Morgunblaðið - 03.02.2018, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umræðan umskipandómara við
Landsrétt er með
miklum ólíkindum.
Þar er öllu snúið á
haus og sanngirni
látin lönd og leið, en tækifæris-
mennskan leidd í öndvegi.
Sigríður Andersen dóms-
málaráðherra hefur verið dæmd
fyrir að fara ekki eftir hæfis-
mati sérstakrar nefndar um um-
sækjendur um störf dómara í
Landsrétti. Nefndin taldi 15
hæfa til starfans, jafn marga og
átti að skipa. Ráðherrann fékk
því ekkert svigrúm frá nefnd-
inni.
Samstarfsflokkur í stjórninni
sem þá sat gerði ráðherranum
grein fyrir því að listi nefndar-
innar yrði aldrei samþykktur
vegna þess að þar væri mælt
með 10 körlum og fimm konum.
„Það vorum við sem rákum hana
til baka vegna þess að við hefð-
um aldrei hleypt listanum í
gegn,“ sagði Hanna Katrín
Friðriksson, þingmaður Við-
reisnar, á opnum fundi þing-
flokksins í fyrrasumar.
Eins og Sigríður sagði á opn-
um fundi stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefndar Alþingis í fyrradag
var hún tilneydd til að breyta
listanum. Samtöl hennar við for-
menn flokkanna á þingi hefðu
leitt í ljós að listinn myndi ekki
fara óbreyttur í gegnum þingið.
Sigríður gerði breytingar á
listanum. Þótt ekki
væru þær studdar
rökum um kynja-
hlutföll breyttust
þau þannig að á list-
anum voru sjö kon-
ur og átta karlar.
Nú er gerð hörð hríð að ráð-
herranum fyrir að hafa ekki
kyngt lista nefndarinnar. Þátt í
þeirri atlögu taka þingmenn,
sem á sínum tíma sögðu ráð-
herranum að listinn færi aldrei
óbreyttur í gegn. Þessir þing-
menn hafa ekki fyrir því að leyfa
ráðherranum að njóta sann-
mælis og nefna sinn þátt í að
knýja fram breytingar á listan-
um.
Staðreynd málsins er sú að
aðferðafræðin við að skipa í
embætti dómara er meingölluð.
Notuð var reikniformúla til að
bera umsækjendur saman með
nákvæmni upp á allt að þrjá
aukastafi og þurfti ekki að
skeika nema broti milli þess sem
telst hæfur og óhæfur.
Spyrja má hvort þessi vinnu-
brögð gefi tilefni til skaðabóta-
kröfu af hálfu þeirra sem eftir
sátu.
Ráðherrann var hins vegar
settur í svipaða stöðu og rak-
arinn, sem rakar alla nema þá,
sem raka sig sjálfir, þegar spurt
var: Hver rakar rakarann? Hún
mátti greinilega hvorki breyta
listanum, né leggja hann fram
óbreyttan. Hvað mátti hún þá
gera?
Hvorki mátti breyta
listanum, né leggja
hann óbreyttan
fram}
Óbilgjörn umræða
Dómsdagsspárhafa ýmsar
fallið á umliðnum
árum og oftar en
ekki reynst ýkjur
og óramál. Ísland
átti að verða að
Kúbu norðursins ef þeir, sem
binda vildu landið á skuldaklafa,
fengju ekki sínu framgengt.
Bretar áttu að sogast ofan í
niðurfall eymdar og örbirgðar
samþykktu þeir útgöngu úr
Evrópusambandinu.
Grikkir voru varaðir við því á
svipuðum dómsdagsnótum að
hafna kröfum lánardrottna.
Þegar þeir virtu hótanirnar að
vettugi var niðurstaða þjóðar-
atkvæðis virt að vettugi. Og
hver var niðurstaðan? Gríska
hagkerfið hefur skroppið saman
um fjórðung frá 2008. Hlutfall
skulda af landsframleiðslu er
179% og atvinnuleysi er 25%.
