Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
✝ Björn H. Ei-ríksson bókaút-
gefandi fæddist 2.
apríl 1948 á Arnar-
felli í Eyjafjarðar-
sveit. Hann lést 23.
janúar 2018 á
líknardeild Land-
spítalans.
Foreldrar hans
voru Eiríkur I.
Björnsson, bóndi
og oddviti, f. 18.11.
1923 á Tjarnarkoti í Austur-
Landeyjum, d. 22.12. 2001, og
Klara Jónsdóttir, húsfreyja, f.
30.9. 1924 á Arnarstöðum í
Eyjafirði, d. 17.8. 2006.
Björn var næstelstur sex
systkina, þau eru: Heiðbjört, f.
18.10. 1945, Jón Hreinn, f. 1.7.
1949, Örnólfur, f. 7.8. 1953,
Ófeigur Sturla, f. 2.12. 1958, og
Leifur, f. 9.4. 1964.
Björn kvæntist 1971 Stein-
unni Klöru Guðjónsdóttur. Þau
skildu. Þau eignuðust tvær dæt-
ur: 1) Birnu Klöru, f. 28.7. 1974,
m. Þorgrímur Jónsson, f. 29.5.
1976, dætur þeirra eru Katrín
Klara, f. 6.1. 2004, og Brynhild-
ur Björg, f. 3.11. 2009. 2) Heið-
dís, f. 17.3. 1980, m. Þorvaldur
Gísli Kristinsson, f. 16.3. 1973,
synir þeirra eru Dagur Jarl, f.
11.5. 2003, og Heiðar Logi, f.
Iðnskólann á Akureyri 1965,
lauk sveinsprófi 1970 og meist-
araprófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1974. Að loknu
sveinsprófi starfaði Björn sem
prentari hjá POB á Akureyri.
Starfaði í prentsmiðjunni Viðey
í Reykjavík frá 1971 þar til hann
keypti í félagi við aðra prent-
smiðju Björns Jónssonar og
bókaútgáfuna Skjaldborg á
Akureyri 1975, sem voru reknar
saman. Um tíma rak hann Bóka-
verslunina Eddu á Akureyri.
Björn flutti ásamt fjölskyldu
sinni til Reykjavíkur 1986 og
starfsemi Skjaldborgar með
honum, en þá hafði hann keypt
hlut viðskiptafélaga sinna.
Björn var umsvifamikill út-
gefandi á starfsferlinum, sem
hann sinnti af elju og hugsjón
allt til dauðadags. Hann gaf út
minnisstæð ritverk og lagði
áherslu á útgáfu vandaðra rit-
verka og fræðibóka fyrir börn.
Björn sat í stjórn Félags ís-
lenskra bókaútgefenda í yfir 20
ár og lét að sér kveða í ýmsum
baráttumálum félagsins. Hann
var nýverið gerður að heiðurs-
félaga og um leið þökkuð ómet-
anleg störf í þágu félagsins.
Björn gerðist félagi í Oddfellow-
reglunni 1983, stúku nr. 15,
Freyju, á Akureyri. Hann var
stofnfélagi stúku nr. 20, Bald-
urs, í Reykjavík og gegndi trún-
aðarstörfum fyrir hana.
Útför Björns fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag,
2. febrúar 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
24.8. 2005. Sonur
Steinunnar og fóst-
ursonur Björns er
Heiðar Ingi Svans-
son, f. 18.1. 1968,
m. Aðalbjörg Stef-
anía Helgadóttir, f.
28.6. 1972, dætur
þeirra eru Birta
Björg, f. 17.1. 2000,
og Arna Dís, f. 26.9.
2001. Börn Aðal-
bjargar og fóstur-
börn Heiðars eru Daníel Máni, f.
16.11. 1992, m. Birna María, f.
28.2. 1990, Sóley Ylja, f. 8.2.
1996, og Unnur Blær, f. 8.2.
1996. Dóttir Heiðars er Stein-
unn Lilja, f. 17.10. 1986, m. Þor-
steinn Loftsson, f. 19.7. 1981,
synir þeirra eru Loftur, f. 12.3.
2014, og Víglundur, f. 12.5.
2015. Sambýliskona Björns er
Nína Stefnisdóttir, f. 27.10.
1946. Börn hennar eru Stefnir
Þór, f. 16.5. 1963, Styrmir
Freyr, f. 27.4. 1971, Selma Krist-
ín, f. 14.8. 1972, og Regína, f.
