Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Einn virtasti óperuleikstjóri Breta, John Copley, hefur verið rekinn sem leikstjóri enduruppsetningar á óp- erunni Semiramide eftir Rossini við Metropolitan-óperuna í New York sem frumsýna átti 19. febrúar. Sam- kvæmt frétt The New York Times mun ástæðan vera óviðeigandi um- mæli hans á kóræfingu. „Ég sé þig fyrir mér nakinn uppi í rúminu mínu,“ á Copley að hafa sagt við einn kórsöngvara uppfærslunnar, sem kvartaði undan orðunum með þeim afleiðingum að Peter Gelb, stjórnandi óperunnar, rak Copley umsvifalaust. Copley, sem á að baki ríflega 50 ára feril í bransanum, hefur fengið stuðning frá fyrrverandi samstarfs- fólki sínu sem harmar uppsögnina. Meðal þeirra er ástralska söng- konan Helena Westwood Dix sem syngur í Semiramide, en hún segir augljóst að ummælin hafi átt að vera brandari. Leonard Egert, framkvæmda- stjóri Bandalags bandarískra tón- listarmanna, harmar uppsögnina. „Það er okkar skilningur að skrifleg afsökunarbeiðni til kórfélagans og smávægileg breyting á æfingaplan- inu hefði verið nóg til að leysa málið,“ segir Egert, en því vísa stjórnendur óperunnar á bug. Í yfir- lýsingu frá Metropolitan-óperunni er áréttað að velferð starfsfólksins sé sett ofar öllu og strangar reglur gildi um samskiptin á vinnustaðnum. Þess má geta að Copley, sem er 84 ára, leikstýrði Évgení Onegin hjá Ís- lensku óperunni árið 1993. John Copley rekinn fyrir ummæli sín Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það kom okkur á óvart hversu oft við vorum kölluð upp. Við, sem unn- um að myndinni, höfðum ekki séð hvert annað í nokkra mánuði og vor- um bara svo glöð að geta hist aðeins og fagnað saman. En við bjuggumst alls ekki við að vinna svona mörg verðlaun,“ segir Hlynur Pálmason, leikstjóri Vetrarbræðra sem kom, sá og sigraði í Kaupmannahöfn á sunnu- dagskvöld þegar Róbert-verðlaun Dönsku kvikmyndaakademíunnar voru afhent í 34. sinn. Myndin Vetr- arbræður hafði ásamt myndinni Un- derverden hlotið flestar tilnefningar, alls 15 hvor mynd, og hlaut samtals níu verðlaun meðan Underverden hlaut aðeins tvenn, fyrir bestu klipp- ingu og tónlist. Hlynur var valinn leikstjóri ársins og Vetrarbræður mynd ársins. Auk þess unnu til verðlauna fyrir hlut sinn í myndinni Elliott Crosset Hove sem besti leikari í aðalhlutverki, Vic- toria Carmen Sonne sem besta leik- kona í aukahlutverki, Maria von Hausswolff fyrir kvikmyndatöku, Gustav Pontoppidan fyrir leikmynd, Nina Grønlund fyrir búninga, Lars Halvorsen fyrir hljóðhönnun og Katrine Tersgov fyrir förðun. Skynjar ákveðin tímamót „Ég skynja ákveðin tímamót í danskri kvikmyndagerð,“ segir Hlynur og bendir á að meirihluti þeirra sem tilnefndir voru fyrir leik- stjórn sína voru, líkt og hann, að leik- stýra sinni fyrstu mynd í fullri lengd. „Það virðist vera einhver kynslóða- breyting í gangi og fólk að gera kvik- myndir sem er ekki aðeins ætlað að þóknast einhverjum fyrir fram ákveðnum markaði. Þetta er kvik- myndagerðafólk sem hefur persónu- lega nálgun og eitthvað nýtt að segja í gegnum kvikmyndaformið.“ Af öðrum verðlaunahöfum kvölds- ins má nefna að mynd sem byggist á bók Jakobs Martins Strid, Ótrúleg saga um risastóra peru, var valin besta barna- og ungmennamynd árs- ins. Besta sjónvarpsþáttaröðin var valin Vegir Drottins sem sýnd var á RÚV fyrr í vetur. Lars Mikkelsen og Ann Eleonora Jørgensen voru verð- launuð fyrir bestan leik í sömu seríu, en fyrir bestan leik í aukahlutverki voru verðlaunuð Mikkel Boe Følsga- ard og Lene Maria Christensen fyrir leik sinn í þriðju þáttaröð Erfingj- anna. Besta bandaríska myndin var valin Manchester by the Sea og besta myndin utan Bandaríkjanna The Square í leikstjórn Rubens Östlund. Hjálpar við fjármögnun Vetrarbræður var heimsfrumsýnd á Locarno-kvikmyndahátíðinni í Sviss í ágúst á síðasta ári og vann þar til fernra verðlauna, m.a. fyrir leik Elliott Crosset Hove í aðalhlutverki. Myndin hefur nú þegar alls unnið til 13 alþjóðlegra