Zoe Konstantopoulou var for-
seti gríska þingsins 2015 til
2016. Hún sat á þingi fyrir flokk-
inn Syriza, en sagði sig úr
flokknum þegar hann samþykkti
að gangast undir kröfur lánar-
drottna Grikklands. Hún er
stödd hér á landi og segir í við-
tali, sem birtist í Morgunblaðinu
í gær, að hún hafi viljað koma til
Íslands vegna for-
dæmisins héðan. „Ís-
land er mjög mikil-
vægt land fyrir
Grikki, og mjög
mikilvægt fyrir það
fólk sem þjáist undir ólöglegri
skuldabyrði. Ísland er þekkt
fyrir að hafa hafnað ólöglegum
og andstyggilegum skuldakröf-
um og fyrir að hafa varðveitt
lýðræði sitt og þjóð,“ segir hún.
„Þetta gerðist ekki í Grikklandi,
en þetta þarf að gerast þar ef
það á að koma aftur á lýðræði og
mannréttindum þjóðar minnar.“
Konstantopoulou segir að
Evrópusambandið sé ekki leng-
ur alþjóðasamtök jafnrétthárra
ríkja: „Nei, það hefur breytt sér
í alræðisríki sem þröngvar sér
upp á grísku þjóðina.“
Málflutningurinn í aðdrag-
anda þjóðaratkvæðisins hafi
verið til að hræða Grikki frá því
að nota lýðræðislegan rétt sinn
og Grikkir verði að varpa „þess-
um yfirboðurum“ af höndum
sér, því „menn semja ekki við
kúgara af þessu tagi“.
Þetta eru sterk orð, en þau
eru ekki úr lausu lofti gripin
eins og staðan í Grikklandi
sýnir.
Fyrrverandi forseti
gríska þingsins seg-
ir ESB hafa breytt
sér í alræðisríki}
Grikkir í skrúfstykki
Þ
egar rætt var um fyrirhugaða skipun
dómara við Landsrétt á Alþingi sl.
vor var meðal annars fjallað um
mikilvægi þess að hugað yrði að
jafnrétti kynjanna við þá skipun.
Við það tilefni tókst ég á við tvo þingmenn þá-
verandi stjórnarandstöðu. Við vorum sammála
um að eftir að ljóst var hverjir uppfylltu kröfur
laga um almennt hæfi væri það skylda ráðherra
að tryggja jafnt hlutfall kynjanna – óháð þeim
lista sem hæfisnefnd legði fram.
Mikill áhugi á hlutföllum kynjanna í mörgum
æðstu embættum og störfum hefur markað um-
ræðu liðinna áratuga. Hefur jafnvel verið uppi
krafa um að leiða jöfn hlutföll kynjanna í lög og
það verið gert að vissu marki með lögum um
jafna stöðu kynjanna.
Í vor gerði Sigríður Á. Andersen dómsmála-
ráðherra tillögu til Alþingis um að Landsréttur
yrði skipaður sjö konum og átta körlum. Jafnari verða hlut-
föllin ekki í 15 manna dómi. Alþingi staðfesti tillögu ráð-
herrans með góðum meirihluta greiddra atkvæða. Þing-
menn höfðu allar forsendur til að staðfesta eða hafna tillögu
ráðherrans og gera á þeim breytingar en kusu að gera það
ekki.
Í greinargerð ráðherrans með tillögunni var þó hvergi
vikið að kynjahlutföllum heldur voru aðrar ástæður nefndar
sem röksemd fyrir henni, meðal annars reynsla af dómara-
störfum, sem hlýtur að vega þungt þegar um slíkan áfrýj-
unardómstól er að ræða. Það er vonandi tímanna tákn að
ekki hafi þurft að grípa til kynjakvóta til að út kæmi jafn
hlutur kynjanna í svo mikilvægum störfum.
Þegar landsréttardómararnir 15 komu saman í sumar
kusu þeir svo konu úr sínum hópi sem forseta réttarins.
Sem kunnugt er kröfðust tveir karlar sem
fengu ekki dómaraembætti við Landsrétt þess
að skipan landsréttardómaranna yrði ógilt með
dómi. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur höfn-
uðu þeirri kröfu. Þá gerðu þeir kröfu um að fá
bætur frá almenningi fyrir að hafa ekki fengið
embætti. Héraðsdómur hafnaði kröfu þeirra um
skaðabætur en Hæstiréttur dæmdi þeim miska-
bætur á þeim grunni að ákvörðun ráðherrans
hefði getað bitnað á orðspori mannanna og orðið
þeim þannig að meini. Nú hefur annar mann-
anna reyndar verið skipaður héraðsdómari svo
það má ljóst vera að orðspor hans hefur ekki
skaðast.
Það vekur athygli að þeir sem mestar hafa
haft uppi kröfurnar um jöfn kynjahlutföll í hví-
vetna virðast ekki hafa fagnað því að Lands-
réttur verði skipaður með þessum jafna hætti
og taki til starfa undir forsæti konu. Þingmenn
Viðreisnar hreyktu sér af því í fjölmiðlum að hafa gert
dómsmálaráðherra afturreka með tillögur hæfnisnefndar-
innar. Það var ljóst að á þingi var ekki meirihluti fyrir
óbreyttum 10 karla og fimm kvenna lista hæfisnefndar-
innar. Það var því mjög undarlegt að fylgjast með þing-
mönnum Viðreisnar leggjast niður á sama plan og Samfylk-
ingin og Píratar þegar málið var rætt nú í vikunni.
Landsréttur verður lokastöð í málarekstri flestra sem
leita þurfa til dómstólanna í landinu. Hann verður ein af
grunnstoðum réttarríkisins og þar með þjóðfélagsins. Lík-
lega hefur aldrei áður verið sett á stofn svo mikilvæg stofn-
un á Íslandi með jöfnum hlut kynjanna frá fyrsta degi.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Landsréttur ein grunnstoða réttarríkisins
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar
og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Minnkandi hafís á norður-slóðum virðist valda þvíað hvítabirnir þurfi aðhafa meira fyrir því að
afla sér ætis en áður. Umhverfis-
breytingarnar valda því að dýrin
þurfa að hafa mun meiri yfirferð en
áður til að fá í svanginn. Þetta veldur
því að þeir ná ekki að mæta orku-
þörfinni og horast sem aftur leiðir til
hærri dánartíðni.
Fréttavefur BBC birti í fyrra-
dag frétt um að hvítabirnirnir ættu
erfitt með að afla sér ætis. Í fréttinni
er vitnað í nýja grein í vísindatíma-
ritinu Science eftir A.M. Pagano o.fl.
Þar er sagt frá rannsókn banda-
rískra vísindamanna við Kaliforníu-
háskóla í Santa Cruz undir forystu
Anthony Pagano. Þeir settu há-
tæknihálskraga á níu hvítabirnur
sem héldu sig á hafísnum á Beau-
fort-hafi. Hafsvæðið er norðan við
Alaska og norðvesturhéruð Kanada
og vestur af heimskautaeyjum Kan-
ada.
Tækjabúnaðurinn skráði stað-
setningu dýranna með GPS-tækni,
tók hreyfimyndir og fylgdist með því
hvað dýrin voru mikið á ferðinni.
Birnurnar báru búnaðinn í 8-12 daga
í senn á tveggja ára tímabili. Einnig
var fylgst með hraða efnaskipta í
birnunum og tekin úr þeim blóð- og
þvagsýni í því skyni. Í ljós kom að
efnaskipti hvítabjarna eru 1,6 sinn-
um hraðari en áður var talið og orku-
þörfin sem því nemur meiri. Niður-
staðan varð sú að fæstar birnanna
náðu að éta nógu mikið til að mæta
orkuþörfinni.
