Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Borgarstjórihefur kosiðað nálgast
mikilvæg málefni
borgarinnar með
útúrsnúningum og
fjarstæðukenndu
tali. Í umræðum
um skort á byggingarfram-
kvæmdum hafnar hann því að
skortur sé á lóðum en heldur
því fram að byggingarfram-
kvæmdir séu ónógar vegna
skorts á byggingarkrönum.
Þetta er svo yfirgengilegt að
það er varla svaravert, en þó
var fengið álit nokkurra sem til
þekkja og hafna þessari krana-
skortskenningu afdráttarlaust.
Annað dæmi um mikilvægt
mál þar sem borgarstjóri beitir
fyrir sig málflutningi af þessu
tagi eru samgöngur í borginni.
Á borgarstjórnarfundi um
miðjan síðasta mánuði flutti
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
tillögu um að „óska eftir endur-
skoðun á samgöngusamningi
ríkisins og Reykjavíkurborgar
með það að markmiði að á
samningstímabilinu verði ráð-
ist í stórframkvæmdir í sam-
göngumálum í Reykjavík“.
Viðbrögð Dags B. Eggerts-
sonar borgarstjóra við tillög-
unni voru að flytja ræðu um að
slíkur samningur væri ekki til
og tillagan því á misskilningi
byggð. Svo fylgdu langar hár-
toganir um orðalag sem hefðu
varla sómt sér á málfundaræf-
ingu í grunnskólum borgar-
innar. Dagur hélt því fram að
samningurinn væri ekki við
Reykjavík heldur við sveitar-
félögin á höfuðborgarsvæðinu
og að hann snerist um að efla
almenningssamgöngur en ekki
að stöðva stórframkvæmdir,
enda hefði hvort eð er verið
ólíklegt að í þær framkvæmdir
yrði ráðist næsta áratuginn
eftir að samningurinn var
gerður, sem var árið 2012.
Vitaskuld stóð ekki steinn
yfir steini í þessum dapurlega
útúrsnúningi borgarstjóra og
eins og Kjartan benti á þá var
samningurinn við Reykjavík þó
að fleiri væru aðilar að honum
og það sem meira væri,
Reykjavíkurborg hefði dregið
vagninn í þessu máli og aðrir
aðeins fylgt með.
Hluti af þessum samningi,
sem borgarstjóri neitar að sé
til og kallaði „einhvern meint-
an samning“, var að stöðva
stórframkvæmdir. Þær stór-
framkvæmdir voru tilteknar
sérstaklega í tengslum við
samninginn og í Morgunblað-
inu í gær var sá listi birtur, svo
að ekki fer á milli mála að hann
er til, rétt eins og samningur-
inn.
Menn geta leikið
sér með hártoganir
en staðreyndin er
sú að Reykjavíkur-
borg fékk ríkið fyr-
ir nokkrum árum
til þess að flytja fé
frá stórfram-
kvæmdum og í strætó, enda
borgin á móti stórframkvæmd-
um í samgöngumálum, fyrir ut-
an borgarlínu, sem nú er upp-
haf og endir alls í þeim efnum
hjá borginni. Og ítrekað hefur
komið fram að borgaryfirvöld
hafa beinlínis hafnað þeim
stóru framkvæmdum sem ríkið
hefur viljað fara í innan
borgarmarkanna, þrátt fyrir
samninginn. Dæmi um þetta
eru gatnamót Bústaðavegar og
Breiðholtsbrautar, þar sem
ríkið vill laga stíflu en borgin
stendur gegn því.
Borgarstjóri heldur væntan-
lega uppi þessum fjarstæðu-
kennda málflutningi vegna
þess að hann áttar sig á að
samningur hans við ríkið hefur
engu skilað í auknum almenn-
ingssamgöngum en hefur kost-
að borgarbúa miklar umferðar-
tafir sem ekki sér fyrir endann
á að óbreyttu.
Sennilega er sama ástæða
fyrir því að hann er nú farinn
að tala um að setja Miklubraut
í stokk til að létta á umferðar-
stíflunni, leið sem meirihlutinn
ákvað fyrir nokkrum árum að
semja sérstaklega frá sér.
Eyþór Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins fyrir kom-
andi borgarstjórnarkosningar,
gagnrýnir þann kostnað sem
nýlega hefur verið lagt í vegna
endurbóta á Miklubraut í ljósi
umræðu nú um að setja hana í
stokk: „Það er ekki trúverðugt
að rúmum 100 dögum fyrir
kosningar sé borgar-
stjórnarmeirihlutinn að dusta
rykið af gamalli hugmynd um
Miklubraut í stokk, hugmynd
sem sjálfstæðismenn studdu en
meirihlutinn tók af dagskrá ár-
ið 2012. Mér finnst ekki trú-
verðugt að þegar verið er að
ljúka framkvæmd upp á hálfan
milljarð við grjótgarða sitt-
hvorumegin við Miklubrautina
fjárfesti borgin í kynningar-
myndbandi um Miklubraut í
stokk, einmitt þá tillögu sem
borgarstjórnarmeirihlutinn af-
skrifaði,“ segir Eyþór.
