Morgunblaðið - 03.02.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Charles M. J. B. Ansiau,
iðnrekandi, lést í Bruss-
el 26. janúar , ríflega 89
ára að aldri. Charles var
fæddur í Antwerpen í
Belgíu 4. desember
1928. Hann var sonur
hjónanna Pierre og
Hortense Ansiau.
Charles kvæntist
eiginkonu sinni, Guð-
rúnu Högnadóttur
Ansiau, í maí 1953. Hún
lifir mann sinn. Guðrún
er dóttir Högna Hall-
dórssonar og Fannýjar
Jónsdóttur Egilson.
Charles hóf ungur aðkomu að
fyrirtæki föður síns, sem m.a. rak
skipaprammaútgerð í Hollandi. Í
áratugi rak Charles fyrirtækið Con-
timine, sem sérhæfði sig í sölu jarð-
efna og málma. Teygði rekstur þess
sig víða um heim, var m.a. í miklum
viðskiptum við fyrirtæki í Kína,
Japan, Evrópu og Bandaríkjunum.
Charles átti töluverð viðskipti við
Íslendinga. Þannig seldi hann m.a.
Landsvirkjun vélbúnað í Sigöldu-
virkjun sem reist var á árunum
1973-77. Þá kom fyrirtæki hans
einnig að endurbótum á Hótel Loft-
leiðum á sínum tíma. Á grundvelli
þessara viðskipta og annarra sköp-
uðust vináttutengsl við fjölmarga Ís-
lendinga sem staðið
hafa óhögguð í áratugi.
Heimili Charles og
Guðrúnar hefur ætíð
staðið Íslendingum opið
og á árum áður reynd-
ust þau hjónin mörgum
íslenskum námsmönn-
um í Belgíu vel. Fyrir
þann stuðning og að
halda málstað Íslend-
inga á lofti var Guðrún
sæmd riddarakrossi
hinnar íslensku Fálka-
orðu árið 1978. Um ára-
tuga skeið hafa þau
hjónin stutt dyggilega við bakið á
ungum og upprennandi listamönn-
um. Hafa þau fylgt þeim eftir árum
saman og sótt tónleika þeirra vítt og
breitt um heiminn. Í hópi þessara
listamanna eru nú nokkur af þekkt-
ustu nöfnum klassíska listaheimsins.
Charles var sæmdur tveimur
æðstu heiðursorðum Belga fyrir
störf í þágu þjóðar sinnar. Þannig
var hann riddari af orðu Leópolds
konungs I og orðu belgísku krún-
unnar. Charles og Guðrún eignuðust
þrjár dætur; Christine, Catherine og
Chantal. Dóttursynir þeirra eru
tveir, Arthur og Charles Alexandre.
Charles verður borinn til grafar í
dag, laugardag. Athöfnin verður
gerð frá St. Alix-kirkjunni í Brussel.
Charles Ansiau
Andlát
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Uppbygging vindorkugarðs á
Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í
Dalabyggð var kynnt á fjölmenn-
um íbúafundi í Dalabúð í Búðardal
31. janúar. Jörðin var keypt í fyrra
og eigendur Storm orku ehf.
áforma að virkja þar vind með allt
að 40 vindmyllum.
„Við erum að hefja vegferð sem
getur tekið nokkur ár,“ sagði
Magnús B. Jóhannesson, rekstrar-
hagfræðingur og framkvæmda-
stjóri Storm orku ehf., í samtali við
Morgunblaðið. Hann hefur unnið í
orkugeiranum í yfir 20 ár, aðallega
í vatnsafli, jarðvarma og í sól-
arorku hér og í Bandaríkjunum.
Bróðir hans og meðeigandi, Sig-
urður Eyberg umhverfisfræðingur,
er að ljúka doktorsprófi frá Há-
skóla Íslands í umhverfisfræðum
og vann m.a. sem verkefnisstjóri
hjá Umhverfisstofnun.
Magnús sagði að breyta þyrfti
aðalskipulagi þannig að hluti jarð-
arinnar yrði skilgreindur sem iðn-
aðarsvæði. „Landið sjálft breytist
sáralítið. Það verður áfram nýtt til
landbúnaðar fyrir utan samtals
einn hektara sem verður nettó fót-
spor vindmyllanna,“ sagði Magnús.
Vindmyllurnar dreifast yfir stærra
svæði því a.m.k. 500 metrar þurfa
að vera á milli þeirra. Áform eru
um að reisa 28-40 vindmyllur. Lík-
anið sem unnið er eftir gerir ráð
fyrir 36 vindmyllum að hámarki
sem samtals geta skilað allt að 130
MW afli. Gert er ráð fyrir að
áfram verði sauðfjárbú á Hróðnýj-
arstöðum, en þar er nú búið með
um 1.000 fjár.
„Næsta skref er að rannsaka
svæðið betur. Við stefnum á að
gera miklar rannsóknir í sumar
varðandi fuglalíf, jarðfræði, vind
o.fl. Við munum fljótlega auglýsa
rannsóknaráætlun og síðan fara yf-
ir athugasemdir sem berast og
hugsanlega endurskoða áætlunina
með tilliti til þeirra,“ sagði
Magnús. Við undirbúning hefur
verið stuðst við vindatlas Veð-
urstofu Íslands.
Lítil truflun á að verða vegna
hljóðs frá vindorkugarðinum. Hann
verður 2-3 km frá næstu lögbýlum
og 9 km frá Búðardal. Sérfræð-
ingar í hljóðburði segja að komast
megi hjá ónæði vegna vindmylla
með því að hafa þær a.m.k. tvo
kílómetra frá hí3býlum fólks. Gert
er ráð fyrir lagningu allt að 25 km
af vegum um svæðið. Gangi allt að
óskum telur Magnús að fram-
kvæmdir geti hafist eftir 18-24
mánuði og að fyrsta orkan verði af-
hent í lok árs 2020.
