Morgunblaðið - 03.02.2018, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
✝ HöskuldurFreyr Her-
mannsson frá
Brimnesi í
Fáskrúðsfirði
fæddist í Neskaup-
stað 13. september
1987. Hann lést á
heimili sínu á
Egilsstöðum 20.
janúar 2018.
Foreldrar hans
eru Halldóra Ei-
ríksdóttir frá Brimnesi, f. 13.
ágúst 1968, og Hermann Dal-
berg Kristjánsson frá Grænu-
hlíð í Eyjafirði, f. 5. desember
1950.
Alsystkin Höskuldar eru: 1)
Eiríkur Orri, f. 17. júlí 1984, bú-
settur í Noregi. Sambýliskona
er Kristin Johansen. Börn frá
fyrra hjónabandi, með Sigrúnu
Jónsdóttur, eru Halldóra, f. 26.
ágúst 2004, og Brynja Ýr, f. 23.
febrúar 2006. 2) Þorgeir Starri,
f. 2. apríl 1986, búsettur í Sví-
þjóð. Sambýliskona er Sólrún
Una Þorláksdóttir og sonur
þeirra er Ýmir Pan, f. 17. apríl
2015. 3) Kristján Helgi, f. 14.
apríl 1991. Börn hans og fyrr-
hjá ömmu sinni og afa. Um tíma
bjó hann í Eyjafirði og í Noregi
en mest af ævinni á Austur-
landi.
Höskuldur gekk í Grunnskóla
Fáskrúðsfjarðar og seinna
Grunnskóla Seyðisfjarðar.
Hann stundaði nám við Verk-
menntaskólann á Akureyri í
grunndeild málmiðna og seinna
í grunndeild matvæla. Hann út-
skrifaðist sem kjötiðnaðarmað-
ur vorið 2013.
Höskuldur vann við ýmsar
verklegar framkvæmdir og þá
oftast sem gröfumaður, m.a. við
gerð virkjana og vegagerð.
Fyrsti verktakinn sem hann
vann fyrir á unglingsaldri voru
Sunnuholtsbræður á Seyðisfirði
og seinasti var Austurverk á
Héraði. Hann starfaði um tíma
sem kjötiðnaðarmaður og sem
aðstoðarverkstjóri hjá Norð-
lenska. Í nokkur ár var hann
með þjónustu fyrir hreindýra-
veiðimenn við fláningu, úrbein-
ingu og pökkun í Breiðdal.
Ýmislegt annað starfaði hann
við um styttri tíma eins og
landbúnað, grásleppuveiðar og
uppstoppun.
Útför Höskuldar fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag, 3. febr-
úar 2018, klukkan 11. Að lok-
inni útför verður heiðin kveðju-
stund að sið ásatrúarmanna á
hlaðinu á Brimnesi. Jarðað
verður á Kolfreyjustað.
verandi sambýlis-
konu, Sædísar
Hrannar Viðars-
dóttur, eru Alex-
ander Breki, f. 27.
júní 2012, og Berg-
rós Lilja, f. 13. maí
2014. 4) Helga, f.
16. september
1993. Hálfbræður
Höskuldar, synir
Halldóru og Sig-
urðar G. Kristjáns-
sonar, eru: 5) Kristján Guð-
mundur, f. 22. febrúar 1998, og
6) Albert, f. 28. júlí 1999.
Sambýliskona Höskuldar var
Steinunn Steinþórsdóttir, f. 3.
september 1993. Þau kynntust
haustið 2015 og hafa átt heimili
saman á Egilsstöðum sl. tvö ár.
Foreldrar hennar eru Hanna
Kristín Pétursdóttir, f. 1965, og
Steinþór Skúlason, f. 1958.
Höskuldur ólst upp hjá
foreldrum sínum á Brimnesi 3.
Eftir skilnað þeirra bjó hann
með föður sínum og eldri syst-
kinum á Brimnesi um tíma uns
þau fluttust til móður sinnar á
Seyðisfirði. Allt frá unga aldri
átti Höskuldur annað heimili
Elsku hjartans ástin mín,
kletturinn minn og besti vinur.
Ástin okkar var ein af þessum
sem margir leita að alla ævi, ást
sem maður les um í ævintýrum
og bókum.
