Morgunblaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 2
Telja ástæðu til að áminna
starfsmann borgarinnar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Eigendur lóðarinnar á Klapparstíg
19 og Veghúsastíg 1 hafa skrifað
borgarstjóra bréf til að lýsa þeirri
skoðun sinni að full ástæða sé til að
áminna þann starfsmann borgarinn-
ar sem í greinargerð til úrskurðar-
nefndar skipulags- og auðlindamála
sakaði þá um að láta húsið á Veg-
húsastíg 1 drabbast niður. Segjast
þeir jafnframt reikna með að málið
verði falið öðrum starfsmönnum
þegar það kemur til meðferðar á ný.
Úrskurðarnefndin ógilti ákvörðun
borgarstjórnar um að hafna deili-
skipulagi um uppbyggingu á lóðinni
og þar með áformuðu niðurrifi
timburhússins á Veghúsastíg 1.
Niðurstaðan grundvallaðist meðal
annars á því að borgin hefði ekki
sinnt nægjanlega rannsókn málsins
áður en ákvörðun var tekin.
Alvarlegir misbrestir
Í greinargerð Reykjavíkurborgar
til úrskurðarnefndarinnar segir að
ástand hússins í dag verði einungis
rakið til aðgerðaleysis eigenda.
Ekki sé fullreynt að húsið sé í raun
ónýtt, eins og áður hafði verið
byggt á, meðal annars af Minja-
stofnun sem aflétti friðun hússins. Í
bréfi sem eigendurnir sendu
borgarstjóra í gær segir um þetta:
„Engin gögn styðja þessa fullyrð-
ingu og er um að ræða rakalausan
þvætting, enda var þessum mál-
flutningi öllum hafnað af úrskurðar-
nefndinni sem og öðrum sjónar-
miðum sem Reykjavíkurborg
byggði á.“
Gerðar eru athugasemdir við
fleira í samskiptum við borgina. „Að
mati lóðareigenda er ljóst að alvar-
legir misbrestir hafi orðið í meðferð
málsins hjá Reykjavíkurborg. Telja
lóðareigendur fulla ástæðu til þess
að áminna að minnsta kosti þann
starfsmann sem beinlínis sakaði þá
um láta húsið að Veghúsastíg 1
drabbast niður. Reikna lóðareigend-
ur jafnframt með því að málið verði
falið öðrum starfsmönnum þegar
það kemur til meðferðar á ný,“
segir í bréfinu.
Lóðarhafar segja borgina fara með rakalausan þvætting
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Tólf BHM-félög hafa samið
Skref stigin til leiðréttingar eftir að gerðardómur féll úr gildi Þrjú aðildarfélög
sætta sig ekki við tilboð ríkisins og hafa vísað kjaradeilum til ríkissáttasemjara
Helgi Bjarnason
Þórunn Kristjánsdóttir
Tólf aðildarfélög Bandalags háskóla-
manna hafa gert kjarasamninga við
ríkið, með fyrirvara um samþykki fé-
lagsmanna. Tvö félög eru enn í við-
ræðum við samninganefnd ríkisins á
sömu nótum og þau tólf sem hafa
samið en þrjú hafa vísað kjaradeilum
sínum til ríkissáttasemjara og fara
viðræður þeirra fram á þeim vett-
vangi.
Gerðardómur aðildarfélaga BHM
sem féll eftir verkfall þeirra og laga-
setningu rann út í lok ágúst. Félögin
ákváðu að þessu sinni að hafa ekki
samflot undir hatti BHM í viðræðum
við ríkið.
Fjögur félög bætast í hópinn
Átta félög gengu frá samningum á
föstudag, Fræðagarður, Stéttarfélag
bókasafns- og upplýsingafræðinga,
Stéttarfélag lögfræðinga, Félag ís-
lenskra félagsvísindamanna, Félag
lífeindafræðinga, Iðjuþjálfafélag Ís-
lands, Félagsráðgjafafélag Íslands
og Félag sjúkraþjálfara.
Í gær bættust fjögur félög við,
Sálfræðingafélag Íslands, Þroska-
þjálfafélag Íslands, Félag háskóla-
menntaðra starfsmanna stjórnar-
ráðsins og Dýralæknafélag Íslands.
Félag íslenskra leikara og Félag
geislafræðinga eru enn í beinum við-
ræðum við ríkið.
Ekki er gefið upp á þessari stundu
um hvað var samið. Þórunn Svein-
bjarnardóttir, formaður BHM, segir
að félögin hafi samið á svipuðum
nótum.
Mikil óánægja var meðal félags-
manna aðildarfélaga BHM með lög á
verkfall þeirra og gerðardóm en Þór-
unn segir, spurð hvort náðst hafi
fram leiðréttingar, að skref hafi ver-
ið stigin í rétta átt. Samningarnir
verða kynntir félagsmönnum á næst-
unni og fara síðan í almenna at-
kvæðagreiðslu.
Þrjú félög fara aðra leið
Að minnsta kosti þrjú félög innan
BHM sætta sig ekki við samninga
eins og þá sem félögin tólf hafa gert.
Ljósmæðrafélag Íslands vísaði sinni
deilu til ríkissáttasemjara í gær og
Félag íslenskra hljómlistarmanna
gerði það fyrir nokkrum dögum.
Ríkissáttasemjari hefur haft kjara-
deilu Félags íslenskra náttúrufræð-
inga og ríkisins til meðferðar frá því
um miðjan október.