Auðvitað er þetta ekki trú-
verðugt, ekki frekar en að
halda því fram að samgöngu-
samningur við ríkið sé ekki til
eða að kranaskortur valdi
íbúðaskorti í Reykjavík.
Borgarbúar hljóta að mega
vona að borgarstjórnarmeiri-
hlutinn taki sig á og ræði málin
fyrir kosningar út frá stað-
reyndum og án útúrsnúninga.
Borgarstjóri á ekki
að láta eins og hann
sé á málfundaræf-
ingu þegar hann
ræðir alvörumál}
Fjarstæðukenndur
málflutningur
H
inn 25. janúar sl. fór fram sér-
stök umræða í þingsal um nýtt
þjóðarsjúkrahús. Umræðan
var að mestu málefnaleg nema
ef frá eru taldar tilraunir ráð-
herra og þingmanna Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs (VG) til að þagga niður um-
ræðuna. Gekk svo langt að heilbrigðisráherra
taldi hættulegt að skoða málið betur.
Aðrir þingmenn VG gáfu það til kynna að
innan Landspítalans væri almennur vilji til að
halda áfram með mistökin við Hringbraut.
Nýverið rituðu nokkrir einstaklingar; fjórir
læknar, hjúkrunarfræðingur, skipulagsfræð-
ingur og viðskiptafræðingur grein á visi.is
með fyrirsögninni „Hættuleg hugmynd“ þar
sem raktir eru kostir þess að reisa nýtt
sjúkrahús á nýjum stað. Greinin er rituð af
fólki sem bæði er sérfræðingar á sínu sviði og með víðtæka
þekkingu á málinu.
Í grein þeirra segir m.a. „Ef spítalinn verður á Hring-
braut þarf tímafrekar og kostnaðarsamar úrbætur á sam-
göngumannvirkjum. Setja þarf Miklubraut í stokk frá
Kringlunni að Hringbraut, Öskjuhlíðargöng, veg yfir
Skerjafjörð og borgarlínu. Allt þetta kostar yfir hundrað
milljarða króna úr ríkissjóði, sem ekki er aflögufær vegna
annarra brýnna verkefna. Því mun þetta taka áratugi.
Sumt af þessu þarf vissulega að koma þó að spítalinn flytj-
ist á betri stað, en það er ekki eins mikið lífsspursmál og
má gerast á lengri tíma. Samkvæmt þessu er það eigin-
lega hættulegri hugmynd að vilja byggja spítalann við
Hringbraut í stað þess að byggja á betri stað ef
gengið er út frá því að vilji sé fyrir hendi til að
byggja nýtt sjúkrahús og um það þarf ekki að
efast.“
Það virðist hins vegar litlu skipta þótt sér-
fræðingar sem þessir færi rök fyrir því að það
séu mikil mistök að halda áfram með Hring-
brautarverkefnið því ráðherra og elítan í kring-
um hana hafa ákveðið að mistök skuli gerð sama
hvað það kostar. Það sem er þó alvarlegast er að
ráðherra og fylgismenn hennar á alþingi fara í
umræðuna á þeim forsendum að það sé hættu-
legt að ræða mistökin í stað þess að færa rök
fyrir því að betra sé að halda áfram með Hring-
brautarverkefnið. Svo virðist sem ráðherrann
og elítan í kerfinu sé búin að fjárfesta svo mikið
í mistökunum að hvað sem sagt verður, hver
sem mótrökin eru, áfram skal haldið.
Við hvað er þetta fólk hrætt? Eru þau hrædd við að ef
skipulagsmálin eru skoðuð betur þá sé ljóst að það sé
betra að færa sjúkrahúsið? Eru þau hrædd við að kostn-
aður við nýjan spítala sé lægri en að gera við þann gamla?
Má vera að raunkostnaður við endurbætur við Hringbraut
sé vanáætlaður? Getur verið að í þau viti það í raun og
veru að það að byggja nýtt sjúkrahús miðsvæðis á höfuð-
borgarsvæðinu sé betra? Ef þetta er reyndin þá er ljóst að
umræðan er hættuleg fyrir þetta fólk og þöggunin eðlileg í
því ljósi.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Er umræðan hættuleg?
Höfundur er alþingismaður Miðflokksins fyrir
Suðvesturkjördæmi. gunnarbragi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vinnsla raforku gekk vel áárinu 2017 hjá Lands-virkjun (LV) og fór raf-orkuvinnslan í fyrsta sinn
yfir 14 TWst (terawattstundir). Sleg-
in voru vinnslumet á árinu í Fljóts-
dalsstöð, Sigöldustöð, Búðarháls-
stöð, Sultartangastöð og Steingríms-
stöð. Sumar af þessum stöðvum hafa
starfað í áratugi, t.d. Steingrímsstöð
við Sog, sem tekin var í notkun árið
1959.
