Morgunblaðið - 06.02.2018, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
✝ Jón ÞorbergEggertsson
fæddist í Haukadal í
Dýrafirði 7. október
1922 og ólst þar
upp. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Hömrum í Mos-
fellsbæ 29. janúar
2018.
Foreldrar Jóns
voru Eggert Guð-
mundsson, f. 10.1.
1883, d. 14.5. 1966, skipstjóri og
stýrimaður í Haukadal í Dýrafirði,
og Guðríður Gestsdóttir, f. 11.9.
1897, d. 13.1. 1993, húsfreyja í
Haukadal. Jón var elstur fjögurra
systkina, en þau voru Guðmundur,
f. 29.1. 1928, d. 16.10. 2017, Andr-
és Magnús, f. 20.10. 1929, og Her-
dís, f. 5.9. 1932, d. 23.9. 2001.
Jón kvæntist 15.9. 1951 Rósu
Kemp Þórlindsdóttur, húsfreyju,
f. 11.2. 1924, d. 8.3. 2012. Hún var
dóttir Þórlindar Ólafssonar, verk-
stjóra á Lækjarhvoli, Búðum við
Fáskrúðsfjörð, f. 27.5. 1887, d.
29.1. 1982, og konu hans Jórunnar
Bjarnardóttur kennara, f. 27.4.
1885, d. 18.12. 1955.
Börn Jóns og Rósu eru 1) Ólaf-
ur Ólafsson, f. 26.9. 1947, vél-
tæknifræðingur í Kópavogi,
kvæntur Öldu Konráðsdóttur en
börn þeirra eru a) Rósa, f. 1970,
Rós, f. 1987, maki Andri Örn Sig-
urðsson, dóttir Aníta Dröfn, b)
Þórdís, f. 1989, og c) Gísli, f. 1994;
5) Jórunn Linda, f. 10.3. 1956,
kennari í Mosfellsbæ, börn hennar
eru a) Aldís, f. 1991, maki Valmir
Qeleposhi, dóttir hennar er Dagný
Lára, b) Heiðdís, f. 1991, maki
Eggert Orri Hermannsson.
Að loknu barnaskólanámi við
Barnaskólann í Haukadal, sem var
farskóli, lá leiðin í Héraðsskólann
að Núpi í Dýrafirði. Því næst fór
Jón í Kennaraskóla Íslands og
lauk þaðan almennu kennaraprófi
1947. 1950-51 kenndi Jón við
Barnaskólann á Búðum í Fá-
skrúðsfirði, 1951-52 við Barna-
skólann á Suðureyri í Súganda-
firði. Því næst var hann skólastjóri
við Barnaskólann á Búðum í Fá-
skrúðsfirði 1952-55 og skólastjóri
Barna- og miðskólans á Patreks-
firði 1955-72.
Árið 1972-73 var Jón við nám í
Ósló en á árunum 1973-91 var
hann kennari við Langholtsskóla í
Reykjavík. Jón hefur gegnt ýms-
um félags- og trúnaðarstörfum
gegnum árin, t.d. var hann mörg
ár í sóknarnefnd Vestur-Barða-
strandarsýslu á Patreksfirði.
Hann sat einnig í stjórn bókasafns-
ins þar, sinnti skátastarfi og var
skátaforingi á Patreksfirði í sjö ár
og var einn af stofnendum Lions-
klúbbs Patreksfjarðar. Jón hefur
málað olíumyndir frá unglings-
árunum og haldið fjölda einkasýn-
inga.
Útför Jóns fer fram frá Grens-
áskirkju í dag, 6. febrúar 2018, og
hefst athöfnin klukkan 13.
gift Andra Ragn-
arssyni, börn þeirra
eru Alda Björk og
Arnar Logi, b) Kon-
ráð Þór, f. 1976,
maki Sigríður
Jónsdóttir, börn
hans eru Sóley Líf
og Ísak Freyr, c)
Andri, f. 1980,
kvæntur Hildi Maríu
Hjaltalín Jónsdótt-
ur, börn þeirra eru
Ester Ósk, Ólafur Alexander,
Daníel Ingi og Saga Margrét; 2)
Svala Haukdal, f. 31.5. 1952, þjón-
ustufulltrúi í Reykjavík, gift
Kjartani O. Þorbergssyni, dóttir
þeirra er Sif Haukdal, f. 1987, gift
Tryggva Kristmari Tryggvasyni,
börn þeirra Lísa Karen og Dóra
María; 3) Þórdís Elva, f. 9.7. 1953,
sjúkraþjálfari í Svíþjóð, maki
Hafsteinn Ágústsson, en börn
hennar eru a) Linda María f. 1977
gift Matthew Lisle, börn þeirra
eru Leo Thomas og Bo Christian,
b) Kristín Lilja, f. 1980, maki Atli
Ericson, börn þeirra Ove Vidar
og Lena Alda, c) Jón Henrik, f.
1984, kvæntur Diana Ucar Ås-
berg, börn þeirra, Elise Rosa, Jon
Isak og Frank Rune; 4) Guðríður
Erna, f. 10.3.1956, kennari í Mos-
fellsbæ, gift Ólafi Ágústi Gísla-
syni og börn þeirra eru Brynja
Í dag kveð ég kæran tengda-
föður minn og vin, Jón Þ. Egg-
ertsson frá Sæbóli í Haukadal í
Dýrafirði. Það var á haustdög-
um 1977 sem ég kynntist Jóni
og konu hans, Rósu, þegar sam-
band okkar Ernu dóttur þeirra
hófst. Frá fyrstu tíð náðum við
vel saman og var gott að leita
ráða hjá honum.
Það er margs að minnast frá
þeim árum sem ég þekkti Jón.
Hann var ávallt rólegur og
hægur, maður sem hafði mörgu
að miðla, enda frábær kennari,
skólastjóri, fræðimaður og mik-
ill ættfræðingur. Oftast gat
hann fundið einhverja tengingu
við einhvern sem maður hafði
hitt fyrir vestan.
Hann sat sjaldan auðum
höndum, hagleiksmaður góður
jafnt innandyra sem utan og
undi sér best við að dytta að
ýmsu. Hefur sjálfsagt fengið
það í arf frá uppvextinum í
Haukadal, að nýta hlutina og
lagfæra.
Garðyrkja þeirra hjóna í
Barrholtinu í Mosfellsbæ og í
lóðinni á nýja Sæbóli meðan
heilsan leyfði, var þeirra beggja
líf og yndi og báru verk þeirra
þess fagurt merki.
Þau hjón var ávallt gott og
notalegt heim að sækja, alltaf
vel tekið á móti manni, strax
boðið upp á kaffi og með því.
Jón var mjög listhneigður,
málaði myndir, spilaði á harm-
oniku, og síðast en ekki síst
hagyrðingur góður. Orti oftar
en ekki ljóð við hin ýmsu tæki-
færi. Síðustu ár var það hefð á
afmælunum hans að lesa fyrir
okkur nýjustu ljóðin. Skraut-
skrifari var hann góður, eins og
allmargar vísur í gestabókum
bera vott um og að ekki sé
minnst á jóla- og afmæliskort.
Hin seinni ár fannst Jóni erf-
itt að breyta „rútínunni“ sinni,
t.d. ef ég ætlaði að bóna bílinn
eða fara með í skoðun, fannst
honum betra að vita það með
fyrirvara.
Alveg frá því ég hitti Jón
fyrst, var einn staður öðrum
fremur ofarlega í huga hans.
Það er Sæból í Haukadal.
Þangað fóru þau Rósa á
hverju sumri, sérstaklega eftir
að nýtt sumarhús var reist á
jörðinni haustið 1994.
Við Erna höfum farið margar
ferðir þangað með krökkunum
og dvalið með ömmu og afa sem
ávallt voru að segja þeim frá
því sem gerðist í gamla daga,
ásamt öðrum fróðleik.
Börnunum okkar þótti alltaf
gott að koma til ömmu og afa í
Barrholtið eða vestur og vera í
návist þeirra. Eftir að Rósa lést
2012, treysti Jón sér ekki vest-
ur í Haukadalinn, en hugur
hans leitaði oft þangað.
