Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 13
Aðstandendur forvarnarverkefnisins Blátt áfram halda námskeiðið Vernd- arar barna kl. 12.30-15.30 í dag, þriðjudaginn 6. febrúar, í húsnæði sínu Faxafeni 9. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegu ofbeldi á börnum af hugrekki og ábyrgð. Námsefnið Verndarar barna er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum sem og einstaklingum sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sinna eigin eða ann- arra. Skráning: blattafram- @blattafram.is eða í síma 533 2929. Forvarnarverkefnið Blátt áfram Morgunblaðið/Eggert Vernd Námskeiðið er til að virkja hina fullorðnu til að vernda börnin gegn kynferðislegu ofbeldi. Námskeiðið Verndarar barna Theatre í London á sér langa sögu og er þekkt meðal leikhúsunnenda og var verkið „Rabbit“ meðal ann- ars sett þar upp en höfundur verksins, Nina Raine, vann til verðlauna árið 2006 fyrir verk sín. Dísa segist hlakka mikið til að setja upp sitt fyrsta verk í svo sögufrægu leikhúsi. „Það er af- skaplega spennandi tækifæri að fá að setja upp mitt fyrsta verk í svona flottu leikhúsi. Fullt af þekktum verkum hefur byrjað þarna, eins og til dæmis The Play That Goes Wrong sem verður sett upp á Íslandi bráðum. Við byrjum æfingar í næstu viku og ég get ekki beðið. Þetta er rosalega kostn- aðarsamt allt saman og ákveðin áhætta í því sem framleiðandi að setja allt sitt í þetta en ég er með annan fjárfesti og svo settum við upp hópfjáröflunarsíðu þar sem fólk getur gefið til þess að hjálpa okkur að gera sýninguna eins vel og hægt er. Reynir fyrir sér í London Dísa segist ekki ætla að flytja sig um set á næstunni þar sem henni líkar afar vel í London, en hverjar skyldu áætlanir hennar vera í nánustu framtíð? „Þetta er allt voða óljóst eins og er, hvert ég stefni eftir að við ljúkum við að sýna verkið. Ef það gengur vel væri gaman að taka það lengra og fara á sýningarferðalag og jafnvel vera með fyrirlestra um heilbrigð sambönd meðfram því. En ég held allavega áfram að búa í London og reyna fyrir mér þar, ég er með umboðsmann hérna og þrælfína íbúð svo ég er ekkert að plana að flytja mig um set á næst- unni.“ Ljósmynd/Christelle Chelbi Dísa Hjördís Nína Egilsdóttir heillaðist ung af heimi leiklistarinnar. ritið, Is This Thing On?, leit dags- ins ljós. Samtöl og ljóð Dísa segist lengi hafa gengið með hugmyndina að leikritinu í maganum. „Is This Thing On? er verk sem ég er búin að ætla mér að skrifa í tvö ár, það bara lætur mig ekki í friði má segja. Þannig að eft- ir útskrift frá Arts University Bournemouth settist ég niður og tók saman allt efnið sem ég er búin að vera að vinna með síðastliðin tvö ár og setti saman í þetta verk.“ En um hvað fjallar verkið? „Verkið fjallar um heimilis- ofbeldi og áhrif þess á unga konu sem er að vaxa úr grasi. Það er blandað saman venjulegum sam- tölum og ljóðum til þess að skapa umræðu um heimilisofbeldi og or- sakir þess. Við munum einnig koma til með að nota eitthvað af dansi og leik en danshöfundur verksins heitir Julie V. Holm“ Leikhúsið The Old Red Lion „Is This Thing On? er verk sem ég er búin að ætla mér að skrifa í tvö ár, það bara lætur mig ekki í friði má segja.“ Hópfjármögnun fyrir leikritið, Is This Thing On?: www.gofundme.com/isthisthingon DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Betra start fyrir þig og þína TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Við mælum rafgeyma og skiptum um - Hraðþjónusta Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónustaVeldu öruggt start me ð TUDOR Veitingastaðurinn KOKS í Færeyjum, sem fékk Michelin-stjörnu fyrir ári, verður opnaður á nýjum stað í apríl. Eigendur staðarins misstu leigu- húsnæði í Kirkjubæ, skammt frá Þórshöfn, síðasta haust og fóru að finna nýjan stað. Niðurstaðan varð gamall bóndabær við Leynavatn, er nefnist Frammi við Gjónna. Húsið var reist árið 1740, með hlöðnum stein- veggjum og torfþaki. Matreiðslumeistari KOKS, Poul Andrias Ziska, leggur mikið upp úr náttúrulegu umhverfi og rækt við færeyska matarhefð, menningu, húsagerðarlist og landbúnað. Frammi við Gjónna er í um 20 mín- útna akstursleið til norðvesturs frá Þórshöfn, skammt frá þjóðveginum og jarðgöngunum sem liggja yfir í eyjuna Vága, þar sem eini flugvöllur Færeyinga er. Eigendur KOKS byrjuðu að taka við borðapöntunum á nýja veitinga- staðnum 1. febrúar. Til að byrja með verður aðeins opið á kvöldin, frá þriðjudögum til og með laugardegi. Nánari upplýsingar á koks.fo. Michelin-veitingastaðurinn KOKS í Færeyjum Ljósmynd/KOKS Færeyjar Veitingahúsið flytur í gaml- an bæ við Leynavatn frá 1740. Frá Kirkjubæ að Leynavatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.