Morgunblaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Mig langaði að syngja aríu Rosa- linde úr Leðurblökunni, eftir Johann Strauss á hádegistónleikunum en í henni reynir Rosalinde að plata manninn sinn klædd eins og ung- versk hefðarfrú á grímudansleik. Hún er að sanna það að maðurinn hennar muni halda framhjá henni. Þannig kviknaði hugmyndin að þema tónleikanna,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona sem syngur á fyrstu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg í dag kl. 12, en þetta er 15. starfsár raðarinnar. Hallveig segir að Antonía Hevesi, píanóleikari og listrænn stjórnandi hádegistónleikanna, sé dugleg að vera með þemu á tónleikunum og hún hafi tekið vel í hugmyndina um „dívur í dulargervi“. Nafngiftin helgist af því að allar aríurnar sem fluttar verða eigi það sameiginlegt að tengjast konum sem á einn eða annan hátt villa á sér heimildir en karlar komi líka við sögu. „Ég hef sungið þessa aríu Rosa- linde einu sinni áður, fyrir nokkrum árum á nýárstónleikum með Elektra Ensemble-hópnum. Þetta er stór aría og skemmtileg sem ég er nú tilbúin að syngja.“ Hallveig segir samstarf þeirra Antoníu langt og gott. „Ég hef einu sinni áður sungið á hádegistón- leikum í Hafnarborg undir hennar stjórn. Antonía var lengi meðleikari og söngþjálfari hjá Íslensku óper- unni þar sem ég söng oft hlutverk og svo kennum við báðar við Söngskóla Sigurðar Demetz.“ Svik og framhjáhald Þrjár aðrar aríur verða á dagskrá hádegistónleikanna. „Fyrst er aría Súsönnu úr Brúðkaupi Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Í henni fær greifynjan þernuna Súsönnu til þess að fara dulbúin sem greifynja á fjörurnar við eiginmann sinn og þannig ætlar eiginkonan að sanna vilja eiginmannsins til framhjáhalds. Næst kemur aría Fiordiligi úr Cosi fan tutte eftir Mozart en þar skipta kærastar Fiordiligi og Dorabellu systur hennar um gervi til að sanna Aríur um dívur í dulargervi  Hallveig Rúnarsdóttir og Antonía Hevesi koma fram í Hafnarborg í dag Um sex ár eru liðin frá þvíþeir Gunnar Karlsson ogHilmar Sigurðsson, semstofnuðu fyrirtækið Gun- Hil, fóru að vinna að næstu teikni- mynd sinni í fullri lengd, Lói – þú flýgur aldrei einn. Sú fyrri, Hetjur Valhallar – Þór, var mikið afrek og bar vitni miklum hæfileikum, hug- myndaflugi og húmor aðstandenda. Þá var Óskar Jónasson í leikstjóra- stólnum en nú er það Árni Ólafur Ásgeirsson. Friðrik Erlingsson skrifaði handrit beggja teiknimynda og sótti í fyrri mynd í heillandi brunn norrænnar goðafræði en nú er það vorboðinn ljúfi sem fær sína verðskulduðu athygli. Í Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunganum Lóa sem tekst ekki að læra að fljúga og er af móður sinni talinn af eftir að hafa lent fyrst í klóm fálka og svo í kattarkjafti. Þó að Lói sé aðeins örfárra mánaða hef- ur honum tekist að eignast kærustu (sem heitir Lóa, hvað annað?) og syrgir hún hann einnig þar sem hún flýgur suður á bóginn með móður Lóa og öðrum lóum. Þrátt fyrir níst- andi sorg ákveður Lói að leggja ekki árar í bát, einsetur sér að lifa vetur- inn af og bíða eftir mömmu sinni og Lóu sinni heittelskaðri. Faðir hans, sem hefur nýlega verið drepinn af aðalóvini lóanna, fálkanum Skugga, var þeirrar skoðunar að eingöngu skræfur héldu kyrru fyrir yfir vetur- inn. Lói kemst hins vegar fljótt að því að þeir sem lifa af íslenskan vet- ur (sögusviðið er augljóslega Ísland þó að það sé aldrei nefnt í myndinni) eru allt annað en skræfur og að til þarf hörku, lífsvilja og úthald. Lói lendir ítrekað í lífshættu þar sem bæði refir og fálkar vilja éta hann og er nærri því að frjósa í hel en með aðstoð rjúpunnar Karra tekst hon- um bæði að lifa af árásir og bítandi frost og komast á endanum að Para- dísarlundi, grænum reit með heitri náttúrulaug þar sem nokkur dýr hafast við yfir veturinn og njóta lífs- ins í botn. Eins og við má búast fer allt á endanum vel, Lói lærir að fljúga og fálkinn Skuggi fær makleg málagjöld eftir æsilegan eltingaleik við hetjuna ungu. Teiknimyndin um Lóa er ákaflega falleg á heildina litið, þökk sé ein- hverjum krúttlegasta fugli sem rýn- ir minnist að hafa séð á hvíta tjald- inu og ægifögru landslagi sem prýðir myndina frá upphafi til enda. Augljóst er að fyrirmyndin er Ísland að sumri og vetri; iðagrænir vellir, fíflar og mosavaxnir steinar