Morgunblaðið - 03.02.2018, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.02.2018, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 Victoria úr smiðju JustineTriet er kynnt sem róman-tísk gamanmynd og fylgirað mörgu leyti þeirri formúlu þó hún sveigi einnig mark- visst frá henni. Myndin segir frá Victoriu (Virginie Efira) sem er ein- stæð tveggja barna móðir. Þó hún starfi sem sakamálalögfræðingur nær hún varla endum saman. Eftir stutta kynningu á aðstæðum Victor- iu mætir hún í brúðkaup þar sem hún rekst á gamlan vin, Vincent (Melvil Poupaud). Áður en veislunni lýkur er hann sakaður um að hafa stungið kærustu sína, Eve (Alice Daquet), í magann sem hann neitar, en eina vitnið að árásinni er dalmat- íuhundur Eve. Vincent fær Victoriu til að verja sig fyrir rétti, en eftir að brúðurin leitar hana uppi til að lýsa óánægju sinni með ráðninguna miss- ir Victoria lögmannsréttindi sín í hálft ár þar sem hún má ekki eiga samskipti við vitni sakamálsins. Að þeim tíma liðnum halda réttarhöldin hins vegar áfram líkt og ekkert hafi í skorist. Í fyrrnefndu brúðkaupi rekst Vic- toria einnig á fyrrverandi umbjóð- anda sinn, Sam (Vincent Lacoste), sem hún varði þegar hann var sak- aður um sölu fíkniefna. Hann er nú að reyna að koma sér á beinu braut- ina (þó hann virðist enn hafa gott að- gengi að dópi) og langar í lögfræði. Hann biður Victoriu um að ráða sig sem starfsnema og þegar hún tjáir honum að hún hafi ekki efni á því býðst hann til að vera hvort heldur „au pair“ eða þræll hennar – en áhorfendur eiga síðar eftir að kom- ast að því að hann er yfir sig ástfang- inn af henni og er tilbúinn að gera hvað sem er til að vera nálægt henni. Þar sem Sam er á götunni býður Victoria honum að hreiðra um sig á sófanum hjá sér gegn því að hann passi ungar dætur hennar. Í upphafsatriði myndar er Victor- ia stödd hjá sálfræðingi sem hún leitar reglulega til, sem og miðils, enda finnst henni líf sitt vera ein stór óreiða – og ekki hægt annað en að taka undir með henni. Victoria sækir sér fróun í áfengi og skyndikynni við karla sem hún finnur á netinu. Barnsfaðir Victoriu, David (Laurent Poitrenaux), er með hana á heil- anum og heldur úti bloggi þar sem hann skrifar um samlíf þeirra undir fullu nafni og nafngreinir dómara sem hún hefur sængað hjá, en það vekur reiði hættulegra umbjóðenda hennar. Victoria sér því ekki annan kost í stöðunni en að fara í mál við David. Þrátt fyrir að myndin innihaldi þrenn réttarhöld verður seint sagt að boðið sé upp á djúsí réttardrama. Réttarhöldin yfir Vincent þar sem dalmatíuhundur er kallaður í vitna- stúkuna og ljósmyndir frá simpansa eru helstu sönnunargögnin leysast upp í hreinræktaðan kjánaskap, sem nær aldrei að vera fyndinn. Mál- flutningur Victoriu þess efnis að þol- andi ofbeldis myndi aldrei taka aftur saman við ofbeldismanninn er ekki í samræmi við raunveruleikann, svo ekki sé meira sagt. Virginie Efira (sem rýnir hefur áður séð gera góða hluti í rómant- ísku gamanmyndinni Un homme à la hauteur og spennutryllinum Elle sem báðar voru sýndar á Frönsku kvikmyndahátíðinni í fyrra) fær það lítt öfundsverða hlutverk að reyna að gæða persónu Victoriu sannfær- ingu. Efira gerir eins vel og hægt er, en tekst varla að halda andlitinu yfir bjálfalegum samræðum í lokaupp- gjörinu og ástarjátningu Victoriu í garð Sams. Vincent Lacoste stendur sig ágætlega sem Sam og er það ekki við hann að sakast að breyt- ingin sem verður hjá honum meðan Victoria er í leyfi sé ekki betur undirbyggð. Aðrir leikarar standa sig með ágætum miðað við þann efnivið sem lagt er upp með, því handritið er veiki hlekkur myndar- innar. Umgjörðin öll einkennist af mikilli óreiðu sem á sennilega að undir- strika glundroðann í lífi Victoriu. Skjöl, drasl og leikföng flæða út um alla íbúð hennar, en óreiðan er nær alveg jafn mikil á skrifstofu sálfræð- ingsins. Mögulega er ætlun höfunda að sýna áhorfendum hvernig sönn ást geti bjargað okkur út úr kaosi lífsins og skapað tilverunni tilgang, en þá hefði þurft að eyða mun meira púðri í samskipti Victoriu og Sams til að gera ástarsöguna trúverðuga. Notast er við einföld trikk sem eiga sennilega að miðla miklu, en vekja fleiri spurningar