Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík. Hafborg EA 152, nýr bátur útgerð- arfélagsins Hafborgar ehf. í Gríms- ey, kom til hafnar á Dalvík í fyrra- kvöld eftir siglingu frá Danmörku. Skipið leysir af hólmi annað með sama nafni en er raunar fjórða Haf- borg fyrirtækisins, sem gert hefur út frá Grímsey í þrjá áratugi. Dönsk skipasmíðastöð, í Hvide Sand, sá um smíði skipsins. Danirnir létu reyndar smíða skrokkinn í Pól- landi, eins og þeir eru vanir. Þar var sett aðalvél, ljósavél og gír í skipið og það síðan dregið til Danmerkur þar sem verkefnið var klárað. Nýja Hafborg er 284 brúttótonn, 26 metrar að lengd og átta metra breið. „Hún er töluvert stærri en sú gamla sem var mæld 60 brúttótonn. Aðalmunurinn er að í nýja skipinu er lokað millidekk, þess vegna mælist það svona stórt en er í raun um það bil 150 tonna skip,“ sagði Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri á Haf- borgu, við Morgunblaðið í gær, en hann er aðaleigandi fyrirtækisins ásamt eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Þorláksdóttur. Hafborg er sérútbúin til neta- og dragnótaveiða og aðstæður mjög góðar til að kæla fiskinn og fara eins vel með hráefnið og kostur er. „Við höfum töluvert landað á fiskmörk- uðum en líka verið í föstum við- skiptum þegar við höfum verið á þorskanetum á veturna. Auk Haf- borgarinnar höfum við verið með tvo litla báta, stundum þrjá, en einbeit- um okkur nú að henni einni. Við löndum áfram einhverju í Grímsey og sá afli verður unninn þar, en reyndar ekki eins miklu og áður því höfnin í eynni er erfið fyrir svona stóran bát,“ sagði Guðlaugur Óli. Ný Hafborg EA í flotann  Fjórða Hafborgin í Grímsey  Sérútbúin til neta- og dragnótaveiða  Afli unninn í eynni eða seldur á markað Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Hafborg heim Þeir sigldu Hafborgu heim frá Danmörku. Frá vinstri: Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri og einn eigenda, Jón Skúli Sigurgeirsson, Sigurður Þorláksson, vélstjóri og einn eigenda, Gunnþór Sveinbjörnsson, hafnar- stjóri á Dalvík, sem var skipstjóri á leiðinni frá Danmörku, og Guðlaugur Óli Guðlaugsson, yfirvélstjóri um borð. Við bryggju Hafborg EA 152 í Dal- víkurhöfn við komuna í fyrrakvöld. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ástandið er ekki boðlegt, löggæsla hér í bænum þarf að vera sýnilegri og öflugri,“ segir Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi. Á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær voru löggæslumál til umfjöllunar, meðal annars vegna yfirstand- andi hrinu inn- brota á höfuð- borgarsvæðinu. Fulltrúar lögregl- unnar á höfuð- borgarsvæðinu mættu til fundarins, að ósk bæjar- fulltrúans, þar sem málin voru rædd vítt og breitt. „Við fengum þau svör að mann- skapur á tveimur lögreglubílum sinnti löggæslu í Kópavogi og Breið- holtshverfi í Reykjavík, sem heyrir undir Kópavogsstöðina. Á þessu svæði búa alls um 60.000 manns og fer fjölgandi. Það blasir við að liðs- styrkur lögreglunnar eins og hann er nú er ekki nægur. Vitaskuld er alltaf bakland frá öðrum varðsvæð- um en það má hins vegar ekkert út af bera komi upp alvarleg eða tímafrek mál,“ segir Birkir Jón. Hann vill einnig efla löggæslu í bænum með til dæmis kaupum og uppsetningu ör- yggismyndavéla í og við íbúðahverfi. Slíkt skapi aðhald auk þess sem myndefnið geti auðveldað rannsókn mála. Á bæjarráðsfundinum í gær var samþykkt að óska eftir viðræðum við dómsmálaráðuneyti um stöðu lög- gæslumála í Kópavogi. Einnig verði þess óskað við fjárveitingavaldið að auknum fjármunum verði veitt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með tilliti til þess að styrkja þurfi löggæslu í Kópavogi. Bíll og áhöfn kostar 200 millj. kr. „Við tökum undir þau sjónarmið bæjarráðs Kópavogs að þörf er að efla útkallslöggæslu í Kópavogi og það gildir um önnur hverfi höfuð- borgarsvæðisins,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem mætti á fund ráðsins í gær. „Við höfum lengi kallað eftir aukn- um fjármunum í almennu löggæsl- una og ef þeir fengjust myndum við bæta við áhöfn og þriðja lögreglu- bílnum á hverfisstöðina við Dalveg sem þjónar bæði Kópavogi og Breið- holti, vegna þess að varðsvæðið er fjölmennt og verkefnin mörg. Einnig viljum við styrkja hverfisstöðina á Vínlandsleið sem þjónar efstu