Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Reynt hefurverið aðsnúa út úr því þegar á hefur verið bent að eng- inn árangur hafi orðið af því átaki sem Reykjavíkurborg fékk ríkisvaldið með sér í og fólst í því að setja stóraukið fjármagn í strætókerfið en draga úr fjár- festingum í gatnagerð í borg- inni. Í gær sagði Morgunblaðið frá könnun sem Gallup gerði á samgöngum í Reykjavík síðast- liðið haust og þar kom skýrt fram að það er staðreynd að enginn árangur hefur orðið af átakinu. Raunin er sú að 4% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru farnar með strætisvagni, sem er sama hlutfall og var ár- ið 2014 og árið 2011. Raunar var hlutfallið einnig 4% árið 2002, þannig að óhætt er að fullyrða að aðgerðir til að auka notkun strætó hafa engu skilað. Slíkar staðreyndir ættu að verða til þess að efasemdir vöknuðu um að ástæða sé til að ausa tugum milljarða króna, eða jafnvel enn hærri fjár- hæðum, í að auka áherslu á al- menningssamgöngur enn frek- ar á kostnað þess ferðamáta sem flestir velja, þ.e. fjöl- skyldubílsins. Ekki er þó að sjá af málflutningi stuðnings- manna borgarlínunnar svoköll- uðu að árangursleysi síðustu ára hafi nokkur áhrif á stuðn- ing þeirra. Frekar mætti ætla að því minni sem árangurinn er, þeim mun meiri sé ákafinn að halda áfram á sömu leið. Auk þess að horfa á árang- ursleysi átaksins sem staðið hefur yfir síðastliðin ár má horfa til reynslu erlendis og þeirrar þróunar sem líkleg er í því ljósi. Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur ritaði athyglisverða grein hér í blaðið um áhrif borgar- línu á umferð einkabíla, og sagði hana ofmetna. Þór- arinn bendir á að áætlun í skýrslu frá því í fyrra um borgarlínuna, sem geri ráð fyr- ir að hlutur strætó í ferðum fari úr 4% nú í 12% árið 2040, standist ekki. Hann nefnir að reynslan sýni að þegar aukning verði í notkun almennings- samgangna þá verði sú aukning ekki öll vegna minni notkunar bíla heldur einnig vegna þess að færri til dæmis hjóli eða gangi. Þetta er svo sem augljóst en er eitt af því sem áköfum tals- mönnum borgarlínu virðist sjást yfir. Þeim virðist einnig sjást yfir annað sem Þórarinn nefnir, en það er að fjölgun far- þega í erlendum borgum sem farið hafa út í borgarlínur hef- ur ekki orðið 200%, eins og gert er ráð fyrir að verði í óraunsæjum áætlunum hér á landi, heldur 50-60%. En Þórarinn bendir líka á, sem er athyglisverðast, að jafnvel þó að rökræðunnar vegna væri fallist á að aukning í almenningssamgöngum færi úr 4% nú í 12% árið 2040 og „fyrrverandi bílstjórar verði helmingur af nýjum farþegum (rausnarlega áætlað), þá myndi tilkoma borgarlínu í besta falli leiða til þess að umferð einka- bíla yrði um 5% minni en ella. Það er því deginum ljósara að tilkoma borgarlínu myndi ekki spara neitt að ráði í uppbygg- ingu þjóðvega á höfuðborgar- svæðinu á tímabilinu 2018- 2040.“ Það er sama hvernig á málið er horft, borgarlínan er stór- kostlega kostnaðarsöm, en ávinningurinn af henni fyrir umferðina yrði í besta falli sáralítill. Jafnvel forsendur stuðningsmanna borgarlínu duga ekki sem rök fyrir henni} Ofmetin borgarlína Netið er orðinnsvo snar þátt- ur í lífi fólks að það er með nokkrum ólíkindum að sá rótgróni vefur mbl.is, sem hefur meiri útbreiðslu en nokkur annar fjölmiðill hér á landi, skuli vera rétt að komast af táningsaldrinum. En þetta er engu að síður svo, mbl.is er tvítugur í dag. Vinsældir vefs- ins skýrast eflaust af því að hann hefur alla tíð haft metnað til að segja fljótt og vel frá helstu atburðum líðandi stund- ar, auk þess að bjóða upp á úr- vals afþreyingu og þróast með breyttri tækni. Fjölmiðlar hafa tekið mikl- um breytingum á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því að mbl.is fór fyrst í loftið, en markmið þeirra á að vera