„Helsta skýringin á þessu er
aukið álag (aukin sala) og þar með
aukin nýting vinnslukerfisins. Auk
þess hefur vatns-
búskapurinn á
sama tíma verið
hagstæður,“ segir
Einar Mathiesen,
framkvæmda-
stjóri orkusviðs
Landsvirkjunar.
Sumar stöðvar
Landsvirkjunar
hafa aflgetu sem
er meiri en venju-
legt rennsli býður upp á og Stein-
grímsstöð er ein af þeim, segir
Einar. Vinnsla einstakra vatnsafls-
stöðva ræðst fyrst og fremst af
breytilegu rennsli á milli ára, upp-
settu afli og takmarkast af mögu-
legum stöðvunum vegna viðhalds.
Á árinu 2017 voru sem fyrr seg-
ir slegin vinnslumet í fimm afl-
stöðvum, þ.e. Fljótsdalsstöð, Sig-
öldustöð, Sultartangastöð, Búðar-
hálsstöð og Steingrímsstöð. Hæsti
vinnslutoppur í kerfi Landsvirkjunar
var 15. desember en meðaltoppur
þann dag var 1.831 MW (megavatt)
en til samanburðar var uppsett afl í
aflstöðvum LV að frádregnum tak-
mörkunum og reiðuafli 1.881 MW.
Álagsmesti dagurinn var 16. desem-
ber en þá var orkuvinnslan 41,15
GWst (gígavattstundir). En meðal
orkuvinnsla LV á sólarhring var 38,3
GWst á síðasta ári. „Nýtni í vinnslu-
kerfi Landsvirkjunar var einstak-
lega góð á síðasta ári og iðulega
framúrskarandi eða yfir meðallagi á
alþjóðlegan mælikvarða,“ segir
Einar.
Landsvirkjun starfrækir fjórtán
vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarma-
stöðvar og tvær vindmyllur á fimm
starfssvæðum víðs vegar um landið.
Hlutur vatnsafls er um 96% í vinnslu
LV og hlutur jarðvarma er 4%. Hér á
landi eru 99% allrar raforku unnin
með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Raforkuvinnsla landsmanna nam um
18.700 GWst á síðasta ári og var hlut-
ur LV 75%.
Rekstur aflstöðva Landsvirkj-
unar gekk vel á árinu 2017. Raforku-
afhending fyrirtækisinsinn á flutn-
ingskerfi Landsnets nam 13.898
GWst árið 2017 að frádregnum töp-
um og eigin notkun, sem er 4,6%
aukning frá árinu 2016. Þar af nam
vinnsla Fljótsdalsstöðvar, stærstu
aflstöðvar LV 27%, eða 5.065 GWst.
„Við rekstur aflstöðva er lögð
áhersla á heildræna sýn þar sem ráð-
deild, áreiðanleiki og sambýli starf-
seminnar við umhverfi og samfélag
eru höfð að leiðarljósi. Landsvirkjun
hefur sett sér það markmið að allar
vélar í aflstöðvum fyrirtækisins skuli
vera tiltækar 99% af árinu að með-
töldum skipulögðum viðhaldstíma-
bilum. Þetta markmið náðist á árinu.
Vélar voru tiltækar 99,8% tímans á
árinu, sama og var árið áður,“ segir
Einar.
Sem dæmi má nefna að Ljósa-
fossstöð við Sog varð 80 ára gömul í
fyrra og slær hvergi slöku við. Nýt-
ingarhlutfallið á árinu var um 97,5%,
sem þýðir að vélar stöðvarinnar voru
í gangi 357 daga. Stöðin var úti
vegna skoðana og viðhalds sjö daga
og vegna truflana aðeins einn dag.
Vinnslumet slegin
hjá Landsvirkjun
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fljótsdalsstöð Hún er stærsta aflstöð Landsvirkjunar og var tekin í notkun
árið 2007. Vinnslan var 5.065 GWst í fyrra, sem er nýtt met.
Einar
Mathiesen
Ein TWst (teravattstund) jafn-
gildir 1.000.000.000 kWst
(kílóvattstund).
Einar tekur dæmi: Stór hella
á eldavél er 1 kW (1.000 W). Ef
hellan er notuð á fullum styrk
í eina klukkustund eyðir hún 1
kWst (einni kílóvattstund).
14.000.000.000 slíkar hellur í
eina klukkustund gefa þá
14.000.000.000 kWst = 14
TWst (teravattstund).
Í einu ári eru 8.760 klukku-
stundir. Ef vinnsla ársins 2017
hjá Landsvirkjun var
14.000.000.000 kWst og því
dreift jafnt yfir allt árið (eins
og að álagið á kerfinu hafi ver-
ið stöðugt allt árið) þá hefði
dugað samtals uppsett afl í
stöðvum LV jafnt
14.000.000.000 kWst deilt
með 8.760 st = 1.598.174 kW
eða um 1.600 MW. Afl allra
stöðva Landsvirkjunar stöðv-
anna er hins vegar um 1.900
MW (megavatt).
Afl stöðva
1.900 MW
LANDSVIRKJUN