Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
✝ Guðbjörg Jón-ína Steinsdóttir
fæddist á Hrauni á
Skaga í Skagafirði
30. janúar 1921.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
19. janúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Steinn Leó
Sveinsson hrepp-
stjóri og bóndi á
Hrauni á Skaga. f.
17. janúar 1886, d. 27. nóvember
1957, og Guðrún Sigríður Krist-
mundsdóttir, húsmóðir á Hrauni
á Skaga, f. 12. október 1892, d.
24 október 1978.
Guðbjörg átti 11 systkini:
Hrefna, f. 11. maí 1935, d. 19.
ágúst 1935.
Guðbjörg giftist 19. júní 1954
Olgeiri Jóhanni Sveinssyni,
rennismið, f. 29. október 1921,
d. 21. júlí 2002. Börn þeirra eru:
1.Guðrún Steinunn, f. 9. júní
1955, d. 1. maí 1956. 2. Gunn-
steinn, f. 9. mars 1957. 3. Guðný
Arndís, f. 15. júní 1958. Dóttir
hennar er Guðbjörg Olga Krist-
björnsdóttir, f. 16. júní 1984. 4.
Óskar Rúnar, f. 23. ágúst 1959,
giftur Jónínu Ómarsdóttur, f.
29. apríl 1962. Börn þeirra eru
Ari, f. 6. apríl 1983, d. 9. apríl
1983, Ómar Þór, f. 28. desember
1984, Auður, f. 19. mars 1987,
sambýlismaður Jón Sighvats-
son, Olgeir, f. 28. janúar 1989,
sambýliskona Ylfa Rakel Ólafs-
dóttir, Stella Björg, f. 27. júlí
2001.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 2. febr-
úar 2018, klukkan 13.
Gunnsteinn, f. 10.
janúar 1915, d. 19.
desember 2000.
Guðrún, f. 4 sept-
ember 1916, d. 7
mars 1999. Rögn-
valdur, 3. f. október
1918, d. 16. október
2013. Svava, f. 17.
nóvember 1919, d.
8. desember 2001.
Tryggvina, f. 7.
apríl 1922. Krist-
mundur, f. 5. janúar 1924, d. 5.
apríl 2006. Svanfríður, f. 18.
október 1926. Sveinn. f. 8.
september 1929. Ásta. f. 27.
nóvember 1930, d. 24. október
2012. Hafsteinn, f. 7. maí 1933.
Elsku besta mamma mín, mikið
á ég eftir að sakna þín. Ævi þín
var góð, þú lifðir í 96 ár sem eru
langur tími og hár aldur.
Betri mömmu var ekki hægt að
hugsa sér, alltaf að hugsa um líðan
annarra frekar hennar eigin. Hún
var hjálpsöm, jákvæð og frábær
fyrirmynd.
Síðustu ár lífs þíns voru á
hjúkrunarheimilinu Eir þar sem
þér leið afskaplega vel. Þér samdi
vel við starfsfólkið þar enda hugs-
aði það einstaklega vel um þig, var
gott og hugulsamt. Þú varst upp-
alin á Hrauni á Skaga í Skagafirð-
inum og hafðir miklar taugar til
Skagans og Skagafjarðar.
Mamma söng í mörg ár í Skag-
firsku söngsveitinni og var einn af
stofnendum hennar, þetta var
henni hugleikið og hafði hún unun
af því að syngja. Einnig var hún
mikil félagsvera og þótti gaman að
vera innan um fólk. Ættrækni
hennar var mikil og man ég eftir
öllum símtölunum og heimsókn-
um til systkina sinna og frænd-
fólks sem hún ræktaði af alúð.
Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu
móður þinnar,
sem mildast átti hjartað og þyngstu
störfin vann,
fórnaði þér kröftum og fegurð æsku
sinnar,
fræddi þig um lífið og gerði úr þér
mann.