Elsku Jón, það er komið að
leiðarlokum. Hafðu þökk fyrir
allt og allt. Ég er viss um að
hún Rósa tengdó og þú eruð
komin vestur í dalinn þinn sem
þú lýsir svo vel í kvæðinu þínu
um æskuslóðirnar.
Ó, þú fagri Dýrafjörður,
fagurlega ertu gjörður,
fáir betur skreyta sig.
Háfjöll þinna djúpu dala,
dökkir hamrar klettasala,
löngum hafa heillað mig.
Ég við barm þinn upp er alinn,
alltaf mun ég Haukadalinn
muna hvað sem haldið er.
Æskan – ellin leikur saman,
ævintýrastundir – gaman.
Fóstri minn, ég þakka þér.
(JÞE)
Ólafur Ág. Gíslason.
Það varð mér til mikillar
gæfu að leiðir okkar Svölu,
dóttur Jóns Þorbergs, lágu
saman og að verða svo tengda-
sonur hans. Lífið varð fegurra
og betra í samvistum við Jón,
bæði mannlíf og gróður dafn-
aði vel með natni hans. Jón var
sannur sinni stefnu til góðra
verka og að standa við sínar
ákvarðanir var ófrávíkjanlegt.
Jón var maður hávaxinn,
þéttur á velli og þéttur í lund.
Hann var listfengur, bæði til
munns og handa.
Jón orti vísur til sinna nán-
ustu á merkisdögum í lífi
þeirra. Hér kemur fyrsta er-
indi í ávarpi til okkar Svölu á
brúðkaupsdegi okkar:
Á fornhelga reitnum und brosmild-
um fjöllum,
við friðarstund áttum í ró á
Þingvöllum.
Kærleiksblær strauk létt, er maður
og kona,
kynntu þar tryggð sinna heitustu
vona.
Góðar minningar eru frá
heimsóknum vestur í Hauka-
dal, gönguferðir um dal og
strönd. Jón var manna fróð-
astur um nöfn á giljum sem
hólum og þuldi þulu með nöfn-
um á öllum bæjum kringum
Dýrafjörð.
Í einni fjöruferðinni fundum
við sérstakan stein, sem skar
sig frá öðrum, því hann var
mjög ljós á litinn. Þetta var
ljóst granít sem hafði borist
upp í fjöru annað hvort með
hafís frá Grænlandi eða með
lúðuveiðiskipum frá Ameríku á
öldum áður. Steinninn er nú til
skrauts og minja hjá okkur
Svölu heima í Grænlandsleið.
Ég er þakklátur fyrir að
hafa átt samleið með Jóni og
notið hans fróðleiks og visku.
Blessuð sé minning hans.
Kjartan Þorbergsson.
Elsku afi, nú ert þú farinn
til hinstu hvíldar, aftur í faðm
ömmu Rósu. Þær minningar
sem við eigum saman eru
óteljandi og af mörgu að taka.
Það sem stendur helst upp úr
eru allar þær sögur og vísur
sem þú hefur farið með fyrir
okkur öll þessi ár. Sögur frá
þinni barnæsku og yngri árum
og hvernig hlutirnir voru hér
áður fyrr. Það var ekki vanda-
mál fyrir þig að setjast niður
og skrifa nokkur orð á blað og
úr því varð vísa.
Þú ortir óteljandi vísur sem
tengdust einhverju úr þínu
daglega lífi eða um einstakling
sem stóð þér nærri.
Þér var margt annað til lista
lagt. Þú varst mjög handlag-
inn, smíðaðir ýmiss konar tré-
verk og málaðir allmörg mál-
verk sem eru hvert öðru
fegurra.
Elsku afi, það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farinn
og að okkar stundir saman
verði ekki fleiri. En þetta er
víst lífsins gangur og við vitum
að þú ert kominn á góðan stað
þar sem amma Rósa mun
hugsa vel um þig.
Blankalogn um Breiðafjörð,
Baldur haggast eigi,
húmar að um hlíð og skörð,
halla tekur degi.
(JÞE)
Hvíl í friði, elsku afi, Guð
verndi þig og passi upp á þig.
Þín verður sárt saknað.
Þín elskulegu barnabörn,
Brynja Rós,
Þórdís og Gísli.