Þó svo að tíminn okkar hafi
verið alltof stuttur þá er eins og
við höfum átt saman heila ævi.
Ég sé þig í fjöllunum, í hafinu, í
snjónum og í öllum mínum hugs-
unum.
Þú varst ég og ég var þú og
núna er ég tóm. Elska þig af öllu
mínu hjarta.
Sjáumst í fjörunni á Brimnesi.
Þín
Steinunn.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Amma á Brimnesi,
Hulda Steinsdóttir.
Elsku besti mágur minn.
Ýmir biður um að hringja í þig,
hringja í Hökku. En í staðinn
segjum við góða nótt við þig á
kvöldin og barnið veifar mynd-
inni af þér glaðlega.
Þú varst daglegur gestur í
stofunni okkar í Svíþjóð. Því þið
bræður hringdust svo mikið á.
Ég sé mest eftir að hafa ekki sagt
þér hvað mér þætti vænt þig,
hvað mér þætti vænt um sam-
band ykkar Þorgeirs og vænt um
hvað þú varst yndislegur föður-
bróðir. Vonandi vissirðu það.
Manstu eftir hugmyndinni
minni um að flytja saman á tví-
býli? Bræður á efri og neðri bæ?
Þið voruð svo sætir saman.
Prakkarasvipirnir, brosið í aug-
unum, á leiðinni að fara að bralla
eitthvað. Nú síðast að fara að
veiða í Svíþjóð. Mér fannst þú
gleðin uppmáluð. Þér fannst ekk-
ert mál að þið veidduð ekkert,
það var útivistin og samveran
sem skipti máli.
Jólin okkar eru mín bestu jól
hingað til. Þú sást um matinn,
með svuntuna mína sem ég gerði
10 ára gömul. Þú varst með allt á
hreinu, eldaðir allt með glæsi-
brag. Aldrei hafði ég átt svona ró-
leg jól. Við stilltum á Rás 1 líkt og
við værum á Íslandi og biðum
með hátíðarsvipinn eftir að
klukkurnar hringdu inn íslensk
jól. Eftirrétturinn minn var nú
ekki eins góður og maturinn
þinn, en þú gerðir ekkert veður
út af því, þó ég held að þú hefðir
aldrei hrósað honum ef það væri
ekki rétt. Þú sagðir alltaf hvað
þér fannst.
Minningabrotin mín mynda
enga heild. Með því að taka þau
saman get ég reynt að finna fyrir
nærveru þinni aftur og þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast
þér.
Sumarið á Skriðustekk var
góður tími. Þar bjuggum við sam-
an. Við, nýja parið, og þú. Þegar
leið á sumarið komu fleiri. Þú
tókst mér svo vel. Manni leið svo
vel nálægt þér. Þú tókst eftir
manni og tókst mark á manni.
Þetta var stuðtími, gleðitími.
Ég hugsa líka til Noregstím-
ans. Þorrablótið og vorið hjá
Steini. „Menn sem kunnu að
vinna“ eins og Steinn sagði. Við
áttum ófáar stundir við varðeld-
inn úti í skógi. Þið ætluðuð að
byggja hof, þú vildir nefna það
hof Ýmis. Þú varst stjarna í aug-
um barnsins frá fyrstu stundu og
við reynum að halda við minning-
unum sem hann fékk um þig.
Svo eru það gönguferðirnar í
fjörunni á Brimnesi. Eittgangan
var „út og niður“ í fjörurnar þar.
Þú vildir reyna að sýna mér sem
mest sem Þorgeir hafði kannski
gleymt að sýna mér. Í annað sinn
gengum við úr Bæjarfjöru inn að
Gilsá.
Þú sagðir mér að þið bræður
þekktuð þessar fjörur eins og
handarbakið á ykkur og ég lagði
mig fram um að sjá og læra. Við
náðum að Gilsá án þess að hækka
okkur úr fjörunni, yfir hála kletta
og hvassar brúnir. Ég held þú
hafir gefið mér stjörnu fyrir að
hafa þrjóskast við og fylgt ykkur.
Fjörurnar á Brimnesi geyma
margar minningar. Minninga-
brotin bera þig ekki hingað aftur
en við hin munum reyna að passa
upp á þær sem við eigum eins og
við getum. Og vonandi heilsarðu
upp á okkur niðri í fjöru og uppi í
fjalli, hvar sem við erum.
Enginn Hökku á bláu gröfunni
lengur. En við biðjum að heilsa
Hökku á himnum.
Takk fyrir allt sem þú varst,
elsku Höskuldur.
Við sjáumst þegar öllu er lokið.
Þín mágkona,
Sólrún Una.
Höskuldur systursonur minn
hefur kvatt þetta líf, aðeins þrí-
tugur að aldri. Hæfileikaríkur,
skemmtilegur, vinmargur, uppá-
tækjasamur, bóngóður, ólíkinda-
tól og vinsæll eru orð sem eiga vel
við hann. Höskuldur var góð
fyrirmynd systkina sinna, systk-
inabarna og fjölda annarra.
Öðlingur hinn mesti. Í mínum
augum var hann ævintýragjarn,
heilsuhraustur og lífsglaður ung-
ur maður. Höskuldur hafði alltaf
tíma fyrir frændsystkini sín og
vini. Hvatti þau, hjálpaði og
studdi eftir bestu getu. Það voru
forréttindi að njóta vináttu Hösk-
uldar og gott er að geta leitað í
fjársjóð minninganna. Hvernig
hefði Höskuldur brugðist við?
Hvað hefði Höskuldur sagt eða
gert?
Stóra ástin hans var hún Stein-
unn, það var dásamlegt að sjá
hversu margt þau gerðu saman.
Hún, borgarbarnið, féll fyrir
ævintýragjarna piltinum sem var
endalaus uppspretta hugmynda
og glens. Leiðir þeirra lágu sam-
an í sveitasælunni í Breiðdalnum
á fögrum sumardegi, hjörtu
þeirra fundu strax góðan sam-
hljóm. Það bræddi hjarta mitt og
annarra að sjá hversu fallega
hann skrifaði til Steinunnar sinn-
ar á fasbókinni.
Knálega kom Höskuldur sér
hjá því að ræða um hæfileika sem
fáir vissu af. Hann vildi lítið um
skyggnigáfu sína tala eða vinna
með þrátt fyrir hvatningu þar
um. Einhverju sinni var hann á
ferðalagi með fleirum í bíl þegar
hann hægði skyndilega ferðina
og veifaði fólki sem hann einn sá
við vegkantinn.
Um tvítugt heillaðist Höskuld-
ur Freyr af ásatrú. Það er engu
líkara en honum hafi verið ætlað
slíkt enda koma bæði nöfn hans
úr goðatrú. Við stórfjölskyldan
urðum kannski ekki svo mikið
vör við þennan áhuga, ekki nema
þá helst í eftirminnilegri mann-
dómsvígslu Kristjáns Guðmund-
ar í fjörunni á Brimnesi.
Ljúfur Höskuldur var opinn,
einlægur, viðræðugóður og kunni
að njóta lífsins. Hann var stoð og
stytta systkina sinna í blíðu og
stríðu. Þau bæði leituðu til hans
og litu upp til hans. Hann var
kletturinn og límið í hinum stóra
systkinahópi.
Dyggur var hann Brimnesi
alla tíð, var fastagestur hjá ömmu
sinni og afa í sveitinni, átti þar
sitt annað heimili. Löngum
stundum ræddu þeir afi hans um
búskapinn, það blundaði í Hösk-
uldi bóndi.
Eins og amman var hann
morgunhani hinn mesti og átti
Höskuldur til að vakna fyrir allar
aldir til að drekka kaffi með
henni, helst snæða eplaköku með,
löngu áður en aðrir fóru á fætur.
Þá gladdi það ömmuhjartað ólýs-
anlega þegar Höskuldur boðaði
komu sína með símtali og bað
ömmu sína að baka handa sér
tertu.
Unun hafði hann af allri úti-
veru og veiði. Fór á hreindýra-
veiðar og til rjúpna auk þess sem
gæsir, endur og aðrir fuglar end-
uðu á veisluborði eftir úrbeiningu
hans og matreiðslu. Þá var jeppa-
dálæti hans mikið, sem kom sér
vel til að svala útivistaráhugan-
um.
Ragnarök. Þær eru fjölmargar
minningarnar, ljúfar og góðar
sem nú ylja. Það er ólýsanlega
þungt högg að sjá á bak þessum
efnilega og fallega pilti, en minn-
ingin lifir um góðan dreng.
Albert Eiríksson.
Elsku systursonur minn er lát-
inn, engin orð fá lýst þeirri miklu
sorg sem fjölskylda og vinir
glíma við þessa dagana. Við átt-
um svo margar góðar stundir,
sérstaklega í sveitinni okkar á
Brimnesi, síðast þegar við hitt-
umst og smöluðum saman í haust
og við varðeld í fjörunni í sumar.
Elsku Steinunn, Halldóra,
Hermann, mamma mín, systkini,
frændsystkini og vinir, missir
okkar allra er mikill, megi æðri
máttarvöld hjálpa okkur og
styrkja á þessum erfiðu tímum.
Margs er að minnast, margs er
að sakna, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Drottinn gaf og drottinn tekur.
Dáin er nú vonin bjarta.
Syrti að á sólskinsdegi.
Sumir aldrei rætast draumar.
Furðuleg oft forlög virðast.
Faðir himna geymir svörin.
Okkar er að þola og þreyja.
Það er lífsins skyldukvöðin.
Sögu lauk með sviplegum hætti.
Sorgarinnar blæða undir.
En þó hverfi, áfram lifir
ungur sveinn í ljóssins ríki.
Verður góðum vinum falinn.
Í vörslu hans, er máttinn gefur.
Þið lítið aftur ljúfa soninn,
er lýkur stund í þessum heimi.
(Eiríkur Pálsson)
Þín frænka,
Árdís Hulda.
Kæri frændi!
Það eru þung skref stigin í dag
að fylgja þér á þinn grafstað. Það
er sárara en ég kem orðum að.
Það að hinir ungu fari á undan
okkur eldri, er ekki hinn vanalegi
gangur lífsins. Þannig er það
ekki.
En það sem er vanalegt hjá
öðrum var ekki þitt viðmið í líf-
inu. Þannig var það líka þegar þú
fórst skyndilega frá okkur og
lagðir í för þína til Valhallar.
„Aldrei þreyttur – aldrei kalt“,
var eitt af þínum kjörorðum. Hafi
kappar fyrri tíma haft þá mann-
kosti sem segir frá í Íslendinga-
sögunum, þá mæta þeir jafnoka
sínum í dag. Þú hafðir endalaust
afl, kraft og lífsgleði. Kjark til að
gera hvað sem var og óhræddur
við allt. Hafi gleðin í Valhöll dvín-
að með öldunum þá verður
örugglega nýr kafli skrifaður á
þeim bænum við þína komu. Hjá
okkur samferðamönnum þínum,
hérna megin, verður tímatalið
einnig annað: Fyrir og eftir þína
brottför! Þín verður víða sárt
saknað.
Af öllum mínum flottu syst-
kinabörnum, þá var það Höskuld-
ur sem dvaldi lengst hjá mér og
sennilega um eitt ár í heildina.
Fyrst var það á Borgarfirði
eystri þar sem hann aðstoðaði
mig, nýlega búinn í grunnskóla,
við að endurreisa Álfastein og
seinna í Noregi. Það var gott að
hafa Höskuld. Hann var alltaf já-
kvæður og vaknaður eldsnemma
og spenntur að takast á við dag-
inn. Betri starfsmann og félaga
var ekki hægt að hugsa sér. Þeir
mánuðir sem við bjuggum og
störfuðum saman í Noregi voru
ógleymanlegt sumar. Ég veit að í
huga krakkanna minna þá var
þetta skemmtilegasta sumar sem
þau hafa lifað. Hver dagur var
ævintýri og var þeim vanalega
lokið með góðum mat við varðeld-
inn í skóginum. Það var spjallað,
hlegið og sagðar sögur. Það var
aldrei nein lognmolla í kringum
þig.
Sögur þínar og komment voru
oft groddaleg og þú fórst lengra
en aðrir í skoðunum, skemmtileg-
um sjónarhornum og stundum
hörku, en alltaf með húmor. Allir
sem þekktu þig vissu að þetta var
þinn stíll. Bakvið var vandaður og
djúphugsandi strákur sem sýndi í
verki að hann þótti vænt um alla í
kringum sig.
Mín elskulega systir, Her-
mann, Steinunn, amma, systkinin
og öll hin sem voru hluti af þeim
flotta hóp sem var í kringum þig,
Höskuldur. Mikill er missir okk-
ar að svona vel gerðum dreng
sem þú ert. Við getum þó verið
þakklát fyrir endalausan fjölda
góðra minninga, lífsgleðina og
hið jákvæða lífsviðhorf sem þú
skildir eftir.
Lífið er til að lifa því, nota og
nýta hvern dag, frá því snemma á
morgnana og fram á kvöld. Það
getum við lært af þér. Það sem þú
gleymdir í ofsa næturinnar, er
það að maður á að lifa frá unga
aldri til gamals aldurs. Þar á ekk-
ert rof að verða á, annað er ekki
samþykkt.
Elsku karlinn minn. Ég vona
að það verði margir áratugir þar
til við hittumst næst. Þegar sá
dagur kemur, fáum við okkur
vindil, góðan bjór og höldum
áfram þar sem frá var horfið, að
ræða um lífið, stelpur, veiði, land-
búnað og segja góðar sögur.
Takk fyrir einstaka samfylgd.
Steinn Hrútur Eiríksson
Elsku frændi.
Þó svo að við höfðum ekki eytt
miklum tíma saman í gegnum
ævina varst þú alltaf til staðar,
sama hvað það var. Eitt sem
verður mér alltaf ofarlega í huga
var þetta sumar sem við vorum
saman úti í Noregi. Þú kenndir
mér svo margt á þessum stutta
tíma og mig getur einungis
dreymt um hvað ég hefði getað
lært meira af þér ef við hefðum
aðeins fengið meiri tíma. Það
mikilvægasta sem þú kenndir
mér þó var það að njóta hvers
augnabliks á lífsleiðinni.
Sjáumst svo eftir mjög mörg
ár í Valhöll og verður þá farið í
veiðiferðina sem þú lofaðir mér.
Jón Björgvin Steinsson.
Sundur brast silfurþráður.
Söngur lífs hér að baki.
En minningar mætar lifa
um mann í starfi og þrautum.
Tryggur og trúr í öllu.
Tildurslaus í háttum.
Besti vinur míns bróður
á björtum æskunnar dögum.
(Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg)
Nú er minn kæri frændi horf-
inn á braut fyrir aldur fram. Ekk-
ert sem ég geri mun nokkurn
tímann færa mér hann til baka.
Minningarnar hafa vitjað okkar
síðustu daga, líkt og öldur vitja
fjörunnar. Mikið eru þær ljúfar
og skemmtilegar. En það er líka
sárt að vita til þess að nú munum
við ekki búa til nýjar saman.
Þannig að við ætlum að halda fast
í þessar og njóta hlýjunnar sem
þær færa okkur.
Við vonum innilega að ný æv-
intýri bíði þín fyrir handan, og að
þú hafir nóg fyrir stafni, því
þannig líður þér best. Á meðan
reynum við hin hérna hinum
megin að finna einhvern frið og
ró í sorginni.
Það er svo margt sem maður
vill segja og koma frá sér, en
kemur ekki orðum að.
Þess vegna viljum við senda
þér þessar kveðjur í bundnu máli.
Brann þér í brjósti,
bjó þér í anda
ást á ættjörðu,
ást á sannleika.
Svo varstu búinn
til bardaga
áþján við
og illa lygi.
Nú ertu lagður
lágt í moldu
og hið brennheita
brjóstið kalt.
Vonarstjarna
vandamanna
hvarf í dauðadjúp –
en drottinn ræður.
(Jónas Hallgrímsson)
Fjölnir og Eva.
„Er mánaljósið, fegrar fjöllin
Ég feta veginn minn
Dyrnar opnar draumahöllin
Höskuldur Freyr
Hermannsson
HINSTA KVEÐJA
Í dag kveðjum við yndis-
legan tengdason okkar og
mág með trega og söknuði.
Elsku Höskuldur, við
lofum að hlúa vel að ástinni
þinni, henni Steinunni.
Dýrmætar minningar ykk-
ar munu lifa áfram.
Elsku Steinunn okkar,
megi Guð gefa þér styrk til
að halda áfram og finna
ljósið í myrkrinu.
Hanna Kristín,
Knútur, Steinþór,
Bergþóra, Snædís,
Hildur og Ómar.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is