Morgunblaðið - 03.02.2018, Page 28

Morgunblaðið - 03.02.2018, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 10% afsláttur 10% afsláttur af trúlofunar- og giftingarhringa- pörum CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is Sendum frítt um allt land Skoðaðu úrvalið á carat.is Nýlega hlýddi ég á ágætar umræður um mál málanna þessadagana, þ.e.a.s. ferðamálin sem virðast stöðugt tútna út.Mér finnst eiginlega að ég hafi orðið vitni að upphafi þess-arar holskeflu þar sem ég var á leið austur á land ásamt vin- konu minni og við okkur blasti gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Segja má að þá hafi Ísland komist á kortið með því að umturna flugsamgöngum víða um heim og erlendar fréttastofur hikstuðu stöðugt á orðinu Eyja- fjallajökull í margs konar tóntegundum. Nú varð engu líkara en að erlendir ferðamenn flykktust hingað í loftköstum þegar við þeim blasti nýr heimur, land elds og ísa sem hafði hingað til legið lengst úti í ballarhafi, engum útlendingum til gagns eða gamans. Þetta er nú ekki alveg rétt hjá mér því að erlendir ferðamenn tóku að venja hingað komur sínar snemma á 18. öld og má þar með nefna sænska biskupinn Uno von Troil sem hafði fátt fagurt að segja af landi og þjóð, en franski vísindamaðurinn Joseph Paul Gaimard gerði sér lítið fyrir, snaraði sér upp á Heklu og skrifaði vandaða ferðabók um landið og svo fylgdu margir í kjölfarið eins og Bretinn Dufferin lávarður sem skrifaði svo vinsæla ferðabók um Ísland að hún var gefin út 40 sinnum En nú er ég loksins komin að kjarna málsins því að ég á að skrifa um tungutak en ekki forna fræðimenn og nú er spurning hvort það hefði verið við hæfi að nefna þessa merkismenn túrista eins okkur er nú gjarnt um að kalla erlenda ferðamenn. Mér sýnist orðin túristi og ferða- maður vera notuð nokkuð jafnhliða til skamms tíma en að túristinn hafi smám saman hlotið vinninginn. Mér lék forvitni á að vita hvaðan þetta orð væri komið þótt það hefði greinilega enskt yfirbragð og leit mín bar þann árangur að það hafi fyrst komið fram í blaðinu Lýður sem gefið var út hálfsmánaðarlega á Akur- eyri. Ritstjóri blaðsins var skáldið Matthías Jochumsson en hann var mikill tungumálagarpur, ferðaðist víða og hefur vísast verið kallaður túristi á ferðum sínum. En orðið túristi hefur myndað fjöldamargar samsetningar með ís- lenskum orðum, svo sem túristaskip, túristaskrifstofa, þar sem miklu þjálla væri að nota orðið ferðaskrifstofa, en í ritmálsafni Orðabókar Há- skólans komu fram ýmis skondin dæmi eins og túristasmjaður og túr- istatrekkjari. Þau eru gagnsæ eins og mörg nýyrði eins og líka túrista- vegur og túristaöld. Furðulegast þótti mér samt að heyra orðið túristaslys sem lögreglumaður á Suðurlandi notaði í viðtali við frétta- mann þar sem hann kvartaði yfir að ekki fengist nóg fé til viðhalds á vegum, svo að koma mætti í veg fyrir slíkar hörmungar. Samkvæmt þessu hefur orðið túristi öðlast óskoraðan þegnrétt í málinu ásamt mis- jafnlega skrýtnum fylgifiskum. Um uppruna og aldur túrista Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Túristaeldgos Fjölmörg nýyrði hafa verið búin til út frá orðinu túristi. Vafalaust hefur það komið illa við marga, þegarfréttir birtust fyrr í þessari viku um niður-stöðu rannsóknar tveggja sálfræðinga þessefnis að um þriðjungur nemenda við þrjá há- skóla mælist með þunglyndi og um 20% með kvíða. Þunglyndi getur að vísu verið með ýmsum hætti, allt frá vægu þunglyndi til algers svartnættis, en engu að síður hljóta niðurstöður af þessu tagi að vekja