Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 37. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1.Óvænt 50 ára afmæli Jóns Ásgeirs
2.Slasaðist alvarlega við að veita ...
3.Vill ekki skulda neinum neitt
4.Íslenskir víkingar í Ofurskálinni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Gítarleikarinn Andrés Þór og kvart-
ett hans hefja vordagskrá Jazz-
klúbbsins Múlans á Björtuloftum í
Hörpu annað kvöld kl. 21. Ásamt
Andrési skipa kvartettinn Agnar Már
Magnússon sem leikur á píanó,
bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og
Scott McLemore sem leikur á tromm-
ur. Kvartettinn mun leika nýja efnis-
skrá með lögum úr smiðju Andrésar.
Hefja vordagskrána
Gunnar Harðarson, prófessor við
sagnfræði- og
heimspekideild
Háskóla Íslands,
ræðir um útgáfu
sína á riti Helga
Sigurðssonar,
Ávísun um upp-
dráttar- og mál-
aralistina, á
morgun, miðviku-
daginn 7. febrúar
kl. 12, á vegum Listfræðafélag Ís-
lands í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Ritið er hið eina íslenska frá fyrri öld-
um sem fjallar um myndlist á fræði-
legan máta og var hugsað sem
kennslubók í málaralist og teikningu,
sem höfundur skrifaði er hann var við
nám í Kaupmannahöfn árið 1846.
Fjallar um rit Helga
Kvartett saxófónleikarans Jóels
Pálssonar kemur fram á djasskvöldi
Kes hostels í kvöld kl. 20.30. Hljóm-
sveitina skipa, auk Jóels, Eyþór
Gunnarsson á píanó, Valdimar K.
Sigurjónsson á kontrabassa og
Matthías Hemstock á trommur.
Kvartettinn mun í kvöld leita í
smiðju John
Coltrane og
Thelonius
Monk.
Coltrane og Monk
á djasskvöldi Kex
Á miðvikudag SA 15-20 m/s og snjór um morgun, síðar slydda
eða rigning, en hægari og úrkomuminni NA-til. Snýst í hægari SV-
átt með éljum undir hádegi, en léttir til á N- og A-landi síðdegis.
Hiti 0-5 stig S- og V-lands framan af degi, frost annars 1-6 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur talsvert úr vindi og rofar víða til en
snýst í vaxandi suðaustanátt seinni partinn, 13-18 m/s og fer að
snjóa við suðvesturströndina seint í kvöld og hlánar þar.
VEÐUR
Eftir sex sigra í Olísdeild
karla í röð voru það Mosfell-
ingar sem kipptu Selfyss-
ingum aftur niður á jörðina
þegar liðin mættust á Sel-
fossi í gærkvöldi. Ef til vill
óvænt úrslit þar sem Mos-
fellingar hafa orðið fyrir
skakkaföllum en Afturelding
vann sig vel inn í leikinn á
lokakaflanum og barðist fyrir
sigrinum. Lokatölur urðu
27:28 eftir mikla dramatík. »
2
Endi bundinn á sig-
urgöngu Selfoss
„Ég er kannski öðruvísi en margir
aðrir vegna þess að ég velti mér sem
minnst upp úr árangri eða vænt-
ingum. Því minni væntingar, þeim
mun betri verður árangurinn oft og
tíðum. Ég ætla að skíða á mínum
hraða. Hverju það skilar verður bara
að koma í ljós. Vonandi hittir maður
vel á daginn,“ segir Sturla Snær
Snorrason sem keppir
fyrir Íslands hönd í
alpagreinum á Vetr-
arólympíuleik-
unum í Pyong-
chang. »1
Velti mér ekki upp úr
árangri eða væntingum
Nick Foles var maður leiksins þegar
Philadelphia Eagles vann Ofurskál-
arleikinn í bandaríska ruðningnum.
Hann hafði átt erfitt uppdráttar
undanfarin fimm ár og hugsaði um að
gerast prestur eftir síðasta keppnis-
tímabil. Hann ákvað þó á endanum að
hann myndi sjá eftir félagsskap sam-
herja sinna og einu tækifæri í viðbót
að stjórna liði til sigurs. »4
Hugleiddi að gerast
prestur fyrir tímabilið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslenskir félagar í reglu Mölturidd-
ara eru að undirbúa árlega píla-
grímsferð til Lourdes í Frakklandi
fyrstu helgina í maí og er gert ráð
fyrir að um 15 manns fari héðan,
þar af fjórir sjúklingar.
