Morgunblaðið - 06.02.2018, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ ValgerðurHelgadóttir
fæddist á Skarði í
Bjarnarfirði 28.
nóvember 1938 en
fluttist fljótlega yfir
á Drangsnes. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
29. janúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Helgi Ing-
ólfur Sigurgeirs-
son, f. 29.7. 1903, d. 6.5. 1991, og
Ólöf Bjarnadóttir, f. 17.8. 1909,
d. 16.11. 2000.
Systkini Valgerðar eru Helga
eru Valbjörg og Ólína Björk, fyr-
ir átti Ómar Júlíu Ýr. 2) Laufey
Einarsdóttir, f. 29.12. 1965,
eiginmaður hennar er Magnús
Guðberg Jónsson, f. 24.03. 1962,
börn þeirra eru Einar Thorla-
cius, Marín Hrund og Jón Ragn-
ar, fyrir átti Magnús Sigríði
Kristínu. 3) Ólöf Einarsdóttir, f.
31.1. 1969, eiginmaður hennar er
Guðjón Skúlason, f. 1.1. 1967,
börn þeirra eru Hilmir Gauti og
Gígja.
Valgerður flutti ásamt for-
eldrum og systkinum til Njarð-
víkur árið 1955 og bjó þar alla
tíð. Hún hóf störf hjá Kaupfélagi
Suðurnesja 1975 og vann hjá því
félagi í um 30 ár. Áður hafði hún
unnið ýmis störf.
Útför Valgerðar fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 6.
febrúar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Sigrún Helgadóttir,
f. 31.7. 1942, og
Bjarni Heiðar
Helgason, f. 6.5.
1944, d. 29.5. 2017.
Valgerður giftist
Einari Thorlacius
Hallgrímssyni
skipasmiði árið
1966. Einar fæddist
á Akureyri 26.9.
1941, d. 30.3. 1997.
Dætur Valgerðar
og Einars eru 1) Elín Björk Ein-
arsdóttir, f. 11.11. 1963, eigin-
maður hennar er Ómar Kristj-
ánsson, f. 30.7. 1957, börn þeirra
Ég heiðra mína móður vil,
af mætti sálar öllum
og lyfti huga ljóssins til
frá lífsins boðaföllum.
Er lít ég yfir liðna tíð
og löngu farna vegi,
skín endurminning unaðsblíð
sem ársól lýsi degi.
Að færa slíka fórn sem þú,
mun flestum ofraun vera,
en hjálpin var þín heita trú
þær hörmungar að bera.
Í hljóði barst þú hverja sorg,
sem hlauztu oft að reyna
en launin færðu í ljóssins borg
og lækning allra meina.
Nú er of seint að þakka þér
og þungu létta sporin,
þú svífur fyrir sjónum mér
sem sólargeisli á vorin.
Þú barst á örmum börnin þín
og baðst þau guð að leiða,
ég veit þú munir vitja mín
og veg minn áfram greiða.
(Eiríkur Einarsson, Réttarholti)
Blessuð sé minning þín,
elsku mamma, og takk fyrir
allt.
Þínar dætur,
Elín, Laufey og Ólöf.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég kveð þig, elsku tengda-
mamma, með þökk í hjarta fyr-
ir okkar góðu samverustundir.
Þinn tengdasonur,
Magnús.
Takk fyrir allt, kæra Vallý
tengdamóðir mín. Hvar á ég að
byrja? Fyrstu kynni okkar voru
fyrir um 34 árum þegar ég var
að eltast við Ólöfu dóttur þína,
eiginkonu mína í dag. Frá
fyrsta degi sýndir þú mér virð-
ingu og þolinmæði sem ég mun
alltaf meta. Ekki var ég alltaf
fyrirmyndar tilvonandi tengda-
sonur og margt hef ég lært í
gegnum árin en alltaf varst þú
yfirveguð, skilningsrík enda
raunir þínar í gegnum lífið
meira en margur þarf að reyna.
Þegar ég kynnist þér og þínum
yndislegu dætrum varstu búin
að ganga erfiða göngu eftir slys
Einars Thorlaciusar eigin-
manns þíns árið 1970 eða þegar
Ólöf var eins árs. Eftir þetta
var Einar rúmliggjandi og í
hjólastól en aðdáunarvert var
hversu samheldin fjölskyldan
öll var í gegnum veikindin,
blessuð sé minning hans og
mikið vildi ég að kynni mín af
honum hefðu verið á annan veg
en svona er lífið.
