Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  28. tölublað  106. árgangur  ALLT SEM ÞARF AÐ VITA UM BARNAAFMÆLI REFABÆLI HLAUT VERÐLAUN MBL.IS KOMINN AF BARNSALDRI 16 STUTTMYNDIR 3916 SÍÐNA SÉRBLAÐ Vetrarhátíð í Reykjavík var sett við Marshallhúsið úti á Granda í gærkvöldi. Opnunaratriðið var ljósainnsetningin Örævi eftir Valdimar Jóhannsson, Ernu Ómarsdóttur, Pierre Alain Giraud og Íslenska dansflokkinn sem var varpað á olíu- tankana, við tónlist eftir Sigur Rós. Vetrarhátíð stendur fram á sunnudag en hún samstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa stemningu í borginni. Allir þessir viðburðir eru ókeypis. Safnanótt er í kvöld, en þá opna fimmtíu söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18 til klukkan 23. Örævi varpað á olíutanka við setningu Vetrarhátíðar Morgunblaðið/Árni Sæberg  Gríski stjórn- málamaðurinn Zoe Konst- antopoulou kem- ur til landsins um helgina til þess að flytja erindi um stöðu Grikklands. Hún er mjög ósátt við stefnu grískra stjórn- valda og segir Grikki geta lært af Íslendingum. „Hér er land sem virti niðurstöður atkvæðagreiðslu sinnar, hér er land sem fór aðra leið, og landið fór ekki í rúst, heldur er það í mun betri stöðu heldur en Grikkland er í dag.“ »14 Mikilvægt að sýna Grikkjum að aðrar leiðir eru færar Zoe Konst- antopoulou  Bæjarráð Kópavogs hefur sam- þykkt að óska eftir viðræðum við dómsmálaráðuneyti um stöðu lög- gæslumála í Kópavogi, m.a vegna yfirstandandi hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Mannskapur á tveimur lögreglubílum sinnir lög- gæslu í Kópavogi og Breiðholts- hverfi í Reykjavík en á því svæði búa alls um 60.000 manns. Lögreglan segir þörf á að efla út- kallslöggæslu í Kópavogi en mann- skapur og einn bíll kostar um 200 m. kr. á ári og þeir peningar eru ekki í hendi. »6 Vilja bæta löggæslu- mál í Kópavogi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir það hafa gengið eftir sem hún varaði við að ís- lenskur iðnaður myndi ekki standa undir svo miklum launahækkunum. Útflutningsfyrirtæki hafi tekið á sig stórhækkaðan launakostnað samtímis því sem gengið hafi styrkst. Fyrir vikið sé samkeppnis- staða margra þeirra orðin svo slæm að það hljóti að kalla á aðgerðir. Uppsagnir á 86 starfsmönnum Odda í vikunni séu váboði í þessu efni. Upptaktur að hagræðingu „Ég fór aldrei í grafgötur með að í þeirri kjarasamningalotu var boginn spenntur til hins ýtrasta. Auðvitað höfum við þungar áhyggjur af því að innlend framleiðsla sé á brún hengi- flugs. Sá hryggilegi atburður sem varð í vikunni hjá Odda gæti verið upptaktur að hagræðingaraðgerðum fleiri fyrirtækja. Á tímabili hjálpaði styrking krón- unnar mörgum fyrirtækjum, til dæmis í fyrra. Engu að síður voru hækkanirnar innanlands meiri en svo að sterkara gengi krónu gæti vegið á móti. Samkeppnisstaða margra fyrirtækja sem eru í útflutn- ingi er til dæmis að engu orðin.“ Högg með tilkomu Costco Guðrún segir að vegna versnandi samkeppnisstöðu verði aðlögun. „Ég hræðist það á margan hátt. Mörg fyrirtæki í matvælaiðnaði fengu til dæmis á sig gríðarlegt högg í fyrra með tilkomu Costco. Sala margra fyrirtækja minnkaði veru- lega, jafnvel um 20-30%. Þessi þróun snerti Odda, sem er birgir fyrir mörg fyrirtæki, enda bættist sam- dráttur í sölu við miklar kostnaðar- hækkanir.“ Standi ekki undir genginu Sigurjón Þór Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Norrænu ferðaskrif- stofunnar, segir styrkingu krónunn- ar hafa dregið marktækt úr eftir- spurn eftir dýrari ferðum til Íslands. Vöxturinn sé einkum í ódýrari ferð- um sem skili minna til fyrirtækja. Hann telur þjóðarbúið ekki standa undir svo háu gengi krónunnar. „Forsendur fyrir þessu eru ekki fyrir hendi. Það er enda ekki inni- stæða fyrir svo sterku gengi. Það gæti orðið breyting á genginu. Krón- an mun laga sig að nýjum veruleika,“ segir Sigurjón Þór um stöðuna. Iðnaður að fara í harða lendingu  Formaður Samtaka iðnaðarins óttast frekari uppsagnir Ný staða Laun í íslenskum iðnaði hafa hækkað mikið síðustu misseri. MNeikvæð þróun … »10 Morgunblaðið/Golli Á íbúafundi borgarstjóra um mál- efni Hlíða í gærkvöldi kom fram að stofnkostnaður við að setja Miklu- braut í stokk væri 21 milljarður króna. Á fundinum kynnti Dagur B. Egg- ertsson mögulegar breytingar á Miklubraut til þess að mæta aukinni umferð sem skapast vegna aukins íbúafjölda á uppbyggingarsvæðum. Miklabraut yrði sett í stokk á 1.750 metra kafla frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu. Þar yrðu í stokki tvær akreinar í báðar áttir, en á yfirborði akrein í hvora átt fyrir einkabíla, akrein í hvora átt fyrir al- menningssamgöngur, auk göngu- og hjólastíga. »2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægð Fjölmenni var á íbúafundi. 21 millj- arðs stofn- kostnaður  Íbúar tóku vel í Miklubraut í stokk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.