Regla Mölturiddara (þekkt á
ensku undir nöfnunum The Sover-
eign Military Hospitaller Order of
Saint John of Jerusalem of Rhodes
and of Malta, Sovereign Military
Order of Malta (SMOM) eða Order
of Malta) er hjálparregla kaþólsku
kirkjunnar tileinkuð heilögum Jó-
hannesi skírara, sem hinn sæli Ger-
ard stofnaði í Jerúsalem 1048 í
þeim tilgangi að efla kaþólska trú
og hjálpa sjúkum og fátækum.
Höfuðstöðvar reglunnar eru í
Róm. Hún er fullveldi, gefur út eig-
in vegabréf, gjaldmiðil og frímerki,
og er með sendiráð í 106 ríkjum.
Hún er með áheyrnarfulltrúa hjá
Sameinuðu þjóðunum og öðrum al-
þjóðlegum stofnunum. Um 13.500
riddarar og dömur eru í reglunni,
sem nýtir starfskrafta um 80.000
sjálfboðaliða í yfir 120 ríkjum, þar
af um 25.000 fagfólks eins og lækna
og hjúkrunarfræðinga.
Reglan leggur sig í líma við að
aðstoða fátæka og sjúka og er
henni ekkert óviðkomandi í því efni.
Í byrjun maí á hverju ári fara um
10.000 manns til Lourdes og er þá
farið með um 1.500 sjúklinga sem fá
þar andlegan stuðning og líkamlega
lækningu.
Mikilvægt starf
Gunnar J. Friðriksson og Hreinn
Líndal voru vígðir inn í regluna
1993, fyrstir Íslendinga, en Hreinn
starfaði fyrir hana hjá Sameinuðu
þjóðunum í 15 ár. Ragnar, sonur
Gunnars, var næstur inn og svo
Gunnar Örn Ólafsson, sem var
vígður 2007. Nú eru félagar sjö að
meðtöldum séra Jakobi Rolland,
presti kaþólska safnaðarins á Ís-
landi.
„Reglan vinnur mikið mann-
úðarstarf úti um allan heim og í
Lourdes fá sjúklingar lækning-
armátt úr frægum böðum í helgu
vatni sællar Maríu meyjar frá
Lourdes,“ segir Gunnar, sem fór
fyrst í pílagrímsferð þangað 2008.
Hann bætir við að reglan sé með
mikla starfsemi í Evrópu og reki
m.a. sjúkrabíla á Írlandi og í
Þýskalandi. Þegar flóðbylgja olli
miklu tjóni á ströndum við Ind-
landshaf fyrir nokkrum árum hafi
herforingjastjórnin í Mjanmar eng-
um hjálparsamtökum hleypt inn í
landið nema Mölturiddurum, því
hún hafi litið á þá sem óháð samtök.
Íslensku riddararnir tilheyra
Norðurlandadeild reglunnar og var
aðalfundur hennar síðast á Íslandi
2016. Aðalfundurinn var í Finnlandi
í fyrra og verður í Svíþjóð í ár, en
Gunnar er í stjórn deildarinnar.
Fyrir skömmu fengu íslensku fé-
lagarnir sendar 100 úlpur frá Ástr-
alíu og hafa Hjálpræðisherinn,
gistiskýlið á Lindargötu og Teresu-
systur dreift þeim. „Við aðstoðum
þær eftir megni en auk þess förum
við meðal annars í sjúkravitjanir og
sækjum fólk, sem þarf aðstoð, í
messur,“ segir Gunnar um helstu
verkefni Mölturiddara á Íslandi um
þessar mundir.
Öflugir íslenskir Mölturiddarar
Um 13.500 riddarar og dömur auk 80 þúsund annarra sjálfboðaliða í reglunni
Mölturiddarar á Íslandi Frá vinstri: Gunnar Örn Ólafsson, Hreinn H. Líndal, Jóhannes Halldórsson, séra Jakob Rolland, prestur reglunnar á Íslandi, Bjarni
Halldórsson, Ragnar Gunnarsson og Jóhanna Long. Mölturiddarar sinna mikilvægu hjálparstarfi víða um heim og fjölmenna árlega til Lourdes.
Frakkland Þórunn Kjaran Gunn-
arsdóttir fyrir framan hellinn þar
sem María mey birtist heilagri
Bernadettu 1858.