(Davíð Stefánsson)
Þó ég hafi vitað það að þú varst
farin að þrá hvíldina þá er þó sárt
að sjá á eftir þér og mun ég minn-
ast þín um langan tíma, elsku
mamma mín. Takk fyrir allt og öll
dásamlegu árin okkar saman og
dóttir mín sem var svo heppin að
fá að alast upp hjá þér og pabba.
Það var mjög dýrmætt fyrir hana,
eins og fyrir mig og okkur syst-
kinin.
Þín dóttir,
Guðný Arndís Olgeirsdóttir.
Minning um Guðbjörgu Jónínu
Steinsdóttur, bestu móður í heimi.
Sæl, mamma mín. Ég sakna þín
mikið. Þú átt eftir að lifa lengi í
minningum mínum, öll þessi ár
sem við áttum saman. Þú varst
ekki öfundsverð að ala upp þenn-
an dreng sem var svolítill ærsla-
belgur á unglingsárunum, uppá-
tækjasamur og kom sér stundum í
vandræði. En alltaf stóðst þú með
manni og alltaf gat maður leitað í
hlýju þína þegar á bjátaði. Ég man
vel eftir því þegar við fluttum í
Álftamýrina hvað þið hjónin unn-
uð mikið. Þú í efnalauginni þar
sem þú þurftir að mæta kl. 8 á
morgnana og þá búin að koma
okkur krökkunum í skólann.
Komst svo heim í hádeginu til að
gefa okkur að borða, fórst aftur til
vinnu og laukst henni ekki fyrr en
á milli 6 og 7 á kvöldin. Eftir vinnu
komstu svo heim, berandi inn-
kaupapoka eftir að hafa farið alla
leiðina fótgangandi. Þegar heim
var komið tók við að gefa okkur
krökkunum að borða og sinna
okkur og heimilinu. Ein af mínum
mörgum góðu minningum með
þér var þegar þú fórst með okkur
krakkana í sveitina fyrir norðan í
sumarfríinu þínu. Við fórum út í
Hraun eða á Reynistað til systkina
þinna því þú elskaðir Skagafjörð-
inn. Þar fékk ég að kynnast sveit-
inni og mikið hafði ég gott af því.
Komst maður á bragðið með að fá
að fara í sveitina hvert sumar.
Þar held ég að maður hafi orðið
að manni. Þegar ég varð eldri og
ég byrjaði í björgunarsveitinni og
að þvælast um fjöll og firnindi, þá
varst þú oft vakandi fram á nætur
að bíða eftir stráknum þínum eða
bíða frétta af honum þegar hann
var í útköllum.
Oft fékk maður að heyra það að
maður léti hana ekki vita af sér en
svona var hún, alltaf að hugsa um
stóra strákinn sinn.
Ég hefði ekki getað hugsað mér
betri móður en þig, mamma mín.
Þú varst svo góð kona og maður
lærði af þér þessa rósemd sem þú
bjóst yfir. Það var yfirleitt ekkert
sem raskaði henni nema kannski
pólitíkin, en það var meira í gamni
en í alvöru og kannski hittir þú
pabba þarna hinum megin til að
halda áfram að ræða hana. Jæja,
mamma mín, nú ætla ég að kveðja
þig, en þú munt alltaf lifa í minn-
ingum mínum sem þessi frábæra
móðir sem þú varst.
Kveðja,
Gunnsteinn Olgeirsson.
Kæra amma.
Það er svo skrítið að þú sért
farin. Ég veit að þú fórst sátt frá
þessum heimi, sem auðveldar
manni sorgina aðeins, en þó er
alltaf erfitt þegar minningarnar
hellast yfir mann. Blanda af sorg
og gleði.
Ég mun sakna þín þegar ég t.d.
geng inn í eldhús og þar ertu ekki í
horninu þínu að hlusta á þjóðmálin
í útvarpinu og kvartandi yfir því
hvað Rás 2 spili allt og mikið af
Bubba.
Ég mun sakna þess að geta
ekki kúrt í fanginu þínu, hlustað á
sögurnar þínar eða borðað frá-
bæra matinn þinn (sem ég má svo-
sem ekki við). Ég tel mig svo
heppna að hafa alist upp með þér
og afa inni á heimilinu. Ég finn
hvað ég hef grætt á því að hafa
fengið innsýn í líf þinnar kynslóð-
ar, varðandi málfar, verkkunnáttu
og hefðir. Ég elskaði stundirnar
okkar saman þegar ég var barn og
við hlustuðum mikið saman á tón-
list og sungum með. Sem barn
kynnist ég flóru af tónlist vegna
allra ólíku aðilanna sem ólu mig
upp. Mamma kom með poppið,
Gunni kom með rokkið, afi kom
með kántríið og þú komst með
swing-tónlist og óperurnar. Það
veldur því kannski í dag að ég er
mikil alæta á tónlist. Takk fyrir
það. Þú hafðir einnig mikil áhrif á
mig og ég veit mömmu líka; við er-
um konur sem standa í lappirnar.
Þú gafst mér oft ráð og sagðir mér
sögur af kvenskörungum og
hversu mikilvægt það er fyrir kon-
ur að hafa bein í nefinu og standa
með sjálfum sér. Þú stuðlaðir að
þeim femínista sem ég er í dag.
Takk, amma, fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig, ég mun aldrei
gleyma þér og vonandi rataði
snefill af þínu ágæti yfir til mín.
Kveðja, nafna þín,
Guðbjörg Olga
Kristbjörnsdóttir.
Elsku amma.
Við erum þér ævinlega þakklát
fyrir allan þann tíma og ást sem
þú hefur gefið okkur í gegnum tíð-
ina. Við fundum fyrir mikilli um-
hyggju og hlýju í nærveru þinni og
vissum að þú vildir okkur það allra
besta. Þú sást alltaf gullið í öllum
sama hver það var. Heimilið þitt
var okkur sem annað heimili og
okkur fannst við frjáls til að vera
við sjálf, að leika okkur og fíflast.
Þú hafðir alltaf miklar áhyggjur
að við værum svöng, leið eða að
koma okkur í voða með klifri,
hoppi eða fíflast eins og börn gera.
Þú last fyrir okkur bækur og
sagðir okkur skemmtilegar sögur
þegar við vorum lítil og okkur
þótti hvergi betra að vera heldur
en í faðminum á þér.
Seinna þegar við vorum eldri
reyndum við að kíkja til þín reglu-
lega í kaffi og þú varst alltaf svo
ánægð að sjá okkur sama þótt við
kæmum óvænt í heimsókn. Þú
sást alltaf til þess að það væri nóg
til að borða með því að leggja á
borð alls konar kræsingar, brauð
með áleggi, kökur, mjólk og krem-
kex, fyrir okkur þó svo að fyrir-
varinn væri lítill. Við sátum oft
saman í eldhúsinu og þú spurðir
okkur um daginn og veginn og
sagðir okkur frá lífinu í sveitinni,
þegar herinn kom til landsins,
hvað Danir voru vondir við Íslend-
inga þegar Ísland var undir Dan-
mörku og fleiri lífsperlur sem þú
varst búin að safna á langri lífsleið
og hafðir að deila með okkur yngri
kynslóðinni.
Þú passaðir alltaf upp á að okk-
ur liði vel og þú sýndir okkur alltaf
mikla umhyggjusemi og áhuga. –
Ómar.
Ég man eitt sinn þegar ég var
lítil þá fórst þú með mig út í sjoppu
að kaupa bland í poka eins og svo
oft áður. Þá var ég nýbúinn að fá
nýja skó og þú sagðir við mig
„mikið eru þetta flottir skór, ég
vildi að ég gæti gefið þér svona
flotta skó“ þá sagði ég „en amma,
þú ert alltaf að gefa mér eitthvað“.
Þetta er mjög lýsandi fyrir þig,
það skipti ekki máli hve mikið þú
gafst þér fannst það aldrei nóg. –
Auður.
Það situr alltaf eftir í minni
manns að fá að kúra uppi í rúmi
hjá þér þegar við vorum sett til þín
í pössun á meðan hinir krakkarnir
þurftu að sofa annars staðar. Að fá
að sofa uppi í rúmi hjá þér er ein
besta minning sem ég á og segir
allt sem segja þarf um hversu góð
orka fylgdi þér alltaf. – Olli.