verðlauna. Verðlaun- unum gæti fjölgað því myndin er til- nefnd til þrennra Bodil-verðlauna, sem eru elstu kvikmyndaverðlaun Danmerkur en þau verða afhent í 71. sinn 17. mars og um valið sjá danskir kvikmyndagagnrýnendur. Veitt eru verðlaun í átta flokkum og eru Vetrarbræður tilnefndir sem besta myndin auk þess sem Hove er til- nefndur sem besti leikari í aðal- hlutverki og Simon Sears sem besti leikari í aukahlutverki. Ekki er verð- launað fyrir leikstjórn eða handrit. „Við erum ótrúlega ánægð með til- nefningarnar til gagnrýnendaverð- launanna, hvort sem við vinnum eða ekki,“ segir Hlynur og tekur fram að öll verðlaun hjálpi honum í fjár- mögnun næstu myndar. Spurður hvernig hann útskýri gott gengi Vetrarbræðra svarar Hlynur: „Ég held að Vetrarbræður bjóði upp á mjög sterka heildarupplifun og hún vinnur með grunntilfinningar sem við tengjumst öll á einhvern hátt. Hjartað í myndinni eða kjarninn er skortur á ást. Myndin sýnir okkur hversu mikilvægt það er fyrir okkur að tengjast, að vera partur af ein- hverju, viðurkennd eða elskuð. Ég held að myndin beri einnig virðingu fyrir áhorfendum og upplifun þeirra.“ Nýfluttur á Hornafjörð Vetrarbræður er fyrsta kvikmynd- in í fullri lengd sem Hlynur gerir í Danmörku, en hann útskrifaðist sem leikstjóri frá Danska kvikmynda- skólanum 2013. Lokaverkefni hans var stuttmyndin Málarinn með Ingv- ari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki. Ingvar mun einnig fara með aðal- hlutverkið í næstu kvikmynd Hlyns, sem verður fyrsta myndin í fullri lengd sem hann gerir hérlendis, en hún nefnist Hvítur, hvítur dagur og Hlynur skrifar handritið jafnframt því að leikstýra. „Í myndinni leikur Ingvar lög- reglustjóra lítils sjávarþorps, hann hefur verið frá starfi síðan eiginkona hans hvarf fyrir tveimur árum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyr- ir dóttur sína og fjölskyldu þar til hann finnur upplýsingar sem fá hann til að gruna mann í þorpinu um að hafa átt í sambandi við konu hans og því mögulega tengjast hvarfi hennar. Grunur hans breytist fljótt í þrá- hyggju sem leiðir hann til róttækra gjörða sem setja hann og barnabarn hans í mikla hættu. Þetta er saga um hefnd, sorg og skilyrðislausa ást,“ segir Hlynur, sem nýfluttur er heim til Íslands ásamt unnustu sinni og þremur börnum og vinnur að því að koma sér fyrir á Hornafirði. Samkvæmt upplýsingum frá Ant- oni Mána Svanssyni, sem mun fram- leiða næstu mynd Hlyns fyrir hönd Join Motion Pictures, hefjast tökur hérlendis í ágúst. Næsta mynd kynnt erlendis „Í síðustu viku vann myndin, sem nú er í þróun, ARTE-verðlaunin fyrir besta verkefnið á CineMart,“ segir Anton Máni, en viðurkenningunni fylgdu 6.000 evra peningaverðlaun. „CineMart er samframleiðslumark- aður hinnar virtu alþjóðlegu kvik- myndahátíðar í Rotterdam í Hol- landi,“ segir Anton Máni og bendir á að myndin hafi verið kynnt fyrir 40 mögulegum samstarfsaðilum hvað- anæva úr heiminum, þ. á m. framleið- endum, sjónvarpsstöðvum og alþjóð- legum sölu- og dreifingaraðilum. „Hvítur, hvítur dagur var aðeins eitt af 16 verkefnum sem voru valin úr tæplega 400 umsóknum. Verkefnið var einnig eitt af eingöngu tveimur sem valin hafa verið í svokallaða Rotterdam-Berlinale Express, sem þýðir að verkið verður einnig kynnt á Berlinale samframleiðslumark- aðnum í Þýskalandi sem hefst 16. febrúar,“ segir Anton Máni. Ljósmynd/Jonas Olufson hjá Ritzau Scanpix Gleðistund Hlynur Pálmason fyrir miðri mynd ásamt samstarfsfólki sínu úr myndinni Vetrarbræður. Vetrarbræður sigursælir  Fyrsta kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd hlaut samtals níu Róbert-verðlaun í Danmörku um helgina ICQC 2018-20 BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 9SÝND KL. 5.30SÝND KL. 7.50, 10.30 SÝND KL. 5.30SÝND KL. 10.15SÝND KL. 8SÝND KL. 5.30 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 16. febrúar Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 föstudaginn 9. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.