eru listavel teiknaðir og málaðir og það sama má segja um snævi þakin fjöll í vetrarhluta myndarinnar. Persónurnar sem Gunnar hefur skapað eru bæði skondnar og litrík- ar og fálkinn Skuggi er skemmtilega ógnvekjandi. Myndin á nokkra góða spretti hvað grín varðar en þó sér- staklega þegar hegðun dýranna minnir hvað mest á hegðun manna, t.d. þegar refurinn bregður sér óvænt í hlutverk sjónvarpskokks og kennir bíógestum að undirbúa rjúpu til matreiðslu og er kryddið þar lykilatriði. Reyndar hefði meira grín verið vel þegið inn á milli krúttlegra atriða og hættuatriða og auðvitað má eins og í flestum teiknimyndum finna nokkur fyrirsjáanleg atriði í Lóa (11 ára son- ur rýnis spáði til að mynda fyrir um dauða lóupabbans og æsileg enda- lokin) sem kemur þó ekki mikið að sök. Sagan er einföld, ef til vill of einföld í þeim skilningi að meira hefði mátt gerast í henni en mynd- inni vindur samt sem áður vel og örugglega fram og lengdin er kjörin fyrir unga áhorfendur, 83 mínútur. Eitt atriði vafðist fyrir rýni sem er ekki viss um hvað handritshöfundur var að fara með því en það er þegar fálkinn Skuggi ávarpar spegilmynd sína í ísnum og hún talar til hans á móti og reynist vera kvenfálki. Í það minnsta kallar Skuggi fuglinn „elsk- una“ sína en elskan skammar hann fyrir að vera ekki nógu duglegur við lóuveiðarnar og segir að hann verði að standa sig betur. Hvort þarna er kominn framliðinn fyrrverandi maki Skugga eða annað sjálf hans og það kvenkyns er á huldu og hefði verið gaman að fá skýringar handritshöf- undar á þessum furðulega en þó skemmtilega þætti í sögunni. Annað skrítið var svo að lóuungarnir stækkuðu ekkert á heilum vetri og að Lói virtist sakna kærustu sinnar meira en móður. Og auðvitað er líka skrítið að lóuungi eigi kærustu, ef út í það er farið, en margt skrítnara hefur nú sést í teiknimyndum. Tónlist Alta Örvarssonar bætir við upplifunina eins og kvikmynda- tónlist á að gera og sama má segja um grípandi lokalag Gretu Salóme og tregafullan söng Högna Egils- sonar um miðja mynd, þegar öll von virðist úti. Leikarar í íslenskri tal- Falleg fuglasaga Smárabíó, Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Lói – þú flýgur aldrei einn bbbbn Leikstjóri: Árni Ólafur Ásgeirsson. Með- leikstjórar: Ives Agemans og Gunnar Karlsson. Persónur og hönnun: Gunnar Karlsson. Stjórnandi kvikunar: Dirk Henrotay. Saga og handrit: Friðrik Erl- ingsson. Tónlist: Atli Örvarsson. Aðalleikarar í íslenskri talsetningu: Matthías Matthíasson, Rakel Björgvins- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Arnar Jóns- son, Hilmir Snær Guðnason, Guðjón Davíð Karlsson og Þórunn Erna Clau- sen. Ísland og Belgía, 2018. 83 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Michael Jackson heitinn hefði orðið sextugur 29. ágúst á þessu ári og af því tilefni ákvað Yesmine Olsson, dansari og athafnakona, sem verið hefur aðdáandi Jacksons allt frá barnæsku, að flytja hingað til lands og setja á svið tónleikasýninguna Invincible: A Glorious Tribute to Michael Jackson í Eldborgarsal Hörpu 8. september. Sýningin mun vera sú vinsælasta í heimi af þeim sem tileinkaðar eru ferli Jacksons. Einn af danshöfundum Jacksons, Lavelle Smith Jr., er danshöfundur sýningarinnar og þjálfar dansarana sem koma fram í henni en höfundur og leikstjóri sýningarinnar er Darr- in Ross, sem starfar fyrir fyrir- tækið RossLive Entertainment. Sýningin kemur hingað til lands frá New York en sýnt hefur verið víða um Bandaríkin. Jeffrey Perez og Peter Carter skipta með sér hlut- verki Jacksons í sýningunni. Miða- sala á sýninguna hefst 1. mars. Vinsæl Úr sýningunni um Jackson. Tónleikasýning um Jackson í Eldborg Fulltrúar 30 út- gefenda hyggjast senda skipuleggj- endum Man Booker-verðlaun- anna bréf þar sem þess er óskað að bandarískir rithöfundar komi ekki til greina sem verðlauna- hafar. Frá þessu greinir The Guardian. Fram til ársins 2014 komu bandarískir höfundar ekki til greina, en þá var fyrirkomulagi breytt þannig að allir höfundar sem skrifa á ensku og gefnir eru út í Bretlandi komi til greina. Í bréfinu er bent á að gagn- stætt markmiðum hafi þetta leitt til aukinnar einsleitni meðal höfunda. Vilja ekki banda- ríska höfunda Vann Bandaríski höfundurinn George Saunders vann í fyrra. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.