Morgunblaðið - 06.02.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 06.02.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Stórhríð Á stundum getur íslenskt vetrarveður gjörbreytt umhverfinu. Svo virðist sem ferðamenn tveir berjist gegnum veðrið í óbyggðum en staðurinn er í raun miðborg Reykjavíkur, Ingólfsgarður við Hörpu nánar tiltekið. Kristinn Magnússon Í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag er fjallað um áhugaverð og þýð- ingarmikil atriði sem varða starfsemi dóm- stóla. Tekið skal undir þá ályktun að illa sé komið, þegar þeir sem síst skyldi standast ekki persónulegar og hóp- lægar freistingar og taka óhnekkjanlegar en löglausar ákvarðanir í þágu baráttu sinnar um völd. Annað í bréfinu vekur væntanlega verðskuldaða athygli. Þar segir að spakmæli kveði svo á að þá fyrst séu menn orðnir góðir lögfræðingar þeg- ar þeir hafi gleymt öllu sem þeir lærðu í lagadeildinni. Skilja ber bréf- ritara svo að orðið „spakmæli“ sé öfugmæli um þessa kenningu. Tekið skal undir það. Í lagadeildinni forðum lærðum við að lögin færu ekki í manngreinarálit. Dómar ættu að byggjast á hlutlægri meðferð réttarheimilda, þar sem tog- streita hagsmuna og þjóðfélagsátaka ætti ekki að hafa áhrif. Flest erum við hins vegar undir þá sök seld að hafa fengist við alls konar verkefni á lífsins vegi, þar sem lög- fræðilegar pælingar hafa ekki svo mjög verið í forgrunni. Þá hefur okk- ur hætt við að hverfa frá því sem við lærðum í lagadeildinni, þegar við óspjölluð sátum þar og dáðum gyðju réttlætisins. Hún fór ekki í mann- greinarálit og var með bundið fyrir augu til að þekkja ekki einn málsaðila frá öðrum. Það er jafnvel hugsanlegt að í sýsl- an daganna höfum við einatt fundið réttlætingar fyrir að gera eitthvað sem okkur kann að hafa fundist upp- lagt á því augnabliki, sem hafst var að, þó að í bága færi við lærdóminn úr lagadeildinni. Eftir að ákvarðanir um slík efni hafa verið teknar og fram- kvæmdar hættir okkur til að réttlæta þær fyrir sjálfum okkur og öðrum. Þá hentar oft ekki vel að rifja upp hreinlífið úr lagadeild- inni. Og svo gleymum við kannski fljótlega flestu sem þar var kennt og í staðinn hefur komið lífsmynd sem mótast hefur af basli daganna í lífi okkar. Gleymska okkar og aðlögun að eigin við- fangsefnum hefur hins vegar ekki fellt niður lögmálin sem við lærðum forðum. Enn sem fyrr ættu menn að mega blanda saman áfengi og pilsner, án þess að sæta refsingu fyrir. Snið- ganga dómara hjá lögum var jafn röng fyrr á tímum og hún myndi telj- ast nú. Sama er að segja um áfell- isdóma yfir sökuðum mönnum, sem ekki fullnægja kröfunum sem okkur voru kenndar í lagadeildinni. Við skulum reyna að halda áfram að vera börn í lögum ef í því felst að halda í óspjallaða hugsjónina sem okkur lærðist í lagadeildinni forðum. Og við skulum taka undir með höf- undi Reykjavíkurbréfsins um að okk- ur sé ekki bara heimilt, heldur jafnvel skylt, að segja deili á dómum æðsta dómstólsins sem misbjóða réttlætis- gyðjunni. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Í lagadeildinni forð- um lærðum við að lögin færu ekki í mann- greinarálit. Dómar ættu að byggjast á hlutlægri meðferð réttarheimilda, þar sem togstreita hagsmuna og þjóð- félagsátaka ætti ekki að hafa áhrif. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Gyðja réttlætis Sagan sýnir að þegar ný æviskeið komast í fókus fylgja oft miklar samfélags- breytingar í kjölfarið. Ný sýn á æskuna á 19. öld ruddi brautina fyrir barnaverndarlög og skólaskyldu og skapaði ýmiss konar viðskiptatækifæri og iðnað á borð við leik- fangaframleiðslu og útgáfu barna- bóka. Á miðri síðustu öld skapaði nýr samfélagshópur, unglingar, gífurlegar tekjur fyrir ýmsa fram- leiðendur. Nú eru að verða álíka umfangsmiklar breytingar og ung- lingamenningin leiddi af sér, nema hvað nú eru það ekki unglingarnir sem valda umrótinu heldur eldra fólk. Fólki sem komið er á efri ár fjölgar mikið, það er við mun betri heilsu en áður og mun lifa lengur en áður. Þessi þróun mun hafa mikil áhrif á samfélagið og skapar bæði mikil tækifæri og áskoranir. Miklar breytingar á samfélaginu Fjölgun eldra fólks er raunar ein stærsta samfélagsbreytingin sem Íslendingar og flestar aðrar þjóðir munu standa frammi fyrir á næstu árum og áratugum. Íslend- ingar eru samt enn töluvert yngri þjóð en margar aðrar, þ.e. hlut- fallslegur fjöldi eldra fólks er enn minni hér en í öðrum löndum. Í dag eru 65 ára og eldri rúmlega 14% Íslendinga. Árið 2039 gerir Hagstofa Íslands ráð fyrir að hlut- fallið verði komið yfir 20% og yfir 25% árið 2057. Frá árinu 2047 má reikna með að þeir sem eru 65 ára og eldri verði fleiri en þeir sem eru 19 ára og yngri sem er öfugt miðað við það sem nú er. Þróunin mun halda áfram upp á við, aldurslega séð, um fyrirséða framtíð. Í kringum 2060 munu Íslendingar sem eru 75 ára og eldri verða jafnstórt hlutfall þjóð- arinnar og 65 ára og eldri eru í dag. Meðalævi Íslend- inga mun lengjast verulega. Meðalævilengd karla við fæðingu hækkar þannig úr 79,6 árum á árinu 2016 upp í 84,3 ár árið 2065. Hjá konum fer meðal- ævin úr 83,6 árum árið 2016 í 88,6 ár árið 2065. Breytingar með batnandi heilsu og hækkandi með- alaldri Um síðustu aldamót töldu karl- ar um sextugt í Bandaríkjunum að heilsa þeirra væri almennt jafn góð og þeirra sem voru sjötugir upp úr 1970. Með öðrum orðum mætti segja að þeir sem áður voru sjötugir séu nú í kringum sextugt sé tekið mið af almennri heilsu fólks. Fólk lifir lengur og heilsa þess er betri en áður var. Í þróuðum löndum eru útgjöld til eftirlauna og heilsugæslu nú í kringum 16% af landsframleiðslu. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins munu þessi útgjöld verða um 25% af landsframleiðslu í lok aldar- innar, verði ekkert að gert. Áhrif öldrunar á samfélag okkar verða mikil og víðtæk. Sumir eru betur í stakk búnir en aðrir til þess að takast á við þessar breyt- ingar, t.d. hvað heilsu og fjármála- stöðu varðar. Ætla má að áhugi eldra fólks á að vinna lengur aukist með betri heilsu. Umræða um seinkun lífeyristökualdurs er víða komin á fullt skrið, en víða er staðan sú að ekki er augljóst að sá lífeyrissparnaður sem nú er fyrir hendi dugi til þess að fólk geti lif- að góðu lífi til æviloka. Betri heilsa og lengri ævi verður örugg- lega til þess að fólk geti og muni vilja búa lengur á eigin heimili en verið hefur. Ýmsar tæknibreyt- ingar og bætt upplýsingastreymi hafa sífellt meiri áhrif á líf fólks, auðvelda það og gera það fjöl- breytilegra. Það á ekki síst við um líf eldra fólks. Það er áleitin spurning