Morgunblaðið - 03.02.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Við höfum unnið mikið með dönsk-
um fyrirtækjum og stofnunum sem
eru komin mun lengra en á Íslandi,
þannig að okkur langaði að halda
kynningu á Íslandi og miðla reynslu
okkar,“ sagði Morten Balle, sérfræð-
ingur frá danska fyrirtækinu Im-
pero.
Það sérhæfir sig í gerð hugbún-
aðar sem aðstoðar fyrirtæki og
stofnanir við innleiðingu á nýju evr-
ópsku persónuverndarreglugerðinni
(e. General Data Protection Regula-
tion (GDPR)) sem tekur gildi á Evr-
ópska efnahagssvæðinu 25. maí.
Balle ásamt Tommy Angermair
og Sören Bonde, lögfræðingum frá
CLEMENS LLP, töluðu á ráðstefn-
unni „Er þitt fyrirtæki tilbúið fyrir
GDPR?“ sem haldin var að frum-
kvæði Kamni ehf. í Arion banka á
fimmtudag.
Mikilvægt að horfa á kostnað
„Viðskiptavinur okkar stakk upp á
að við kæmum til að miðla fenginni
reynslu, en við höfum aðstoðað fyrir-
tæki og stofnanir í Danmörku og víð-
ar í Evrópu sl. þrjú ár við undir-
búning innleiðingar á nýju persónu-
verndarlöggjöfinni, en hún getur
verið ansi stór biti að kyngja. Þá er-
um við líka að kynna hvernig verður
hægt að halda umsvifum og kostnaði
í lágmarki,“ segir Angermair, en
hann segir íslenska og danska lög-
gjöf í þessum efnum nánast eins.
„Það er óþarfi að einblína um of á
25. maí nk. þegar reglurnar taka
gildi, ekkert land í heiminum verður
alveg tilbúið þegar að því kemur. En
það er afar mikilvægt að fyrirtæki og
opinberir aðilar verði byrjaðir á að
greina þau atriði sem þarfnast
breytinga og að geta sýnt fram á
raunhæfa áætlun og að þau séu
byrjuð. Sé hægt að sýna fram á það,
þá þykir mér ólíklegt að byrjað yrði
að sekta af fullum krafti frá fyrsta
degi,“ segir Angermair, sem bendir
jafnframt á að íslensk fyrirtæki verði
líkast til sektuð af íslenskum stjórn-
völdum en ekki evrópskum.
Meiri kröfur til stærri aðila
„Ég tel að mesta áhættan fyrir ís-
lensk fyrirtæki felist í glötuðum við-
skiptatækifærum og töpuðu trausti á
mörkuðum erlendis, dragi þau lapp-
irnar í innleiðingu á nýju persónu-
verndarreglunum, en gildi og virkni
þeirra nær yfir til viðskiptavina
fyrirtækja erlendis sem einnig þurfa
að uppfylla sömu reglur og staðla.“
Angermair bendir einnig á að sú
áhætta sé líklega stærri og meira að-
kallandi en stjórnvaldssektir, en seg-
ir að persónuverndaryfirvöld muni
gera meiri kröfur til stærri fyrir-
tækja og stofnana sem eru með
marga starfsmenn, um framvindu.
„Áhætta er einnig fólgin í að breyta
verkferlum og umgengni starfsfólks
við persónuupplýsingar og vinnslu
þeirra, en það getur tekið tíma til að
fá fólk til að breyta því sem þau eru
vön að gera í vinnunni,“ segir Anger-
mair, en á Íslandi t.d. sé umgengni
við persónuupplýsingar frjálslegri
en víða annars staðar.
„Það þarf að gæta þess verkefnið
sé praktískt og raunhæft, að menn
ætli sér ekki um of. Við þekkjum
dæmi um fyrirtæki sem hafa eytt allt
of miklum tíma og peningum í þetta.
Það er því gott að vera búinn að gera
greiningar, einblína á aðalatriðin,
vera séður og forgangsraða rétt. Það
dregur líka úr fjölda sérfræðinga og
starfsfólks sem þarf að ráða til lengri
eða skemmri tíma.“
Áhættan af sektum ekki stærst
Danskir sérfræðingar miðluðu reynslu af innleiðingu nýrra persónuverndarreglna hjá stofnunum og
fyrirtækjum Viðskiptaáhætta fylgir því að vera seinn til Erfitt að breyta vinnuvenjum starfsmanna
Áherslupunktar skv. dönskum sérfræðingum
Ný réttindi fólks
Gagnaflutningur-
hreyfanleiki persónu-
upplýsinga
Aukin krafa um
samþykki
Víðtækari upplýsingar
um vinnslu og aðgang
að persónuupplýsingum
Gagnsæi í vinnslu
Rétturinn til að
gleymast
Helstu áhættuþættir
Viðskiptaáhætta
Starfsmannatengd
vandamál
Stjórnvaldssektir
Nýjar skyldur
vinnsluaðila
Persónuvernd
sjálfgefin hönnun í
hugbúnaði og rekstri
Skráning vinnslu-
aðgerða
Vinnsla þarf að byggjast
á áhættugreiningu
Nýjar skuldbindingar
lagðar á gagna-
vinnsluaðila
Nýjar viðbragðs-
áætlanir við brotum
á persónuvernd
Persónuverndarfulltrúar Morgunblaðið/Eggert
Persónuverndarráðstefna Tommy Angermair flytur erindi í Arion banka.
Viðhaldsfríar
hurðir
Hentar mjög vel íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í yfir 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is
198
4 - 2016
ÍS
LEN
SK FRAML
EI
ÐS
LA32
Yfir 90 litir í boði!
ÚR BÆJARLÍFINU
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Eyjafréttir í Vestmannaeyjum
hafa í þrjá áratugi veitt fólki verð-
laun sem að mati blaðsins hefur
skarað fram úr á árinu eða með
framlagi sínu í gegnum árin. Verð-
launin, Fréttapýramídinn, voru af-
hent í lok janúar og kom það í hlut
nýs ritstjóra, Söru Sjafnar Grettis-
dóttur, að afhenda viðurkenning-
arnar, sem að þessu sinni voru
fjórar; Eyjamenn ársins, fyrirtæki
ársins, framlag til íþróttamála og
framlag til menningarmála.
Eyjamenn ársins 2017 eru
mæðurnar Oddný Þ. Garðars-
dóttir, Vera Björk Einarsdóttir og
Þóranna M. Sigurbergsdóttir, sem
allar hafa misst börn með svipleg-
um hætti. Þær hafa sýnt hvernig
hægt er að snúa missi í mátt. Gáfu
þær út bókina Móðir, Missir, Mátt-
ur síðasta haust, þar sem þær
deila reynslu sinni á einlægan,
heiðarlegan og fallegan hátt.
Fyrirtæki ársins 2017 er að
mati ritstjórnar Eyjafrétta The
Brothers Brewery. Þeir byrjuðu að
brugga í bílskúr, en eiga nú eitt
besta brugghúsið á Íslandi og
skemmtilegan bar á besta stað í
Vestmannaeyjum. Hugmyndin var
upphaflega lítið áhugamál sem
kviknaði en í dag sér ekki fyrir
endann á ævintýrinu.
Framtak til menningarmála.
Þriðjudaginn 23. janúar voru 45 ár
síðan eldgos á Heimaey hófst.
Þennan dag 1973 urðu til 5.300
sögur af fólki sem þurfti að yfir-
gefa heimili sín. Þegar hugmynd
kom upp um að safna saman nöfn-
um þeirra sem fóru með hverjum
bát greip Ingibergur Óskarsson
boltann á lofti og hefur í samstarfi
við aðra unnið að því hörðum
höndum að safna og skrásetja
nöfnin og hefur hann náð ótrúleg-
um árangri sem hægt er að sjá á
síðunni hans Allir í bátana, ásamt
fjölmörgum sögum sem ekki eru
síðri.
Ingibergur hlaut Fréttapýra-
mídann fyrir þetta einstaka fram-
tak til menningarsögu Eyjanna
sem á eftir að verða ómetanleg
heimild þegar fram líða stundir.
Framlag til íþrótta árið 2017.
Sigríður Lára Garðarsdóttir hóf að
æfa knattspyrnu með ÍBV fimm
ára gömul og hefur hún leikið með
félaginu allar götur síðan. Snemma
komu hæfileikar og metnaður
hennar á knattspyrnuvellinum í
ljós en hún lék sinn fyrsta leik í
meistaraflokki einungis 15 ára
gömul. Í dag, tæpum tíu árum síð-
ar, eru leikirnir orðnir 148. Sigríð-
ur Lára hefur sömuleiðis látið að
sér kveða með yngri landsliðum
Íslands og núna síðast fylgdumst
við með henni spila með A-lands-
liðinu, en hún var til að mynda í
byrjunarliði liðsins í lokakeppni
EM síðasta sumar.
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Handhafar Fréttapýramídans Sigríður Lára Garðarsdóttir, Hannes Kristinn Eiríksson, Hlynur Ólafsson Vídó og
Jóhann Guðmundsson frá The Brothers Brewery, Vera Björk og Þóranna og loks Ingibergur Óskarsson.
Valdir Eyjamenn ársins 2017