spurn- ingar og valda áhyggjum. Hvað er það í okkar samfélagi, sem veldur slíkri van- líðan hjá stórum hópum ungs fólks? Hvaða alvarlegu brotalamir eru í þessu fámenna þjóðfélagi, sem geta valdið þessu? Einn viðmælandi minn á miðjum aldri lýsti þeirri skoðun í samtali fyrir nokkrum dögum að ein af mörgum ástæðum væri mikil samkeppni um lífsstíl hjá yngri kyn- slóðum, sem hinir nýju samfélagsmiðlar ýti undir og auki á. Upp úr miðri síðustu öld voru tölu- verðar umræður um þetta fyrirbæri í Bandaríkjunum, þegar ný tegund af út- hverfum var að byggjast þar upp og nágrannar voru í stöðugri samkeppni sín í milli um hverjir byggju í fínustu húsum eða keyrðu í fínustu bílum. Þetta var kallað vestan hafs, í frjálslegri þýðingu, „að halda í við Jóa“. Þessi viðmælandi minn hélt því fram, að kynslóðirnar sem eru stöðugt með símann í höndunum og sæju stöð- ugt fréttir og myndir af vel klæddu fólki að skemmta sér (m.a. á Smartlandi Mörtu Maríu á mbl.is!) og alveg sér- staklega af þeim Íslendingum, sem eru iðnir við að koma því á framfæri á Facebook eða á Instagram að þeir séu í útlöndum að skemmta sér, fengju það á tilfinninguna að þær væru að missa af miklu og að allir aðrir hefðu það miklu betra en þeir sjálfir. Auðvitað er það svo að í langflestum tilvikum eiga þessar glansmyndir ekkert skylt við veruleikann í lífi fólks. Annar viðmælandi taldi vel hugsanlegt að þessi and- lega vanlíðan yngra fólks á háskólaaldri ætti rætur að rekja í kvíða meðal þessara hópa yfir því að þegar út í líf- ið væri komið að loknu háskólaprófi væri enga vinnu að fá á því sviði, sem viðkomandi hefði sérhæft sig í. Manna á meðal var um það rætt fyrstu árin eftir hrun, að erfitt væri fyrir viðskiptafræðinga að fá vinnu á sínu sviði. Seinni árin hefur það umtal færst yfir á unga lög- fræðinga eftir því sem verkefnum við uppgjör hrunmála hefur fækkað. Viðbrögð við niðurstöðum þessara rannsókna hafa verið af ýmsu tagi. Háskólinn í Reykjavík brást snarlega við og bauð nemendum sínum upp á sálfræðiþjónustu innan skólans. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands og formaður Félags læknanema við HÍ hafa átt fund með rektor skólans og sett fram kröfur um bætta geðheilbrigðisþjónustu við skólann. Fréttir um fjölda dauðsfalla vegna töku bæði löglegra og ólöglegra lyfja eru beinlínis óhugnanlegar og of oft fara saman áfengissýki og fíkn í slík lyf. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru félagasamtök og grasrót- arsamtök, sem orðið hafa til, ekki sízt að frumkvæði fólks, sem hefur átt um sárt að binda, og vinna merkilegt starf á þessum sviðum eða í tengslum við geðsýki, í stöð- ugu stríði við „kerfið“, sem stundum virðist frekar hafa tilhneigingu til að bregða fæti fyrir slíka starfsemi en standa við bakið á henni. Dæmi um slíkt um þessar mundir eru bæði SÁÁ og Hugarafl. Þótt þjóðin búi nú við efnahagslega velgengni, sem reynslan sýnir að vísu að getur verið sveiflukennd, dugar það skammt, ef dýpri vandamál eru til staðar í samfélagi okkar, sem leiða af sér þá vanlíðan, sem hér er gerð að umtalsefni. Þess vegna verður að bregðast við. Eitt af því sem við blasir að gera verði strax er að sálfræðiþjónusta verði aðgengilegri fyrir fólk. Hún er of dýr í dag. Hvers vegna er munur gerður á þjónustu lækna og sálfræðinga, þegar kemur að þátttöku hins opinbera í kostnaði við þjónustu þessara sérfræðinga? Það eru fornaldarleg sjónarmið, sem liggja að baki þeirri afstöðu. Kjarni málsins er þó sá, að þær vísbendingar um víð- tæka vanlíðan yngri kynslóða, sem fram koma í