Mér er alltaf hugsað til
Tunguvegar og þeirra tíma sem
ég átti með ykkur þar og er ég
þess handviss að fyrir ykkar
búsetu þar var gatan lífleg og
skemmtileg og hef ég aldrei
heyrt annað en falleg orð um
kynni annarra af ykkur í Njarð-
vík. Í gegnum okkar lífsins leið
heyrði ég þig aðeins kvarta
einu sinni og var það vegna
þess að í samráði við fagfólk
vegna veikinda þinna var ráð-
lagt að leggja bílnum og þetta
fannst þér ekki sanngjarnt
enda eitt það auðveldasta sem
þú þurftir að gera í lífinu var að
keyra bíl.
Nú er vegferð þinni lokið, ég
óska þess að þú sért komin á
góðan stað með Einari, Bóa og
öðru skyldfólki sem hefur vakað
yfir þér. Við sem eftir sitjum
munum halda minningu þinni á
lofti, börnin bera þess vott að
hafa átt yndislega ömmu, Ólöf
erfir margt sem hún ekki veit
að kemur frá þér og ég er betri
maður fyrir kynni okkar. Það
mega margir taka þig til fyr-
irmyndar í nálgun á lífið, vinnu-
söm og nánast misstir aldrei
dag úr vinnu, þolinmóð, sann-
gjörn og tókst á við verkefnin
af mikilli þrautseigju.
Takk enn og aftur fyrir að
hafa meðtekið mig og ég mun
alltaf eiga minningar um þig í
mínu hjarta. Þinn tengdasonur,
Guðjón.
Kveðja til ömmu.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Góða ferð elsku amma,
Valbjörg og Ólína Björk.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,t
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Húmorinn þinn, gleði og
hreinskilni mun lifa með mér að
eilífu.
Þinn
Einar.
Elsku Vallý amma.
Við vorum svo góðar vin-
konur og er ég óendanlega
þakklát fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman. Að fara í
heimsókn til þín var nánast
daglegt brauð, hvort sem það
var löng stund saman eða bara
stutt spjall. Það sem einkenndi
þig var hvað þú varst góð, hlý
og alltaf stutt í húmorinn.
Oftast spjölluðum við saman
um lífið og tilveruna, sjónvarps-
þætti og íþróttir. Ég var alltaf
svo glöð þegar ég náði að draga
þig úr hægindastólnum og inn í
bílinn minn, hvort sem það var
bara ísrúntur eða fara saman út
í búð. Minning frá því um jólin
kemur upp í hugann. Þá fórum
við saman á rúntinn og keyrð-
um um bæinn til að sjá öll jóla-
ljósin og enduðum svo í búð-
arferð og þar misstir þú þig
alveg í innkaupunum. Við
spjölluðum saman, hlógum mik-
ið og dáðumst að jólaljósunum.
Þegar þeirri ferð var lokið þá
man ég hvað þú varst einstak-
lega þakklát. Þakklát fyrir að
ég hefði dregið þig út úr húsi.
Ég var svo ótrúlega náin þér,
elsku amma mín, og söknuður-
inn er mikill. Það sem ég mun
þó alltaf hugsa um eru stund-
irnar okkar saman og hvað ég
er ævinlega þakklát fyrir það.
Hvíldu í friði, elsku fallega
amma mín.
Þín
Marín.
Mikið var gott að fá að halda
í höndina á þér og vera hjá þér
allt til enda, elsku amma. Þú
varst svo góð við mig og það
var alltaf svo gott að koma til
þín. Það var líka svo gaman að
ræða við þig um allt milli him-
ins og jarðar, sérstaklega
íþróttir því þú fylgdist svo vel
með þeim og þú máttir ekki
missa af neinum leikjum sem
sýndir voru í sjónvarpinu. Við
brölluðum margt saman og tók-
um t.d. alltaf einn dans saman á
jólunum.
Elsku amma, ég mun aldrei
gleyma þér og veit að við eigum
eftir að dansa aftur saman, ein-
hvers staðar, einhvern tímann.
Þinn
Jón Ragnar.
Elsku fallega Vallý systir mín kær,
mér finnst eins og það hafi gerst í
gær.
Þegar við lékum á Drangsnesi,
systurnar tvær,
skoluðum í lækjunum fagrar hendur
og tær.
Þú fæddist á Skarði í Bjarnarfirði í fal-
legri sveit,
síðan fluttist mamma, pabbi og þú á
fallegan reit.
Á Drangsnes, þar sem við bjuggum
næstu 17 árin,
góðar minningar streyma, ég þurrka
gleðitárin.
Bói bróðir var villingur, stríðnispúki og
hraustur,
hann var okkur alltaf svo ótrúlega
traustur.
Við systkinin vorum heiðarleg og sam-
heldin öll,
það sameinaði okkur, er við gengum í
gegnum áföll.
