Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 35

Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 ✝ Bjarni Magn-ússon fæddist á Norðurgötu 10 á Seyðisfirði 13. september 1942. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hringbraut í Reykjavík 17. jan- úar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Vig- fúsína Bjarnheiður Bjarnadótt- ir frá Sjónarhóli á Stokkseyri, f. 16. október 1908, d. 27. júlí 1989, og Magnús Jónsson frá Austdal í Seyðisfirði, f. 6. októ- ber 1900, d. 20. október 1953. Systkini Bjarna eru 1) Trausti Börn Bjarna og Gunnhildar eru: 1) Jón Eldjárn, f. 1964, börn hans eru: a) Telma Glóey, f. 1986, sambýlismaður Þór Adam Rúnarsson, f. 1986, börn: Áróra Kristín Ólafsdóttir, f. 2008, og Máni Þórsson, f. 2017. b) Natalía Mist, f. 1996, sonur hennar er Einvarður Eldjárn Jónsson. c) Hilmir Eldjárn, f. 2000. 2) Magnús Heiðar, f. 1966, maki Lisa Dianne Bjarna- son. Dætur Magnúsar eru: a) Guðný Heiða, f. 1989, og b) Danielle Heiða, f. 2008. 3) Íris Hrund, f. 1968, maki Guð- mundur Geir Kristófersson. Þeirra dætur eru: a) Gunn- hildur Lilja, f. 1992, sambýlis- maður Guðbergur Geir Jóns- son, f. 1990, b) Ásthildur Jóna, f. 1994, sambýlismaður Ólafar Grétar Sigurðarson, f. 1994, c) Regína Lind, f. 2000. Útför Bjarna fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 3. febrúar 2018, kl. 14. Magnússon, f. 1928, d. 2013, 2) Jón Magnússon, f. 1930, 3) Bjarni Magnússon, f. 1932, d. 1934, 4) Guðrún Magnús- dóttir, f. 1936. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Gunnhildur Helga Eldjárns- dóttir, f. 23. ágúst 1943. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna Bjarney Helga- dóttir frá Hamri í Fljótum, f. 21. júlí 1922, d. 13. desember 1979, og Eldjárn Magnússon frá Grund í Svarfaðardal, f. 19. mars 1920, d. 2. janúar 2012. Elsku Bjarni: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín eiginkona, Gunnhildur. Valdi, við Gunnhildur erum að fara suður með hjólhýsið. Við ætlum að selja það og kaupa golfbíl. Það vantar golfbíla á Hagavöll. Þetta var Bjarni – þá var oftast eitthvað að gerast. Nokkru síðar komu hjónin til baka með golfbíl á eðalvagni. Þú átt að fá þér einn svona, sagði vinurinn þegar hann birtist á Hagavelli. Við kynntumst þegar við vor- um ungir, rúmlega tvítugir. Hann vann í Vélsmiðjunni Stáli og hafði fest sér siglfirska blómarós, Gunnhildi Eldjárns- dóttur. Hún kom á Seyðisfjörð til Kalla frænda á söltunarstöðina Neptún. Á þeim tíma sá ég um Sund- höllina og þeir bræður Jón og Bjarni voru að setja þar upp loftstokka. Margt var spjallað í kaffitím- unum. Hótel Snæfell við Aust- urveginn var til sölu. Síldin sást ekki lengur vaða fyrir Norður- landi. Hún var að færa sig hratt austur fyrir Langanes. Seyðis- fjörður smellpassaði fyrir næsta síldarævintýri og tók við af Siglufirði sem Síldarbærinn. Einu kaffispjallinu okkar lauk með því að við Bjarni ákváðum að kaupa Hótel Snæfell. Verka- skipting var skýr. Ég átti að sjá um að fjármagna kaupin með láni í Útvegsbankanum og reka fyrirtækið. Hann áræðinn og harðdugleg- ur átti að sjá um allar fram- kvæmdir sem þurfti að gera. Það gekk eftir og í gang fór mik- ið ævintýri síldaráranna þar sem hótelið var oft miðpunkturinn. Ekki urðum við félagar ríkir á uppátækinu en vel sáttir þegar Kalli í Neptún keypti svo hótelið eftir minnisstæð tvö ár. Ég steinhætti að hugsa um að verða ríkur en Bjarni í leitinni hóf rekstur gröfu og vörubíla með bensínsölusjoppu Skeljungs. Man eftir honum undir eða of- an á tækjunum að gera við og afgreiða í sjoppunni. Að gefast upp var ekki til í hans orðabók. Hann var veiðimaður á rjúpu, svartfugl og silung. Fór í Lögregluskólann og gerðist laganna vörður á Seyð- isfirði og síðar í Reykjavík. Svo kom að því að Seyðisfjörður varð of lítill fyrir hann. Þau fluttu suður og síðan til Ólafs- víkur. Þar átti hann og rak beina- mjölsverksmiðju. Hann stóð fyr- ir því að kaupa toglyftu sem Skíðafélag Hugins var að selja til Ólafsvíkur. Vildi koma börn- um á skíði eins og hann hafði vanist á Seyðisfirði. Hann rak bílasölu í Reykjavík. Síðustu ár- in syðra var hann húsvörður í skóla í Mosfellsbæ. Fyrir nokkr- um árum hittumst við á leik Hugins og Aftureldingar í knatt- spyrnu. Hann sagði mér að þau ætluðu að flytja heim á Seyð- isfjörð. Þau keyptu íbúð við Túngöt- una, einbýlishús á Garðarsvegi, skiptu svo yfir í minna húsnæði við Múlaveginn fyrir nokkrum árum. Hann var greiðvikinn ná- granni. Það var mikill fengur fyrir Seyðisfjörð og golfklúbbinn að fá þau hjón heim. Þegar kall kom um vinnu á Hagavelli voru þau mætt fremst í flokki. Gunn- hildur minnti okkur Lávarðana á að ganga vel um golfskálann og wc var þar ekki undanskilið. Þau hjónin hafa verið traustir félagar í Hollvinasamtökum Fossahlíð- ar. Bjarni var framsóknar-/sam- vinnumaður. Við þökkum honum samfylgd- ina og fyrir að vera eins og hann var. Hans verður sárt saknað á Hagavelli og í golfferðinni til Isl- antilla í vor. Gunnhildur, börn, barnabörn og fjölskylda, minningin lifir um traustan og góðan félaga. Kveðja frá GSF-félögum, Þorvaldur Jóhannsson. Bjarni Magnússon Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund. Þú hefur svo sannar- lega átt langa og viðburðaríka ævi og þegar við systkinin setj- umst niður með amerískt súkku- laði og hugsum til baka vakna ótal minningar. Ingólfi eru ofarlega í huga stundirnar á Súlunesinu, þegar hann var lítill og þvertók fyrir að fara í leikskólann. Þá dunduðuð þið saman í græna Wranglernum og spjölluðuð um bíla. Síðar tókstu þátt í prakkarastrikum hans og Ara á þrettándanum þeg- ar þið kveiktuð í sprengjum í drullustrompinum og þú hafðir lúmskt gaman af. Hákon minnist sérstaklega góðra stunda í bílskúrnum með þér, en þar var alltaf eitthvað spennandi um að vera, og alltaf var hægt að týna sér í umræðum um stríðsárin. Ragna rifjar upp góðar stundir í Bakkaseli, flatkökubakstur í Hlíðarhjallanum og dansinn í af- mælinu hans Jóa á Flúðum gleymist seint. Marel Jóhann Jónsson ✝ Marel JóhannJónsson fædd- ist 17. febrúar 1931. Hann lést 12. janúar 2018. Útför hans fór fram 19. janúar 2018. Efst í huga okkar allra eru samt stundirnar á fjöllum og þær voru nú ófá- ar. Þú hafðir brenn- andi áhuga á fjalla- ferðum og það smit- aðist svo sannarlega til okkar systkin- anna. Þórsmörkin skartaði sínu feg- ursta síðasta sumar þar sem fjórir ættliðir áttu saman gæðastundir við leik og söng. Allt komust þið amma svo á Econo- line og kannski var það við hæfi að síðasta fjallaferðin með ykkur var í Hvanngil, þangað sem við eigum svo sterk tengsl. Takk, elsku afi, fyrir alla sam- veruna í gegnum tíðina, þú hefur verið okkur fyrirmynd, kennt okkur að umgangast fjöllin og náttúruna af virðingu og hvatt okkur til ferðalaga, fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Þýtur í laufi, bálið brennur. Blærinn hvíslar: sofðu rótt. Hljóður í hafið röðull rennur, roðnar og býður góða nótt. Vaka þá