fyrr- nefndum niðurstöðum rannsóknar tveggja sálfræðinga, fjölda þeirra, sem með einum eða öðrum hætti deyja af eigin völdum í hverjum mánuði og annarri óáran, sem hrjáir samfélagið og snýst um annað en efnahagsleg áhrif eða afleiðingar eru orðin að einu stærsta þjóð- félagslega vandamáli okkar samtíma. Umræður um þennan þjóðfélagsvanda fara nú fram á mörgum vígstöðvum í samfélaginu en þó er minna um þær á Alþingi en æskilegt væri. Hins vegar hefur Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, gefið skýrt til kynna frá því að hann tók við ráðherraembætti að hann ætli sér að taka frumkvæði í málum barna en þar er að finna upp- hafið að þessum vandamálum að margra mati. Út í sam- félaginu eru öflugir hópar hér og þar, sem munu leggja ráðherranum lið. Augljóst er að þar þurfa bæði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra,að koma við sögu. Það er orðið brýnt og aðkallandi verkefni að snúa vel- ferðarkerfi okkar algerlega við, leggja megináherzlu á aðbúnað barna í bernsku og æsku, tryggja viðunandi sál- fræðiþjónustu fyrir börn og unglinga, stórauka vægi leikskólastigsins með auknum menntunarkröfum og gjörbreytingu á launakjörum starfsmanna til þess að koma í veg fyrir þau vandamál á fullorðinsárum, sem við nú stöndum frammi fyrir. „Að halda í við Jóa“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hvað veldur mikilli vanlíðan í samfélaginu? Þegar Elísabet II. Bretadrottn-ing heimsótti Hagfræðiskól- ann í Lundúnum, London School of Economics, 5. nóvember 2008 í því skyni að vígja nýtt hús skólans, minntust gestgjafar hennar á fjár- málakreppuna, sem þá stóð sem hæst. Drottning spurði: „Hvers vegna sá enginn hana fyrir, úr því að hún reyndist svo alvarleg?“ Eitthvað stóð í viðstöddum gáfu- mönnum að svara þessari einföldu spurningu. Þess vegna settust nokkrir breskir spekingar niður í júní 2009 og ræddu hugsanlegt svar, og upp úr þeim umræðum sömdu tveir þeirra, prófessorarnir Tim Besley og Peter Hennessy, bréf til drottn- ingar. Í bréfinu kváðu þeir ýmsa vissulega hafa varað við kreppunni vegna misgengis hagstærða og jafnvægisleysis. Enginn hefði samt haft yfirsýn yfir fjármálakerfið. Flestir hefðu haldið, að banka- menn vissu, hvað þeir væru að gera með því að taka í notkun alls konar ný fjármálatæki. Kerfið hefði skilað miklum hagnaði og all- ir því verið ánægðir. Sú trú hefði verið almenn, að glíma ætti við kreppur, þegar þær skyllu á, ekki reyna að afstýra þeim. Seðla- bankar hefðu einbeitt sér að því að tryggja stöðugt verðlag, ekki fjár- málastöðugleika. Í niðurlagi bréfsins skrifuðu prófessorarnir tveir: „Til þess að gera langa sögu stutta, Yðar Há- tign, átti kreppan sér margar or- sakir. En meginástæðan til þess, að ekki var séð fyrir, hvenær hún skylli á og hversu víðtæk og djúp hún yrði, var, að fjöldinn allur af snjöllu fólki gat ekki í sameiningu ímyndað sér, hversu mikil áhættan væri fyrir kerfið í heild.“ Heldur er þetta fátæklegt svar við spurningu drottningar: „Við er- um snjallir, en veruleikinn er of flókinn til þess, að við skiljum hann.“ Það var eflaust hvort tveggja rétt, en hinir kurteisu við- mælendur drottningar sneiddu hjá öðrum skýringum á kreppunni. Margir rekja hana til misráðinna ríkisafskipta, tilrauna til að keyra niður verð á fjármagni með of ódýrum húsnæðislánum, of lágum vöxtum og öðrum þeim brellum, sem auðvelda fólki að eyða um efni fram, þótt það hefni sín til lengdar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Spurning drottningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.