Tilbúin að skoða málið
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur
undirritað viljayfirlýsingu um að
taka byggingu vindorkugarðsins til
skoðunar, að sögn Jóhannesar H.
Haukssonar oddvita.
„Það skipti máli fyrir Storm
orku að vita hvort við værum fyrir
fram neikvæð gagnvart verkefninu.
Það er ekki rétt af sveitarfélagi að
vera fyrir fram á móti verkefni
sem það hefur ekki kynnt sér og
veit lítið um,“ sagði Jóhannes. „Við
bíðum eftir leiðbeiningum frá þar
til bærum yfirvöldum. Menn eru að
berjast í því núna að búa til reglu-
verk í kringum þetta. Beiðnin kom
til okkar frá Storm orku í septem-
ber eða október í haust. Það var
fyrst í desember sem fyrsta leið-
beiningarblaðið kom, að mig minn-
ir frá Skipulagsstofnun. Við viljum
skoða þetta með opnum huga, eins
og önnur tækifæri. En við höfum
ekki tekið ákvörðun um eitt eða
neitt.“
Jóhannes sagði margt enn óljóst
varðandi verkefnið. T.d. hvað það
verður stórt, hvort Byggðalínan
geti flutt rafmagnið og hvort kaup-
andi sé að orkunni. Ferlið sé langt
og margt þurfi að ganga upp til að
þetta geti orðið að veruleika.
„Þetta á eftir að fara í gegnum
langt ferli og menn geta gert at-
hugasemdir á öllum stigum. Þetta
þarf væntanlega að fara í um-
hverfismat, verði þetta stórt, og sé
þetta yfir 100 MW heyrir það und-
ir Rammaáætlun og ráðherra.
Virkjun vindsins er enn á algjöru
byrjunarstigi á Íslandi,“ sagði Jó-
hannes. Líklega mun Dalabyggð
láta vinna fyrir sig skýrslu um
vindorkuvirkjun líkt og Snæfells-
bær lét gera.
Vegferð til virkjunar
vindorku í Dölunum
Storm orka áformar að reisa allt að 130 MW vindorkuver
Tölvumynd/Byggð á Google Maps/Storm orka
Hugmyndin Hér er sýnt hvernig vindorkugarður á Hróðnýjarstöðum gæti
litið út í framtíðinni. Ekki er búið að ákveða endanlegan fjölda vindmylla.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta
tilboðið í byggingu gas- og jarð-
gerðarstöðvar á Álfsnesi. Alls bár-
ust fimm tilboð og voru þau öll yfir
kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið
hljóðaði upp á rúma fjóra milljarða
króna.
Tilboð í byggingu gas- og jarð-
gerðarstöðvar, sem auglýst var á
evrópska efnahagssvæðinu, voru
opnuð þriðjudaginn 23. janúar.
Niðurstaðan var kynnt á síðasta
stjórnarfundi Sorpu bs.
Alls bárust fimm tilboð frá fjór-
um byggingarfyrirtækjum, þar af
eitt frávikstilboð. Eftir yfirferð og
smávægilegar leiðréttingar voru til-
boðin sem hér segir:
Ístak hf. krónur 4.755.558.373.
ÍAV hf. krónur 4.546.478.909.
ÍAV hf., frávikstilboð, krónur
4.095.226.313.
Munck Íslandi krónur
4.857.413.614.
Mannverk ehf. krónur
7.493.775.730.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
krónur 3.609.380.000. Frávikstilboð
ÍAV hf. er því tæpum hálfum millj-
arða hærra en kostnaðaráætlunin.
Fram kemur í fundargerð stjórn-
ar Sopru að tilboðin hafi ekki verið
metin með tilliti til tæknilegs og
fjárhagslegs hæfis bjóðenda en sú
vinna sé í gangi.
Borgarráð samþykkti í byrjun
ársins að úthluta Sorpu bs. lóð á
Álfsnesi undir nýja gas- og jarð-
gerðarstöð. Lóðin sem um ræðir er
82.195 fermetrar að stærð. Heimilt
verður að byggja 12.800 fermetra
hús á lóðinni. Vonir standa til að
framkvæmdir geti hafist um mitt
þetta ár.
Urðun heimilissorps hætt
Með tilkomu stöðvarinnar verður
hætt að urða heimilisúrgang en í
staðinn verða gas- og jarðgerðar-
efni unnin úr honum. Stefnt er að
því að yfir 95% af heimilisúrgangi á
samlagssvæði Sorpu verði endur-
nýtt þegar stöðin er komin í gagnið.
Sorpa er byggðasamlag í eigu
sveitarfélaganna sex á höfuðborgar-
svæðinu; Reykjavíkur, Hafnar-
fjarðar, Kópavogs, Seltjarnarness,
Mosfellsbæjar og Garðabæjar. Til-
gangur byggðasamlagsins er að
annast meðhöndlun úrgangs á
svæðinu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Álfsnes Hætt verður að urða heimilisúrgang með tilkomu stöðvarinnar.
Öll tilboð voru yfir
kostnaðaráætlun
Lægsta tilboð í nýja jarðgerðarstöð
Sorpu á Álfsnesi fjórir milljarðar
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
70%
AFSLÁTTUR
SÍÐUSTU
DAGAR
ÚTSÖLU
ÚTSÖLUSPRENGJA
GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY
JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL.
á gæðamerkjavöru
Dúnúlpur og ullarkápur
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
60% - 70%
Opið
laugardag
til kl. 17
Síðasta útsöluvika
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn