Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 » Það var hátíðleg stund íSmárabíói í gærkvöldi þeg- ar íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn var frum- sýnd að viðstöddu fjölmenni. Hún er þrívíddarteiknimynd í fullri lengd og næstdýrasta mynd íslenskrar kvikmynda- sögu en sú dýrasta er Þór – hetjur Valhallar. Hilmar Sig- urðsson og Gunnar Karlsson hjá fyrirtækinu GunHil standa að gerð myndarinnar og komu um 400 manns að henni, bæði hér á landi og í Belgíu. Söguna um ófleyga lóuungann Lóa, sem myndin fjallar um, skrif- aði Friðrik Erlingsson. Teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn var frumsýnd í gær Stund uppskerunnar Aðstandendur myndarinnar voru kátir að loknu góðu dagsverki. Kynslóðir Hera Guðríður Friðrika Margrét, afi hennar Friðrik Þór Friðriksson, Ari Kristinsson og Margrét María Pálsdóttir spókuðu sig. Faðir og börn Sindri Leon og Lena Mist nutu kvöldsins með pabba sínum, leikstjóranum Baldvin Z. Morgunblaðið/Eggert Forseti Íslands Duncan, Donni, Sæþór og Edda um- kringdu Guðna Th. Jóhannesson forseta, sem var þjóð- lega klæddur sem endranær. Heimspekingurinn Timothy Morton er gestur myndlistardeildar Lista- háskóla Íslands og Heimspeki- stofnunar Háskóla Íslands og af því tilefni verður í dag, 2. febrúar, haldið málþing í Safnahúsinu við Hverfisgötu, sem fram fer á ensku og verður Morton einn þeirra sem halda fyrirlestur. Málþingið hefst kl. 13.30 með kynningu Sigrúnar Hrólfsdóttur, deildarforseta mynd- listardeildar Listaháskóla Íslands, á Morton og að henni lokini flytur Morton fyrirlesturinn „You’re Not Making Ecological Art Yet“, eða „Þú ert ekki enn farin/n að gera vistfræðilega list“. Morton er heimspekingur og enskuprófessor við Rice-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er einn af upphafsmönnum heimspekistefn- unnar Object Oriented Ontology og hefur gefið úr fjölda bóka um heim- speki, umhverfismál, listir, mat og fleira og hafa kenningar hans vakið mikla athygli þvert á fræðasvið. Þá hefur hann einnig unnið með Björk, Ólafi Elíassyni og fleiri þekktum listamönnum. Að loknu erindi verð- ur gert hlé á málþinginu og kl. 14.50 hefjast pallborðsumræður með Morton, Oddnýju Eiri Ævars- dóttur rithöfundi, Birni Þorsteins- syni og Sigríði Þorgeirsdóttur, sem eru prófessorar í heimspeki við Há- skóla Íslands, og Ole Sandberg, doktorsnema í heimspeki við Há- skóla Íslands. Að umræðum loknum verður spurningum úr sal svarað. Málþing til heiðurs Morton í Safnahúsi Virtur Timothy Morton, heimspekingur og enskuprófessor við Rice-háskóla. Ný sýning verður opnuð í Listasafni Íslands í kvöld kl. 18 á Safnanótt og ber hún titilinn Korriró og dillidó en á henni má sjá þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Um sýninguna segir í tilkynningu að sá mynd- heimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson hafi skapað með verkum sínum sé sannkallaður töfraheimur. „Álfar, tröll og draugar, sem lif- að höfðu með óljósum hætti í hug- skoti þjóðarinnar í rökkri baðstof- unnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905,“ segir þar og að þjóðsagna- myndir Ásgríms hafi fengið góðan hljómgrunn og í blaðaskrifum um sýninguna megi lesa að menn fögn- uðu því að í fyrsta sinn hefði ís- lenskur listmálari tekist á við að túlka þjóðsögurnar. Sýningin Korriró og dillidó er sögð kærkomið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að kynnast þeim einstaka ævintýraheimi skraut- búinna álfa og ógnvekjandi trölla sem Ásgrímur Jónsson túlkaði af einlægni og ástríðu. Áhersla sé lögð á að virkja ímyndunarafl gesta og gefa þeim kost á að njóta þessa menningararfs sem um margt geti varpað ljósi á ótta, drauma og þrár genginna kynslóða og sambúð þeirra við ógnvekjandi náttúru landsins. Á sýningunni má sjá fjölmörg lykilverk úr safni þjóðsagnamynda sem Ásgrímur lét eftir sig, bæði olíu- og vatnslitamálverk auk fjöl- margra teikninga. Korriró og dillidó í Listasafni Íslands Ógnvekjandi „Nátttröllið á glugganum“ eftir Ásgrím Jónsson, málað 1950–55. Miðasala og nánari upplýsingar 5% Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 4, 6 Sýnd kl. 3.50, 6 Sýnd kl. 10.15Sýnd kl. 8Sýnd kl. 9 Sýnd kl. 5 ÓDÝRT Í BÍÓ TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS UM HELGINA. ATH! TILBOÐSSÝNINGAR ERU MERKTAR MEÐ RAUÐU. Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 16. febrúar Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 föstudaginn 9. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.