Þrátt fyrir að minnið hafi
hrörnað með aldrinum þá mundir
þú alltaf eftir mér. Þegar ég kom
til þín í vondu skapi og ég sá
hvernig þú ljómaðir þegar þú sást
mig þá varð ég kát því þú varst svo
glöð og spurðir „Hvað segir Stella
mín?“ Þú gast alltaf komið mér í
gott skap sama hvernig mér leið –
Stella.
Elsku amma, þú þarft ekki
lengur að hafa áhyggjur af okkur,
við höfum það mjög gott og að
mörgu leyti er það þér að þakka.
Takk fyrir allt sem þú leyfðir okk-
ur, deildir með okkur og gafst
okkur. Við erum þér ævinlega
þakklát.
Þín barnabörn,
Ómar Þór, Auður, Olgeir og
Stella Björg Óskarsbörn.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Guðbjargar
Steinsdóttur, sem lést tæplega 97
ára umvafin fjölskyldunni á
Hjúkrunarheimilinu Eir. Guð-
björg var alltaf kölluð Bubba og
hún tók á móti mér með mikilli
hlýju strax frá fyrsta degi og aldr-
ei reyndi hún að taka fram fyrir
hendurnar á mér. Ég hefði ekki
getað fengið yndislegri tengda-
móður.
Ég var óþroskaður 17 ára ung-
lingur þegar við Óskar, yngsta
barn Bubbu og Olla, urðum par. Á
heimili Bubbu var tekið vel á móti
gestum og oft gistu fjölskyldu-
meðlimir að norðan hjá henni þeg-
ar þeir komu í bæinn. Alltaf átti
hún gott bakkelsi með kaffinu og
gaf gestum ótakmarkaðan tíma til
skrafs. Voru umræður oft fjörug-
ur, sérstaklega þegar rætt var um
stjórnmál. Systkinafjölskylda
Bubbu var og er dugleg að hittast
og við höfum farið í ótal þorrablót,
ættarmót og önnur mannamót og
alls staðar hefur maður fundið fyr-
ir mikilli hlýju og gleði.
Við Bubba áttum margt sam-
eiginlegt. Uppeldi barna, fjöl-
skyldulíf og ættartengsl voru
sameiginleg áhugamál okkar.
Báðar misstum við fyrsta barnið
okkar og náðum góðri tengingu
við þannig lífsreynslu. Bubba
gerðist dagmamma árið 1984 og
ég hefði ekki getað fengið betri
dagmömmu fyrir elsta barnið
mitt, Ómar Þór. Ég hætti að vinna
eftir að Auður dóttir mín fæddist
og gerðist dagmamma alveg eins
og Bubba. Meðfram þessu starfi
unnum við báðar í 10 ár við ræst-
ingar í sjónvarpshúsinu. Þessi ár
voru mjög góð ár hjá okkur Bubbu
og elstu börnin mín, Ómar, Auður
og Olli nutu góðs af, því þau voru
alltaf velkomin til ömmu og afa og
að kúra í ömmufaðmi.
Bubba veiktist alvarlega þegar
hún var á áttræðisaldri og var
haldið sofandi í öndunarvél í þrjá
mánuði.
Fjölskyldan stóð þétt saman
við sjúkrabeð hennar og bað fyrir
henni og voru allir viðbúnir því að
kveðjustundin gæti verið á næsta
leiti. Til allrar hamingju vaknaði
hún til lífsins og átti góð 17 ár til
viðbótar með okkur. Yngsta dóttir
mín, Stella Björg, fékk tækifæri til
að kynnast ömmu sinni og meira
segja fór Bubba með okkur til
Portúgal þegar hún var 85 ára.
Það var dýrmætur tími.
Síðustu ár ævi sinnar bjó
Bubba á Hjúkrunarheimilinu Eir
vegna þess að hún glímdi við alz-
heimer-sjúkdóm. Hún bar sig allt-
af vel og var ljúf og góð við alla.