Ríkissáttasemjari boðar samn-
inganefndir þessara félaga og ríkis-
ins reglulega til fundar í Karphús-
inu, í samræmi við vinnureglur.
„Það er sáratregt
á kolmunnaveið-
um, ekkert að
hafa,“ segir
Sturla Þórðarson,
skipstjóri á Beiti
NK. Nokkur ís-
lensk skip eru á
kolmunnaveiðum
í færeysku fisk-
veiðilögsögunni,
við miðlínuna á milli Færeyja og
Skotlands. Sturla segir að kolmunn-
inn sé að ganga út af veiðisvæðinu,
suður í lögsögu Bretlands.
Beitir er aðeins búinn að vera þrjá
daga á kolmunnamiðunum en þang-
að er hátt í 400 mílna sigling. Sturla
vill snúa heim aftur sem allra fyrst.
Ekki komið að loðnunni
Skip HB Granda, Víkingur AK og
Venus NS, eru á kolmunnamiðunum
og eru að fá um 200 tonn á dag, að
sögn Ingimundar Ingimundarsonar
útgerðarstjóra. Þótt aflinn sé léleg-
ur er ætlunin að skipin verði eitt-
hvað áfram því Ingimundur reiknar
ekki með að þau fari til loðnuveiða
við Ísland fyrr en í fyrsta lagi um
miðjan mánuðinn.
Sturla segir að færeysku skipin
sem einnig hafa verið á kolmunna-
veiðum séu að tínast til heimahafnar.
Sjávarútvegsráðherra gaf nýlega
út reglugerð um kolmunnaveiðar í
ár. Heildarkvótinn er 293 þúsund
tonn, 29 þúsund tonnum meiri en á
síðasta ári. helgi@mbl.is
Tregt á
kolmunna-
miðunum
Sturla Þórðarson
Hugað að heimferð
Kosið var í sex efstu sæti framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
í röðun fulltrúaráðs flokksins á laug-
ardag. Kjörnefnd mun leggja fram
tillögu að framboðslista í heild sinni
á fundi í fulltrúaráðinu 15. febrúar.
Gunnar Gíslason hlaut flest atkvæði
í fyrsta sætið eða 86 talsins. Eva
Hrund Einarsdóttir var ein í kjöri
um annað sætið og því sjálfkjörin.
Þórhallur Jónsson hlaut 47 atkvæði í
þriðja sæti en Baldvin Valdemars-
son 34. Lára Halldóra Eiríksdóttir
fékk flest atkvæði í það fjórða, þó að-
eins tveimur fleiri en Berglind Ósk
Guðmundsdóttir sem svo hlaut flest
atkvæði í fimmta sætið. Þórhallur
Harðarson fékk svo flest atkvæði í
sjötta sæti listans.
Efstu sæti D-
lista ákveðin
Fimmtíu ár eru liðin frá sjóslysunum miklu í Ísa-
fjarðardjúpi 1968. Þá fórust 26 sjómenn af
tveimur breskum togurum og einum íslenskum
vélbáti. Í gær var haldin athöfn um borð í varð-
skipinu Óðni til minningar um þá sem týndu lífi
þennan örlagaríka sólarhring og jafnframt til að
minnast þess björgunarafreks sem áhöfnin á
Óðni vann. Fyrir tilstilli áhafnarinnar, með Sig-
urð Þ. Árnason (t.h) skipherra í fararbroddi, var
18 mannslífum bjargað. Sendiherra Breta á Ís-
landi, Michael Nevin (t.v), ávarpaði samkomuna
og sr. Hjálmar Jónsson fór með minningarorð.
Minntust sjóslysanna miklu í Ísafjarðardjúpi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem
slasaðist eftir fall á Malaga á Spáni,
verður loks flutt á bæklunarspítala í
Toledo í dag. Liðnar eru rúmar tvær
vikur frá því að hún lamaðist í fall-
inu. Áætlað er að hún fari af stað,
ásamt foreldrum sínum, klukkan 10
að morgni að því er Jón Kristinn
Snæhólm, talsmaður Sunnu, segir í
samtali við Morgunblaðið.
Um 9-12 klukkutíma keyrsla
Bæklunarpítalinn er í 500 km fjar-
lægð frá Malaga og segir Jón Krist-
inn keyrsluna eiga að taka um 9-12
klukkutíma. Til stóð að flytja Sunnu í
gær en það gekk ekki upp sökum
þess að sjúkrabílarnir voru í notkun.
„Þá er málið að koma henni heim
ekki eins brýnt að því leytinu til að
hún er komin undir fagmannlegar
læknishendur, sem skiptir öllu máli í
svona aðstæðum,“ segir hann, en í
Morgunblaðinu í gær var sagt frá því
að Sunna hefði ekki fengið viðeig-
andi meðhöndlun á spítalanum í
Malaga. Hann segir að nú horfi mál-
ið til betri vegar og Sunna, vinir og
ættingjar vilji þakka utanríkisráðu-
neytinu fyrir gott starf. Vegabréf
Sunnu var tekið af henni í kjölfar
handtöku eiginmanns hennar í
tengslum við fíkniefnasmygl og enn
er beðið eftir því að hún fái það af-
hent. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær
kom fram að það væri að ósk lög-
regluyfirvalda á Spáni að Sunna yrði
enn um sinn í farbanni.
Sunna loks flutt á
bæklunarspítala
Rúmar 2 vikur frá því að hún lamaðist