Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 ✝ Tómas MagnúsTómasson fæddist 23. maí 1954 í Reykjavík. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 23. janúar 2018. Foreldrar Tóm- asar voru Tómas G. Magnússon, f . 23. október 1911, d. 17. janúar 1968, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 16. maí 1920, d. 14. október 1987. Systkini Tómasar eru Val- gerður Tómasdóttir, f. 10. maí 1943, d. 29. apríl 1995, Ólafur Sigurður Tómasson, f. 18. ágúst 1947, d. 10. júní 2015, Rannveig Tómasdóttir, f. 17. júlí 1950, og Guðrún Helga Tómasdóttir, f. 9 júlí 1962. Sambýlismaður Tómasar síðastliðin 10 ár er Magnús Gísli Arnarson. Tómas var af- bragðs bassaleikari og var í mörgum af vinsælum hljóm- sveitum landsins, svo sem Stuðmönn- um, Þursaflokknum og Change. Hann var einnig afkastamikill upptökustjóri og spilaði inn á fjölmargar íslenskar plötur sem nutu mikilla vinsælda. Útför Tómasar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 2. febr- úar 2018, klukkan 15. Í dag kveðjum við systkinin kæran frænda, Tómas Magnús Tómasson. Á okkar yngri árum fannst okkur mjög gaman að geta sagt með stolti að móðurbróðir okkar væri í Stuðmönnum, því bandið er jú hljómsveit allra lands- manna. Við höfum farið á ófá Stuðmannaböllin í gegnum tíð- ina og alltaf var jafn ánægjulegt að fylgjast með Tomma á sviðinu og sjá hversu gaman hann hafði af því að skemmta öðrum og sjá til þess að línan í laginu færi ekki úr skorðum. Í okkar huga var Tommi hins vegar ekki aðeins frábær tón- listarmaður, við erum fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa kynnst þeim öðlingsmanni sem Tommi frændi var – eða eins og segir í einu Stuðmannalaginu „hann er vænn við menn og mál- leysingja“. Tommi mætti alltaf hress og kátur til veisluhalda og í fjölskylduheimsóknir og nýtti hvert tækifæri til að segja góðar sögur, enda hnyttinn með ein- dæmum. Hann var einstaklega hógvær maður og aldrei snerust sögurnar hans um að berja sér á brjóst eða státa af tónlistarleg- um afrekum sínum. Þá var Tommi einnig liðtækur í eldhús- inu og galdraði fram hina girni- legustu rétti sem runnu ljúflega niður. Okkur systkinunum hefur ótal sinnum verið sagt hvað Tommi hefur gert mikið fyrir ís- lenskt tónlistarlíf en engu að síð- ur óraði okkur ekki fyrir því hversu mikið hann raunverulega lagði til og hvað andlát hans hef- ur snert marga. Það hefur verið mjög gott að finna hlýhug og að lesa sögur og kveðjur frá vinum og samstarfsmönnum Tomma úr tónlistarheiminum undanfarna daga. Fyrir þær verðum við ævinlega þakklát. Elsku Tommi, við systkinin þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Við aðstæður sem þessar kemur að sjálfsögðu upp í hug- ann að maður á að vera duglegri að halda sambandi við fólkið sem manni þykir vænt um. Þetta kennir manni að fresta ekki slík- um sjálfsögðum hlutum. Þangað til næst, elsku frændi. Halla Björg, Þorbjörg og Tómas Magnús Þórhallsbörn. Þegar lagt er í langferð er vísast að velja sér ferðafélaga af kostgæfni. Ferðafélaga sem opnar augu manns fyrir fegurð heimsins, reynist traustur ef á bjátar og kryddar tilveruna skemmtilegheitum. Sá sem þetta ritar hefur notið þeirra forréttinda að ferðast með Tómasi Magnúsi Tómassyni langa hríð. Horft um öxl blasir við mögnuð ævintýraför, mörk- uð ótalmörgum gleðistundum í bland við spennandi áskoranir. Hvernig sem viðraði reyndist sólríkjan í lundarfari Tómasar öðru yfirsterkari. Hann gafst aldrei upp, brást aldrei liðsheild- inni og stóð ævinlega við sitt, staðfastur og traustur. Slíkir ferðafélagar eru einkar dýrmæt- ir en fágætir. Það skynjar mað- ur alveg sérstaklega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Þess vegna upplifum við vinir Tómasar svo sterka eftirsjá sem raun ber vitni, jafnhliða því djúpa þakklæti, virðingu og kærleika sem speglast hefur í margþættum vitnisburði sam- ferðafólks hans að undanförnu. Við elskum hann öll, manninn sem setti sjálfan sig aldrei í fyrsta sæti, naut þess að gefa fremur en þiggja og gerði ferða- lagið okkar sameiginlega svo óborganlega skemmtilegt. Um tónlistargáfur og hæfni okkar manns þarf ekki að fjöl- yrða. Um það hefur nóg verið vitnað og verður áfram. Það var aðeins til einn Tómas Magnús Tómasson. Förunauturinn sá var engum líkur og mun aldrei gleymast. Nú, þá hafin er förin hans hinsta og að líkindum sú ævin- týralegasta, treystum við því að í Sumarlandinu bíði hans góðir og kunnuglegir grannar, þess fullbúnir að telja í með Bassa- leikara Íslands. Kátlega mun þá fönkað í Himnaranninum og fyr- ir hittast glaðbeittir Lávarðar lágtíðninnar og hátíðninnar. Haf heila þökk fyrir sam- fylgdina, elsku vinur. Hún var sannarlega einstök og ómetan- leg. Við hittumst svo heilir í nýrri vídd. Jakob Frímann Magnússon. Kveðja frá samstarfsmanni og vini. Kæri Tommi, þú varst alltaf skrefinu á undan okkur hinum, enda hafðir þú til þess hugvitið og húmorinn – fingurna, fæt- urna og festuna. Þakka þér alla músíkina og mennskuna. Myrkur en, grunur um birtu, hugrekki handa okkur sem eftir stöndum. Egill Ólafsson. „Dálítið væld, en samt þannig að snyrtimennskan sé ennþá í fyrirrúmi.“ Svona hljómar sá frasi úr ís- lenskum bíómyndum sem hvað oftast er vitnað til. Hann varð til í spuna, hljómsveitin Stuðmenn laugaði sig í Bláa lóninu sem þá var bara ljósblátt lón og fáir nýttu til baða nema sóríasis- sjúklingar. Setningin kom upp úr Tómasi M. Tómassyni, þar sem hann lá í leðjunni ásamt fé- lögum sínum í Stuðmönnum, og hún var flutt á fremur varfærinn hátt, eins og bassaleikarinn ætlaði sér síst af öllu að trana sér fram, en hefði samt eitthvað gott og uppbyggilegt til málanna að leggja – líkt og henti svo oft hinn raunverulega bassaleikara. Og betur varð hljómsveitinni ekki lýst, bæði alvörusveitinni sem hann var í og þá ekki síður þeirri ýktu útgáfu sem birtist í bíómyndinni. Leikarinn hafði aldrei leikið áður, en flutti þetta samt af ein- lægni og innlifun, líkt og allt annað sem hann gerði í þessari bíómynd, sem og þeirri sem kom rúmum tveimur áratugum síðar. Þannig var Tómas: næmur hæfi- leikamaður á fjölmörgum svið- um og honum var eðlislægt að gera allt af einlægni og innlifun. Hljómlistarmenn sóttust í að vinna með honum, og þá ekki bara vegna þess hve góður bassaleikari hann var. Hann hafði víðtækar tónlistargáfur, átti sinn ríka þátt í útsetningum þeirra hljómsveita sem hann lék með, enn fremur stjórnaði hann upptökum á fjölmörgum hljóm- plötum, eins og ítrekað hefur verið rifjað upp á útvarpsrásum undanfarna daga. Hann stýrði upptökum hjá jafnólíku tón- listarfólki og Ladda á striga- skónum og Björk með Guð- mundi Ingólfssyni, að ógleymdum Bubba. Og mörgum öðrum. Vinsældir hans voru þó ekki bara til komnar vegna tónlistar- innar. Í heimildarmynd um Stuðmenn sagði Ari Eldjárn hann vera „fyndnasta mann Ís- lands“. Tómas var orðheppinn vel og þróaði með sér sérstakan húmor sem varð landsfrægur. Nokkrar skopsagna hans komu út í bók sem Friðrik Indriðason skráði fyrir rúmum áratug og kitluðu hláturtaugar lesenda. Þær voru margar um annan skemmtilegan Stuðmann sem einnig er horfinn yfir móðuna miklu, Júlíus Agnarsson. Enn eru óritaðar ófáar sögur sem léku Tómasi á tungu. Nú er út- séð um að þær komist á þrykk. Erfitt verður að fylla það skarð sem komið er í vinahóp- inn, því að Tómas var einstakur á svo margan hátt. Það er raun- ar sorglegra en tárum taki hve auðvelt er að telja upp mann- kosti hans í hjartnæmri minn- ingargrein. Ég hef t.d. enn ekki minnst á þá hlýju sem vinir hann mættu í viðmóti hans en tel víst að aðrir tæpi á einhverju slíku. Því er engin leið að taka þeim fregnum með jafnaðargeði að Tómas Magnús Tómasson sé lát- inn. Aðstandendum hans og vinum færi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Ágúst Guðmundsson. Við hittumst fyrst í Silfur- tunglinu þegar við vorum ung- lingar, fimmtán sextán ára. Tómas hafði sítt ljóst hár og kvikt augnaráð, sagði fátt en var svalasti tappinn í bænum. Löngu seinna urðum við nánir sam- starfsmenn og vinir, drykkju- bræður og spilafélagar, í hálfan annan áratug. Við vorum ná- grannar og áttum samleið. Við spiluðum úti um allt. Tómas hafði einstakt lag á því að búa til giggin ef þau fundust ekki hjá öðrum. Við spiluðum í kjöllurum og á háaloftum, í hátimbruðum sölum og í stúdíóum, garð- veislum, smurstöðum, sjoppum, verslunum, hótelum, í tjöldum, á úti- og innihátíðum. Fyrir svo utan alla venjulegu veitingastað- ina og barina. Stundum spiluð- um við bara tveir, en oftast í tríóum, kvartettum, alls kyns kombóum og samansetningum sem voru skipaðar svo til alltaf sama mannskapnum en hétu mismunandi nöfnum eins og Gæðablóð, Bítladrengirnir blíðu, Hljómsveit Homma Homm, Bíó- bandið og svo framvegis. Við spiluðum mest í 101; á Næsta Bar, Café Rosenberg, Bar 46, Grand Rokk og svo á Obladi Oblada, þeim ágæta stað sem hafði svo slæmt rykti að góð- borgararnir þorðu þar ekki inn nema verulega hífaðir. Tómas var sívinnandi og starfandi við að skapa sér verkefni. Þetta var barátta hins fátæka tónlistar- manns. Það er því miður stund- um hlutskipti atvinnumannsins að neyðast til að taka að sér verkefni í lausamennsku sem eru niðurlægjandi og illa launuð í ofanálag. En Tómas notaði annað viðmót. Peningurinn var fínn ef hann gafst og allt var þetta upplifun í skemmtilegheit- um og ævintýrum sem urðu hon- um svo efni í sögur næstu daga, eins og til dæmis þegar við spil- uðum tvo tíma í sextán stiga frosti í tjaldi við Laugaveg til að laða að vegfarendur fyrir vert- inn. Það var erfitt að segja nei við Tómas þegar hann stakk upp á svona giggum þótt ég þarfn- aðist þeirra ekki eins og hann. Aldrei kvartaði hann, samt vissi ég að tilvera hans var á köflum mörkuð basli og barningi. Þegar kom að því að leiðir mínar og Bakkusar skildi dró úr okkar fé- lagslegu samskiptum, en við spiluðum áfram á fullu, stundum þrisvar-fjórum sinnum í viku. Og öllum þessum giggum fylgdu sögur, alltaf eitthvert nýtt skemmtiefni, nýir fimmaura- brandarar í tugatali, orðaleikir og eftirhermur, gamlar sögur endurteknar en spunnar með nýjum tangentum. Einhvers staðar á ég nokkrar sögur Tóm- asar sem við skemmtum okkur eitt sinn við að skrásetja og ætl- uðum að gefa út á bók. Við töl- uðum síðast um það í haust að Tómas kæmi til Parísar næsta vor og við myndum klára bók- ina, en vissum sennilega báðir að svo yrði ekki. Frásagnarstíll Tómasar var ættaður beint úr „Íslensk fyndni“, hann hafði sér- lega skarpt auga fyrir þeirri til- gerð og uppskafningshætti sem vill glepja í okkar bransa. Tómas var gæddur einstökum og sjald- gæfum hæfileikum í músík eins og alþjóð veit og hann var líka stálminnugur. Hann var bassa- hetjan mín, bæði í svarthvítu og lit. Tómas vinur minn var næm- ur, gáfaður og frábærlega skemmtilegur og ég mun sakna hans um ókomna tíð. Fjölskyldu Tómasar votta ég mína dýpstu samúð. Magnús R. Einarsson. Fimmtudaginn 11. janúar síð- astliðinn hittumst við í síðasta sinn, ég og minn kæri vinur og samstarfsfélagi, Tómas Magnús Tómasson. Ég, ásamt samferðafólki mínu, kom inn úr kulda og slag- veðri inn á stofuna til Tómasar og ég gekk að rúminu hans og hann tók um hendur mínar og sagði: „Mikið er þér kalt á hönd- unum, vinur minn“, í öruggum höndum Tómasar hlýnaði mér á skotstundu. Eins og margir af minni kyn- slóð sem ólust upp við tónlist Stuðmanna, Spilverksins og Þursaflokksins gerði ég mér fljótlega grein fyrir að þarna væru afburðamenn á öllum svið- um tónlistarinnar jafnt í laga- og textasmíðum sem og hljóðfæra- leik. Og eftir því sem árin liðu og andlegur og tónlistarlegur þroski óx þá gerði ég með grein fyrir að bassaleikarinn í Stuð- mönnum/Þursaflokknum var alls ekkert venjulegur bassaleikari heldur líka útsetjari, upptöku- stjóri og allra handa galdra- maður á sviði tónlistar. Svo komst ég að því þegar ég steig mín fyrstu skref í brans- anum að á bak við þennan fjöl- hæfa tónlistarmann og átrún- aðargoð til margra ára var maður sem var jarðbundinn, al- þýðlegur með skopskyn á mjög háu stigi, einstaklega hlýr og jú hýr ... en umfram allt falleg og góð manneskja með hjartað á réttum stað. Og eftir því sem árin liðu þá varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi, eins og svo margir aðrir, að vinna með Tómasi. Hann spilaði með Sniglabandinu um tíma, við settum saman hljómsveitina Snillingarnir ásamt góðum vin- um, spiluðum saman með Sváfni Sig. og drengjunum af upptöku- heimilinu, Konungar kokteiltón- listarinnar var eitt nafnið sem Tómas fann upp á svo við Björg- vin Ploder og hann gætum hist og leikið og sungið. Síðasta sum- ar spiluðum við sömu menn und- ir nafninu TMT trio þar sem við hittumst á sunnudagskvöldum á veitingahúsi hér í bæ og lékum okkur með uppáhalds lögin okk- ar sem komu úr ýmsum áttum, en aðallega til að njóta þess að vera saman og gera það sem okkur fannst skemmtilegast að gera. Svo öll hin giggin, á tímamót- um í fjölskyldum okkar þar sem við gátum alltaf kallað hvor á annan til að setja saman hljóm- sveit til að geta skemmt okkur og fólkinu sem stóð okkur næst. Í gegnum alla þessa vinnu í nokkur ár varð manni ljóst að Tómas var einfaldlega snillingur á sínu sviði og hann er ekki bara besti bassaleikari sem ég hef unnið með heldur langbesti tón- listarmaður sem ég hef kynnst og lært svo ótal margt af. Það er eitt að kynnast af- burða hæfileikamönnum sem gefa og miðla til okkar hinna og það gerði Tómas vinur minn í miklum mæli, en það sem stend- ur þó efst er minning um ein- staklega góðan dreng með gæðablóð í æðum. Takk, elsku vinur, fyrir tón- listina, sögurnar, samverustund- irnar á sviði og utan þess og takk fyrir allar þínar góðu gjafir. Hvíldu í friði, kæri vinur. Pálmi Sigurhjartarson. Tómas M. Tómasson vinur minn er látinn eftir skammvinn veikindi. Tomma kynntist ég 1971 í Teitssjoppu, samkomu- stað okkar unglinganna í Voga- hverfinu. Tommi var grannvax- inn, meðalmaður á hæð, ljóshærður, örlítið hokinn með augu full af kímni og glettni. Hann var dulur um eigin hag og hélt sínu fyrir sig. Þegar Tommi sagði sögur var hann í essinu sínu, hann var frá- bær sögumaður og alltaf voru það sögur sem fengu menn til að brosa eða hlæja hátt. Þá sá mað- ur kjarnann í honum. Tommi kom aftur inn í líf mitt sem upptökustjóri þegar ég gerði plötu mína Pláguna. Hann var snillingur sem músíkant og bassaleikari öngvum líkur. Hann stjórnaði upptökum á nánast öll- um plötum mínum frá 1981- 1987, sólóplötum og plötum hljómsveitarinnar EGO. Hann setti fingraför sín á lög eins og Svartur Afgan, Rómeó og Júlía og Aldrei fór ég suður, svo eitt- hvað sé nefnt. Hann var hug- myndaríkur, frjór og sérlega skemmtilegur samstarfsmaður, þolinmóður og vakti yfir upp- tökum uns hann taldi þær orðn- ar góðar. Tommi var algjörlega sér á báti í íslensku tónlistarlífi. Líf hans var ekki alltaf dans á rós- um, hann fór ekki vel með sig, drakk og reykti of mikið, en þannig var það bara. Efst í huga mínum er þakklæti yfir sam- starfi okkar þegar við unnum að Konuplötunni, sem ber hand- bragði hans vitni. Tommi hafði áhrif á mig og feril minn til góðs. Menn koma og menn fara en meðan við lifum sem unnum með Tomma þá lifir minning um góð- an dreng í huga okkar. Ásbjörn K. Morthens. Tómas M. Tómasson er allur. Við kynntumst honum þegar við lékum saman í lúðrasveit, Skóla- hljómsveit Austurbæjar sem Karl O. Runólfsson stjórnaði. Þetta var glaðbeittur strákahóp- ur (og ein stelpa). Það varð fljótlega ljóst að Tommi var langfremsti, eigin- lega eini, tónlistarmaðurinn í þessum hópi. Í lúðrasveitinni lék hann á klarínett og ef illa stóð á – til dæmis ef brassið fraus fast á sumardaginn fyrsta, eða ef vantaði illilega í raddir á smá- eða skynditónleikum – þá spilaði Tommi þá rödd sem þurfti á klarínettið, til að gera lögin þekkjanleg eða fylla upp í eyður. Hann lék sér að þessu meðan við hinir vorum að puða við að hitta á réttar nótur og einbeita okkur að því að hætta á sama tíma. Lúðrasveitin lauk störfum þegar við vorum um fimmtán ára og þá var Tommi þegar far- inn að láta heilu dansleikina víbra undan bassanum – og við minni spámenn fylgdumst and- aktugir með, hreyknir af því að þekkja slíkan kappa. Við fengum líka að kíkja með á æfingar hjá Amor og kannski Rifsberju og vissum strax að okkar maður var alvöru. Hann var 100% tón- listarmaður þegar hann var 15 ára og okkur fannst augljóst að það yrði hann til frambúðar. Við þykjumst muna eftir honum á þessum aldri syngja Jón var kræfur karl og hraustur í and- skoti mikið hljóðkerfi í æfinga- húsnæði skammt frá Bifreiða- eftirlitinu við Borgartún. Lúðrasveitin litla var ekki töffaralegasta bandið í bænum. En það reddaði töffinu að hafa Tomma með – sem þó var eins laus við töffarastæla og hægt er að hugsa sér. Hann var flottur og öðlaðist unglingavirðingu al- gerlega af sjálfum sér og sinni tónlist. Þar voru einhvern veg- inn engin skörp skil á milli lúðr- anna og bassans. Hann var á heimavelli hvar sem músík var. Einhvern tíma urraði Karl Ottó yfir okkur að þessir bresku Bítlar væru ekkert nema öskur; þetta ætti að heita öskurhljóm- sveitin Bítlar. Við lúðra- og kjuðakappar snöggreiddumst fyrir hönd okkar manna frá Liverpool og stefndi í gagn- kvæma og orðlausa fýlu á æfing- unni. Tommi greip málið á lofti, þakkaði Karli ábendinguna og kvaðst mundu stofna bítilhljóm- sveitina Öskur mjög fljótlega. Málið komið á jafnsléttu og allir glaðir. Við þekktum Tomma mismik- ið eftir að lúðraþyt linnti. En all- ir eru sammála um hvað hann var alltaf vingjarnlegur og þægi- legur að hitta hann – hvort sem var á förnum vegi, á flugstöðv- um, á dansleikjum eða annars staðar. Hann var alltaf eins og við hefðum hist nýlega, værum eiginlega ennþá í lúðrasveitinni, spurði frétta og gerði að gamni sínu. Og lýsti stundum gigginu sem hann var á leiðinni í: Æfum aldrei, gleymum engu. Fyrir hönd nokkurra lúðra- drengja þakka ég Tomma góða samfylgd og votta aðstandend- um hans og vinum samúð mína. Ágúst Þór Árnason. Tómas Magnús Tómasson var hvers manns hugljúfi og mun hans verða sárt saknað af öllum samferðarmönnum. Við urðum vinir sem ungir drengir og átt- um dagleg samskipti fram eftir unglingsárum. Á seinni árum rifjuðum við stundum upp marg- ar skemmtilegar og sumar ótrú- legar uppákomur sem hentu okkur í æsku og höfðum ákveðið að fara saman í gönguferð um Voga- og Heimahverfið við tæki- færi til þess að rifja upp sporin okkar þar. Af þeirri göngu verð- ur ekki. Tómas var mjög bráðger sem barn og unglingur og afar hug- myndaríkur og skemmtilegur fé- lagi, einlægur og traustur. Húmor hans var einstakur og gat hann gert grín að öllu stóru og smáu í kringum sig. Sem Tómas Magnús Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.