Fjölskyldan var dugleg að heim-
sækja hana og starfsfólkið var ein-
staklega yndislegt og umhyggju-
samt.
Síðasta árið var minni hennar
nær alveg farið en það lifnaði samt
alltaf yfir andliti Bubbu þegar hún
sá yngsta barnabarnið og hún
spurði alltaf: „Hvað segir Stella
mín?“
Bubba var í farsælu hjónabandi
með Olla, sem lést árið 2002. Þau
eignuðust góð börn og barnabörn,
áttu góða fjölskyldu og Bubba átti
marga vini og var hamingjusöm,
en allt þetta var líka henni að
þakka.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um sitjum við sem elskuðum
Bubbu, fátækari yfir missinum en
um leið rík því við eigum góðar
minningar af yndislegum stund-
um með góðri konu sem gaf okkur
ást sína og umhyggju. Ég vil
þakka henni fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig og mína fjölskyldu.
Með ást og virðingu
Jónína (Ninna).
Guðbjörg Jónína
Steinsdóttir
✝ Katrín DröfnBridde fæddist
14. apríl 1981. Hún
lést 24. janúar 2018.
Móðir Katrínar
var Svava Guð-
mundsdóttir, f. 8.
júní 1950, d. 16.
apríl 2017, faðir
hennar er Friðrik
Bridde, f. 31. ágúst
1951. Systir Katr-
ínar er Anna Mar-
grét Bridde, f. 5. mars 1972,
maki Elvar Birgisson, f. 10. mars
1972. Börn þeirra 1) María
Dögg, f. 30. júní 1994, 2) Friðrik
Már, f. 23. ágúst 2004, 3) Elín
Gróa, f. 1. apríl 2006. Hálfbróðir
Katrínar var Guð-
mundur Smári, f.
28. ágúst 1968, d. 1
mars 1996, börn 1)
Brynjar Smári, f.
28. ágúst 1992, og
Svava, f. 4. júní
1994.
Börn Katrínar
eru Gabríel Friðrik,
f. 24. sept. 2002,
Rakel Margrét, f. 6.
maí 2006, Stefán
Smári, f. 26. mars 2008, og Re-
bekka Thelma, f. 25. febrúar
2009.
Útför Katrínar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 2. febrúar
2018, klukkan 15.
Katrín var kát og skemmtilegt
barn sem gaman var að ala upp.
Uppátækjasöm og stríðin. Hún
var ekki há í loftinu þegar hún
byrjaði að dilla sér í takt við tón-
listina í útvarpinu. Síðar kom að
því að hún fór að syngja og þá tók
nýtt tímabil við í lífi hennar, leik-
skólalögin sungin út í eitt alla
daga. Ég minnist þess að það tók
oftast lengri tíma að svæfa hana
en hin börnin á heimilinu. Þegar
gestir höfðu komið sér vel fyrir í
stofu og foreldrar vissir um að
börnin svæfu vært birtist í dyra-
gættinni lítil stelpuhnáta dragandi
sængina á eftir sér brosandi.
Þessi uppátæki Katrínar frá því
hún var lítil vörðu lengi fram eftir
aldri. Hún var forvitið barn og
lagði við hlustir er gesti bar að
garði. Og er hún merkti hlátur og
léttleika í raddblæ gesta var
andartakið komið að stíga fram og
taka nokkur leikskólalög. Hún
heillaði fólk með brosi og glað-
værð sinni.
Þegar Katrín var á ellefta ári
fékk hún að taka þátt í söngnámi
með hópi krakka þar sem lögð var
áhersla á að þjálfa börn í að koma
fram. Í lok æfingatímabils var sett
upp sýning fyrir stóran hóp gesta
þar sem tekin voru þekkt dægur-
lög. Katrín gaf öðrum börnum
ekkert eftir þetta kvöld og naut
sín í sviðsljósinu.
Hugsanlega má segja í dag að
líf Katrínar hafi meira og minna
einkennst af leiksýningum.
Stundum tókst henni vel upp og
oft var lífið sem grískur harmleik-
ur. Alltaf var Katrín að sinna öðr-
um og hugði ekki að sér oft á tíð-
um, geystist um þar til hún
bugaðist og þráði það heitast að
sofa.
Katrín var alltaf mjög skipu-
lögð og sem barn teiknaði hún
myndir í dagbækur sínar en lét
duga síðari ár að skrifa. Hún hafði
góða rithönd og tók að sér að
skreyta fyrir fólk gestabækur.
Katrín lærði naglasnyrtingu og
tók sér eitt og annað fyrir hendur.
Áhugi hennar á að eignast mótor-
hjól varð að veruleika eftir að hún
skellti sér í vélhjólapróf. Farnar
voru nokkrar ferðir þar til hún
datt og þá rann upp fyrir henni að
réttast væri að bíða í nokkur ár
uns börnin hennar fjögur yrðu
eldri.
Bíladellu hafði Katrín og ók
yfirleitt frekar greitt. Hún gat
verið hörð af sér en undir tifaði lít-
ið hjarta sem ekkert aumt mátti
sjá.
Katrín treysti fólki og vildi
hjálpa vinum í vanda. Það eru
margir sem geta þakkað Katrínu
fyrir að hafa fengið að tylla sér á
sófann í stofunni hennar eina og
eina nótt. Hún var alltaf svikin í
ástamálum svo sveið undan og
hjartað barðist um af sorg og
reiði.
Katrín stóð ein uppi með fjögur
börn, átti mörg dásamleg ár með
þeim og batt vonir við að geta
eignast að nýju sína eigin íbúð.
Fáir virtust gera sér grein fyrir
að bróðurmissirinn varð Katrínu
afar sár og núna síðast andlát
móður hennar.
Á hverjum degi í mörg ár höfðu
þær mæðgur rætt saman og þá
oftast í síma. Vinátta þeirra var
mikil og á margan hátt voru þær
líkar hvað varðar hvatvísi, atorku
og léttleika. Katrínu lá oftast hátt
rómur og hlátur hennar og glað-
værð á góðri stundu mun seint líða
úr minni.
Börnin, Gabríel, Rakel, Stefán
og Thelma, hafa misst góða móður
sem elskaði þau afar heitt og ætl-
aði börnum sínum allt það besta
sem völ var á.
Ég kveð dóttur mína nú með
miklum söknuði og þungum trega
sem orð fá ekki lýst. Lífið er ekki
alltaf auðvelt en við skulum trúa
því að okkur sé ætlað eitthvað
betra er yfir er komið.
Guð varðveiti sál þína, mín
kæra dóttir Katrín, og veri börn-
unum þínum skjól. Þinn
faðir.
Sonardóttir mín, Katrín Frið-
riksdóttir Bridde, er horfin okkur
þessa heims.
Ég mun minnast hennar sem
duglegrar ungrar móður fjögurra
mannvænlegra barna, sem hún ól
önn fyrir og skapaði snyrtilegt
heimili sem var til fyrirmyndar.
Dyr „gleðinnar“ bjóða okkur
mönnunum oft falska von, svo
falska og „lúmska“ þannig að
gleðin breytist í andhverfu sína.
Ekkert okkar vill trúa því að
slíkt hendi sig og því síður að slíkt
hendi sitt eigið barn. En í þjóð-
félagi okkar eru sterk öfl sem gera
sér fulla grein fyrir að varningur
sem þau þrýsta að ungu fólki get-
ur valdið þjáningu og dauða.
En hvað varðar þau um slíkt ef
það gefur þeim pening?
Í dag þegar ég kveð elskulegt
barnabarn mitt bið ég þess að sá
sem sagði Verði ljós og það varð
ljós lýsi henni á þeim vegum sem
fram undan eru.
Önnu Margréti og fjölskyldu,
Friðriki, syni mínum, og ömmu
barnanna fjögurra sem nú gráta
móður sína bið ég Guðs blessunar.
Afi
Hermann.
Katrín Dröfn
Bridde
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar