Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 16

Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, IMFR, stendur í dag fyrir árlegri ný- sveinahátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar fá 27 nýsvein- ar, sem hafa náð afburðaárangri á sveinsprófi, viður- kenningar en þeir koma úr 18 iðn- greinum. Rætt er við þrjá þeirra hér að neðan. Einnig verður heiðursiðnaðar- maður ársins 2017 heiðraður, sem er Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto- Alcan í Straumsvík. Þetta er tólfta verðlaunahátíðin sem IMFR stendur fyrir en félagið var stofnað 3. febrúar 1867, eða fyrir 151 ári. Iðnaðarmannafélagið er þriðja elsta starfandi félag á landinu en tilgangur þess er að efla menningu og menntun iðnaðarmanna og styrkja stofnanir sem starfa í þágu þeirra. Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslu- meistari hjá Salon VEH, er formaður IMFR. Hún segir félagið leggja mik- inn metnað í verðlaunahátíðina. Mikilvægt sé að nýsveinar, sem hafa náð frábærum árangri á sveinsprófi, fái viðurkenningar og ekki síður hvatningu til að gera enn betur og halda námi sínu áfram. „Þessir krakkar hafa skilað af- burða góðu prófi, sem segir manni að metnaðurinn fyrir fagi þeirra er alltaf til staðar. Ef við getum hvatt þau til frekari menntunar erum við að bæta þjóðfélagið. Viðurkenningin er fyrsta skrefið á þeirra ferli,“ segir Elsa og bendir á að sú iðngrein sem fólk velji sér 18 eða 19 ára þurfi ekki endilega að vera eina fagið sem viðkomandi lærir og starfar við. Algengt sé orðið að nemendur bæti við sig greinum og fari til dæmis úr húsasmíði yfir í verkfræði. Elsa segir áhuga á iðnnámi oft fara eftir greinum og hvernig straumarnir séu hverju sinni í þjóðfélaginu. Nú sé uppgangur í ferðaþjónustu og til dæmis mikil aðsókn í matreiðslunám. Dregið hafi úr eftirspurn í ýmsar aðr- ar iðngreinar, til dæmis í hárgreiðslu. „Þetta fer dálítið eftir fyrirtækj- unum á markaðnum og hvar þörfin er. Íslenskur iðnaður hefur að mörgu leytið staðið sig mjög vel og verk- mennta- og tækniskólar landsins hafa staðið sig frábærlega, verð ég að segja. Auðvitað má alltaf gera betur og nauðsynlegt fyrir fyrirtækin að að- lagast aðstæðum hverju sinni,“ segir Elsa og bendir á að ekki séu til menntaðir íslenskir iðnaðarmenn í allar þær framkvæmdir sem standi yfir. Ísland sé lítið land „en samt tekst okkur að halda stórkostlegu þjóðfélagi gangandi“. Elsa segir Rannveigu Rist vel að heiðrinum komna. Hún sé einmitt góð fyrirmynd þeirra sem vilji bæta við sig fagi. Rannveig er lærður vélvirki og fór í það nám að loknu stúdents- prófi, áður en hún bætti við sig verk- fræðinni. Metnaðurinn er alltaf til staðar  Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík afhendir 27 nýsveinum viðurkenningar í dag  Koma úr 18 iðn- greinum  Rannveig Rist er heiðursiðnaðarmaður ársins  Nýsveinar hvattir til frekari menntunar Morgunblaðið/Styrmir Kári Iðnaður Verðlaun verða veitt í Ráðhúsinu í dag þeim nýsveinum sem náðu afburða árangri á sveinsprófi, alls 27 manns úr 18 iðngreinum. Elsa Haraldsdóttir „Ég rak augun í auglýsingu um kvöldnámskeið í silfursmíði, fannst mig vanta tilbreytingu frá mastersnáminu og ákvað að slá til,“ segir Sunna Björg Reynisdóttir, sem lauk sveinsprófi í gull- og silfursmíði frá Tækniskóla Íslands síðasta sumar. Meistarar hennar voru Þorbergur Halldórsson, gullsmíða- meistari í Reykjavík, og Andy