hið sama og fyrr, að segja frá því sem markvert er og koma á framfæri þeim sjón- armiðum sem máli skipta fyrir almenning. mbl.is hefur sinnt þessu nær milljón sinnum, en milljónasta fréttin mun líta dagsins ljós síðar á þessu ári. Það er allnokkuð hjá ekki eldri miðli, en er þó aðeins byrjunin á metnaðarfullri þjónustu mbl.is við lesendur sína. mbl.is er sá vefur sem landsmenn fara inn á þegar mikið liggur við – og oft þess á milli} Tuttugu ára forysta á netinu S íðastliðið haust birti Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, skýrslu um stöðu heilbrigðismála. Skýrsl- an tekur til OECD-ríkjanna og í henni má finna upplýsingar um stöðu Íslands í samanburði við hin ríkin hvað varðar heilbrigði og árangur heilbrigðiskerfis- ins. Skýrslan er einn af mörgum mælikvörð- um sem við notum til þess að skoða árangur heilbrigðiskerfisins og gæði í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslunni er að finna úttektir á ýmsum þáttum, t.d. aðgengi að heilbrigðisþjónustu, gæðum þjónustu og mannauð. Fram kemur að á árinu 2016 runnu 8,6% af vergri landsfram- leiðslu úr ríkissjóði til heilbrigðismála hér- lendis. OECD-meðaltalið var þá 9,0% af vergri landsframleiðslu. Ísland liggur nálægt OECD-meðaltali í flestum þeirra þátta sem skoðaðir voru. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma, tíðni heilabilunar, áfengisneysla og offita eru nálægt meðaltali. Sömu sögu er að segja um það hversu stórt hlutfall landsmanna hefur aðgengi að heil- brigðisþjónustu, hluta kostnaðar fyrir heilbrigðisþjón- ustu af heildarútgjöldum fjölskyldna, innlagnir á sjúkra- hús vegna krónískra lungnasjúkdóma, ávísun sýklalyfja, dauðsföll af völdum hjartaáfalls og lífshorfur eftir ristil- krabbamein. Ísland er í meðallagi hvað varðar alla þessa þætti þegar árangur er skoðaður. Ísland er aftur á móti nokkuð undir meðallagi hvað varðar ýmsa þætti. Fjöldi legurýma er til dæmis undir meðallagi á Íslandi. Í tilfelli brjóstakrabba- meins hjá konum hefur dánartíðnin aukist frá 2005, gagnstætt þróun í öðrum ríkjum OECD og Ísland liggur töluvert undir OECD-meðal- tali varðandi bólusetningar eins árs barna. Í skýrslunni kemur loks fram að Ísland stendur mjög vel á ýmsum sviðum í alþjóð- legum samanburði. Sem dæmi má nefna að meðalævi Íslendinga er með því lengsta í heiminum eða um 82,5 ár, þ.e. 83,8 ár hjá kon- um og 81,2 ár hjá körlum en OECD- meðaltalið er 80,6 ár. Ísland hefur næst- lægsta meðaltal allra landa hvað varðar reyk- ingar og loftmengun er undir meðaltali hérlendis, auk þess sem tíðni ungbarnadauða er meðal þeirra lægstu í samanburði við hin ríkin. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að Ísland færist nær meðaltali í mörgum þáttum, frekar en að vera meðal þeirra þjóða sem hafa bestan árangur, auk þess sem árangur Íslands er töluvert undir meðallagi hvað varðar árangur heilbrigðiskerfisins í ýmsum þáttum. Markmið ríkisstjórnarinnar er að íslenska heil- brigðiskerfið standist samanburð við það sem best gerist í heiminum. Það á að vera okkar markmið að gera betur frá ári til árs. Við höfum því verk að vinna á þessu sviði en heilbrigðismál eru í forgangi hjá þeim sem landið byggja, sóknarfærin fjölmörg og tækifærin ærin til að gera betur með öflugu starfsfólki um allt land. Svandís Svavarsdóttir Pistill Árangur íslenska heilbrigðiskerfisins Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen förnum vegum á Suðvesturlandi, sé hún jafnvel meiri en mest gerist í Svíþjóð. Í löndum þar sem vegsaltsnotkun er mikil eins og í Svíþjóð, Noregi og Norður-Ameríku hafa komið fram óæskileg umhverfisáhrif af vegsölt- un. Í skýrslunni segir að rannsóknir hafi sýnt að vegsalt getur spillt grunnvatni og skaðað jarðveg og gróður. Í Svíþjóð hefur verið mark- visst unnið að því að draga