Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
drengur las Tómas allt sem
hann komst yfir og var snemma
víða heima í ótrúlegustu málefn-
um. Hann fékkst við að hnoða
saman vísum og einstaka kenn-
arar fengu um sig vísur eftir
hann, sem við sungum við þekkt
lög. Snemma fór að bera á ein-
stökum tónlistarhæfileikum
Tómasar. Ungur lærði hann á
klarínett og spilaði í lúðrasveit
barna og unglinga undir stjórn
Karls Ottó Runólfssonar.
Þangað tók hann mig með sér,
en ég lék einnig á klarínett á
þessum árum. Tómas hóf einnig
snemma nám í gítarleik og var
fljótlega með hann við höndina
hvert sem hann fór. Í gagn-
fræðaskóla setti Tómas tvisvar
saman hljómsveitir, sem komu
fram sem skemmtiatriði á árshá-
tíðum Vogaskóla, en þær voru
þá haldnar í Súlnasal Hótel
Sögu. Voru þá ýmis hljóðfæri
dregin fram, eftir því sem fé-
lagarnir spiluðu á þau. Engar
voru nóturnar til þess að styðj-
ast við, en lögin útsett á æfing-
um og var Tómas þar fremstur í
flokki og söng raddir hvers
hljóðfæris fyrir okkur.
Það liðu tæp 30 ár þar til við
Tómas stóðum saman á sviði á
nýjan leik, en árið 1998 stóðu
Stuðmenn og Karlakórinn Fóst-
bræður fyrir tónleikum undir
yfirskriftinni „Íslenskir karl-
menn“, sem urðu landsfrægir,
en hljómplata frá þeim tónleik-
um seldist í bílförmum.
Ég fylgdist með ævistarfi
Tómasar að mestu úr fjarlægð,
en heyrði oft um það hversu
mikils metinn hann var meðal
tónlistarmanna, bæði sem fyrsta
flokks hljóðfæraleikari og af-
burðagóður upptökustjóri.
Munu margir geta vitnað um þá
einstöku hrynfestu sem hann og
Ásgeir Óskarsson voru grunn-
urinn að hjá Stuðmönnum og
gat verið einstakt að fylgjast
með þeim félögum á tónleika-
sviði. Minnist ég gagnrýni um
eina tónleika Stuðmanna fyrir
nokkrum árum, þar sem gagn-
rýnandinn komst einhvern veg-
inn þannig að orði að svo náið og
djúpt væri samspil þeirra
tveggja að ætla mætti að það
jafnvel héldi þótt þeir væri
staddur hvor í sínu sveitar-
félaginu þegar flutningur færi
fram.
Við ótímabært fráfall Tómas-
ar er mér efst í huga fölskvalaus
vinátta æskuáranna, sem var
full af gleði, kátínu og ótrúleg-
ustu uppátækjum. Fjölskyldu
hans sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Tómasar Magnúsar Tómas-
sonar.
Jón Þorsteinn Gunnarsson.
Tommi er fallinn frá allt of
snemma, einn skemmtilegasti og
drenglyndasti maður sem ég hef
kynnst. Samskipti okkar hófust
árið 1977 þegar hann aðstoðaði
Vilhjálm Vilhjálmsson við að
vinna gömlu lögin sín í Hljóðrita.
Vilhjálmur var staðráðinn í að
gefa lögin sín út aftur í meiri
gæðum en áður. Þessari vinnu
lauk aldrei því Vilhjálmur lést
áður en honum vannst tími til að
syngja lögin á nýjan leik. Næstu
árin stjórnaði Tommi upptökum
og spilaði inn á nokkrar plötur
sem ég gaf út og samskipti okk-
ar urðu enn meiri 1986 þegar
Skífan gerði dreifingarsamning
og síðan útgáfusamning við
Stuðmenn. Tommi var lykil-
maður, bæði sem bassaleikari og
hljóðupptökumaður, og átti stór-
an þátt í því hvernig plötur
Stuðmanna hljómuðu.
Á þessum tíma tókst góður
vinskapur með okkur sem hélst
alla tíð. Tommi vann mikið í
Stúdíó Sýrlandi og var mjög vel
að sér í öllu sem sneri að stúdíó-
vinnu. Hann kom að gerð
óvenjumargra hljómplatna í
gegnum tíðina sem bassaleikari,
forritari, hljómborðsleikari,
upptökumaður og upptökustjóri.
Verk hans á þessu sviði liggja
víðar en marga grunar. Tommi
var ætíð mjög traustur, það
stóðst allt sem hann tók að sér
og það var aldrei á honum að
skilja að eitthvað vefðist fyrir
honum. Hann leysti þau mál sem
upp komu án þess að mikið bæri
á.
Tommi var landsfrægur tón-
listarmaður en tranaði sér aldrei
fram og leið best sem hluti af
stærri heild. Hann var feiminn
að eðlisfari og hæglátur og hélt
sig til hlés, en átti það líka til að
vera hrókur alls fagnaðar í
góðra vina hópi. Hann var ótrú-
lega orðheppinn og sá jafnan
skemmtilegar hliðar á öllum
málum. Hann átti létt með að
koma þeirri sýn á framfæri á
góðlátlegan og lifandi hátt. Þeg-
ar Tommi sagði einhverja sögu
úr bransanum lögðu allir við
hlustir. Hann sagði þannig frá
að atvik sem maður hafði jafnvel
sjálfur upplifað varð ljóslifandi
og virkaði svo miklu skemmti-
legra þegar hann sagði frá því
sem gerst hafði. Aldrei heyrði
ég hann hallmæla neinum, frek-
ar lagði hann eitthvað gott til
málanna og fann hið góða í fari
allra.
Tommi var einstaklega
traustur og gott að umgangast
hann. Hann var ákaflega mús-
íkalskur og það skilaði sér í öllu
sem hann gerði. Ég hitti hann
stundum á Bítlabarnum Obladí
Obblada, þar sem hann starfaði
um tíma. Þar voru allar helstu
hetjur bæjarins samankomnar
og Tommi eins og kóngur í ríki
sínu. Þetta voru ógleymanlegar
stundir. Tommi kom stundum
fram hjá Katrínu dóttur minni á
Dillon og spilaði líka í garðveislu
hjá mér fyrir ekki svo löngu.
Það var frábær stund sem
gleymist ekki. Það er sárt að
þurfa að sjá á eftir svona góðum
og traustum félaga, en minning
hans mun lifa. Far í friði, vinur.
Jón Ólafsson.
Hvað skal segja? Það er hægt
að segja svo margt, en svo er
líka hægt að hugsa og minnast
hans Tómasar Emm sem hefur
verið svo góður vinur og félagi í
tæpa hálfa öld. Ég sá hann fyrst
þar sem hann fór fyrir hljóm-
sveitinni Amor, syngjandi bassa-
leikari sem kunni að auki að
fnæsa í klarínett eins og Sören-
sen rakari. Litlu síðar birtist
Tommi svo í stofu 17 í MH,
munstraður til að sinna lágtíðni-
sviði tónlistar í uppfærslu nem-
endafélagsins á leikritinu Ásu
krypplingi. Fyrsta sagan sem ég
heyrði Tómas segja var af því
þegar hann forðaði Karli Th.
Runólfssyni, tónskáldi og stjórn-
anda Lúðrasveitar drengja, frá
því að detta ofan af þaki Há-
teigskirkju í miðju taktslagi.
Síðar urðu sögur Tómasar
frænda óteljandi.
Nú hefur hann kvatt þessa
vora vídd löngu áður en dans-
leiknum á að vera lokið. Ég hef
aldrei hitt nokkra lifandi mann-
eskju sem gat fundið Tómasi
neitt til foráttu sem heitið gat.
Reyndar var hann stundum
seinn á æfingar framan af en
söðlaði svo um og varð stundvís-
ari en sjálf Alheimsklukkan.
Meistari orðaleikjanna hafði
skírteini upp á það að snúa
snilldarlega upp á tungumálið
oft á dag og á kvöldin líka.
Minnugur umfram hið eðlilega
mátti fletta upp í honum um allt
sem hann lumaði á þegar aðrir
gerðust gleymnir og áttavilltir.
Og svo lifði hann lífinu ákkurat
eins hann ákvað sjálfur, svo
dásamlega sérvitur og stefnu-
fastur um margt. Ég hef alltaf
skynjað hann sem leiftrandi
greindan og ef á bjátaði hafði
hann skilning og gæsku til að
veita af.
Virtúósinn Tómas Emm verð-
ur seint oflofaður, en líkt og ein-
hver allt annar maður sagði ein-
hvern tímann: „Þrátt fyrir galla
mína er ég samt ekki gallalaus.“
Valgeir Guðjónsson.
✝ Þorleifur Kjart-an Kristmunds-
son fæddist 13.
mars 1952. Hann
lést 25. janúar 2018.
Foreldrar hans
voru Kristmundur
Sverrir Krist-
mundsson, f. 28.8.
1928, d. 8.4. 1971,
og Sveinbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 8.7.
1931, d. 24.6. 2013,
þau skildu.
Þorleifur ólst upp á Ísafirði frá
unga aldri hjá hjónunum Þor-
steini Einarssyni, f. 1910, d. 1996,
og Soffíu Löve, f. 1907, d. 1999.
Sonur þeirra og fósturbróðir
feðra: Steinunn Þorsteinsdóttir, f.
1956, Birgir Kristmundsson, f.
1957. Sigurbjörg Kristmunds-
dóttir, f. 1959, Hjörtur Krist-
mundsson, f. 1960, Hrefna Guðný
Kristmundsdóttir, f. 1966. Stjúp-
systir: Sigrún Ragnarsdóttir, f.
1955. Eftirlifandi eiginkona Þor-
leifs er Svanhildur Ólafsdóttir, f.
1.2. 1961. Sonur þeirra er Krist-
mundur Sverrir, f. 27.6. 1995,
sambýliskona hans er Laufey
Inga Sverrisdóttir, f. 19.6. 1993,
sonur þeirra er Þorleifur Kjartan,
f. 13.10. 2017.
Þorleifur vann hjá fóstra sínum
í Félagsbakaríinu á Ísafirði, einn-
ig stundaði hann sjómennsku þar
til 1977 er hann varð fyrir slysi og
flutti suður til Reykjavíkur. Vann
hann síðan hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, sem síðar varð
Orkuveitan, til dánardags.
Útför Þorleifs fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 2. febrúar
2018, klukkan 13.
Þorleifs er Einar
Þorsteinsson.
Seinni eiginkona
Kristmundar var
Sigríður Hjartar-
dóttir, f. 29.3. 1937,
d. 5.8. 1993.
Seinni eigin-
maður Sveinbjargar
var Gunnar Guðni
Sigurðsson, f. 1.1.
1928, d. 17.12. 2007.
Systkini Þorleifs
eru (albróðir) Sveinbjörn Þór
Kristmundsson, f. 1951, d. 2003
(sammæðra), Einar Páll Gunn-
arsson, f. 1955, Sigurður Arnar
Gunnarsson, f. 1959, Anna Þórdís
Gunnarsdóttir, f. 1963. Sam-
Elsku pabbi, þú hefur alltaf
verið mér við hlið í gegnum súrt
og sætt. Við gátum blaðrað sam-
an tímunum saman um allt og
ekkert, en oftar en ekki um fót-
bolta og bíla. Þú kenndir mér að
horfa öðrum augum á heiminn,
sama hversu dimmir tímarnir
voru, mundu alltaf að horfa á
góðu hliðarnar á öllu, jákvæðari
mann en þig hef ég ekki hitt.
Ég hugsa oft um þegar þú
komst til mín í draumi, hraustur
og ungur, loksins frjáls úr veika
líkamanum.
Burt frá öllum fjötrum farin
frjáls um nýja götu ferð.
Ljúfum geislum ljóssins varin
ljóma drottins vinur berð.
(Guðmundur Hagalín)
Þú trúðir alltaf á mig og studd-
ir við bakið á mér sama hvað.
„Pabbi, ég er að spá í að hætta í
skóla og taka lán fyrir drauma-
bílnum.“ Ef það er það sem þú
vilt, sonur sæll. Betri pabba gæti
ég ekki beðið um og vona ég að ég
geti fetað í þín fótspor í föður-
hlutverkinu.
Mér fannst það alveg ómetan-
legt að sjá hvað þú varst stoltur
af honum nafna þínum og fá að
sjá hvað þessi gjöf var þér dýr-
mæt.
Það var alltaf svo stutt í brosið,
jafnvel á erfiðustu dögum þá
þurfti ég ekki annað en að brosa
til þín og þú brostir alltaf jafnt
breitt til baka.
En núna kveð ég þig, pabbi
minn, vitandi að einn daginn hitt-
umst við aftur hraustir og ungir,
takk fyrir allt.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Elska þig, pabbi minn. Ég skal
fara varlega.
Kristmundur Sverrir
Þorleifsson.
Elsku Daddi frændi (eins og
ég kallaði þig alltaf), nú þegar þú
hefur skilið við þetta jarðlíf er
mikið gat í tilveru okkar allra.
Það er svo sárt að kveðja jafn
yndislegan mann eins og þig, þú
varst einstakur.
En við erum þess fullviss að nú
ertu á góðum stað hjá himnaföð-
urnum.
Veit ekki hvar ég á að byrja
þegar ég lít um öxl og hugsa um
allar góðu stundirnar sem við átt-
um með þér, þær eru margar.
Alltaf voruð þið Svana tilbúin
að leyfa okkur að koma með í all-
ar sumarbústaðarferðirnar sem
voru ófáar á mínum yngri árum,
þær eru ógleymanlegar. Ófáar
voru stundirnar þegar þið áttuð
heima niðri á Sléttuvegi, sem við
sátum í tölvunni og spiluðum
manager-fótboltaleikina, alltaf
áttirðu tíma fyrir okkur þegar
maður kom í heimsókn.
Ég á eftir að sakna allra stund-
anna sem við hittumst og rædd-
um um fótboltann sem var þér
svo kær og öll símtölin eftir leiki í
ensku deildinni, og bara spjalla
við þig um daginn og veginn sem
var svo gaman.
Efst er mér í huga hversu já-
kvæður þú varst alltaf, elsku
Daddi, og hugsaðir alltaf vel til
allra, þú kenndir mér svo margt
og er ég svo miklu ríkari í hjart-
anu að hafa fengið að kynnast
þér.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
Þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þú munt alltaf eiga stóran stað
í hjarta okkar, elsku Daddi.
Jóhann (Kiddi)
og Guðrún (Gugga).
Samstarfsmaður og vinur til
margra ára er fallinn frá langt
fyrir aldur fram. Ég er þakklátur
fyrir kynni mín af þessum æðru-
lausa mannvini.
Maður átti sér bandamann í
Dadda í öllum okkar sameigin-
legu slagsmálum fyrir mannrétt-
indum allra.
Hann dró þó strikið við sam-
stöðu þegar kom að Enska bolt-
anum. Arsenal átti hjarta hans og
ekki laust við að hann vorkenndi
mér fyrir að halda með Chelsea.
En vináttan var gegnheil þó við
teldum hvor annan fatlaðan fyrir
að halda með „röngu“ liði í
Enska.
Minning um ljúfan dreng lifir
og fyllir tómið sem hann skilur
eftir sig. Megi allir góðir vættir
styrkja Svönu og fjölskylduna
alla í þeirri sorg sem nú bankar á
dyr.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Guðjón og Halla.
Elsku Daddi okkar, þó þú sért
ekki lengur í lífi okkar þá munt
þú ávallt lifa í hjarta okkar, ynd-
islegri og jákvæðari mann er ekki
hægt að finna. Alltaf tókuð þið
Svana á móti mér opnum örmum
og voruð alltaf til staðar fyrir
mig. Við áttum okkar skemmti-
legu stundir við að horfa á fóbolt-
ann. Þín verður sárt saknað,
elsku Daddi.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/Gísli á Upp-
sölum)
Ólafur Kristján Jóhannsson,
Lára Magnúsdóttir.
Sorgin þegar einhver sem okk-
ur þykir vænt um er tekinn frá
okkur er mikil.
Þetta höfum við því miður
þurft að reyna núna þegar Daddi
er fallinn frá, alltof snemma.
Margar góðar minningar fara í
gegnum hugann. Allar sólar-
landaferðirnar sem við fjölskyld-
urnar fórum saman. Áttum við
þar yndislegar stundir. Var þá oft
glatt á hjalla er Daddi sagði góð-
ar sögur að vestan.
Ósjaldan hittumst við í Breiðu-
vík þar sem grillaður var silungur
sem hafði verið veiddur.
Einnig má ekki gleyma Euro-
vision-kvöldunum og þorrablót-
unum.
Ísafjörður var Dadda mjög
hugleikinn, enda ólst hann þar
upp.
Árið 1977 varð sá atburður að
hann lenti í bílslysi og lamaðist.
Aldrei höfum við heyrt hann vor-
kenna sér yfir þeim örlögum.
Slíkt æðruleysi er fágætt.
Kærleikurinn og staðfestan
sem hann sýndi er okkur sem eft-
ir lifum umhugsunarefni.
Elsku Svana, Kristmundur,
Laufey, Þorleifur Kjartan og aðr-
ir ættingjar. Megi Guð gefa ykk-
ur æðruleysi til að takast á við
sorgina á þessum erfiðu tímum.
Á okkur sækja bjartar og hlýj-
ar minningar um góðan dreng.
Við kveðjum Dadda og þökkum
honum samfylgdina.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir.
Og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Einar og Anna Guðný.
Í faðmi fjalla blárra
þar freyðir aldan köld.
Í sölum hamra hárra
á Huldan góða völd.
Er lætur blysin blika
um bládimm klettaskörð,
er kvöldsins geislar kvika
og kyssa Ísafjörð.
Hún bendir drós og drengjum
á dagsins tignarbrá.
Og lög frá stilltum strengjum
þá stíga skær og há,
Hún kveður kraft í alla,
hún kyndir andans bál.
Þau hvetja, hrífa, kalla,
þau háu Bjarkamál.
Við arineld þinn stöndum
vér, unga tímans dís,
með lyftum hug og höndum,
á himin dagur rís.
Vér bindumst traustum tengslum,
að tryggja hér vort ból,
í djúpum dala þrengslum,
þótt dragi fyrir sól!
(Guðmundur Guðmundsson)
Elsku Svana, Kristmundur og
fjölskylda, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar og annarra að-
standenda.
Blessuð sé minning hans og
megi hann hvíla í friði.
Alda Garðarsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Daddi okkar, við fráfall
þitt hlaðast upp minningar lið-
inna ára en þagar maður sest nið-
ur við skrif er erfitt að koma þeim
á blað.
Efst í huganum er hversu já-
kvæður þú ávallt varst og hvað
yndislegt var að fá að vera með
ykkur þegar barnabarnið ykkar
Svönu fékk nafnið sitt og þú
nafna.
Fráfall þitt skilur eftir stórt
tómarúm í lífi okkar allra, sem
erfitt verður að fylla.
Hversvegna er leiknum lokið ?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Við kveðjum þig með söknuð í
hjarta og látum minningarnar
ylja okkur um ókomna framtíð.
Ólöf, Grétar og fjölskylda.
Þorleifur Kjartan
Kristmundsson
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson