Morgunblaðið - 03.02.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þorsteinn R. Hermannsson, sam-
göngustjóri Reykjavíkur, segir að-
spurður „algjört lágmark“ að 1.
áfangi borgarlínu verði 10 km.
„Það væri miklu betra að byrja á
lengri kafla,“ segir hann.
Tilefnið er að Þorsteinn ræddi um
borgarlínuna á hverfafundi á Kjar-
valsstöðum í
fyrrakvöld.
Upplýsti hann
m.a. að rætt væri
um bílastæðahús
á Ártúnshöfða
fyrir farþega
borgarlínu. „Að
þar verði mögu-
lega bílastæðahús
þannig að hægt
sé að koma og
leggja og fara
með borgarlínunni niður í bæ … Það
er alltaf gert ráð fyrir að borgarlínan
fari um nýja brú samsíða Ártúns-
brekkunni sem liggur töluvert
norðar,“ sagði Þorsteinn í svari við
fyrirspurn fundarmanns úr sal.
Til upprifjunar hefur Eyjólfur
Árni Rafnsson, ráðgjafi Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
áætlað að hver kílómetri af borgar-
línu kosti 1,1 til 1,15 milljarða.
Höfðaleiðin lengra komin
Þorsteinn og Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri ræddu jafnframt
um að setja Miklubraut í stokk frá
Kringlumýrarbraut að Snorrabraut.
Þorsteinn segir aðspurður ekki
búið að sundurliða þá kostnaðar-
áætlun að stokkurinn muni kosta 21
milljarð. Grafa þurfi 30-35 metra
skurð vegna framkvæmdarinnar og
grafa 8-9 metra ofan í jörðina. „Svo
eru steyptar hliðar og þak ofan á og
svo er byggður vegur inn í. Þetta er
stóri hlutinn af kostnaðinum.“
Áætlað sé að stokkurinn verði
1.750 metrar. Meðfram honum geti
risið 1.400 íbúðir og 60 þús. fermetr-
ar atvinnuhúsnæðis miðað við frum-
tillögur arkitekta um uppbyggingu.
Hann segir aðspurður verkefnið á
hugmyndastigi. Það sé hvorki komið
á skipulag né fjárhagsáætlun. Það
taki minnst tvö ár að hanna stokkinn
og þrjú ár að byggja hann. Við fram-
kvæmdina komi sér vel að nóg rými
sé til að gera hjáleiðir við Miklubraut
meðan stokkurinn er grafinn.
„Á löngum köflum er nóg pláss til
að veita umferðinni til hliðar. Þar
sem þröngt er verður það erfiðara,“
segir Þorsteinn. Hann segir ekki
hafa verið skoðað hver innviðagjöld
verði á húsnæði á svonefndum veg-
helgunarsvæðum sem losna ef
Miklabraut fer í stokk.
Spurður hvort 1. áfangi borgarlínu
verði tengdur fyrirhuguðum stokki
sagði Þorsteinn að leiðin um Suður-
landsbraut að fyrirhuguðu íbúa-
hverfi á Ártúnshöfða væri lengra
komin í þróun. Borgarlínan muni á
þeirri leið fara fram hjá fyrirhuguð-
um íbúahverfum í Vogabyggð og um
Ártúnshöfða. Leið 1 sé líka í skoðun.
Byggi þar sem notkun er mest
„Það er mikið rætt um það í fræð-
unum að hefja uppbyggingu svona
kerfis þar sem strætósamgöngur eru
vinsælar. Leið 1, frá Hafnarfirði í
miðbæ Reykjavíkur, er vinsælasta
leiðin í dag. Hún liggur í gegnum
Garðabæ og Kópavog. Farþegum á
þeirri leið hefur fjölgað mikið. Tíðnin
hefur verið aukin í 10 mínútur en
samt eru vagnar fullir á annatímum.
Það er ekki ólíklegt að menn horfi til
þess [varðandi borgarlínuna].“
Ferðavenjukönnun Gallup í haust
bendir til að hlutfall strætó af öllum
ferðum á höfuðborgarsvæðinu sé um
4%. Það er sama hlutfall og í könn-
unum árin 2002, 2011 og 2014.
Þorsteinn segir aðspurður ýmsar
leiðir færar til að hækka hlutfallið.
„Það þarf að halda áfram að
byggja forgang [fyrir strætó], betri
biðstöðvar og auka tíðni á öllum leið-
um. Tíðnin og þjónustan skipta mjög
miklu máli. Við getum aðskilið þetta í
tvennt. Það eru annars vegar innvið-
irnir, þ.e.a.s. biðstöðvarnar, forgang-
urinn og allt það sem við erum að
fjárfesta töluvert í. Hins vegar er
það þjónustan. Það er verið að lengja
þjónustutímann fram yfir miðnætti
til að fólk í vaktavinnu geti nýtt sér
strætó o.s.frv. Það er líka verið að
fara með leið 1 á tíu mínútna tíðni og
6 leið líka. Þessar aðgerðir gera
strætó að betri valkosti,“ segir Þor-
steinn og vísar til þeirrar kenningar
að hærra þjónustustig muni fjölga
farþegum. „Það þarf margt að leggj-
ast á eitt. Þetta er erfitt verkefni.“
Erfiðara að spá fram í tímann
Haft var eftir Hreini Haraldssyni
vegamálastjóra í Morgunblaðinu um
daginn að aukin umferð á höfuðborg-
arsvæðinu yki viðhaldsþörf vega.
Þorsteinn segir aðspurður að
vegna aukinnar umferðar og hraðrar
íbúafjölgunar sé orðið erfiðara en
ella að spá fyrir um þróun umferðar
á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum
svæðisins hafi fjölgað um 7% frá
2011 en bílaumferðin aukist 30%.