2.12. 1975.
Björn ólst upp í Arnarfelli og
stundaði barnaskólanám á Sól-
garði í Eyjafirði. Hann fór í Al-
þýðuskólann á Eiðum ásamt
Jóni bróður sínum, hvaðan þeir
bræður luku gagnfræðaprófi.
Björn hóf nám í prentiðn við
Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er
stund
sem kveið ég svo fyrir að lifa.
En þú ert nú horfinn á feðranna fund
með fögnuði tekið á himneskri grund.
Í söknuði sit ég og skrifa.
Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð
og gæska úr hjartanu sprottin.
Mig langar að þakka þér farsæla ferð
með friðsælli gleði ég kveðja þig verð.
Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn.
(Birgitta H. Halldórsdóttir)
Björn Eiríksson, Björn frá
Arnarfelli, Bjössi í Skjaldborg, var
fjölhæfur og merkilegur maður
fyrir margra hluta sakir en fyrir
mér var hann merkilegastur fyrir
það að vera pabbi minn.
Í mínum huga var pabbi maður-
inn sem gat nánast allt. Hann var
með eindæmum handlaginn, út-
sjónarsamur og umfram allt elju-
samur og duglegur. Þegar pabbi
var ekki við vinnu í bókaútgáfunni
þá var hann alltaf að gera eitthvað
því hann kunni illa að sitja kyrr og
slappa af. Hann fann sér alltaf
eitthvað til að smíða, breyta,
byggja við eða endurnýja. Þegar
verkin urðu of stór eða flókin fyrir
hann einan kallaði hann til félaga
og frændur sér til aðstoðar. Helst
var það þegar kom að vinnu við
rafmagn en honum var meinilla
við að fikta mikið í því, a.m.k.
aleinn.
Það var því ekki ónýtt fyrir mig
rúmlega tvítuga stelpuna að eiga
svona fjölhæfan og frábæran
pabba þegar kom að því að flytja
að heiman.
Pabbi var fljótur að skjóta nið-
ur þá hugmynd mína að finna mér
íbúð til leigu, eina vitið í hans huga
var að kaupa. Eftir fremur stutta
leit fann pabbi hálfónýta íbúð í
miðbænum sem fékkst á mjög
góðu verði. Mér leist nú ekkert
sérstaklega vel á hana í fyrstu en
pabbi sá fyrir sér allar þær breyt-
ingar sem hægt væri að fram-
kvæma á tiltölulega einfaldan og
ódýran hátt til að gera þetta að fal-
legu heimili. Við eyddum svo heilu
sumri í endurbætur og íbúðin varð
jafn falleg og pabbi hafði sannfært
mig um nokkrum mánuðum fyrr.
Svona var pabbi, tækifærin
voru alls staðar og ekkert var
ógerlegt.
Það er því svo sárt að sitja núna
og hugsa til þess að fá ekki fleiri
tækifæri til að hitta, spjalla og
bardúsa eitthvað með elsku
pabba.
Birna Klara.
Elsku pabbi.
Hvað á maður að segja á svona
stundu? Þegar ég er eitthvað ráð-
villt, veit ekki hvað ég á að gera
eða hvar ég á að byrja, þá hringi
ég í þig. Þú náðir með einstakri
lagni að fá mig til að taka til í hug-
anum, róa mig niður og hefja
verkefnið. Ég er búin að taka upp
símann nokkrum sinnum síðustu
daga til að hringja í þig, ég veit
nefnilega ekki alveg hvernig ég á
að takast á við þetta allt saman.
Ég man þegar ég var að velta
því fyrir mér að byrja í háskólan-
um þá voru viðbrögðin frá fólki
yfirleitt á þá leið að þetta væri nú
allt of mikið með fullri vinnu og
fjölskyldu en þegar ég bar þessa
hugmynd mína upp við þig þá stóð
nú ekki á hvatningunni en þín svör
voru: já, af hverju ekki, auðvitað,
þú getur það nú auðveldlega. Þú
varst stuðningsmaður minn nr. 1
og ég fann mjög sterkt hvað þú
varst stoltur af mér og hafðir óbil-
andi trú á mér. Ég var líka fljót að
taka upp símtólið og hringja í þig
ef mig vantaði hvatningu á anna-
sömum tímum.
Þegar við Gísli þurftum að ráð-
ast í verkefni eins og að gera upp
baðherbergi, brjóta niður veggi
eða skipta um gólfefni varst þú
alltaf fyrstur á staðinn og tilbúinn.
Þú leiðbeindir okkur með verkin
og einnig tókstu til hendinni og
gafst þeim yngri ekkert eftir.
Litlu verkefnin eins og að draga
bíl eða koma og drepa óboðinn
geitung, já, pabbi, það var alltaf
hægt að treysta á þig. Þér fannst
heldur ekki mikið mál að halda
skírnarveislu fyrir Dag Jarl,
skírnin og veislan varð enn fallegri
haldin heima hjá þér.
Þú áttir erfitt með að skamma
okkur systur fyrir prakkarastrik-
in og uppátækin okkar því þér
þótti þau oftast fyndin og sniðug,
því þannig varst þú, sást það
fyndna í öllu og alltaf stutt í
hláturinn. Mér er sérstaklega
minnisstætt þegar við fjölskyldan
vorum á ferðalagi á Austurlandi
og þú fórst með vísu fyrir mömmu
í bílnum sem ég svo apaði upp eftir
þér. Mamma var ekki eins ánægð
með það og þú, þar sem vísan var
ansi klúr og alls ekki viðeigandi að
fjögra ára gamalt barn færi með
svona vísu. Þú hlóst að þessu
uppátæki svo að sjálfsögðu hélt ég
áfram og fór með vísuna fyrir alla
þá sem urðu á vegi okkar í ferð-
inni. Vísuna kann ég enn þó svo ég
fari ekki með hana hér.
Þú tókst afahlutverkið mjög al-
varlega enda varstu sá allra besti
og hlutverkið fór þér vel. Ég er
þakklát fyrir það samband sem þú
áttir við strákana mína, Dag Jarl
og Heiðar Loga, og sakna þeir þín
sárt.
Við þurfum að venjast því að
hafa þig ekki hjá okkur, fara og
taka til í garðinum hjá þér, hjálpa
þér með bækurnar eða bara koma
í kaffi til þín og Nínu. Það er erfitt
að horfa á eftir þér, elsku pabbi
minn. Minningin um frábæran
pabba mun ylja mér og hlýja.
Ég mun halda áfram að segja
strákunum mínum skemmtilegar
sögur af þér og okkur og halda
minningunni um þig lifandi.
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Heiðdís.
Mér er efst í huga þakklæti fyr-
ir það eitt að fá að kynnast þér og
ekki síst fyrir að drengirnir okkar
fengu þennan tíma með þér þó
alltof skammur hafi hann verið.
Hjálpsemi er eitthvað sem
kemur strax upp í hugann um leið
og ég byrja að rita þessi orð til þín
þar sem þú varst alltaf fyrstur á
staðinn ef okkur vantaði hjálp með
eitthvað.
Það lýsir þér ansi vel að þegar
við Heiðdís keyptum okkar fyrstu
íbúð saman varst þú mættur með
Ófeigi bróður þínum samstundis
með nýja baðinnréttingu og var
henni snarað upp á núll einni á
meðan ég stóð hjá og hlustaði á
ykkur tala saman á einhverju
tungumáli sem ég ekki skil enn í
dag. Einhverskonar sambland af
norðlensku og muldri ofan í
bringuna svo enginn heyrir hvað
sagt er nema þið bræður. Einnig
þegar klóakið fór í Lyngbrekk-
unni, þá varst þú ekki lengi á stað-
inn, grafa þetta upp og kippa í lið-
inn og það berhentur með
vínarbrauð í annarri og skóflu í
hinni.
Drengirnir okkar missa svo
mikið þar sem þú varst með ein-
dæmum barngóður og hændust
þeir mjög að þér.
Ekki gat ég beðið um betri
tengdapabba en þig.
Þinn tengdasonur,
Gísli.
Þegar við sáumst fyrst sastu
inni í stofu, fylgdist með fréttum
og beiðst eftir kvöldverðinum sem
dætur þínar höfðu útbúið. Tilefnið
var að kynna tilvonandi tengda-
dótturina, þriggja barna ein-
stæðu, ungu móðurina frá Akur-
eyri, sem var vægast sagt kvíðin
heimsókninni og vildi standa undir
væntingum sem ég hafði samt
ekki hugmynd um hverjar væru.
Þetta var haustið 1998 og dæturn-
ar höfðu ákveðið að bjóða upp á
frekar nýstárlegan rétt; taco ætt-
að frá Mexíkó. Þetta fannst þér nú
heldur ómerkilegur matur og ég
vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið
þegar þú lést stór orð falla yfir
þessu óæti. Fólkið þitt lét orðin
þín sem vind um eyru þjóta, vissi
enda alveg að það þýddi ekkert að
bjóða þér annað en vel steikt kjöt
og íslenskan mat. Ég hef oft hugs-
að um þetta síðar því það sem stóð
upp úr heimsókninni var ekki við-
horf þitt gagnvart matnum, held-
ur frekar viðhorf þitt gagnvart líf-
inu - sem þú komst á framfæri til
mín þrátt fyrir að fara kannski
ekki alveg mettur frá borði. Þú
naust þess að vera til, að gefa af
þér, skapa og byggja upp. Þú sást
möguleika, þar sem aðrir sáu
ómöguleika og komst auga á
lausnir sem voru öðrum huldar.
Þú varst duglegur, þrjóskur, með
sterkar skoðanir, réttsýnn og
elskaðir fjölskylduna þína umfram
allt.
Þú varst sá sem ekki aðeins
kveiktir með Heiðari mínum
ástríðu fyrir bókaútgáfu, heldur
varst þú sá sem studdir hann aftur
í ljósið þegar myrkrið var að kæfa
hann.
Ég veit að þú hefðir vilja fá
meiri tíma með fólkinu þínu sem
var þér svo óendanlega mikils
virði og með Nínu þinni sem dró
fram það besta í þér. En sam-
kenndin, hlýjan, virðingin og kær-
leikurinn sem ég hef fundið frá
allskonar fólki síðastliðna daga
segja mér að þú gafst meira af þér
til miklu fleiri en þú gerir þér
grein fyrir. Svo eru sögurnar líka
svo margar, sem verða rifjaðar
upp á aðalfundum FÍBÚT, í fjöl-
skyldusamverum, afmælum og í
hjarta okkar allra sem vorum svo
lánsöm að þekkja þig.
Hjartans þakkir fyrir sam-
veruna elsku tengdapabbi, góða
ferð og Guð geymi þig.
Aðalbjörg Stefanía
Helgadóttir.
Það var ákaflega fallegur dagur
þann 23. janúar síðastliðinn í
Kópavoginum, heiðskírt, sjaldséð
sól og út um gluggann blasti við
Súlunesið fyrir augum. Eins og
það hefði rofað til á himninum og,
já, hvíta ógeðið, eins og snjórinn
var stundum nefndur, meira að
segja á undanhaldi. Himnastiginn
tilbúinn. En þrátt fyrir það var
þessi dagur mikill sorgardagur.
Þennan dag féll frá Björn Eiríks-
son, eða Bjössi, eins og maður var
nú vanur að kalla hann, tengda-
pabbi minn og vinur, langt á und-
an áætlun ef svo má segja.
Það var honum án efa að þakka
að við Birna tókum saman á sínum
tíma, á þeim annars örlagaríka
degi hafði afi Eiríkur fallið frá en
Bjössi hvatti Birnu engu að síður
til þess að fara út á lífið og reyna
að skemmta sér þrátt fyrir atburði
dagsins. Þetta kvöld kynntumst
við Birna. Mér var vel tekið og
stuttu síðar var mér síðan boðið til
veislu þar sem á boðstólum var að
sjálfsögðu saltað hrossakjöt og vel
sæt kartöflumús, hvað annað.
Bjössi var ávallt reiðubúinn að
rétta hjálparhönd við hvað sem er
enda með eindæmum handlaginn,
lausnamiðaður og ráðagóður. Með
aðstoð við íbúðarflutninga og til-
heyrandi standsetningu á íbúðum
var ávallt hægt að leita til hans
með nánast hvað sem er. Og held
ég að eitt af því allra minnisstæð-
asta sé sennilega þegar Bjössi
lagði með mér parkett á alla íbúð-
ina, á „einari“, oft svo gjörsamlega
búinn á því en lét aldrei kvart eða
kvein í ljós, þurfti bara smá hvíld
annað slagið og svo aftur í gang
með verkið. Maður lærði fljótt að
lesa í svipbrigðin og varð að passa
sig á því að „senda“ kallinn heim
svo ekki yrði gengið algjörlega frá
sér og mér.
Stelpurnar okkar Birnu, þær
Katrín og Brynhildur, nutu þess
ávallt að koma í Efstasundið og
svo síðar í Súlunesið til afa Bjössa
og Nínu, ekki skemmdi fyrir að afi
Bjössi væri nú sá sem gæfi út
Depils-bækurnar góðu og fullt af
öðrum frábærum barnabókum
sem voru þaullesnar og skoðaðar,
nánast upp til agna. Þær voru líka
ófáar ferðirnar sem farnar voru í
sumarbústaðinn í Borgarfirðin-
um, algjör vin sem Bjössi og Nína
bjuggu sér, og okkur, og var auð-
sótt að fá lánað. Sennilega með því
skemmtilegasta sem Katrín og
Brynhildur gerðu var að busla í
heita pottinum og jafnvel næla sér
í eins og einn frostpinna.
Þrjóskari mann, og hef ég
kynnst þeim nokkrum, er erfitt að
finna. En ég hafði nú oftast nær
bara gaman af því. Að ræða við
Bjössa um pólitík var eitthvað sem
ég lét því bara eiga sig. Maður
vissi að það væri hvort eð er nán-
ast ekkert hægt að segja sem gæti
fengið hann til þess að skipta um
skoðun, en þó svo að við deildum
ekki pólitískum skoðunum þá var
það aðdáunarvert hvað Bjössi stóð
alltaf fastur á sínu, en ávallt rétt-
sýnn, sanngjarn og trúr sínu og
sínum.
Það er margs að minnast og
margt sem flýgur í gegnum koll-
inn þessa daga en með þessum
orðum, sem hefðu frekar mátt
falla á sjötugsafmæli þínu 2. apríl
næstkomandi að þér viðstöddum,
vil ég þakka þér fyrir okkar góðu
en þó of stuttu kynni sem við átt-
um.
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Þorgrímur Jónsson.
Elsku Bjössi minn.
Ég viðurkenni fúslega að ég er
hreinlega ekki búinn að átta mig á
því að þú sért farinn og komir ekki
aftur. Ég man hreinlega ekki eftir
tilverunni öðruvísi en með þig
þarna einhvers staðar nálægan.
En þetta var ekki alltaf auðvelt
hjá okkur enda við svona eins og
hvor sín hliðin á mannlegri tilveru.
Þú svona mikill dugnaðarforkur
og handlaginn verkmaður en ég
algjör andstæða þess.
En mikið er ég nú þakklátur
þér fyrir allt sem við áttum saman
og allar minningarnar sem á síð-
ustu dögum hafa orðið mér verð-
mætari og kærari en ég hafði áður
gert mér grein fyrir. Sem betur
fer gat ég þakkað þér fyrir þetta
allt saman í eigin persónu, enda
hafa samskipti okkar síðustu ár
einkennst af gagnkvæmri virð-
ingu og trausti.
Ég var ansi ungur þegar ég fór
að vinna hjá þér í prentsmiðjunni
og útgáfunni fyrir norðan fyrir jól-
in. Ég man eftir mér að rúna
bindi, handgylla á kili, bera pappír
á milli hæða og svo afgreiða bæk-
ur í litlu forlagsbúðinni í kjallaran-
um á Skjaldborgarhúsinu. Þvílík-
ur hamagangur og stemning sem
oft var hjá okkur í þessu ati. Þú
lagðir línuna þannig að hver jóla-
bókavertíð var eins og verið væri
að róa lífróður í brjálaðri brælu.
Það varð að afgreiða pantanirnar
strax og koma þeim í búðir, ann-
ars gæti mögulega tapast sala. Þú
lagðir nú líka oft verulega mikið
undir í þessari útgáfustarfsemi og
tefldir djarft enda afar stórhuga
og metnaðarfullur.
Þú kveiktir í mér ungum brenn-
andi áhuga á bókaútgáfu sem er sá
starfsvettvangur sem ég hef helg-
að langmestan hluta minnar
starfsævi. Og þú smitaðir mig líka
af þessari ástríðu sem maður
hreinlega verður að hafa til þess
að geta náð árangri í þessum
margslungna og oft erfiða bransa.
Þú varst svo kappsamur og
ástríðufullur í þessum rekstri að
það komst ekkert annað að. Þú
varst athafnamaður með risastóru
A-i!
Árin okkar saman að reka
Skjaldborg voru ekki alltaf auð-
veld enda reksturinn oft þungur
og skuldsettur. En eyfirski þráinn
þinn og baráttuviljinn fleytti
okkur í gegnum þetta. Líklega var
þessi tími eitt það besta og
árangursríkasta viðskiptafræði-
nám sem ég hef lagt stund á og er
þó með BS-gráðu í þeirri grein.
En mikið var þessi tími líka
skemmtilegur enda mynduðum
við afar gott teymi saman, jafn
ólíkir og við vorum. Og svo vorum
við líka með eindæmum heppnir
með starfsfólk, allt saman tómir
snillingar sem gaman var að vinna
með og umgangast. Með blöndu af
ákveðni, festu en líka mannlegri
hlýju og umhyggju laðaðir þú líka
að þér einstaklega gott fólk.
En núna ertu farinn, elsku
Bjössi minn, búinn að gefa út þína
síðustu bók sem kom út fyrir ný-
liðin jól. Og allir þessir lengdar-
metrar af bókmáli sem eftir þig
liggja á heimilum landsmanna
munu verða ódauðlegir minnis-
varðar um stórhuga sveitapilt að
norðan sem helgaði líf sitt ástríðu
sinni. Nafn þitt sem heiðursfélagi í
Félagi íslenskra bókaútgefenda
hefur svo fundið sér varanlegan
virðingarstað í sögu bókaútgáfu á
Íslandi.
Takk fyrir allt og það var ekki
svo lítið!
Þinn elskandi fóstursonur,
Heiðar Ingi.
Afi. Þegar ég frétti að elsku afi
Bjössi væri farinn brotnaði ég al-
gjörlega niður. Ég vildi ekki trúa
því. Hann var svo góður og
skemmtilegur og honum þótti svo
vænt um okkur barnabörnin og
okkur um hann.
Hann var alltaf frægur fyrir að
eiga fílakaramellur og alltaf þegar
ég fór til hans fékk ég eina eða
tvær. Svo hvernig hann kallaði
mig og Brynhildi skjóður. Afi var
líka alltaf til í knús og ég mun
sakna þess rosa að geta ekki feng-
ið heitt afaknús.
Sumarbústaðurinn hans afa er
ein uppáhaldssveitin mín. Ég finn
hlýju þegar ég fer þangað og bú-
staðurinn minnir mig á ógleyman-
lega ferð þar sem ég og Dagur
frændi fórum með afa og Nínu í
bústaðinn og við skemmtum okk-
ur konunglega.
Elsku afi. Ég sakna þín
óendanlega mikið og elska þig
ótrúlega. Ég mun aldrei gleyma
þér og heldur ekki öllum minning-
unum sem ég á um þig.
Katrín Klara.
Elsku afi.
Við bræður eigum margar góð-
ar minningar um þig, eins og t.d.
þegar við fórum á ættarmótið og
fengum að mála þig í framan og
skreyta þig með alls konar perlum
og skrauti. Þú varst alveg kyrr og
leyfðir okkur að hafa alveg frjáls-
ar hendur um þig.
Þú dekraðir alltaf við okkur og
fengum við alltaf eitthvað gott
þegar við komum í heimsókn, eins
og gult M&M og fílakaramellur en
þú áttir alltaf fullan skáp af því
þegar þú varst nýkominn heim frá
Kanarí.
Við fórum oft í garðinn þinn í
gamla húsinu þínu að tína rifsber
fyrir rifsberjasultu.
Eitt skipti þegar við fórum út í
búð að kaupa mjólk fyrir mömmu
þá hittum við þig í búðinni og þú
leyfðir okkur að sjálfsögðu að
kaupa nammi og þú keyptir risa-
stóran poka af hrískúlum handa
okkur.
Það var alltaf þægilegt og gott
að koma í heimsókn til þín og
skoða allar bækurnar.
Við munum sakna þín, elsku afi,
en við erum mjög þakklátir fyrir
þann tíma sem við áttum saman.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þínir afastrákar,
Dagur Jarl og Heiðar Logi.
Haustið 1986 kom ný stelpa í
bekkinn. Hún kom með fjölskyldu
sinni frá Akureyri. Stelpan varð
fljótt besta vinkona mín. En ég
kynntist ekki bara stelpunni held-
ur fjölskyldu hennar allri, þar á
meðal pabba hennar, Birni Eiríks-
Björn H.
Eiríksson