Einar þinn maki veiktist, þú gerðir allt
ein,
aldrei þú kvartaðir eða varst með
kvein.
Hugsaðir vel um yndislegu stelpurnar
þínar,
Ella, Laufey, Ólöf, þær eru líka mínar.
Ég missti Rabba, þú hugsaðir vel um
mig,
það var svo gott að ræða allt við þig.
Gátum leiðbeint og rætt öll heimsins
mál,
þú varst svo yndisleg, góðhjörtuð sál.
Vannst í Kaupfélaginu mörg, mörg
árin,
létt var í vinnunni, síðan gránuðu
hárin.
Þú vannst með mörgum sem dýrkuðu
þig,
dugnaðurinn, samviskusemin,
borguðu sig.
Þú keyptir Fíat, fórst með okkur í
ferðalög,
með stelpurnar á Þingvöll, þú varst
aldrei rög.
Gerðir allt svo vel, á allan þinn máta,
svo sá maður þig alltaf hressa og
káta.
Stelpurnar þínar eru fyrirmyndar-
dætur,
ég og mín börn ætlum að hafa á þeim
gætur.
Þú hefur gefið þeim kærleik og hlýju,
þær vilja að þú lifir heilbrigð að nýju.
Ég á eftir að sakna þín elsku systir
mín,
þú varst alltaf vel tilhöfð, já svo falleg
og fín.
Takk fyrir allt hjartans besta systir
mín,
alltaf mun ég með kærleik hugsa
fallega til þín.
Þín systir,
Helga.
Í dag kveðjum við elsku
Vallý okkar með miklum sökn-
uði. Á stundu sem þessari koma
upp í hugann yndislegar minn-
ingar um allar þær stundir sem
við systkinin höfum átt með
Vallý frænku. Hún var einstök
kona, hjartahlý, glaðlynd og
trygg sínum og erum við lán-
söm að hafa fengið að njóta
samvista við hana frá því að við
munum eftir okkur.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu
kynnum,
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum,
er letrað skýrt á eitthvert hennar
blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Takk fyrir allt, elsku besta
Vallý okkar. Minningin um
góða konu lifir í hjörtum okkar.
Elsku Ella, Laufey, Ólöf og
fjölskyldur, við sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Megi guð styrkja ykkur í sorg-
inni.
Helena, Helgi, Ólöf Elín og
fjölskyldur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
…
Margar minningar frá æsku-
árunum í Ytri-Njarðvík leituðu
á hugann þegar dætur Vallýjar
frænku sögðu mér af andláti
móður sinnar.
Við Vallý frænka vorum
systkinadætur. Móðir hennar
Ólöf Bjarnadóttir (f. 1909) og
faðir minn Jón Mikael (f. 1907)
voru systkini, fædd á Skarði í
Bjarnarfirði á Ströndum. Við
vorum báðar skírðar í höfuðið á
sömu ömmu Valgerði Einars-
dóttur sem var fædd á Bólstað í
Kaldrananeshreppi dótturdóttir
Torfa Einarssonar hreppstjóra
í Kaldrananeshreppi og þing-
manns Strandamanna 1867,
bróður Ásgeirs Einarssonar frá
Kollafjarðarnesi, alþingsmanns
Strandamanna og Húnvetninga.
Systkinin settust að á Suður-
nesjum eins og margir Stranda-
menn gerðu um miðja síðustu
öld – Lóa og Helgi með Vallý,
Helgu og Bóa að Hólagötu 39
og foreldrar mínir 1954 með
okkur systkinin að Þórustíg 5.
Það var stutt á milli heimilanna
og samgangur mikill. Ég leit
mjög upp til systranna. Það var
alltaf líf og fjör í kringum þær.
Hlátur kemur upp í hugann,
hlátur og léttleiki sem fylgdi
fjölskyldum okkar.
Árið 1960, þegar ég var 10
ára átti ég afmæli á páskadag.
Þær systurnar gerðu afmælis-
daginn minn ógleymanlegan,
keyptu óvænt stærsta páska-
eggið sem til var í sveitar-
félaginu og gáfu mér í afmælis-
gjöf.
Ein ógleymanleg saga sem
móðir mín sagði mér af systr-
unum tengist grímuballi í
Krossinum sem var samkomu-
hús Suðurnesjamanna, bragga-
laga hersjúkrahús frá stríðsár-
unum, staðsett í Ytri-Njarðvík.
Kvenfélagið, Ungmennafélagið
og Skátafélagið Víkverjar voru
með starfsemi í Krossinum. Um
hverja helgi voru haldin böll í
Krossinum og árlega grímuball.