hverf- unum í Reykjavík, Vesturlandsvegi og Hvalfjarðargöngum og Suður- landsvegi, þar sem er mjög vaxandi umferð. Að bæta við bíl og mannskap sem þá þarf á hvorn stað kostar hins vegar um 400 milljónir króna – það er 200 milljónir á bíl – króna á ári og þeir peningar eru ekki í hendi á fjár- lögum þessa árs,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Löggæsla verði efld  Óboðlegt í Kópavogi  Bæjarráð vill viðræður við ráðu- neyti  Innbrotahrina  Gildir um allt svæðið, segir lögregla Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kópavogur Vatnsendasvæðið er fjölmenn byggð efst í bænum. Birkir Jón Jónsson Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli gegn Glitni, benti á rök Hæstaréttar fyrir sakfellingu yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í sambærilegu máli og sagði þau einnig eiga við í máli Glitnismanna. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, sagði að ekki væri hægt að sakfella Lárus sjálfkrafa fyrir markaðsmisnotkun á kauphlið einungis vegna þess að aðrir bankastjórar hefðu verið sakfelldir í sambærilegum málum. Þuldi hann upp fjölda dæma úr Hæstaréttardómi yfir Sigurði Einarssyni sem gæfu til kynna að aðkoma hans að viðskiptum bankans með eigin bréf hefði verið ótvíræð. Hið sama ætti ekki við um Lárus og það megi sjá á gögnum málsins. „Er það þessi aðkoma sem ákæruvaldið vill jafna við aðkomu míns umbjóðanda í þessu máli? Það er algjörlega fráleitt,“ sagði Óttar. Sýndi óeðlilega lítinn áhuga Óttar sagði að í raun bentu gögn málsins til að Lárus hefði sýnt mál- unum „óeðlilega lítinn áhuga“, því á ákærutímabilinu hefði ákæruvaldið einungis fundið einn póst þar sem Lárus fjallar um stöðu eigin bréfa bankans að einhverju leyti, en í hon- um spyr hann Jóhannes Baldursson hver sé að „hamra“ gengi bankans niður. Slíkt sé fullkomlega eðlileg spurning frá forstjóra félags sem skráð er á hlutabréfamarkaði. Einu upplýsingarnar sem Lárusi hafi bor- ist um stöðu bankans í eigin bréfum hafi verið í reglulegum skýrslum um heildarrekstur bankans. „Þetta er ein lína í stóru skjali,“ sagði Óttar. Hann hafi t.d. ekki átt sæti í markaðs- áhættunefnd sem fjallaði um málefni deildar eigin viðskipta Glitnis og ekki verið í samskiptum við starfsmenn, stjórnendur eða aðra um Kauphallar- viðskipti deildarinnar með bréf í bankanum sjálfum. Þegar Lárus tók við starfi bankastjóra vorið 2007 var hann 30 ára gamall og efnahagsreikningur bankans hefði verið um 2.300 millj- arðar íslenskra króna. „Hann gegndi starfinu hjá bankanum í 17 mánuði eða um það bil og á þeim tíma gengu yfir okkur mestu efnahagshamfarir Íslandssögunnar,“ sagði Óttar og lagði áherslu á að ungur bankastjóri hefði haft í nógu öðru að snúast en að hugsa um þennan þátt rekstrarins. Aðkoma Lárusar ekki ótvíræð  Verjandi segir fráleitt að bera sam- an mál Sigurðar og Lárusar Welding Morgunblaðið/Hari Málflutningur Lárus Welding var í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Barnavernd Reykjavíkur hefur rætt við tíu þeirra sem enn teljast á barns- aldri og dvalið hafa á vistheimili þar sem karlmaður, sem nú situr í gæslu- varðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn skjólstæðingi, starfaði. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmda- stjóri segir ekkert benda til þess að þau börn hafi orðið fyrir ofbeldi. Þá hefur Barnavernd sent öllum fullorðnum einstaklingum sem dvalið hafa á vistheimilum þar sem maður- inn starfaði bréf og boðið þeim í viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þar er um að ræða rúmlega 200 manns og verkefnisstjóri Bjark- arhlíðar hefur staðfest að þeim hafi borist fyrirspurnir. Auk þess hefur Barnavernd haft samband í gegn um forráðamenn við þá sem enn teljast á barnsaldri. Á mánudag hafa fulltrúar Barna- verndar Reykjavíkur, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og velferðar- sviðs Reykjavíkur verið boðaðir á fund í velferðarráðuneytinu. Þetta staðfestir Sóley Ragnarsdóttir, að- stoðarmaður Ásmundar Daða Ein- arssonar félags- og jafnréttismála- ráðherra. „Þó að málið eigi að mörgu leyti ekki heima hér, þá hefur ráð- herra mikinn áhuga á að kynna sér þetta mál og þessi mál almennt.“ annaei@mbl.is Barnavernd byrjuð að ræða við börnin  Fundað í velferðarráðuneytinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.