Morgunblaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Árið 2017 fóru alls 219 sjúklingar
með sjúkraflugi frá Reykjavík sem
er talsverð fjölgun frá árinu 2014
þegar þeir voru 98 talsins.
Reykjavík var sá staður þaðan
sem flestir sjúklingar fóru með
flugi í fyrra, þar á eftir kemur
Akureyri með 191 sjúklinga og síð-
an Egilsstaðir með 139 sjúklinga.
Björn Gunnarsson, læknir á
Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir já-
kvætt að sjúkraflugferðum frá höf-
uðborginni hafi fjölgað. „Það hefur
orðið þreföldun á flugi frá Land-
spítalanum og út á land,“ segir
Björn og nefnir sem dæmi að ef íbúi
á Akureyri fái þar hjartaáfall sé
hann fluttur suður í hjartaþræð-
ingu og fari síðan til síns heima með
næstu vél.
„Sjúklingur kemur mögulega
hingað frá Norðfirði og er langt
leiddur, jafnvel deyjandi. Það gæti
verið að hann færi bara með næstu
vél á Norðfjörð og fengi að liggja
banaleguna þar. Það er verið að
nota þetta meira markvisst en áður
og koma fólki á þann stað sem það á
betur heima á,“ segir Björn.
Spurður um helstu ástæður fyrir
auknum sjúkraflutningum segir
hann þær mismunandi eftir lands-
hlutum. Hann hafi nýverið rætt við
lækni á Höfn þar sem mikil fjölgun
hafi verið í sjúkraflutningum með
flugi. Fjölgun erlendra ferðamanna
hafi verið nefnd sem helsta ástæð-
an. „Það eru kannski fleiri þúsund
manns á hverjum degi í Skaftafelli.
Túrismi skýrir mjög líklega aukn-
inguna sums staðar en annars stað-
ar er erfitt að vita. Það hefur orðið
breyting á t.d fæðingarþjónustu og
hafa fæðingar m.a. algerlega lagst
af í Vestmannaeyjum. Dregið hefur
úr þjónustu á ákveðnum sviðum úti
á landi sem kallar þá á að fleiri eru
fluttir.“ Sjúkraflutningar frá Vest-
mannaeyjum hafa aukist úr 294
sjúklingum árið 2012 í 550 sjúklinga
árið 2017. Fólk með erlendar kenni-
tölur sem hlutfall af þeim sem nýttu
sjúkraflutning í fyrra var 5,3% af
heildarfjölda í sjúkraflutningum á
árinu sem er svipað hlutfall og árið
á undan. Sjúkraflug frá Akureyri
jókst um 74% á tímabilinu 2012 til
2017, 487 sjúklingar voru fluttir ár-
ið 2012 og þeir voru 849 í fyrra.
Setja þyrfti skýrari reglur
Björn segir nauðsynlegt að sett-
ar séu skýrari reglur hérlendis um
sjúkraflug. „Það má velta því upp
að það eru ekki skýr markmið með
sjúkraflugi. Þar sem ég þekki til er-
lendis eru skýrari útkallsreglur;
hverja á að flytja og hverja ekki.
Það er ýmislegt þannig sem þarf að
skerpa á hér,“ segir Björn en
ákvörðunin er nú í höndum lækna.
„Læknir biður um sjúkraflug þegar
hann telur þurfa á því halda. En að
segja að einhver notkun sé æskileg
eða óæskileg, þar þarf að hafa ein-
hver skilmerki í upphafi og þau
mættu kannski vera skýrari í dag“.
Sjúkraflutningar aukist gríðarlega
Flestar sjúkraflugferðir voru frá Reykjavík árið 2017 5,3% sjúklinga í sjúkraflutningum í fyrra höfðu
erlenda kennitölu Sjúklingum sem fluttir eru með flugi frá Akureyri hefur fjölgað um 74% síðan 2012
Fjöldi sjúklinga og
hvar þeir voru sóttir
Heimild: Sjúkraflug ehf.
Fjöldi sjúklinga 2014 og 2017
2014 2017
Akureyri 145 191
Reykjavík 98 219
Egilsstaðir 72 139
Ísafjörður 31 58
Heildarfjöldi 2015-2017
2015 2016 2017
Fjöldi sjúklinga 643 711 849
Fjöldi flugferða 597 672 799
Morgunblaðið/RAX
Sjúkraflug Sjúkraflutningar og flug hafa aukist mikið á síðustu árum.
Veðurguðirnir héldu sýningu fyrir Mývetninga í
gær en í kjölfar veðraskila dönsuðu á himni fal-
leg glitský. Rólegt veður verður víðast hvar á
landinu í dag, bjart og frost á bilinu 0 til 10 stig.
Á morgun hvessir og hefur Veðurstofa Íslands
varað við hvassviðri á Vesturlandi og Norður-
landi eystra. Mikið votviðri fylgir en úrkomulítið
verður þó norðaustan til. Hiti verður um 5 til 10
stig yfir daginn.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Litfögur glitský glöddu Mývetninga
Mikið hvassviðri og rigning á Vesturlandi og Norðurlandi eystra um helgina
Kosning nýs vígslubiskups í Skál-
holtsumdæmi er hafin að nýju.