Það sem var sérstakt við þetta
tiltekna grímuball var að tveir
samkomugestir gengu í upphafi
kvölds inn í samkomusalinn
sem brúðhjón – og gengu um
salinn hönd í hönd allt kvöldið.
Enginn þekkti gestina – ekki
einu sinni móðir mín Hulda
Svava Elíasdóttir sem var fast-
ur starfsmaður í Krossinum.
Það kom svo í ljós að þarna
voru systurnar á ferð. Þær
fengu fyrstu verðlaun fyrir
grímuklæðnaðinn og gjörning-
inn. Með þessa mynd í hug-
anum hefur mér fundist gaman
að sjá hvernig Elín, Laufey og
Ólöf virðast hafa erft þennan
listræna hæfileika móður sinnar
og frænku – eins og þær hafa
deilt svo skemmtilega með okk-
ur á Facebook undanfarin ár.
Einlæg aðdáun og djúp virð-
ing kemur upp í hugann þegar
ég hugsa til elsku Vallýjar
frænku. Það hvernig hún í hlut-
verki hversdagshetjunnar með
þrjár ungar dætur vann úr hinu
gríðarlega áfalli sem fylgdi at-
vinnuslysinu sem Einar eigin-
maður hennar varð fyrir í upp-
hafi búskapartíðar þeirra er
aðdáunarvert. Hið einstaka
ævistarf Vallýjar endurspeglast
í afar heilsteyptum og vel gerð-
um dætrum þeirra.
Ég kveð Vallý frænku með
miklu þakklæti – og sendi El-
ínu, Laufeyju, Ólöfu og fjöl-
skyldum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur – einnig
Helgu systur hennar og fjöl-
skyldu. Minningin um yndislega
frænku lifir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
…
(Valdimar Briem)
Valgerður Snæland
Jónsdóttir.
Látin er Valgerður Helga-
dóttir sem var eiginkona Einars
móðurbróður míns. Einar var
iðulega til heimilis hjá fjöl-
skyldu minni á uppvaxtarárum
mínum og var mér því eins kon-
ar stóri bróðir. Fundum okkar
Vallýjar bar fyrst saman á tán-
ingsárum mínum. Einar hafði
farið suður með sjó til að læra
skipasmíðar og eftir því sem á
námið leið kom hann sjaldnar
og sjaldnar heim. Þar kom að
því að hann birtist í fylgd
glæsilegrar konu og þar með
var „skýringin“ fengin. Því
fylgdu blendnar tilfinningar að
sjá af Einari frænda suður eft-
ir. Þetta jafnaði sig þó fljótt
enda var Vallý hið mesta val-
kvendi og bar það með sér að
vera ákaflega heilsteypt og
traust. Maður þurfti ekki að
vera mikill mannþekkjari til að
greina þetta strax. Eitt af því
skemmtilega við Einar var að
hann átti það til að sleppa fram
af sér beislinu en „nýja konan“
virtist hafa stjórntökin á sinni
hendi því að Einar var alltaf
sæmilega spakur í hennar nær-
veru. Það duldist heldur engum
kærleikurinn á milli þeirra. Ég
hafði ekki lokið mínum mennta-
skóla þegar ég hafði eignast
þrjár litlar frænkur í Njarðvík-
um sem voru augasteinar for-
eldra sinna og allra annarra.
En lífið ratar stundum í þröng-
ar götur og brattar og þá reyn-
ir á öll þolrif. Á Vallý voru lagð-
ar þyngri byrðar en venjulegt
fólk stæði undir og þá kom í
ljós úr hverju hún varð gerð.
Þrátt fyrir erfiða tíma tókst
henni með þrotlausum dugnaði
að koma dætrum sínum til
manns. Þær og ungviði þeirra
bera móður sinni fagurt vitni.
Við Helga og Sylvía systir
mín vottum dætrum Vallýjar,
tengdasonum, börnum og
barnabörnum okkar dýpstu
samúð.
Hallgrímur Ó.
Guðmundsson.
Valgerður
Helgadóttir
HINSTA KVEÐJA
Nú ertu, elsku amma
okkar, búin að kveðja. Við
erum þér svo þakklát fyrir
þær góðu stundir sem við
áttum saman, spjallið,
húmorinn þinn og gleðina.
Þú hafðir alltaf áhuga á því
sem við vorum að gera og
vildir fylgjast með. Þú
kenndir okkur að meta það
sem við höfum og vera góð
hvert við annað.
Elsku amma, við vitum
að þú ert komin til Einars
afa og á góðan stað. Við
munum alltaf sakna þín og
varðveita minninguna um
þig í hjörtum okkar.
Þín barnabörn,
Hilmir Gauti og Gígja.