Kuhlmann, gull- og silfur- smíðameistari í Stokkhólmi. Sunna lærði iðnaðarverkfræði áður en hún fór í gullsmíðina og starfar sem verkefnastjóri á orkusviði verkfræðistofunnar Eflu. Hún hóf störf hjá Eflu 2012 en fór ári síðar í starfsnám í gull- og silfursmíði til Stokkhólms. Þar var hún eitt ár, kom aft- ur heim í Tækniskólann og lauk starfsnáminu meðfram vinnu sinni hjá Eflu. „Til að byrja með stunda ég gullsmíðina með verkfræðistörf- unum, hvað gerist síðar á eftir að koma í ljós. Ég starfa á orku- sviði og eðli verkefnanna er að þau eru almennt lengi í ferli. Þá er gaman að geta gripið í gullsmíðina og séð hugmyndir verða að veruleika á nokkrum dögum í stað nokkurra ára,“ segir Sunna Björg. Morgunblaðið/RAX Gullsmíði Sunna Björg Reynisdóttir er einnig verkfræðingur. Sinnir gullsmíði með verkfræðistörfunum „Það var eiginlega tilviljun sem réð því að ég fór í blikksmíðina. Ég hafði verið að spá í húsasmíði en blikksmíðin varð ofan á. Það skipti miklu máli að ég hafði góðan yfirmann og meistara sem hvatti mig áfram,“ segir Jón Ingi Grímsson, blikksmiður hjá ÞH-blikk á Selfossi, sem lauk sveinsprófi í blikksmíði frá Borgarholtsskóla síðastliðið sumar. Þröstur Hafsteinsson, blikksmíðameistari og eigandi ÞH-blikk, bauð Jóni Inga samn- ing skömmu eftir að hann hóf þar störf. Jóni Ingi er Bolvíkingur að uppruna en hefur búið á Selfossi undanfarin ár. „Það má kalla mig vestfirska Selfyssinginn,“ sagði Jón Ingi, léttur í bragði, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var þá að ljúka störfum í Vík í Mýrdal við að klæða Víkur- skála. „Það er alveg brjálað að gera hjá okkur, maður sér bara dagsljósið í vinnunni,“ segir Jón Ingi, en ÞH-blikk er með verk- efni allt frá Reykjavík og austur að Skaftafelli. Níu manns starfa hjá fyrirtækinu, sem sinnir einkum uppsetningu á loft- ræstikerfum auk smíði á klæðningum, áfellum og fleira. Aðspurður segist Jón Ingi ekki útiloka frekara nám í iðn- greinum í framtíðinni, nú einbeiti hann sér að blikksmíðinni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Blikksmíði Jón Ingi Grímsson að störfum í Vík í Mýrdal. Brjálað að gera í blikksmíðinni Jóhanna Kristín Andrésdóttir, sem jafnan er kölluð Hanna, er meðal þeirra nýsveina sem verða verðlaunaðir í Ráðhúsinu í dag. Hún útskrifaðist í ljósmyndun frá Tækniskólanum, eftir að hafa verið í starfsnámi á Fréttablaðinu og síðar Morgun- blaðinu. Áður en Hanna fór í Tækniskólann hafði hún einnig stundað ljósmyndanám í Ungverjalandi. Meistari hennar er Einar Falur Ingólfson, blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu, en annars segist Hanna hafa notið góðrar handleiðslu allra „reynsluboltanna“ á þessum blöðum. Þetta hafi verið skemmtilegur og lærdómsríkur tími. „Ég hef haft áhuga á ljósmyndun alveg síðan ég var krakki. Pabbi hefur hvatt mig áfram en hann er áhugaljósmyndari og tekur mikið af myndum, á milli þess sem hann vinnur sem verkfræðingur,“ segir Hanna. Hún er ljósmyndari í lausamennsku um þessar mundir og segist hafa nóg að gera. Dramurinn er þó að komast í fast starf á Morgunblaðinu, en þar hefur hún tekið að sér verkefni í lausamennsku, auk þess að taka myndir fyrir hina og þessa aðila; fyrirtæki, fjölmiðla og einstaklinga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmyndun Hanna Andrésdóttir fær verðlaun í dag. Draumurinn að kom- ast að á Mogganum JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.