Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 13
Í umfjöllun BBC segir að Ingv-
ar hafi verið frumkvöðull og einn af
merkustu atvinnurekendum 20.
aldarinnar. Hann hafi verið harð-
duglegur og byggt upp einstakt við-
skiptamódel. Hann hafi alla tíð staðið
við grunngildi sín, harðduglegur,
þrjóskur. Það sem Ingvar hefur ver-
ið gagnrýndur fyrir eru tilraunir
IKEA til þess að komast undan
skattgreiðslum og stuðningur hans
við æskulýðshreyfingu nasista. Ingv-
ar heillaðist af nasisma í gegnum
þýska ömmu sína sem var mikill
aðdáandi Hitlers. Ingvar sagði síðar
það hefðu verið hans stærstu mistök
að fylgja nasistum að máli. Hann
baðst síðar afsökunar og óskaði fyr-
irgefningar á gjörðum sínum.
Sprittkerti mest selda varan
Þórarinn Ævarsson, fram-
kvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir
að Ingvar hafi viljað gera líf við-
skiptavina sinna auðveldara. Hann
gerði þá kröfu að bistró yrði í öllum
verslunum IKEA þar sem hægt væri
að kaupa ódýran sænskan mat og
mat heimamanna. Með þessu fengju
viðskiptavinirnir góða og ódýra þjón-
ustu, sérstaklega þeir sem hefðu lítið
á milli handanna. Einnig yrði þetta
til þess að laða fólk að versluninni
og auka þannig sölu. Þórarinn
segir IKEA á Íslandi fylgja hug-
myndafræði Ingvars í versluninni
og á veitingastaðnum.
„Í stað þess að selja dýrari
og færri lambaskanka á veitinga-
staðnum viljum við selja skank-
ann undir 1.000 kr. og selja
þess í stað 100 skammta á
dag. Slíkt skapar vellíðan
og ánægju og færir
IKEA góðvild.“
Þórarinn þekkti
Ingvar ekki persónu-
lega en sat með honum
á fundum. Hann segir
Ingvar hafa hundskammað versl-
unarstjórana ef honum fannst þeir
ekki hafa nægan kjark til þess að
lækka vöruverð. „Ingvar var mjög
sérstakur maður, laus við öll látalæti
og talaði tæpitungulaust. Hann hafði
mikinn sannfæringarkraft og fylgdi
sannfæringu sinni. Það var ekki til
þess að afla sér í vinsælda sem hann
gerði hlutina,“ segir Þórarinn og
bætir við að Ingvar hafi verið hlýr
maður og verið þekktur fyrir það að
taka utan um bláókunnugt fólk til
þess að sýna því hlýju.
„Ingvar vildi ekki setja upp
IKEA-verslanir þar sem íbúar voru
færri en ein og hálf milljón. En eitt-
hvað sá Ingvar í Pálma í Hagkaupum
og veitti honum fyrstum einkaleyfi
1981 til þess að opna IKEA-verslun
sem ekki var í eigu IKEA og ein af
þeim fyrstu sem voru opnaðar utan
Svíþjóðar. Pálmi opnaði IKEA í einu
horni Hagkaupa og nú erum við í
26.000 m2 húsnæði í Kauptúni í
Garðabæ,“ segir Þórarinn.
Hann segir að aðrar IKEA-
verslanir sem ekki eru í eigu IKEA
hafi verið opnaðar á spænsku eyj-
unum Kanarí, Ibísa og Majorka.
Sama má segja um vesturströnd
Ástralíu.
Að sögn Þórarins hef-
ur IKEA aldrei farið á
markað og er eingöngu í
eigu fjölskyldu Ingvars.
„Hann vildi hafa
fulla stjórn á rekstrinum
og sagði hluthafa skorta
langtímasýn. Þeir hugs-
uðu eingöngu um arð
hlutabréfa.“
Þórarinn tekur
Rússland sem dæmi
um framsýni Ingv-
ars.
„Þegar IKEA
fjárfesti í Rúss-
landi var mark-
aðurinn mjög erfiður en Ingvar
horfði 10 til 15 ár fram í tímann og
náði ótrúlegum árangri þar. Það
sama gerði hann í Kína,“ segir Þór-
arinn og tekur annað dæmi.
„Það er langt síðan IKEA hætti
að selja glóðarperur. Við hættum því
áður en þær voru bannaðar með lög-
um. Við urðum fyrir verulegu sölu-
tapi á þeim tíma. Við tókum upp
LED-perur í staðinn langt á undan
öðrum og vorum búin að koma okkur
vel fyrir á markaðnum þegar aðrir
tóku við sér.“
IKEA á Íslandi fylgir ákveðinni
formúlu sem fylgir öllum IKEA-
búðum hvar sem er í heiminum.
Teljós og pítsudeig söluhæst
Þórarinn segir að pítsudeig sem
framleitt er í bakaríi IKEA sé sölu-
hæsta varan á Íslandi en teljós séu
söluhæsta IKEA-varan hér á landi.
Þar á eftir komi BILLY-bókaskápar
og ferköntuðu LACK-borðin sem
komu í sölu 1992.
„LACK-borðin sem kostuðu um
4.600 íslenskar krónur að mig minnir
árið 1992 kosta nú 950 kr. Það tekur
verkamanninn hálftíma í dag að
vinna sér fyrir borðinu en tók hann
um 15 klst. 1992,“ segir Þórarinn.
Hann segir að KLIPPAN-
sófinn og MALM-kommóðurnar hafi
mokast út í gegnum tíðina.
Þórarinn segir að MALM-línan
hafi yfirhöndina þegar kemur að sölu
enda séu bókaskápar að hverfa.
Þórarinn er bjartsýnn á fram-
tíðina og segir að ekki sé búist við
stórkostlegum breytingum á rekstri
IKEA eftir fráfall Ingvars.
„Eigendurnir vilja halda áfram
á þeirri braut sem mörkuð hefur
verið,“ segir Þórarinn og bætir við að
starfsmenn IKEA haldi áfram að
draga lærdóm af því sem hinn merki-
legi maður og fyrirmynd Ingvar
Kamprad hafi kennt þeim.
Sílækkandi LACK-borðin vinsælu hafa verið í sölu frá 1992. Borð sem tók 15
tíma að vinna fyrir 1992 tekur nú aðeins hálftíma að vinna fyrir í dag.
Vinsælt MALM-kommóðurnar frá IKEA eru vinsælar og prýða fjölmörg
heimili um allan heim. Þær eru meðal söluhæstu vara IKEA á Íslandi.
Þórarinn Ævarsson,
framkvæmdastjóri
IKEA.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Stofnað 1943 af Ingvar
Kamprad
Ingvar Kamprad var 8. ríkasti
maður heims.
Eignir samkvæmt Business
Insider UK $48,1 milljarður
40 ár í skattalegri útlegð frá
Svíþjóð
403 IKEA-verslanir í 51 landi
5 lönd bætast við árið 2018.
Starfsmenn IKEA eru
194.000.
IKEA notar 1% alls timburs í
heiminum.
10% barna í Evrópu eru getin
í IKEA-rúmi.
Stórveldi
Ingvars
Kamprad
STAÐREYNDIR UM IKEA
LAGERHREINSUN
Á VÖLDUM VÖRUM
Í RAFVÖRUMARKAÐNUM
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA
50%
MÚRVÖRUR
AFSLÁTTUR
50%
MÁLNINGAVÖRUR
AFSLÁTTUR
50%
HANDVERKFÆRI
AFSLÁTTUR
50%
VERKFÆRATÖSKUR
AFSLÁTTUR
Flestir, börn sem fullorðnir, hafa gaman af að taka í
spil endrum og sinnum. Borðspil njóta þó alla jafna
meiri vinsælda hjá krökkunum, þótt fullorðnir séu
líka komnir á bragðið og bíði ekki síður en krakk-
arnir spenntir eftir nýjum og spennandi útgáfum.
Sannkallað spilastuð verður á fjölskyldustund í
Bókasafni Kópavogs, Lindasafni, Núpalind 7, milli kl.
11.30 og 13.30 í dag, laugardaginn, 3. febrúar, en þá
koma grallararnir í Spilavinum með spilin sín og
kenna skemmtilegustu borðspilin og spila við unga
sem aldna. Því ekki að kasta teningnum?
Viðburðurinn er liður í Fjölskyldustundum Menn-
ingarhúsanna í Kópavogi sem fara fram á hverjum
laugardegi. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm
leyfir.
Endilega …
… kastið teningnum í
Lindasafni
Lúdó Gamla góða lúdóið stendur alltaf fyrir sínu.
Ljósmynd/Wikipedia