Morgunblaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 12
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com H jördís Nína Egils- dóttir ólst upp í Mosfellsbænum ásamt fimm syst- kinum. Hún heill- aðist fljótt af heimi leiklistar- innar, lék meðal annars í Oliver Twist í Bæjarleikhúsinu í Mos- fellsbæ og svo fór að hún fetaði braut leiklistarinnar í mennta- skóla. Eftir að hafa útskrifast úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar vann hún með áhugafélaginu Óríon, en á endanum fluttist Hjördís búferl- um yfir hafið og settist að á Bret- landi, þar sem að hún tók upp nafnið Dísa Andersen, og útskrif- aðist úr leiklist frá Arts Univers- ity Bournemouth-háskólanum í Bournemouth í Bretlandi. Þessa dagana er hún að setja upp sína eigin leiksýningu í Old Red Lion Theater í mars og okk- ur lék forvitni á að vita hvernig það kom til. „Við meðleigjendur mínir vorum með matarboð fyrir vini okkar rétt fyrir jól og félagi minn spurði mig hvort ég hefði áhuga á að deila plássinu í Old Red Lion Theater með þeim þar sem hann hefði heyrt að ég væri með sýningu og þeir hefðu ekki efni á að leigja þetta út bara fyr- ir þá. Ég sagðist skyldu hugsa málið og bar það undir Julie, vin- konu mína og samstarfskonu, en hún var þá þegar byrjuð að vinna í verkinu. Ég hafði smá áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni en svo bauðst Julie til þess að fjárfesta í verkinu og ég áttaði mig á því að ég var með tækifæri sem ég gæti bara ekki látið mér úr greipum ganga.“ Úr varð að leik- Sýnir eigið verk í sögu- frægu bresku leikhúsi Hjördís Nína Egilsdóttir tók sér nafnið Dísa Andersen eftir að hún útskrifaðist úr leiklist frá Arts University Bournemouth á Bretlandi. Þessa dagana er hún að setja upp eigin leiksýningu um heimilisofbeldi í Old Red Lion leikhúsinu í London. Ljósmyndir/Elliot Trent Leikkonan Úr sýningu The Lights Burns Blue sem Hjördís Nína (lengst t.h. á báðum nyndunum) tók þátt í á vegum Arts University Bournemouth. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Loftpressur - stórar sem smáar Íslenskar raunsæisbækur fyrir börn endurspegla samfélagið sem þær eru sprottnar úr. Pólitísk deilumál og hagsveiflur móta efnistökin, rétt eins og tíð- arandinn. Þannig hafa ungir les- endur fengið að kynnast óðaverð- bólgu og efna- hagshruni, gena- fikti og kvótabraski, svo fátt eitt sé nefnt. En hvernig eru svona vandamál matreidd fyrir börn? Hvað einkennir hina íslensku samfélagslegu barnabók – og nær hún að halda í við sífellt hraðari samfélagsbreytingar? Þessum spurningum leitast Brynhildur Þór- arinsdóttir, rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri, við að svara í erindi sínu kl. 17 í dag, þriðjudaginn 6. febrúar, í aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Viðburðurinn er liður í erindaröðinni Barnabókin í 100 ár í safninu í febrúar. Vefsíðan www.bokasafnkopavogs.is Morgunblaðið/Valdís Thor. 100 ár Erindaröðin Barnabókin í 100 ár er í Bókasafni Kópavogs, aðalsafni. Börn, bækur og raunveruleikinn Brynhildur Þórarinsdóttir Norska sendiráðið tekur ásamt fleiri þátt í þeirri dásamlegu íþrótt sem skíðagöngur eru – þar sem útivist og líkamsrækt er fullkomin blanda eins og það er orðað á Facebook-síðunni Gönguskíðakvöld. Áhugasömum gefst kostur á að fræðast um göngu- skíði og skíðagöngu kl. 18-20 í kvöld, þriðjudaginn 6. febrúar, í Norræna húsinu. Á gönguskíðakvöldinu segir Krist- björn R. Sigurjónsson frá Craft.is á Ísafirði frá Fossavatnsgöngunni og aðstæðum fyrir vestan, Skíðagöngu- félagið Ullur fjallar um námskeið fé- lagsins og aðstæður á höfuðborgar- svæðinu og sendiherra Noregs, Cecilie Landsverk, sem hefur stund- að skíðagöngu allt sitt líf, segir frá reynslu sinni. Endilega … … farið í skíða- göngur Á gönguskíðum Oft er gönguskíða- færi með ágætum í borginni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dagskrá Vitafélagsins í ár er helguð árinu 1918 í tilefni 100 ára afmælis stjálfstæðis Íslendinga. Spegill for- tíðar – silfur framtíðar er yfirskrift fræðsluerinda félagsins, en kl. 20 annað kvöld, miðvikudaginn 7. febrúar flytur Kristján Sveinsson sagnfræð- ingur fyrirlesturinn Og allt kom það með skipunum – Skip, vitar og hafnir á árinu 1918. Fundurinn verður hald- inn í húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, Grandagarði 18, 2. hæð. Kristján rekur hvernig hugmyndin um fullveldi hafi komið til Íslands með skipi frá útlöndum eins og hinn danski hluti samninganefndarinnar sem að lokum komst að niðurstöðu um sambandslagasamninginn sem varð hinn formlegi grunnur fullveld- isins fram að lýðveldisstofnun. Fleira barst til Íslands með milli- landaskipum en hugmyndir. Verslun efldist á 19. öld og erlendur varningur barst í sífellt meiri mæli til landsins og var greitt fyrir hann með útflutn- ingsafurðum. Kristján, sem er höf- undur bókanna Vitar á Íslandi og Hafnir á Íslandi, víkur að ýmsu fleira, t.d. meginþáttunum í þróun kaupsigl- inga milli Íslands og nágrannaland- anna á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öldina þegar landsmenn tengdust umheiminum í ríkari mæli en nokkru sinni áður. Spegill fortíðar – silfur framtíðar Og allt kom það með skipunum Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Höfnin Kaupskipin sigla út um hafnarmynnið eitt af öðru sumarið 1975. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.