ennþá vinir saman varðeldi hjá í fögrum dal. Lífið söngur, glaumur, gaman. Gleðin hún býr í fjallasal. (Tryggvi Þorsteinsson) Hvíl í friði. Þín barnabörn, Ragna Sif, Hákon Þór og Ingólfur. Ástkær móðir mín, amma og langamma, SOFFÍA KRISTJANA HALLDÓRSDÓTTIR verkstjóri, andaðist laugardaginn 27. janúar á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Skógarbæjar fyrir alúðlega umönnun og hlýlegt viðmót. Kristjana Halldórsdóttir Halldór Bjarkar Lúðvígsson Anna Dóra Sæþórsdóttir Sunna, Lovísa og Ýmir Halldórsbörn Albert Björn Lúðvígsson Sigrún Sandra Ólafsdóttir Iðunn Júlía og Arndís Stella Albertsdætur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLÖF ÞÓRÐARDÓTTIR (FIDDÝ), Vesturbergi 71, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands mánudaginn 29. janúar 2018. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd og Krabbameinsfélag Íslands. Þórður Hjörvarsson Gertie Christensen Þorbjörg Hjörvarsdóttir Jan Tronhjem Sigríður Hjörvarsdóttir Viðar Birgisson Kjartan Hjörvarsson Hjördís Hjörvarsdóttir Guðmundur Kristinn Erlendsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA HELGADÓTTIR, áður til heimilis í Barmahlíð 34, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 29. janúar. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 12. febrúar klukkan 13. Helgi Víborg Hildur Sveinsdóttir Guðmundur Víborg María Jónsdóttir Sigríður María Hreiðarsdóttir ömmu- og langömmubörn Hjartkær systir okkar, STEFANÍA ÓLÖF ANTONÍUSDÓTTIR frá Berunesi, hjúkrunarheimilinu Hömrum, Langatanga 2a í Mosfellsbæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 28. janúar. Áður bjó Stefanía lengi í Hátúni 12. Útför hennar verður gerð frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Hamra eða Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra. Hanna Sigríður Antoníusdóttir Anna Antoníusdóttir og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, amma, og systir, HELEN LUND, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 28. janúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. febrúar klukkan 13. Védís Fönn Lund Hrafnar Jökull Ragnarsson Tinna Dögg Jóhannsdóttir Herdís Eik Jónsdóttir Jóhann Ingi Jóhannsson Martha E. Kristín Lund Kristín Áslaug Lund Hammeren og aðstandendur. PÁLL SIGURÐSSON, fyrrverandi forstjóri Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Júlíana Sigurðardóttir Ragna Pálsdóttir Páll Þorsteinsson Sigurður Pálsson Erla Sigríður Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn MIROSLAV MANOJLOVIC varð bráðkvaddur í London 24. janúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. febrúar klukkan 15. Aðstandendur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KRISTVARÐSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 2. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Agnar Erlingsson Elín Erlingsson Þorkell Erlingsson Margrét Hrefna Sæmundsd. Ólafur Erlingsson Anna Arnbjarnardóttir Kristinn Ágúst Erlingsson Sölvi Aasgaard barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLÁKUR ÁSGEIRSSON, húsasmíðameistari, lést þriðjudaginn 30. janúar á dvalarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Útförin fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Ása Guðbjörnsdóttir Kristín Dagný Þorláksdóttir Ásgeir Þorláksson Eva Hildur Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þorláksson Sigrún Guðmundsdóttir Þorgeir Pétursson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.