ár Uppátæki og skoðanir Cassöndru Fairbanks vekja yfirleitt athygli fjölmiðla en sjálf er hún blaðamaður. Allt sem blaðakonunni og samfélagsmiðlastjörnunni Cassöndru Fairbanks finnst vekur yfirleitt athygli. Nú er það íslenska lögreglan sem hún dýrkar. Fyrir nákvæmlega 20 árum upp á dag birti Kvikmyndafyrirtæki í Reykjavík, Sjónarspil, auglýs- ingu í Morgunblaðinu þar sem fyrirtækið sagðist leita að mönnum sem líktust Maó, Len- ín, Che Guevara, Karl Marx, Abraham Lincoln og Fidel Castro. Umsóknir með mynd- um áttu að sendast á afgreiðslu blaðsins. Tveimur vikum síðar var sagt frá því í Morgunblaðinu að einn Íslendingur hefði fundist, slá- andi líkur Lenín á unga aldri en Fahad Falur Jabali, einn eigandi Sjónarspils sagði í viðtali við blaðið að fyrirtækið sérhæfði sig í leit að fólki í verkefni fyrir kvikmyndagerðarmenn og framleiðendur auglýsinga. „Við eigum nú á skrá hjá okk- ur mann sem er sláandi líkur Maó, einn Che Guevara og Len- ín á unga aldri. Það er mikil þörf fyrir þá starfsemi sem fyr- irtæki okkar veitir. Við erum sí- fellt að leita eftir fólki í auglýs- ingar og kvikmyndir og þiggjum allar ábendingar,“ sagði Fahad. GAMLA FRÉTTIN Lýstu eftir tvíförum Ekki birtust myndir með fréttinni af þeim Íslendingum sem fundust í tvífara- leitinni en einn þeirra var sagður nauðalíkur Che Guevara. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Kristen Stewart leikkona Claire Foy leikkona Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Movie Star hvíldarstóll Verð frá 398.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.