Nú ert þú, elsku afi Jón,
kominn í draumalandið þar
sem amma Rósa tekur á móti
þér með sínum ástríka faðmi.
Það er gott að hugsa til þess
að þið eruð sameinuð á ný.
Afi var mikill herramaður
og alltaf vel tilhafður og fór
varla úr húsi án sixpensarans
og greiðu.
Ég á margar minningar um
afa og eru þær hver annarri
dýrmætari. Afi var hæfileika-
ríkur maður. Hann átti harm-
onikku og tók hann oft í hana
og spilaði eftir eyranu, öllum til
mikillar ánægju. Hann var
mjög minnugur og var gaman
að sitja með honum í bíl um
Vestfirðina þar sem hann gat
talið upp öll fjöll og bæi sem við
keyrðum framhjá. Hann kunni
fjöldann allan af vísum sem
hann fór með fyrir okkur í
hverri heimsókn.
Hann málaði fallegustu
myndirnar, hafði fallega rit-
hönd og orti skemmtilegustu
vísurnar. Hann var duglegur að
halda dagbók og las hann oft
upp úr þeim vísur sem hann
orti um líðandi stund.
Hann var stoltur af fólkinu
sínu og var áhugasamur. Hann
fylgdist alltaf með hvað ég var
að gera og var alltaf til staðar.
Afi og amma voru gift í 60 ár
og héldu þau alltaf vel utan um
sambandið, fólkið sitt og alla í
kringum sig. Það var alltaf til-
hlökkun að fara í heimsókn til
þeirra.
Við áttum góðar stundir sam-
an núna í janúar og er ég þakk-
lát fyrir hverja eina og einustu.
Afi var besti afi í heimi og á ég
eftir að sakna hans mikið.
Sif Haukdal Kjartansdóttir.
Hugurinn leitar yfir til löngu
liðinna stunda þegar ég fregna
nú andlát míns fyrsta skóla-
stjóra í kennslustarfi. Hversu
ljúft er ekki ennþá eftir áratugi
að rifja upp símtalið frá honum
Jóni á haustmánuðum 1953
þegar sá nýútskrifaði var enn
án starfs. Þar urðu þáttaskil í
lífi mínu og hversu stór var
ekki hlutur Jóns í því með þess-
ari ráðningu minni. Við vorum
þarna tveir nýgræðingar, Ingv-
ar Ingólfsson og undirritaður,
og það var beggja lán að fá svo
traustan, einlægan og skiln-
ingsríkan yfirmann. Hann var
fastur fyrir í sinni skólastjórn
enda farsæll mjög í því starfi,
hann brá lit á líf daganna með
glaðværð sinni en alvaran aldr-
ei langt undan.
Ég átti því láni að fagna að
koma nokkrum sinnum á heim-
ili þeirra Rósu og Jóns og það
var sannkallaður gleðiauki. Mér
er einnig minnisstætt hversu
mikla alúð Jón Þorberg sýndi í
öllum sínum störfum þar sem
nemandinn var ævinlega í fyrir-
rúmi.
Ekki sízt man ég hversu
hann undirbjó og stýrði vor-
samkomum skólans, þar sem
fjölbreytnin var í öndvegi.
Jón var músíkalskur maður
og lék af list góðri á harm-
onikku og þess nutu hinir dans-
glöðu Fáskrúðsfirðingar á þeim
fjölmörgu dansleikjum þar sem
Jón Þorberg „dró fram drag-
spilið“ eins og hann sagði
stundum.
Ekki má gleyma málara-
listinni hans Jóns þar sem hann
fór fimum fingrum um pensil-
inn og átti listræna hæfileika í
farteskinu.
Fyrir nokkrum árum áttum
við Ingvar ljúfa stund á kaffi-
húsi með Jóni og hann var hinn
hressasti, hló sínum háa, smit-
andi hlátri og rifjaði upp með
okkur skemmtileg atvik liðins
tíma.