en svör. Þannig er Victoria undir lokin skyndilega kom- in með fínan nýjan iPhone án hulst- urs meðan miklu púðri hefur áður verið eytt í að útskýra að hún þurfi sérstaklega höggþolinn síma sökum þess að hún grýti honum í veggi til að fá útrás. Nýi síminn á væntanlega að sýna að Victoria hafi náð tökum á skapofsa sínum, en sú breyting er ekki í tengslum við neitt annað sem gerst hefur í myndinni. Óþægilegust er samt notkun leikstjórans á ung- um dætrum Victoriu. Þær virka sem utanáliggjandi skraut á sögunni og virðast eingöngu hafa það hlutverk að vera afsökun fyrir því að Sam fái húsaskjól hjá Victoriu, sem hefði svo hæglega verið hægt að leysa með öðrum hætti. Óskiljanlegt er hvers vegna stúlkurnar tvær sem leika dæturnar (og varla eru eldri en fimm ára) þurfa sífellt að vera hálf- berar á hvíta tjaldinu. Victoria líður fyrir slakt handrit og kaotíska útfærslu. Sem gaman- mynd er hún misheppnuð, sem ástarsaga ótrúverðug og sem réttar- drama kjánaleg. Leikarar myndar- innar eiga stjörnugjöfina óskipta, enda reyna þeir sitt besta í von- lausum aðstæðum. Sönn ást? Virginie Efira og Vincent Lacoste sem Victoria og Sam. Þegar allt fer í hundana Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói Victoria / Viktoría bmnnn Leikstjórn og handrit: Justine Triet. Leikarar: Virginie Efira, Vincent La- coste, Melvil Poupaud, Laurent Poitre- naux, Laure Calamy og Alice Daquet. Frakkland, 2016. 97 mín. Sýnd með frönsku og ensku tali og enskum texta. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR KVIKMYNDIR Lau. 3. feb. kl. 20 Sun. 4. feb. kl. 14 Undanfarna viku hefur kastljós- inu verið beint að íslenskri tón- list á tónlistarhátíðinni New Music Festival í Winnipeg í Kan- ada. Er tengslum Winnipeg- borgar og samfélags Íslendinga á svæðinu fagnað sérstaklega á hátíðinni og þess einnig minnst að í ár er öld liðin síðan Íslend- ingar fengu fullveldi. Á hátíðinni hafa verið frum- flutt verk nokkurra íslenskra tónskálda og hafa þeir verið heiðursgestir auk bandaríska tónskáldsins Philips Glass. Til að mynda var frumflutt nýtt tónverk eftir Hilmar Örn Hilmarsson fyrir kór og sin- fóníuhljómsveit og kórverk eftir Jóhann Jóhannsson. Einnig var heimsfrumflutn- ingur á tónlist sem Jóhann samdi fyrir kvikmynd Bills Morrison, Dawson City: Frozen Time. Þá var boðið upp á frumflutn- ing tónlistar eftir Björk Guð- mundsdóttur í Kanada, Jónas Sen tók þátt í flutningi etýða Glass með tón- skáldinu og fleiri píanóleik- urum og var einnig með ein- leikstónleika, og þá verða í kvöld tónleikar Alex Somers, sambýlis- og sam- starfsmanns Jónsa í Sigur Rós. Íslensk tónverk frumflutt í Winnipeg Hilmar Örn Hilmarsson Fyrstu tónlistaratriði hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sem haldin verður um páskana á Ísafirði, hafa verið kynnt og það 10 af 14 á dag- skránni. Hátíðin verður haldin í 15. sinn og aðaldagskráin fer fram í Kampa-skemmunni á horni Ás- geirsgötu og Aldrei fór ég suður- götu, eins og segir í tilkynningu, og stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa, 30. mars og laugardaginn 31. mars. Ennig verður boðið upp á ýmsa hliðardagskrárviðburði frá miðvikudegi til sunnudags víða um Skutulsfjörð og nágrannabyggðar- lög. Þær sveitir og tónlistarmenn sem kynnt hafa verið til leiks eru Kol- rassa krókríðandi, Dimma, JóiPjé og Króli, Between Mountains, Une misére, Hatari, Cyber, Á móti sól, Auður og að venju munu sigurveg- arar Músíktilrauna einnig koma fram. Þykja það m.a. tíðindi að Á móti sól troði upp, með Magna Ás- geirsson í fararbroddi, en langt er síðan heyrst hefur frá þeirri sveit. Magni Verður eflaust magnaður þegar hann treður upp með Á móti sól. Kolrassa krókríðandi og Á móti sól á dagskrá Aldrei fór ég suður ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 2, 4, 6 Sýnd kl. 1.40, 2.30, 3.50, 6 Sýnd kl. 10.15Sýnd kl. 8Sýnd kl. 9 Sýnd kl. 5 ÓDÝRT Í BÍÓ TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS UM HELGINA. ATH! TILBOÐSSÝNINGAR ERU MERKTAR MEÐ RAUÐU. Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 16. febrúar Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 föstudaginn 9. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.