Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Hari Sundgarpar Það var stór dagur hjá Trausta í vikunni þegar fimm ár voru liðin frá því hann bjargaði manni af botni Laugardalslaugarinnar. Af því tilefni mætti hann á staðinn með mynd sem tekin hafði verið af honum af því tilefni við laugina. Að loknum sundspretti færði hann Jakobínu blóm, til að heiðra hana fyrir að vera góð fyrirmynd. segir Jakobína sem varð 19 sinnum Íslandsmeistari á skíðum. „Ég ætlaði ekkert að fara á Ól- ympíuleikana, ég var bara valin til þess. En tveimur árum áður tók ég þátt í heimsmeistaramóti í Svíþjóð ásamt Mörtu Bíbí. Ég man að við fengum lítinn gjaldeyri til farar- innar og þurftum að vinna fyrir okkur. Ég þurfti líka sjálf að borga búninginn minn þegar ég keppti á Ólympíuleikunum. Ég á reikninginn ennþá.“ Með magapínu af spenningi Jakobína segir að það sem hafi hjálpað henni og Mörtu Bíbí í því að ná góðum árangri á skíðunum hafi verið að þær æfðu alltaf með strákunum, í braut með þeim. „Mér er minnisstætt að kvennabrautin á Íslandsmeistaramótinu á skíðum á Akureyri 1955 var miklu minna krefjandi en brautin strákanna. Ástæðan var sögð vera „svo við gætum allar komið standandi nið- ur“. Þetta þótti mér mjög niður- lægjandi fyrir okkur stelpurnar,“ segir Jakobína sem minnist þess einnig hversu skemmtilegt ævintýri það var fyrir hana að fara út fyrir landsteinana til að keppa, fyrst á heimsmeistaramót og síðan á Ól- ympíuleika. „Ég sé það núna, þó ég hafi verið með magapínu af spenningi meðan á þessu stóð. Á heimsmeist- aramótinu var ég 21 árs og það var í fyrsta sinn sem ég fór til útlanda. Þá var gott að hafa Mörtu Bíbí með.“ Hann sagðist ekki hafa verið nógu fljótur að hlaupa Jakobína eignaðist fimm börn og tók sér hlé frá skíðunum á meðan hún var að koma þeim á legg, en byrjaði svo aftur á skíð- unum seinna. „Maðurinn minn, Rúnar Geir Steindórsson, var skíðamaður en hann var frá Reykjavík. Hann kom vestur til að leysa einn af sem átti að fara á Ól- ympíuleikana, og þar með voru okkar örlög ráðin. Hann var sá eini sem ég gat náð í, hann sagðist ekki hafa verið nógu fljótur að hlaupa,“ segir Jakobína sposk. Þau hjónin fluttu svo suður árið 1961. „Við stunduðum skíðin saman og með börnunum okkar, og nú á ég líka barnabörn sem koma með mér á skíði. Ég hef farið ferna undanfarna páska vestur á Ísa- fjörð til að renna mér á skíðum, enda hef ég báða fætur jafn langa,“ segir Jakobína og hlær. „Maður fær ekki harðsperrur á skíðunum ef maður stundar sundið vel.“ Jakobína syndir 1.000 metra sex daga vikunnar Jakobína hefur stundað sund alveg frá því sundhöllin var opnuð á Ísafirði á fimmta áratugnum þegar hún var 12 ára. „En ég lærði að synda í Bolungarvík og mér finnst meira gaman að synda úti en inni, þess vegna syndi ég hér í Laugardalslauginni. Mér finnst gaman að finna fyrir vind- inum,“ segir Jakobína og bætir við að sundið sé allra meina bót. „Ég lenti í bílslysi fyrir 20 ár- um og þá eyðilagðist á mér önnur öxlin, læknirinn sagði að ég gæti ekki notað handlegginn framar, en í hroka mínum hugsaði ég: Við sjáum nú til með það. Og núna syndi ég alltaf með annarri hend- inni, en hef þá löskuðu undir mér. Ég fann mína leið. Maður verður að bjarga sér, það gerir það eng- inn fyrir mann. Ég gæti synt mér til lífs með annarri hendinni, ef til þess kæmi.“ Jakobína syndir sex daga vik- unnar, alltaf 1.000 metra, nema á sunnudögum, þá lætur hún duga að synda 600 metra, þannig segist hún halda hvíldardaginn heilagan. „Við hittumst á morgnana hér í Laugardalslauginni, hópur af fólki, og fáum okkur sundsprett. Setjumst svo niður í afgreiðslunni á eftir og fáum okkur te og kaffi og spjöllum saman. Á sunnudögum sitjum við tvö hér og leysum sam- an krossgátur dagblaðanna. Við köllum okkur Sundlaugarmengið, þessi hópur, og fjögur okkar eru Vestfirðingar. Við höfum haldið hópinn í rúmlega tuttugu ár og við förum líka saman í ferðalög og þá koma makarnir með. Þetta er yndislegur félagsskapur.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/WeledaIceland Since 1921 NÝJUNG ! ROLL -ON SVITALYKTAREYÐIR 3 nýjar tegundir með frískandi herrailm og granatepla og sítrusilm. 