„Það eru tengsl milli hagvaxtar og
umferðar. Ferðavenjukannanir
benda ekki til að fólk sé að fara fleiri
ferðir. En bílum á heimili er að fjölga
og svo bætist við atvinnuumferðin.
Það skapast gríðarleg atvinnu-
umferð í kringum ferðaþjónustuna
og aðrar greinar. Bílaleigubílar eru
eitt. Svo er verið að keyra margt fólk
og mikið af vörum milli staða. Þetta
leggst á eitt. Það er verið að byggja
gríðarlega mikið. Öll sú atvinnu-
umferð bætist við einkaumferðina.“
Þorsteinn bendir á að íbúar höfuð-
borgarsvæðisins fari 900 þús. ferðir
á dag. „Það er mjög mikið. Ferða-
venjukannanir benda til að hver íbúi
fari að jafnaði 4,1 ferð á dag. Það er
meira en í öðrum löndum. Við erum
hreyfanlegri en aðrar þjóðir. Það má
kannski segja að það sé af því að
samgöngur eru svo góðar. Það er svo
auðvelt að komast milli staða.“
Umrædd könnun Gallup bendir til
að hlutfall hjólreiða af öllum ferðum
hafi aukist úr 4% í 6% milli kannana
2014 og 2017. Þorsteinn rekur þessa
aukningu til bættra innviða, hjóla-
stíga og hjólastæða, og breytts
hugarfars. Fólk sjái ávinninginn.
Bílastæðahús fyrir borgarlínu
Samgöngustjóri Reykjavíkur segir hugmyndir um bílastæðahús á Ártúnshöfða vegna borgarlínu
Farþegar geti skilið bílinn eftir Um 1.400 íbúðir geti risið við Miklubraut verði hún sett í stokk
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir áherslu borgarinnar á fjölgun
hagkvæmra leiguíbúða ætlað að
halda niðri leiguverði í borginni.
Þetta kom fram
í svörum Dags við
fyrirspurnum
íbúa á hverfafundi
á Kjarvalsstöðum
í fyrrakvöld.
„Varðandi kaup
á íbúðum er það
rétt að það eru
sérstaklega tvö
stór leigufélög
sem hafa verið að
kaupa á nýjum reitum … Ráð okkar
við þessu er að reyna að vinna með
byggingariðnaðinum og verktökum í
því að auka eftirspurnina eins mikið
og við getum. Þannig að enginn verði
ráðandi á þessum markaði og vinna
það þétt með félögum, sem eru að
koma inn með leiguíbúðir [og] eru
ekki hagnaðardrifin, að það muni
tempra verðið jafnvel hjá þessum
hagnaðardrifnu félögum.“
Betri kostur en Sundabraut
Þá var spurt um Sundabraut. „Við
erum búin að rýna þessa framkvæmd
eins og margar aðrar í samanburði
við t.d. borgarlínuna. Sundabraut
hefur jákvæð áhrif á umferð á
ákveðnum hluta norðausturhluta
höfuðborgarsvæðisins en alls ekki
jafn mikil og dramatísk og góð áhrif á
allt umferðarflæði á höfuðborgar-
svæðinu og borgarlínan.“
Árbær fyrir neðan mörkin
Þá svaraði Dagur því hvers vegna
fyrirhuguð borgarlína myndi ekki
fara í Árbæ í fyrsta áfanga.
„Það er vegna þess að áfangaskipt-
ingin er valin eftir því hvar er nægur
farþegagrunnur til að standa undir
svona afkastamiklum almennings-
samgöngum. Árbær var fyrir neðan
þau mörk. Þannig að við forgangsröð-
uðum í þágu þéttari byggðar … Ef þú
ætlar að vera áfram á bílnum átt þú
að vera harðasti stuðningsmaður
borgarlínu á öllu höfuðborgarsvæð-
inu vegna þess að þú átt alveg gríðar-
lega mikið undir því. Í fyrsta lagi að
fólki detti ekki í hug að setja þessi 70
þúsund manns í útjaðar höfuðborgar-
svæðisins og láta þau keppa um
plássið á Miklubraut og Kringlu-
mýrarbraut við þig og aðra sem vilja
halda áfram að keyra um á bíl. Vegna
þess að þá verður algjör sulta,“ sagði
Dagur við spyrjanda og vísaði til spár
um að íbúum svæðisins myndi fjölga
um 70 þúsund til 2040.
Leiguíbúðir haldi
niðri leiguverði
Borgarstjóri ræddi húsnæðisstefnuna
Dagur B.
Eggertsson
Kort: openstreetmap.org
Myndir og heimildir: Kynningar-
myndband Reykjavíkurborgar
Háaleiti
3.019 íbúar
Kringla/Leiti
3.208 íbúar
Hlíðar
4.685 íbúar
Norðurmýri/Holt
5.904 íbúarHringbraut
Sn
or
ra
br
au
t
Bústaðavegur
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Hugmyndir um að setja
Miklu braut ina í stokk
Miklabraut
Stokkur milli Snorrabrautar
og Kringlumýrarbrautar
Áætlaður stofnkostnaður:
21 milljarður króna.
Lengd: 1,75 km. Breidd skurðar við
stokkagerð: 30-35 m. Dýpt stokks:
9 m. Umferð: 42.000 bílar á dag.
Möguleg þéttingarsvæði
Við Miklubraut: alls 200.000 fermetrar
atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. 1.400 íbúðir.
Önnur þéttingarsvæði: Kringlan, Hlíðar-
endi, Skeifan og RÚV-reitur: 4.500 íbúðir.
Þorsteinn R.
Hermannsson
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////