Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.2018, Blaðsíða 4
Félagsmenn Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri. Félögum fækkaði nokkuð síðasta haust er flokkurinn settist í ríkis- stjórn með Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokki en nú hefur sú fækkun gengið til baka og hefur félagsmönnum fjölgað jafnt og þétt frá í desember, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum. Aldrei fleiri félags- menn verið skráðir í Vinstri grænum Lagadeild og íþróttafræðisvið Há- skólans í Reykjavík boða til mál- stofu í dag kl. 12.00 til 13.00 í stofu M101 þar sem niðurstöður rannsóknar um hlutverk ríkis- valdsins við að tryggja kynjajafn- rétti í íþróttum verða kynntar. Í framhaldinu verða niðurstöð- urnar ræddar af þátttakendum í pallborði og tekið við spurningum frá fundarmönnum. Frummælandi verður María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi við Sussex-háskóla. Í pallborði sitja Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands, og Guðni Bergsson, for- maður Knattspyrnusambands Ís- lands. Ræða kynjajafnrétti í íþróttum í HR Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Haf- steins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berl- ín við hátíðlega athöfn. „Þetta er mjög ánægjulegt og mikill heiður að fá þessi verðlaun. Vonandi verða þau til þess að auka áhuga á myndinni og íslenskum kvikmyndum almennt,“ segir Daníel í samtali við Morgunblaðið, en verð- launin voru nú veitt í áttunda skipti. STEF tilnefnir fulltrúa Íslands til verðlaunanna og er þetta í annað skipti sem Íslendingur er hlutskarp- astur, en Atli Örvarsson hreppti hnossið árið 2016 fyrir tónlistina í kvikmyndinni Hrútar. Sama ár fékk Jóhann Jóhannsson sérstök heiðursverðlaun hátíðar- innar. Daníel til- einkar verðlaun sín minningu Jó- hanns, sem lést langt fyrir aldur fram fyrr í mánuðinum. Hvert Norður- landaríkjanna á einn fulltrúa í hópi tilnefndra og segir Daníel að það sé gaman að vera valinn úr hópi norrænna kollega og fá viðurkenn- ingu í samnorrænu mengi. Mikilvægt að taka sénsa Umsögn dómnefndarinnar um tónlist Daníels er afar jákvæð. Henni er lýst sem hálfgerðri árás á skiln- ingarvit áhorfandans. „Upplifunin er unaðslega óþægi- leg, ef þannig mætti orða það. Hljóð- rásin veitir hinni brengluðu kvik- mynd aukna dýpt og undirstrikar brothætt sálarlíf persónanna. Tón- ræn áferð er frumleg og framvinda stefja óvænt. Framúrskarandi kvik- myndatónlist,“ segir í rökstuðningi dómnefndarinnar. Daníel segir samstarf sitt við leik- stjórann og handritshöfundinn Haf- stein Gunnar hafa verið mjög gott. „Við vorum lengi að prófa alls kon- ar hluti og það var mjög gaman að vinna með honum einmitt af því að hann var opinn fyrir því að prófa alls konar hluti og taka smá sénsa með tónlistina,“ segir Daníel. Það sé ekki alltaf sem kvikmyndatónskáld fái tækifæri til þess, en það sé mikil- vægt. athi@mbl.is Daníel verðlaunaður fyrir tónlistina í Undir trénu  Tileinkar verðlaunin minningu Jóhanns Jóhannssonar Daníel Bjarnason 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 TENERIFE Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 2FYRIR1 Frá kr. 89.995 ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI 22. febrúar í 11 nætur Hallgrímskirkja hefur löngum verið eitt af kenni- leitum í Reykjavík. Kirkjan var byggð sem minn- ingarkirkja um Hallgrím Pétursson, áhrifamesta trúarskáld Íslendinga. Hann samdi Passíu- sálmana sem fylgt hafa íslensku þjóðinni og lesnir eru á hverri páskaföstu á RÚV og víðar. Hallgrímskirkja var í byggingu frá 1945 til 1986 og er 74,5 metrar á hæð. Kirkjan er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins. Vetrarblámi í borginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgrímskirkja ber sig tignarlega í fallegri vetrarstillu Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að um- skurður á drengjum verði gerður refsiverður með breytingum á hegningarlögum. Segir hún hættu á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum, en umskurður drengja tíðkast inn- an trúarbragðanna. Þetta kemur fram í umsögn bisk- ups til Alþingis vegna frumvarps þess efnis sem liggur fyrir þinginu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður þess. Hún segist hafa vonast til þess að kirkj- an tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. „Mér finnst mjög merkilegt að kirkjan sé þarna. Ég hef alltaf sagt að þetta frumvarp eigi ekki að snúast um trúarbrögð heldur rétt barnanna til að taka þessa ákvörðun, þegar þau hafa ald- ur til. Ég stend við það.“ Samtrygging trúarbragða Frumvarpið hefur vakið tölu- verða athygli út fyrir landsteinana og birti breska blaðið Oberver með- al annars umfjöllun um málið í gær. Í grein Observer er meðal annars rætt við talsmann breska þrýsti- hópsins Milah UK, sem beitir sér fyrir rétti gyðinga til umskurðar. Segir hann umskurðinn, brit milah, ófrávíkjanlegan þátt í sjálfsmynd gyðinga. Samtök gyðinga víða um álfuna hafa lýst yfir andstöðu við frum- varpið og hafa aðrir trúarleiðtogar tekið í sama steng, meðal annars Reinhard Marx, kardínáli í Mün- chen og einn nánasti ráðgjafi Frans páfa, þó svo að umskurður sé ekki fyrirferðarmikill innan kristinnar trúar. „Þetta hljómar eins og ein- hver samtrygging trúarbragða,“ segir Silja. Viðbrögðin nær eingöngu jákvæð Silja segir athyglina að utan hafa komið sér á óvart. Tölvupóstum og Facebook-skilaboðum frá fólki hvað- anæva hafi rignt yfir hana síðustu daga, en þau séu eingöngu hvatning. Þannig hafi hún til að mynda fengið mörg skilaboð frá karlmönnum, jafnt íslenskum sem erlendum, sem hafa verið umskornir og segjast ekki hefðu valið það sjálfir. Frumvarpið, sem er þingmanna- mál, er lagt fram af níu þingmönnum Framsóknarflokks, Pírata og Flokks fólksins. Silja Dögg mælti fyrir mál- inu í síðustu viku en umræðum var síðan frestað og viðbúið að þeim verði framhaldið í næstu viku. Segir afstöðu biskups vonbrigði  Biskup Íslands leggst gegn banni við umskurði drengja  Óskandi að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og öryggi þeirra, segir flutningsmaður  Trúarleiðtogar víða um lönd mótmæla frumvarpinu Agnes M. Sigurðardóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir Siðmennt, félag siðrænna húmanista, lýsir yfir stuðningi við frumvarpið. Í umsögn sem félagið sendi Alþingi segir að mikilvægt sé að réttur barns sé siðum og trú yfirsterkari. Benda samtökin á að Alþingi hafi samþykkt bann við um- skurði kvenna árið 2005 og hafi þá allar umsagnir tekið einróma undir með frumvarpinu. Réttur barns vegi þyngst SIÐMENNT STYÐUR BANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.