24 tíma virkni, inniheldur ekki aluminium salt. Útsölustaðir Weleda: Heilsuverslanir og apótek um allt land. Netverslun: heimkaup.is lyfja.is heilsuhusid.is Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og því um að gera að bóka sig á nám- skeið í páskaeggjagerð. Hjalti Lýðs- son, menntaður köku- og súkkulaði- gerðarmaður frá Danmörku, leið- beinir þátttakendum á námskeiðum sem haldin verða í Chocolate Trailer við hliðina á Firði í Hafnarfirði. Nám- skeiðin hefjast 28. febrúar og verða nokkrum sinnum til 8. mars, sam- kvæmt upplýsingum á www.midi.is. Endilega … Morgunblaðið/Golli Nammi, namm Það getur verið gam- an að búa til sitt eigið páskaegg. … lærið að búa til páskaegg Gestir Hönnunarsafns Íslands fá frítt inn, leiðsögn um sýningar auk þess sem þeim verður boðið í Hlustunar- partí í tilefni af Safnanótt í kvöld, föstudaginn 2. febrúar. Sigríður Sigurjónsdóttir safnstjóri og Sverrir Örn Pálsson, grafískur hönnuður, leiða þá um sýninguna Íslensk plötu- umslög kl. 20.30 til 21. Í tengslum við sýninguna verður boðið upp á Hlust- unarpartí sem um þrjátíu unglingar taka þátt í og var upphaflega hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Every- body’s Spectacular. Unglingarnir spila uppáhalds- tónlistina sína, syngja, dansa, hlæja og gráta ef því er að skipta. Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur er list- rænn stjórnandi sýningarinnar, sem hefst kl. 21, en áður verður hópurinn með opna æfingu. Í lokin verður svo leiðsögn um sýn- inguna Íslenska lopapeysan, uppruni, saga og hönnun. Í anddyri safnsins er vöruhönn- uðurinn Hanna Jónsdóttir með lifandi vinnustofu og sölusýningu á verkefn- inu Ðyslextwhere, prjónaverkefni á villigötum. Hlustunarpartí í boði hússins Ljósmynd/Owen Fiene Unglingar spila uppáhaldstónlist sína. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi, opið til kl. 23 á Safnanótt Þessi saga er jafn gömul ogtíminn,“ sagði John Malko-vich í stiklu fyrir undan-úrslitaleik Jagúaranna á móti Föðurlandsvinunum í banda- rísku ruðningsdeildinni. „Þetta er Davíð á móti Golíat,“ hélt hann svo áfram. Í þeim leik fór Golíat með sig- ur af hólmi og keppa Föðurlandsvin- irnir í Ofurskálinni á móti Örnunum á sunnudaginn. Orð Malkovich munu hins vegar bergmála í hausnum á mér um helgina því uppsetningin er ekki ósvipuð. Tvíhöfða skrímsli Föðurlandsvinanna, Belichick og Brady, mæta olnbogabörnunum í Örnunum. Formálinn hefur verið skrifaður, umtalið og auglýsingarnar eru byrjaðar, skrumlestin er lögð af stað og ég er sestur í sætið mitt í vagninum. Það skemmtilegasta við banda- ríska íþróttaviðburði er að þeir eru alltaf „stærstu viðburðir í heimi“ að sögn heimamanna. Sigurvegararnir á sunnudaginn verða til að mynda krýndir heimsmeistarar í bandarísk- um ruðningi. Sem er frábært í ljósi þess að lið frá einungis einni þjóð eru með keppnisrétt á mótinu. Dyggða- siðfræði Aristótelesar um milliveg tveggja öfgafullra siða á engan stað í hjörtum bandarískra íþróttaáhorf- enda. Sjálfsálit þjóðarinnar er ekki millivegur sjálfshaturs og hé- gómleika. Sá sem er óverðugur fyrir stærsta íþrótta- viðburð í heimi en telur sig samt sem áður eiga stærsta íþrótta- viðburð í heimi á þar af leið- andi stærsta íþróttaviðburð í heimi. Í fyrra horfðu 112 milljónir manns á Ofurskálina. Til samanburðar má nefna að mesta áhorf sem mælst hefur á venjulegum deildarleik í ensku úrvalsdeildinni er 4.081 milljón (leikur United gegn City í Manchester-borg, í apríl 2012). Þetta eru hins vegar bara valkvæðar staðreyndir. Ofurskálin drottnar jú yfir öðrum viðburðum þegar kemur að skrumi, umtali, uppbyggingu og kjúklingaáti. Bandaríska kjúklinga- ráðið (alvöru stofnun, ég lofa) áætlar að um 1,35 milljarðar kjúklinga- vængja verði borðaðir á sunnudag- inn. Þar mun ég leggja mitt af mörk- um og troða ofan í mig heitum vængjum með hlutfallslega svo mik- illi sósu að það má draga í efa hvort sé aðalrétturinn, sósan eða væng- urinn. Að vera farþegi í skrumlest- inni er nefnilega yndislegt. Á hverju ári, þegar Ofurskálin nálgast, verð ég jafn spenntur og ég var í 5. bekk þeg- ar stelpan sem mér líkaði við dinglaði óvænt heima. Svo mikill er spenningurinn. Nú er bara að bíða og sjá hver verður heimsmeist- ari, á stærsta íþrótta- viðburði í heimi, Dav- íð eða Golíat. »Þegar Ofurskálin nálg-ast verð ég jafn spennt- ur og ég var í 5. bekk þegar stelpan sem mér líkaði við dinglaði óvænt heima. Heimur Magnúsar Heimis Magnús H. Jónasson mhj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.