Örfá minningarorð segja
ekki mikið en í þeim felst ein-
staklega mikið og djúpstætt
þakklæti fyrir veturna tvo á
Búðum. Það var í raun allmikið
áfall fyrir skólann þar þegar
Jón Þorberg flutti vestur, en
„römm er sú taug er rekka
dregur föðurtúna til“ og Dýr-
firðingurinn þá kominn nær
bernskuslóðum sem ég fann að
hann unni mjög.
Með kærri þökk er Jón Þor-
berg kvaddur hinztu kveðju.
Þar fór um lífsins veg vænn
drengur góðra verka.
Aðstandendum hans öllum
eru hlýjar samúðarkveðjur
sendar.
Helgi Seljan.
Jón Þorberg
Eggertsson
Mig langar að
setja hér nokkur
orð á blað um vin
minn Sigga Lár sem
lést 3. janúar sl. langt um aldur
fram. Ég kynntist Sigga er við
lékum knattspyrnu saman fyrst
með ÍBA og síðan Þór á sínum
tíma.
Í minningunni frá þessum
tíma var Siggi alltaf hress og
virkilega gaman að umgangast
hann og ég held að það hafi verið
mun betra að hafa hann sem liðs-
félaga frekar en mótherja þar
sem Siggi lét finna vel fyrir sér á
vellinum og lagði sig ávallt 100%
fram á öllum æfingum og leikj-
um.
Árið 1979 skildi leiðir í bili og
Siggi flutti á Skagann og lék með
ÍA næstu árin þar sem hann var
lykilmaður og um tíma fyrirliði
liðsins og síðan þjálfari og unnu
Skagamenn marga titla á þeim
árum sem Siggi dvaldi þar.
Það var ánægjulegt fyrir
Sigurður Kristján
Lárusson
✝ Sigurður Krist-ján Lárusson
fæddist 26. júní
1954. Hann lést 3.
janúar 2018.
Útför Sigurðar
fór fram 15. janúar
2018.
okkur Þórsara þeg-
ar Siggi og fjöl-
skylda sneru heim á
ný árið 1991 og varð
síðan þjálfari Þórs
það ár. Á þessum
árum var ég for-
maður Íþrótta-
félagsins Þórs og
áttum við Siggi
mjög ánægjulegt
samstarf og sérlega
er mér minnisstætt
frá öllum þessum árum hversu
gaman var að umgangast Sigga
og alltaf stutt í húmorinn, en á
sama tíma var hann mjög metn-
aðarfullur og áræðinn leikmaður
og þjálfari og ekki vantaði keppn-
isskapið í minn mann. Þó okkar
samskipti hafi ekki verið ýkja ná-
in á undanförnum árum hittumst
við annað slagið og spjölluðum
um hitt og þetta.
Mér er þó mjög ofarlega í huga
er við Anna Gréta konan mín
hittum Sigga og Valdísi á Sigló sl.
sumar og áttum með þeim yndis-
legan dag og kvöldstund, sem
okkur er ógleymanleg, en þar var
mikið spjallað og mikið hlegið.
Ég votta Valdísi og fjölskyld-
unni allri mína dýpstu samúð.
Minningin um góðan dreng mun
lifa.
Aðalsteinn Sigurgeirsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORLÁKUR ÁSGEIRSSON
húsasmíðameistari,
lést þriðjudaginn 30. janúar á
dvalarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög.
Ása Guðbjörnsdóttir
Kristín Dagný Þorláksdóttir
Ásgeir Þorláksson Eva Hildur Kristjánsdóttir
Vilhjálmur Þorláksson Sigrún Guðmundsdóttir
Þorgeir Pétursson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR PÉTUR JENSEN
rafvirkjameistari,
lést fimmtudaginn 1. febrúar á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 12. febrúar klukkan 13.
Edvard Ólafsson Pálína Oswald
Ólafur Valur Ólafsson Alma Möller
Halldór Ólafsson Katrín Sæmundsdóttir
Sveinn V. Ólafsson Sigríður Ísafold Håkansson
barnabörn og langafabörn
Eiginkona, móðir og amma,
HRAFNHILDUR JÓNSDÓTTIR
frá Dalvík,
Kleppsvegi 52, Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild 11E, LSH
laugardaginn 13. janúar 2018.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Davíð Haraldsson
Haraldur Davíðsson
Jóel Kr. Hrafnsson