úr notkun vegsalts til að forðast óæskileg um- hverfisáhrif saltsins. Þrátt fyrir aukna notkun vegsalts hér á landi er talið að það sé líklega bara brot af heildar loftbornu salti sem berst frá hafinu. Ekki hafa kom- ið fram kvartanir vegna umhverfis- áhrifa vegsalts og ekki hefur orðið vart víðtækra áhrifa vegsalts á grunnvatn. Hækkaður styrkur klór- íðs vegna vegsöltunar hefur mælst í tveimur borholum, við Litlu kaffistof- una og Waldorfskólann. Einungis var um að ræða lítilsháttar hækkun á klóríðstyrk en borholurnar eru mjög nálægt þjóðveginum á Sandskeiði en sá vegur er oft mikið saltaður. Ann- ars staðar lengra frá þjóðveginum hafa ekki komið fram greinilegar hækkanir á klóríðstyrk vegna veg- söltunar og svo virðist sem um- hverfisáhrif á grunnvatn vegna veg- söltunar hér á landi séu almennt hverfandi. Gæta þarf varúðar við notkun vegsalts Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Saltburður Veruleg aukning hefur orðið á notkun vegsalts hér á landi á síð- ustu árum. Spurningar hafa vaknað um áhrifin á náttúruna. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ekki hefur orðið vart mikillaeða víðtækra umhverfis-áhrifa af vegsöltun hér álandi og svo virðist sem umhverfisáhrif á grunnvatn vegna hennar séu almennt hverfandi. Víða erlendis hefur aftur á móti orðið vart neikvæðra umhverfisáhrifa af veg- söltun og hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á að vegsalt getur haft töluverð neikvæð áhrif á grunn- og yfirborðsvatn, jarðveg og gróður. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu um umhverfisáhrif vegsölt- unar sem verkfræðistofan EFLA hefur unnið fyrir Vegagerðina. Í skýrslunni kemur fram að veg- salt (NaCl) hefur verið notað mjög víða í gegnum tíðina til hálkuvarna. Hér á landi er notkunin hvað mest á þéttbýlissvæðum og á meginleiðum á milli þéttbýliskjarna á suðvestur- horninu. Notkun vegsalts á Íslandi hefur aukist töluvert á síðustu árum eða úr 2.800 tonnum veturinn 1998- 99 í um 27.000 tonn veturinn 2011- 2012. Ekki eru til tölur frá síðustu fimm árum. Í skýrslunni segir að salt frá veg- söltun dreifist út í náttúruna með vindi, afrennsli, slettum, slabbi, úða og snjómokstri. Saltið berst síðan niður í jarðveginn með regni og snjó- bráð, þaðan sem það á endanum berst í grunnvatnið. Megnið af salt- inu berst með afrennsli (50-80%) rétt út fyrir vegkantinn. Rannsóknir sýna neikvæð áhrif Lítil umhverfisáhrif hér á landi miðað við hvað hefur sést víða er- lendis skýrist af því að Ísland er frek- ar strjálbýlt með gisið veganet og mikla úrkomu. Engu að síður er talin ástæða til að sýna árvekni. „Þrátt fyrir að lítil umhverfisáhrif á grunn- vatn hafi greinst hér á landi er full ástæða til að vera á varðbergi og gæta varúðar við notkun á vegsalti þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að vegsalt getur haft töluverð neikvæð umhverfisáhrif. Ljóst er að saltnotkun getur verið töluverð á ein- staka vegi og þar má búast við stað- bundnum umhverfisáhrifum í nán- asta umhverfi vegarins,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að þar sem saltnotkunin hér er hvað mest, á fjöl- Hægt er nota efni sem að uppi- stöðu er safi úr sykurrófum til að verjast og eyða hálku á göt- um og gangstígum. Það er mun umhverfisvænni aðferð en notk- un salts. Þetta kom fram í við- tali við Símon Símonarson hjá Hellubjörgum í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Símon hefur í um tvo áratugi starfað við hálkuvarnir og snjómokstur í Reykjavík. Fyrirtæki hans hyggst að prófa aðferðina hér á næstunni og kynna hana sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum. Nota safa úr sykurrófum HÁLKUVARNIR Ljósmynd/Úr safni. Hálkuvörn Sums staðar er safi úr sykurrófum notaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.