hvernig fjármálakerfi heimsins, bankar og tryggingafélög muni bregðast við þessari þróun. Eldra fólk mun verða sterkur neysluhópur í fram- tíðinni og mun gera miklar kröfur. Í þessu sambandi verða til margir möguleikar og nýjar kröfur koma upp. Landsbankinn telur mikilvægt að fylgjast með þessari þróun og fjalla um hana. Á Umræðunni, efnis- og fréttavef Landsbankans, birtast í dag fimm greinar þar sem fjallað er um þau áhrif sem aukinn lífaldur mun hafa á sam- félag okkar. Slóðin á umfjöllunina er www.landsbankinn.is/lengra-lif. Eftir Ara Skúlason » Fjölgun eldra fólks er ein stærsta sam- félagsbreytingin sem Ís- lendingar og flestar aðr- ar þjóðir munu standa frammi fyrir á næstu ár- um og áratugum. Ari Skúlason Höfundur er hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Eldra fólk er ung- lingar nútímans Eitt af því sem fylgir uppsveiflum eins og þeim sem við sjáum í atvinnulífinu um þess- ar mundir er fjölgun vinnuslysa. Til þess að sjá merki um þetta er nóg að bera saman hagtölur við tölfræði Vinnueftirlitsins um vinnuslys. Undanfarin ár hefur vinnuslysum farið ört fjölgandi og slysatölurnar fyrir 2016 eru þær hæstu frá því mælingar hófust. 2017 tölurnar eru ennþá að koma í hús en margt bend- ir til þess að það ár verði jafn þungt í slysum. Rannsóknir gefa til kynna að beinn og óbeinn kostnaður vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma sé um 3,8% af vergi landframleiðslu vestrænna landa. Miðað við árið 2016 hefði kostnaður vegna vinnu- slysa verið 93 milljarðar eða 45 millj- ónir á hvert vinnuslys það ár. Það er því ljóst að atvinnulífsins hér á landi bíður mikið verkefni. Ís- lensk fyrirtæki verða að skoða hvort skipulag og framkvæmd öryggis- mála sé eins og best verður á kosið. Forsvarsmenn verða að spyrja sig hvort nóg sé að gert, hvort lög og skyldur séu uppfylltar, og jafnvel hvort ekki sé tilefni til að ganga lengra en lög segja til um til að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Það er á ábyrgð okkar allra í at- vinnulífinu, fyrirtækja, opinberra eftirlitsaðila og verkalýðsfélaga að sjá til þess að tryggja sem best að fólk sé öruggt við sína vinnu. En til þess að ná ár- angri þurfum við að vinna saman, deila reynslu og þekkingu og vera óhrædd við að leita nýrra leiða. Þess vegna stöndum við hjá VÍS fyrir ráð- stefnu um öryggis- og forvarnarmál miðviku- daginn 7. febrúar næst- komandi. Til þess að búa til vettvang fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að deila með öðrum og læra hvert af öðru. Markmið okkar með ráðstefnunni er að gestir fari aftur heim á sína vinnustaði fullir af innblæstri og hugmyndum um hvernig sé hægt að gera enn betur í forvarnarmálum og hvernig sé hægt að gera vinnuum- hverfi okkar allra eins og öruggt og hægt er. Öruggara samfélag er allra hagur og það eru sjálfsögð mann- réttindi að allir komist heilir heim úr vinnunni. Núllslysastefna er sú sýn sem við hjá VÍS höldum uppi. Sýn VÍS er að hægt sé að koma í veg fyrir slys og skapa slysalausa vinnustaði. Vinnuslys hafa aldrei verið fleiri Eftir Helga Bjarnason Helgi Bjarnason » Íslensk fyrirtæki verða að skoða hvort skipulag og framkvæmd öryggismála sé eins og best verður á kosið. Höfundur er forstjóri VÍS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.