Meira en helmingurinn léttist
Meira en helmingur birnanna í
rannsókninni léttist á meðan fylgst
var með þeim. Það var því ljóst að
þær náðu ekki að veiða nóg til að
mæta orkuþörf sinni á þeim tíma.
Fjórar birnanna misstu um eða yfir
10% af líkamsmassanum á 8-11 daga
tímabili. Meðaltapið var um 1% á
dag. Þetta var fjórfalt meira
þyngdartap á dag og 2,2 sinnum
meira í kílóum talið en hjá fastandi
hvítabjörnum á landi. Venjulega hafa
þeir mun hægar um sig en birnurnar
sem rannsakaðar voru á ísnum.
Fyrri rannsóknir höfðu sýnt að
42% fullorðinna birna á ísnum í
Beaufort-hafi vorin 2000 til 2016
höfðu ekki étið í sjö daga eða lengur
áður en þær voru handsamaðar
vegna rannsókna. Þetta hlutfall fast-
andi birna var 12% hærra en mæl-
ingar frá 1983 til 1999 sýndu. Það
bendir til þess að breytt ástand haf-
íssins á vorin hafi haft þessi áhrif.
Selir eru aðalfæða hvítabjarna
og feitir selirnir svara vel þörf
þeirra fyrir orkuríka fæðu. Selina
veiða birnirnir á hafísnum, við ís-
röndina og vakir eða öndunarholur.
Minnstur hafís er á norðurslóðum í
september ár hvert. Hann hefur
minnkað um u.þ.b. 14% á hverjum
áratug. Minni hafís þýðir að veiði-
svæði hvítabjarnanna á ísnum
minnkar og þar með möguleikar
þeirra á að afla þar ætis. Þegar ísinn
hverfur eiga birnirnir bágt með að
afla nægrar fæðu. Minnkandi hafís
og minni veiðimöguleikar valda því
að birnirnir hafa meiri yfirferð í leit
að æti. Þetta er talið valda vaxandi
streitu hjá hvítabjörnunum sem aft-
ur leiðir til hærri dánartíðni.
Ungir selkópar eru uppistaðan í
fæðu bjarnanna á vorin. Svo taka við
magrir sumarmánuðir. Þegar aftur
fer að frysta eru kóparnir orðnir
eldri og vitrari og kunna betur að
varast hættur, m.a. frá hvíta-
björnum. Það er því snúnara að
veiða þá á haustin en á vorin.
Hungrið sverfur að
hvítabjörnunum
Morgunblaðið/RAX
2008 Horuð birna kom á land við Hraun á Skaga í júní. Öll fita var upp-
urin. Hún var talin vera á 15. ári og hafa eignast afkvæmi fjórum sinnum.
Hvítabjörninn trónir efst í
fæðukeðju villtra dýra á
norðurslóðum. Á danskri
heimasíðu WWF kemur fram
að talið sé að hvítabirnir séu
mestu kjötætur allra tegunda
bjarna. Selspikið er þeim
mikilvægt vegna þess hve
orkuríkt það er. Birnirnir
safna fitu þegar nóg er að
éta til að eiga varaforða þeg-
ar minna er um æti. Hungur-
tímabilin geta verið 3-5 mán-
uðir og jafnvel lengri.
Hvítabirnir éta mikið af
sel, ekki síst hringanóra og
kampsel, en þeir fúlsa ekki
við öðrum selategundum.
Hvítabirnir þefa líka uppi
hvalhræ í allt að 30 km fjar-
lægð og éta. Ef hungrið
sverfur að eiga hvítabirnir til
að ganga á land og veiða sér
moskuxa, hreindýr eða nag-
dýr til matar. Þeir éta líka
skeldýr, egg, þang, ber og
sorp frá mönnum ef því er til
að dreifa.
Selur er í
uppáhaldi
HVÍTABIRNIR