Fjórir prestar hafa lýst því sér-
staklega yfir að þeir sækist eftir til-
nefningum, þeir sömu og við fyrra
kjörið. Það eru Axel Árnason
Njarðvík, Eiríkur Jóhannsson,
Kristján Björnsson og Jón Helgi
Þórarinsson.
Kosningin hefst með tilnefn-
ingum til embættisins. Aðeins vígð-
ir menn sem hafa kosningarétt hafa
rétt til þess að tilefna. Tilnefning
hófst í gær og stendur í fimm daga.
Í mars verður síðan kosið á milli
þeirra þriggja sem flestar tilnefn-
ingar fá. Við það kjör eru leikmenn
í meirihluta kjörmanna.
Í fyrri umferð vígslubiskups-
kjörsins á síðasta ári var kosið á
milli þriggja presta og fékk enginn
meirihluta greiddra atkvæða.
Kristján Björnsson fékk flest at-
kvæði og Eiríkur Jóhannsson fékk
næstflest. Séra Axel Árnason
Njarðvík varð þriðji. Kjósa átti á
milli Kristjáns og Eiríks í seinni
umferð en kjörstjórnin stöðvaði
ferlið vegna annmarka á kjöri kjör-
manna. helgi@mbl.is
Fjórir sækj-
ast eftir til-
nefningum
Hafin ný umferð
vígslubiskupskjörs
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Framkvæmdir standa yfir þessa dag-
ana við uppsetningu nýrrar vatns-
rennibrautar við útisvæði Grafar-
vogslaugar. Brautin nýja, sem
einkum er ætluð fyrir yngri börn,
verður 2,5 metrar á breidd og þrír
metrar á hæð og er við hlið stærri
rennibrautar sem fyrir er á svæðinu.
Áætlað er að mannvirkið verði komið
í gagnið um næstu mánaðamót.
Framkvæmd þessi er samkvæmt
vali Grafarvogsbúa, sem í íbúakosn-
ingum á síðasta ári gátu valið um ým-
is verkefni í umhverfi sínu sem
Reykjavíkurborg er nú með í vinnslu
og hönnun og koma til framkvæmda
síðar á þessu ári. Heildarlengd alls
mannvirkisins þ.e. vatnsrennibraut
með tröppum, palli og lendingarlaug
er um 22 metrar. Jafnframt verður
komið fyrir nýrri vaðlaug fyrir börn á
laugarsvæðinu og er heildarkostn-
aður þessara framkvæmda um 70
milljónir króna.
Að sögn Steinþórs Einarsson
skrifstofustjóra hjá Íþrótta- og tóm-
stundasviði Reykjavíkur eru ýmsar
aðrar framkvæmdir við sundlaugar
borgarinnar nú á verkefnalista. Á
næstunni verður settur upp kaldur
pottur í Árbæjarlaug og verið er að
hanna rennibraut, kaldan pott og
vatnsleikjasvæði í Breiðholtslaug. Í
Laugardalslaug stendur svo til að
gera endurbætur í móttöku svo af-
greiðsla þar gangi greiðar. Þá stend-
ur til að byggja nýjan varðturn sem
verður ofan á kringlubyggingu þar
sem búningsklefar eru. Farið verður
í þá framkvæmd þegar líður á árið.
Þá er sundlaug sem verður hluti af
hverfismiðstöð í Úlfarsárdalnum nú í
hönnunarferli.
Ný rennibraut og útisvæðið bætt
Aðstaða fyrir yngstu börnin verður betri Val íbúa í kosningum Kostnaður
um 70 milljónir króna Framkvæmdir við fleiri laugar borgarinnar fram undan
Morgunblaðið/Eggert
Grafarvogslaug Framkvæmdum á að ljúka eftir mánuð héðan í frá.
„Sýnt þykir að mistök hafi verið
gerð og harmar embættið að sú hafi
verið raunin,“ segir í tilkynningu
frá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu vegna dráttar sem varð á
því að hafin yrði rannsókn á ætl-
uðum kynferðisbrotum karlmanns
sem tilkynnt var um í sumarlok
2017.
Í tilkynningunni, sem send var
fjölmiðlum í gær, kemur fram að
tekið hafi verið til ítarlegrar skoð-
un hvað hafi farið úrskeiðis þegar
dróst á langinn að hefja rannsókn á
þessum ætluðu brotum. Jafnframt
sé unnið að frekari greiningu á
þeim 170 málum sem nú eru til
meðferðar og rannsóknar hjá kyn-
ferðisbrotadeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
39 manns hafa komið í skýrslu-
töku vegna málsins, þar af eru sjö
brotaþolar.
Lögregla hefur tekið
skýrslu af 39, þar af
sjö brotaþolum